Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 10.10.1968, Blaðsíða 4

Frjáls þjóð - 10.10.1968, Blaðsíða 4
Uppskera valdbeitingarinnar Átök milli studenta og stjórnarvalda í Mexíkó stofna Ólympíuleikunum í voða Eftir því sem Olympíu- leikarnir nálgast vaxa blóðs úthellingar í Mexíkóborg. f síðustu viku, þegar þorri 7000 íþróttamanna frá 119 löndum var kominn til Olympíuþorpsins nærri há- skólahverfinu, laust stúd- entum og vopnuðu lögreglu liði saman í blóðugasta bar daga sem háður hefur verið í Mexíkó síðan á byltingar- áratugnum eftir 1910, þeg- ar talið er að milljón manna hafi látið lífið í margþætt- um innanlandsófriði og bar dögum við bandarískan íhlutunarher. Mexíkóstjórn fer með tölu fallinna sem ríkisleynd armál, en á þeim tíu vik- um sem liðnar eru síðan átökin hófust, er talið að hátt í 100 manns hafi beð- ið bana. Alls óvíst er hvort Olympíuleikarnir geta far- ið eðlilega fram, þótt hald- ið sé fast við að þeir skuli hefjast 12. október. í fyrsta skipti síðah ríkjandi stjórn- arfar komst á, hefur það gerzt að hörð, opinber gagnrýni beinist að ríkj- andi forseta, Díaz Ordaz. Upptök atburðarásar, sem ný ógnar jafnt alþjóð- legri íþróttahátíð heimsins og þeirri ríkisstjórn Róm- önsku Ameríku sem álitin var traustust í sessi, var meinlaust tusk milli nem- enda tveggja menntaskóla seint í júlí. Þá þusti lögregl an óbeðin á vettvang, skildi áflogaseggina í hópi ung- linganna með kylfubarsmíð og elti svo nemendur beggja skóla með höggum, slögum og spörkum um ganga og kennslustofur. Eft ir lögregluárásina var f jöldi unglinga slasaður, þar á meðal tvær stúlkur svo illa leiknar að tvísýnt var um líf þeirra. Hrottaskapur lögreglunn ar vakti viðbjóð og reiði í öðrum menntastofnunum Mexíkóborgar. Menntaskóla nemendur og háskólastúd- entar, sem eru 150.000 tals ins í borginni, kusu baráttu nefndir, sem beittu sér fyr ir mótittælagöngum og fund um. Þar voru gerðar kröf- ur til ríkisstjórnarinnar um að hún gerði ráðstafanir sem sýndu í verki að horf- ið væri af þeirri braut sem leiða hlyti til lögregluríkis. Þar á meðal var krafizt frelsis til handa öllum póli- tískum föngum, skaðabóta fyrir áverka og heilsutjón af völdum lögreglunnar, upplausnar áhlaupasveitar lögregluliðsins og að lög- reglustjórinn, borgarstjóri Mexíkóborgar og skrifstofu stjóri innanríkisráðuneyt- isins yrðu sviptir embætt- um, þar sem þeir bæru ábyrgð á árásinni á mennta skólanema. Díaz Ordaz forseti kaus að virða allar kröfur stúd- enta að vettugi, jók í stað- inn vopnabúnað áhlaupa- sveitarinnar Granaderos og lét hana ráðast á mótmæla- göngur unga fólksins. Þeg- ar það dugði ekki til að buga mótmælahreyfinguna var hernum boðið út með skriðdreka og brynvagna. Skriðdrekabyssu var beitt til að skjóta upp dyrnar á menntaskóla, þar sem ung- lingar höfðu leitað hælis fyrir kylfum og byssustingj um ríkisvaldsins. í þessum átökum kom til verulegs mannfalls, særðir skiptu hundruðum og hand tökur þúsundum. En ekk- ert lát varð á mótmæla- hreyfingunni. Prófessorar gengu í lið með nemendum sínum. Javier Barros Si- erra, rektor Mexíkóháskóla, fór í fararbroddi 50.000 manna mótmælagöngu há- skólakennara og stúdenta. Fjórðungur milljónar manna sótti mótmælafund á Zócalo, torginu fyrir fram an forsetahöllina. Þá greip ríkisstjórnin til örþrifaráða. Mörg þúsund manna herlið búið skrið- drekum var látið rjúfa frið helgi Mexíkóháskóla og handtaka alla sem fyrir- fundust í háskólabygging- unum, kennara og nemend ur. Háskólarektor sagði af sér til að mótmæla þessari dæmalausu yfirtroðslu gagnvart réttindum háskól- ans, en háskólaráðið neit- aði að taka afsögn hans til greina. Þegar önnur árás var gerð á Tækniháskólann, kom til heiftarlegs bardaga sem stóð næturlangt. Þar höfðu stúdentar aflað sér skotvopna og búið til eld- sprengjur, svo herliðið sem sent var gegn þeim fékk ekki rönd við reist fyrr en því barst liðsauki. í síðustu viku laust svo enn saman mótmælagöngum og vopn- uðum sveitum hers og lög- reglu, með þeim afleiðing- um að ákafir götubardagar með miklu mannfalli breiddust út um heil borg- arhverfi. Ástandið í Mexíkó borg var orðið þannig, að fyrirliðar ýmissa Olympíu- sveita lögðu bann við að fólk þeirra hætti sér út úr Olympíuþorpinu. Markmið mexíkönsku