Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 07.11.1968, Blaðsíða 4

Frjáls þjóð - 07.11.1968, Blaðsíða 4
) Gísli Gunnarssom 51 ár frá stofnun Sovétríkjanna Októberbyltingin 1917 markaði tímamót í sögu heimsins. Þá reis upp fyrsta þjóðfélagið, sem byggði á félagslegri eign framléiðslu tækjanna, var sósíalískt í efnahagsuppbyggingu. Meir en þrír áratugir liðu þangað til ríki utan hins gamla Rússlands komu upp svip- uðu kerfi. Fyrir sósíalismann sem hugsjón var það á ýmsan hátt mjög bagalegt að þessi fyrsta bylting sósíalista, sem heppnaðist, skyldi ger- ast í Rússlandi og einangr- ast síðan við það land. Land ið var mjög frumstaett, eink um menningarlega um 80% íbúanna voru bændur, sem vissu varla mun á kapítal- isma og sósíalisma ög höfðu áratugum áður verið þraél- ar aðalsmanna, meginhluti landsmanna var ólæs og ó- skrifandi og engin lýðræð- ishefð var í landinu. Bylt- ingarmennirnir 1917 tóku hins vegar í arf öflugt mið- stjórnarvald keisarans og mjög viðamikið embættis- mannakerfi. Þar að auki varð grimmileg borgara- styrjöld í landinu, sem m. a. orsakaði allsherjar hung ursneið og nær algert gjald þrot. En Rússland hið mikla var jafnframt eitt auðug- asta land heimsins að nátt- úrugæðum og stærsta land heimsins' að flatarmáli. — Norður-Asía, Síbería, litt byggð, var uppspretta ótelj- andi auðlinda. Lenín og aðxúr byltingar- menn 1917 höfðu gert rússnesku byltinguna í þéirri trú fyrst og fremst að hún yrði aflgjafi bylt- inga í Vestur-Evrópu. Þetta brást, og sósíalismi bylting- armannanna féll í farveg hins gamla Rússlands, sam- lagaðist hefð hans og skap- aði foringja í samræmi við hana. Josep Stalín, einræðis herra Sovétrikjanna í aldar- fjórðung, stóð í hugsunar- hætti og stjórnlist miklu nær rússnesku keisurunum Pétri mikla og ívani grimma en Karl Marx. Rökrétt afleiðing af þessu var að lýðræði var fótum troðið, vísindaleg hugsun sett undir flokksaga og list- ir og bókmenntir háð duttl- ungum valdhafa. Öll þau at- riði, sem sósíalistar 19. ald- ar höfðu talið tilheyra hug- sjón sinni, voru fótum troð- in nema eitt, — félagsleg eign framleiðslutækjanna. Rökrétt afleiðing var eyðilegging gamla Bolsé- víkjaflokksins og dóms- morð á helztu foringjum hans 1917, — nema Stalín. Tekniir voru af lífi Búkhar- in, Kamenev, Rykoff, Synja wski, Praetsansky, Pjat- komm, Sinovieff og annar alleiðtogi Októberbyltingar innar, Trotsky, var myrtur ■ í Mexikó 1940. Flestir bylt- ingarforingjarnir 1917 voru 1939 samkvæmt opínberum sovézkum heimildum orðn- ir svikarar, fasistar og það- an af verra. í stað gamla Bolsékaflokksins var em- bættismannakerfi, — sovézka skriffinnskuvaldið, hafið til vegs og virðingar og það ríkir enn þá í dag, sterkara en nokkru sinni fyrr. Sterk efnahagsleg mið- stjórn, félagsleg eign fram- leiðslutækjanna og mikill auður náttúrunnar höfðu-— heillavænleg áhrif að skaþa miklar framfarir í jafn frumstæðu landi og Rúss- land var. Efnahagsframfar- ir urðu þar meiri á skömm um tíma en áður hafði þekkzt. Sovétríkin úrðu stórveldi, og í lok heims- styrjaldarinnar 1945, sem kostaði þau um 20 milljón mannslífa, stóðu þau sem annað tveggja helztu stór- velda heims. Nú eru Sovétríkin á ýms- an hátt háþróað land (þótt enn þá búi að vísu um 