Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 10.10.1968, Blaðsíða 7

Frjáls þjóð - 10.10.1968, Blaðsíða 7
smíðaiðnaðarins, 6. Brýnt er, að gefnar verði út íslenzkar reglur um smíði stálskipa — 1000 brl. og minni, til þess að tryggja eðlilega þróun þessa veigamikla iðnaðar. Þá þarf og að endurskoða reglur um smíði tréskipa með tilliti til þróunar og nýrra byggingarefna. Ráðstefnan væntir þess, að ríkisstjórnin hlutist til um að reglur þessar verði settar og síðan lögfestar. Vilja fá verkfallsrétt Framh. af bls. 1. innan vébanda BSRB 28 félög með samtals 6784 félagsmenn og hefur félagsmönnum fjölg- að um eitt þúsund frá sein- asta þingi 1966. • Annríki hjá Kjaradómi Á þingi BSRB í síðustu viku var m. a. fjallað um launamál, efnahagsmálin, skipulagsmál samtakanna og orlofsheimili. Þar kom fram, að opinberir starfsmenn eru afar óánægðir með þann gang mála, að þró- unin gengur sífellt í þá átt í sambandi við framkvæmd kjarasamningalagana, af hálfu ríkisins og ýmissa bæjarfélaga að hafnað er samkomulagi og málum vísað til Kjaradóms, en Kjaradómur hefur þráfaldlega sniðgengið grundvallaratriði laganna; að hliðsjón skuli hafa af kjörum launþega, sem vinni sambærileg störf hjá öðr um -en því opinbera. Ljóst er, að ætlunin með- Kjaradómi var áreiðanlega sú að til hans kasta þyrfti því aðeins að koma að samkomulag væri þrautreynt, og yrði því til hans leitað í fáum tilfellum. Hins- vegar virðast ráðamenn ríkis- ins og sumra bæjarfélaga hafa talið þá stefnu heppilegasta að láta dæma á sig greiðslur. Má vera að þeir verði vinsælir hjá ýmsum. En hvað um rúmlega 20 þúsund manns opinberra starfsmanna og fjölskyldur þeirra. Ekki kann það fólk að meta þessi vinnubrögð. Og þetta er sterkt afl ef það vill. 9 Verkfallsréttur Þessi slæma reynsla fyrir opinbera starfsmenn, sem fengizt hefur, herðir menn upp í því að krefjast fastar fulls og óskorins samningsrétt ar, þar með talinn verkfalls- réttur. Tillaga í þessu efni var samþykkt á þinginu. Þar er stjórn bandalagsins falið að hefja undirbúning að samn- ingu lagafrumvarps er feli í sér fullan samningsrétt. Opin- berir starfsmenn gera sér fulla grein fyrir því, hve mikil á- byrgð fylgir verkfallsrétti m. a. gagnvart öryggisþjónústu hins opinbera. —- e.h. Spilin á borðið! Framh. af bls. 1. legum samræmdum aSgercSum þarf að einbeita fjármagninu acS arSbærum atvinnuvegum, til aS tryggja atvinnu og auka útflutningsverðmæti. Jafnframt er óhjákvæmilegt ac5 skera nið ur margvíslega eySslu og hætta að sóa takmörkuðum gjaldeyri í hvers kyns óþarfa. Fátt bend ir til þess, að forustumenn stjórnmálaflokkanna hafi gert sér Ijóst acS slíkar stefnubreyt- ingar er brýn þörf. Enn sícSur liggur neitt fyrir um, acS þeir vilji framkvæma slíka stefnu- breytingu meS þaS meginsjón- armiS í huga, aS þjóðfélags- legs réttlætis verSi gætt eftir föngum og láglaunafólki forS- acS frá stórfelldari lífskjara- skerðingu en orSin er. MeSan svo horfir virSist enginn grund völlur fyrir því aS stjórnarand staSan taki að sér það hlutverk aS lengja h'fdaga þeirra stjórn- arherra og stjórnarhátta, sem nú standa viS þrotabú viðreisn arinnar, en neita aS viSur- kenna gjaldþrotiS. ÞjóSinni er sagt aS margvís legra gagna um efnahagsástand iS hafi verið aflað undanfarna vikur, og má því ætla aS heild arinyndin fari aS verða nokk- urn veginn skýr. NiSurstöSur þessara kann- ana á é þjóSfélagsvandanum í heild, ber aS birta opinberlega og leggja undanbragSalaust á borSið. Þær niðui-stöSur eru ekkert einkamál þeirra átta manna, sem skipa viSræðu- nefndina í stjórnarráSshúsinu. ÞjóSin öll á heimtingu á aS fá aS vita í öllum veigamiklum atriSum hvernig komiS er. MeS því einu móti geta farið fram eðlilegar og nauSsynleg- ar umræður um þær leiSir og úrræði, sem tiltækileg eru. Því aSeins sættir almenningur sig viS þær ráSstafanir ,sem gerS- ar verSa, að hann sannfærist um nauSsyn þeirra og telji þær eftir atvikum skynsamlegar og öSrum líklegri til að leysa vand ann á bærilegan og réttlátan hátt. RAZNOIMPORT, MOSKVA Hafa enzt 70.000 km akstup samkvæmt vottorðl atvlnnubllstjðra Faest h(á flestum hjölbarðasölum á landinu Hvergl lægra verð VEGIR EÐA ÞQTIIFtöe FiRÐAMAI NUTIM Þott flest hækki lækka fargjöldin. Notið hin hagstæðu haustfargjöld milli landa, sem gilda til 31. október Fjölskyldufargjöld allt árið á innanlandsleiðum og á millilandaleiðum 1. nóv. til 31. marz. INNAN LANDS MILLI LANDA FLUCFELAC ÍSLAJVDS TILKYNNING til síldveiðiskipa sumarið 1968 Síldarútvegsnefnd hefir ákveðið, í samræmi við 2. gr. reglugerðar um flutning sjósaltaðrar síldar frá 2. ágúst 1968, að höfðu samráði við Sjávarút- vegsmálaráðuneytið, að fella niður greiðslu flutn- ingastyrks á alla sjósaltaða síld, sem á land berst eftir 30. september n.k., þar, sem forsendur fyrir greiðslu styrksins munu þá brott fallnar. Athygli er vakin á að skv. 3. málsgrein 2. greinar sömu reglugerðar ber því aðeins að greiða flutn- ingastyrk á ísvarða síld og síld, sem varin er á ann- \ an hátt og berst söltunarhæf á land, að hún sé veidd fjær næstu söltunarhöfn en 300 sjómílur. Síld sem nær veiðist er því ekki styrkhæf. Þetta tilkynnist öllum, sem hlut eiga að máli. \ Síldarútvegsnefnd. Friáls bióð — Fimmtudagur 10. október 1968 7

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.