stúdentanna er alls ekki að steypa stjórn landsins af stóli, en þeir krefjast þess að stjórnarvöldin ræði við þá og hlýði á kröfur þeirra, í stað þess að láta skjóta á þá og berja þá' með byssu- skeftum. En hingað til hef- ur Díaz Ordaz neitað öllum viðræðum. Hann er núver- andi merkisberi þess sér- kennilega eins flokks kerf- is sem ríkt hefur í Mexíkó. áratugum saman. Stofnun- arflokkur byltingarinnar, Partido Revolucionario In- stitucional, hlýtur að stað- aldri yfir níu tíundu at- kvæða í öllum kosningum, forsetarnir velja eftirmenn sína og völd þeirra yfir flokkskerfinu veita þeim í raun og veru alræðisvald yfir þingi og þjóð. Stjórnarflokkurinn telur sig í orði kveðnu handhafa byltingararfleiðar mexí- könsku þjóðarinnar, en í raun og veru er hann orð- inn að þunglamalegri og' íhaldssamri valdavél. Sveita. alþýðan, um helmingur 45 milljóna þjóðar, sem bar byltinguna fram til sigurs fyrir hálfum öðrum manns- aldri, lifir við frumstæða atvinnuhætti í skorti og réttleysi. í borgunum ríkir aftur á móti nútíma auð- valdskerfi og tiltöluleg vel- megun miðað við það sem gerist og gengur í Róm- önsku Ameríku. Valdakerfi Stofnunar- flokks byltingarinnar bygg- ist á þessum þjóðfélagsand- stæðum, svo allt er í sjálf- heldu, þvílíkri að stjórnar- völdin kunna ekki annað svar við ókyrrð, óánægju og umbótakröfum uppvaxandi menntamanna en barefli og byssukúlur. —CQ— FERSKUR BLÆR — NÝIR STRAUMAR ÞaS er gaman að vera ungur maSur á Islandi í dag. Að sjá hugsjónir sínar fag- urlega speglaðar á síSum dagblaSa stjórnmálaflokk- anna og finna nýja strauma og ferskan blae leggja frá hverri stofnun þeirra. Hví- lík dýrS, hvílík dásemd. Sjaldan hefur hann risið svo hátt andi þeirra jöfra, sem móta stjórnmálaumræður þjóSarinnar. I gær deildu þeir af mikilli vopnfimi um það, hversu margir hafi set i<5 þing SUS í Domus Me- dica og í dag beina þeir orð- snilld sinni og rökfimi aS því þýðingarmikla og af- drifaríka atriði, hvort allir þingfulltrúar á þingi SUF að Laugarvatni hafi verið vakn aðir á sunnudagsmorguninn, er stjórnarkjör fór fram. Þannig munu þeir áfram leicSa saman hesta sína um önnur þýðingarmikil mál- efni, enda ríður nú mjög á, þegar svo erfiðir tímar eru framundan, að niðurstaða fáist um hin mikilvægustu mál. Slíkar málefnalegar og rökfastar umræður milli ráð herra, þingmanna, ritstjóra og annarra stórmenna, sem þegar hafa lyft íslenzkum stjórnmálum á hærra plan, eru ákaflega þroskandi og uppörvandi fyrir ungt fólk, sem hefur áhuga á því að taka þátt í stjórnmálum og vill leggja inn á nýjar braut ir. ÞaS er ekki amalegt að fá stærsta blacS landsins í lið með sér í baráttu gegn þeim viðsjárverðu öflum, sem á undanförnum árum hafa leynt og Ijóst unnið að því acS grafa undan Iýðræð- inu með því að efla völd fárra stjórnmálamann^ á kostnað fólksins. Að eign- ast skyndilega öflugt mál- gagn gegn þeirri spillingu, sem pólitískt bankakerfi og pólitískar nefndir og ráð á öllum sviðum þjóðlífsins ala af sér. BitlingalýcSurinn á jötu stjórnmálaflokkanna má nú svo sannarlega fara að biðja fyrir sér. Alþingi kemur saman innan fárra daga og þá mun vercSa tek- ið hraustlega til höndum við að moka út fjósið og upp- ræta þá óheilbrigcSu stjórn- arhætti, sem hin skeleggu málgögn sannleika og heicS- arleika hafa nú hafið bar- áttu gegn í samvinnu við æsku landsins. Það vlll líka svo vel til acS ritstjórar hinna baráttuglöðu blaða eiga flestir sæti á Alþingi og þangaS munu þeir flytja hina háleitu baráttu sína fyr ir betra þjóSfélagi. Þar munu þeir vægSarlaust fletta ofan af þeim huldu- málum, sem Vísir hefur svo einarðlega verið aS opinbera aS undanförnu og krefjast þess harðlega, aS viSkom- andi huldumenn verSi dregn ir til ábyrgSar. Þeir munu sveifla þar sverðum anda síns og höggva fimlega aS uppsprettum all^ar spilling- ar, hvar sem hana er aS finna og ekki láta staSar numiS fyrr en fullur sigur er unninn. Þeir munu hella yfir þing og þjóð flóði af frjóum og nýjum hugmynd- um um stjórn þjóSfélagsins og á þeim grunni verSur síSan byggt. Svo sannar- lega bjarmar fyrir nýjum degi, já nýrri öld, í þessu kalda og harðbýla landi. Ungur hugsjónamaSur. ★ 4 Frjáls þjóð — Fimmtudagur 10. október 1968

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.