40% íbúanna í sveitum miðað við 8% í Bandaríkjunum). Tækni og vísindi hafa náð geysilangt, landið er ann- að mesta framleiðsluland í heimi, og þau standa nær jafnfætis Bandaríkjunum að hernaðargetu. En jafn- framt aukast innri mótsagn ir þess stöðugt, hið sterka efnahagslega miðstjórnar- vald, sem einu sinni var mikill aflgjafi efnahags- legra framfara, er núna orð inn dragbítur á þær; hið mikla vald skriffinnskukerf isins stendur í æ meiri mót- sögn við vaxandi menntun og þekkingu íbúanna. Eðli- lega hefur því sú mikla gróska, sem orðið hefur í sósíalískri hugmyndafræði í vestrænum löndum undan farinn áratug, orðið Sovét- stjórninni þyrnir í augum; stríð hennar við sósíalista utan Sovétrikjanna eykst stöðugt á sama tíma er hún ' reynir að koma sér í mjúk- inn hjá allskyns afturhalds- ■öfium-' ehas - og konungi Saudi-Arabíu og herfor- ingjastjórnum Suður-Amer íku. Sovézka stórveldið er staðreynd; siðferðilegt hrun þessa stórveldis er ekki síð- ur staðreynd, og innrásin í Tékkóslóvakíu er aðeins staðfesting á því, sem allir sæmilega upplýstir sósial- istar gátu séð að var þegar til staðar. Innrásin hafði fyrst og fremst þá þýðingu fyrir Vestur-Evrópska sós- íalista að viðurkenna þetta opinberlega. Sú staðreynd er samt á- fram til staða að í Sovét- ríkjunum hefur ekki ennþá verið hróflað við félagslegri eign framleiðslutækjanna; þessa félagslegu eign ber að verja af sósíalisma á að verja. Á samá hátt er nauð- synlegt að berjast gegn stjórnarfari Sovétríkjanna; það á ekkei-t skylt við sós- íalisma, stjórnmálatengsl sósialista við skriffinnsku- valdið sovézka verður að rjúfa, „byltingarþjófana“ verður að einangra stjórn- málalega. Um viðskipta- og menningartengsl gegnir öðru máli, en þau geymast eðlilegar hjá ríkisvaldi en sósíaiískum flokki. Það hefur þótt nauðsyn- legt að básúna eðlilega efnahagsframfarir Sovét- ríkjanna á hverjum afmæl- isdegi þeirra; óþarfi ,er að gera of lítið úr þeim en það hnikar samt ekki þess- um staðreyndum: lýðræði og frelsi vantar í Sovétríkj- unum, dómsmorð fortíðar- innar hafa aðeins að litlu leyti verið tekin til endur- skoðunar; á þessu ári hef- ur stjórn Sovétríkjanna gert sig seka um svívirði- lega innrás. 5. nóv. 1968. / Gísli Gunnarsson Alþýðubandalagið Framh. af 1. síðu fundir haldnir fyrir hádegi, en7 kl. 14.00 hófst landsfundurinn að nýju í Sigtúni. Þá flutti Hjalti Kristgeirsson framsögu fyrir drögum að stefnuskrá fyr ir AlþýSubandalagið, sem hann kvað vera ramma um heildar- stefnu AlþýcSubandalagsins í þjóðmálum. HafSi nefnd kosin á miSstjórnarfundi í fyrra unn- ic$ að þessom drögum- á sama hátt og um lagafrumvarp, en stefnuskrárnefnd hafði hvergi nærri lokið við aS vinna úr gögnum sínum. Þessir sátu í stefnuskrárnefnd: Hjalti Krist- geirsson, Jóhann Páll Árnason, Vésteinn Ólason, Magnús Kjart ansson, Bjarnfríður Leósdóttir, Jónas Árnason, Björn Jónsson og Adda Bára Sigfúsdóttir. Hófust síðan umraeSur um drögin, og lagtSi Magnús Kjart ansson til, að fundurinn sendi frá sér stutta stjórnmálaálykt- un, en samþykkti þá stefnu, er fælist í drögunum. Lagði Magn ús fram tillögu sína til þeirrar ályktunar. Þessir tóku til máls: GuSmundur Ágústsson, Jó- hannes Stefánsson og Kristín Loftsdóttir. Var málinu síðan vísað til