Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 10.10.1968, Blaðsíða 2

Frjáls þjóð - 10.10.1968, Blaðsíða 2
i Ráðstefna samtaka í málm- og skipasmíði var haldin í Reykjavík 27. og 28. sept. s.l. Samtökin er að ráðstefnunni stóðu eru þessi: Félag dráttarbrauta og skipasmíðastöðva, Félag jámiðnaðarmanna, Lands- samband málmiðnaðarfyrir tækja, Málm- og skipasmiða samband íslands og Meist- arafélag járniðnaðarmanna. Á ráðstefnunni voru flutt 7 framsöguerindi um á- stand og horfur í málm- og skipasmíði. Ráðstefnuþátt- takendur töldu ráðstefnuna mjög gagnlega. Ráðstefnan gerði eftirfarandi ályktan- ir: • Fjármál málm- og skipasmíðaiðnaðarins Til þess að íslenzkur málm- og skipasmíðaiðnað- ur geti þjónað þjóðnauðsyn legu hlutverki sínu, telur ráðstefna málm- og skipa- smíðaiðnaðarins nauðsyn- legt, að fjármálum hans sé komið í viðhlítandi horf eftir það mikla erfiðleika- tímabil, sem iðngreinarnar hafa orðið að þola. Ráðstefnan bendir á eft- irfarandi: 1. Meginorsök þess, að íslenzkur málm- og skipa- smíðaiðnaður hefir að und- anförnu farið halloka fyrir erlendri samkeppni, er að hagkvæm lán hafa verið í boði erlendis frá í sam- keppni við innlenda málm- smíði, sem lítt hefur haft aðgang að lánum til viðgerð arverka. Ráðstefnan telur brýna nauðsyn bera til, að þegar verði komið á fót lánakerfi, til þess að að- staða hér verði a. m. k. jafn góð fyrir kaupendur inn- lendrar framleiðslu og þar með sköpuð eðlileg sam- keppnisaðstaða til handa þessum þjóðnýtu atvinnu- greinum. 2. Losað sé um bindifé viðskiptabankanna hjá Seðlabankanum í þeim til- gangi m. a. að auka fyrir- greiðslu vegna verkefnaöfl- unar málmiðnaðarfyrir- tækja og skipasmiðja á inn- lendum vettvangi. 3. Ráðstafanir séu gerðar til þess að Iðnlánasjóður fái sérstaka fyrirgreiðslu a. m. k. 50 millj. króna á yfir- standandi og næsta ári til hasræðingarlána og fram- lengingar eldri lána skipa- og málmiðnaðarfyrirtækja, sem hafa ekki getað staðið í skilum vegna alvarlegra erfiðleika að undanförnu. Stöðvaðar verði nú þegar þær aðgerðir opinberra að- ila, sem valda auknum kostnaði við skuldir málm- iðnaðarfyrirtækja. 4. Nú þegar kopai til fram kvæmda almenn lánafyrir- greiðsla til íslenzks skipa- smíða- og málmiðnaðar í samræmi við það, sem gilt hefur um árabil fyrir land- búnað og sjávarútveg, með endurkaupum Seðlabank- ans á framleiðsluvíxlum. Vextir af stofnlánum og framleiðslulánum málm- og skipasmíðaiðnaðarins verði jafnframt færðir til sam- ræmis við það, sem gildir fyrir framangreinda at- vinnuvegi. 5. Ráðstefnan telur eitt brýnasta verkefni ríkis- stjórnar landsins að vinna að því að áfram verði hald- ið framkvæmdum til að efla aðstöðu skipasmíða og Skipaviðgerða hérlendis, þannig að smíði og viðgerð ir skipa fari eingöngu frarn innanlands. Fagna ber þeim áfanga, sem þegar hefur náðst, að nú skuli svo ltomið, að sjö skip eru í smíðum innan- lands á móti einu erlendis. Ef tryggja skal, að skipa- smíðar verði hér öruggur atvinnuvegur, er nauðsyn- legt að géra ákveðna áætl- un um endurnýjun og við- hald flotans og smíða fáar staðlaðar stærðir skipa. Á þennan hátt verður bezt tryggð hagkvæm nýting þeirra fjárfestingar og ann- arra framleiðsluþátta, sem þegar eru fyrir hendi í þess ari atvinnugrein. 6. Ráðstefnan telur afar mikilvægt, að lánamálum málm- og skipasmíðaiðnað- arins, vaxtagreiðslum og tollamálum sé komið í það horf, að innlendum skipa- smíðastöðvum og málmiðn- aðarfyrirtækjum verði sköp uð þau skilyrði af hálfu valdhafanna, að aðstaða þeirra varðandi skatta-, tolla- og lánakjör sé hvergi verri heldur en nágranna- þjóðir okkar hafa skapað sínum málm- og skipasmíða iðnaði. Meðal annars verði nú þegar gérðar ráðstafan- ir til þess að vextir á bygg- ingatíma skipa séu ekki hærri en vextir Fiskveiða- sjóðs eru að lokinni smíði skipanna. 7. Að dæmi frændþjóða okkar verði nú þegar kom- ið á fót lánasjóðí til örvun- ar á framleiðslunýjungum í málm- og skipasmíðaiðn- aði. Bendir ráðstefnan á, að hagkvæmt væri að stofna slíka sjóði sem deild við Iðnlánasjóð, með sérstakri ráðgjafanefnd, tilnefndri af samtökum málm- og skipa- smíðaiðnaðarins. Til þess að slík lánadeild kæmi að gagni, þyrfti að afla henni tekna, sem næmu 5 milljón um króna árlega í 5 ár, en síðan yrðu reglur og lána- þörf eiidurskoðað með hlið- sjón af reynslu og breytt- um aðstaéðum. • II. Skipulagsbygging málmiðnaðarins Þau rekstursskilyrði, sem málmiðnaðurinn hefur átt við að búa á undanförnum árum og áratugum, hafa leitt til óhagkvæmrar skipu lagsbyggingar iðnaðarins, bæði á sviði fjárfestingar og hagræðingar. Ráðstefn- an telur því nauðsynlegt að stuðlað sé að betri hagnýt- ingu fjárfestingar í málm- iðnaðinum m. a. með stækk un rekstrareininga, er skapi grundvöll fyrir notkun full- komnari tækja, er auki framleiðni í iðngreininni. Ráðstefnan bendir því á eftirfarandi: 1. Komið verði á nánara samstarfi í milli vélsmiðj- anna við notkun vélakosts þeirra til þess að stuðla að fullnýtingu þessarar fjár- festingar. Til þess að auka þessi samskipti verði samin handbók með upplýsingum um þann vélakost, er smiðj urnar ráða yfir, og samið verði um sérstakan gagn- kvæman afslátt á greiðsþ um fyrir þessa þjónustu. 2. Samtök málmiðnaðar- fyrirtækja komi á fót sam- starfsnefnd, er hafi það hlutverk að kanna hvernig megi stuðla að nýrri upp- byggingu í iðngreininni og samruna fyrirtækja til auk- innar hagræðingar og fram leiðni. Leitað verði úrræða og leiða, til þess að taka nýja tækni i þjónustu iðn- greinarinnar. Komið verði á fót hiutafélagi, ér annist éfnissölu og efnisbútun og verði fyrirtækið útbúið full komnustu tækjum. Verk- efni þess vérði að hafa állt- af fyrirliggjandi ákveðin efni og láta málmiðnaðar- fyrirtækjum í té m. a. til- sniðin efni, samkvæmt teikningu eða mótum. 3. Sarntök málmiðnaðar- fyrirtækja hefji samstarf um könnun markaða og at- hugun á skipulegri hagnýt- ingu þeirra. • III. Samkeppnisaðstaða málm- og skipasmíða- iðnaðarins. Ráðstefnan vekur athygli á, að til þess að tryggja sam keppnishæfni íslenzka málmiðnaðarins verði rekst ursaðstaða hérlendra fyrir- tækja að vera sambærileg við aðstöðu erlendra fyrir- tækja og jafnframt verður að vera unnt að tryggja launþegum í málm- og skipasmíði sambærileg kjör við launþega í öðrum iðn- greinum. 1. Hvetjandi launakerfi þarf að taka upp til þess að gera þessar iðngreinar samkeppnishæfari um vinnuafl. Telur ráðstefnan að fela beri sérmenntuðum mönnum, s. s. hagræðingar- ráðunautum, undirbúning og framkvæmd þessa mik- ilvæga þáttar. 2. Komið verði á fót sam starfsnefnd atvinnurekenda og launþega, er fjalli um stöðu og framtíð málm- og skipasmíðaiðnaðarins hverju sinni og stuðli að samstöðu þessarra aðila til þess að standa vörð um starfsgrein sína svo að hún eflist og geti veitt þeim, er við hana starfa, sem bezt lífskjör. 3. Stuðla ber að því, að iðnaðarmenn eigi kost á því að vinna að staðaldri að sem líkustum verkefnum, þannig að ætíð sé völ á vel þjálfuðum iðnaðarmönn um, er staðizt geti harða samkeppni erlendis frá. 4. Ráðstefnan átelur þau vinnubrögð opinberra stofn ana að bjóða út og semja erlendis um ýmis verk og framkvæmdir án þess að gefa innlendum aðilum kost á að gera tilboð eða verksamning á sama tíma og innanlands ríkir verk- efnaskortur og atvinnu- leysi. Ráðstefnan telur það mis tök sem ekki megi endur- taka sig, að erlendum verk- tökum hafi verið fengin í hendur megnið af verkefn- unum við álbraéðsluna 1 Straumsvík. Leggur ráð- Hvenær getum við smíðað ok kar eigin fiskiskip? 2 Frjáis þjóð — Fimmtudagur 10. október 1968

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.