stefnuskrárnefndar. Næsti liður á dagskrá fund- arins var önnur mál, og tóku margir til máls. Var aðallega rætt um landbúnaðarmál og stefnu Alþýðubandalagsins í þeim. Þeir sem töluðu, voru þessir: Þorgrímur Starri Björg vinsson, Haukur HafstaS, Geir harður Þorsteinsson, Jóhannes Stefánsson, Páll Bergþórsson, Skúli Guðjónsson, SigurSur Brynjúlfsson, Guðmundur Hjartarson, Ólafur Jensson, Kristín Loftsdóttir og Helgi Guðmundsson. Voru samþykkt ar tvær tillögur um landbúnað- armál í lok umræðunnar. Hin fyrri var frá GeirharSi Þor- steinssyni, Hauki Hafstað og Stefáni H. Sigfússyni, en önn- ur frá Þorgrími Starra Björg- vinssyni. Eftir kaffihlé hófst umræSa að nýju, og átti þá að taka til umræSu stefnuskrármálin. Sig urjón Björnsson taldi eðlilegra acS stofna flokkinn fyrst, áður en tekið væri til við aS sam- þykkja stefnuskrá hans. Voru þá rædd verkalýíSsmál, og hafSi Guðmundur J. Gu(S- mundsson framsögu um þau. A(Srir sem tóku til máls um verkalýðs- og kjaramál, voru m. a. BjarnfríSur Leósdóttir, Heimir Ingimarsson, Eðvarð SigurSsson, Geirhar'Sur Þor- steináson, Erlingur Viggósson, Gunnar Sígurmundsson, Sigurð ur Brynjúlfsson og SiguríSur Magnússon. Þá gerSi LúSvík Jósepsson grein fyrir áliti stj órnmálanefndar. RÆDD LÖG OG SAMÞYKKT Á sunnudag hófst fundur aftur um morguninn í Sigtúni, og var þá fyrst sagt frá störf- um stjórnmálanefndar. Síðan talaði Hjörleifur Guttormsson fyrir áliti skipulags- og laga- nefndar og þeim breytingum sem nefndin hafSi samþykkt að gera á frumvarpi því, sénv fyr- ir fundinn var lagt í upphafi. Eftir hádegi hófust umræS- ur um lögin að nýju, og tóku þessir til máls: GuSmundur Vig fússon, Páll Bergþórsson, Sig- rjón Björnsson, GuSmundur Hjartarson, Kjartan Ólafsson, Ragnar Stefánsson, Geir Gunn arsson, Jóhannes Stefánsson, LúSvík Jósepsson og Jón Sig- urðsson, og mæltu þeir fyrir breytingum á lagafrumvarpinu. Hjörleifur Guttormsson lagði til að fundurinn felldi þær breytingartillögur, sem fram hefSu verið bornar eftir aS laganefndin skilaði sínu áliti á fundinum. Þá voru lögin borin undir atkvæSi og samþykkt. Um nafn flokksins og hlut- verk segir svo í 1. gr.: ,,Alþý(Subandalagið er sós- íalískur stjórnmálaflokkur, byggður á lýðræði og þing- ræði. AlþýSubandalagiS er flokkur allra þeirra íslenzkra vinstrimanna, sem vilja vernda og treysta sjálfstæði þjóðarinn ar, standa vörS um hagsmuni vinnandi fólks og tryggja al- hliða framfarir í landinu á grundvelli félagshyggju og sarn vinnu. FramtíSarmarkmið flokksins er að koma á sósíal- ísku þjótSskipulagi á íslandi. A1 þýðubandalagitS fordæmir ein- ræSi og kúgun, hvar sem er í heiminum, og stySur eindregið baráttu alþýðu manna hvar- vetna fyrir friSi, lýSræði og réttlátu þj óðskipulagi. ‘ Félagi í AlþýSubandalaginu getur orSiS hver sá íslenzkur ríkisborgari, sem orSinn er 1 6 ára, ,,enda sé hann ekki í öSr- um stjórnmálaflokki eSa sam- tökum, sem telja má flokks- pólitísk.“ Með flokkspólitísk- um samtökum er þarna átt viS sósíalistafélög', þjóðvarnarfélög og Félag Alþýðubandalags- manna í Reykjavík, en óvíst er, hvort ákvæSi þetta verSur látið ná til ÆskulýSsfylkingar- innar, þar sem AlþýSubanda- lagiS hefur ekki starfandi nein æskulýSssamtök. KOSNINGAR Eftir samþykkt laganna lýsti Svavar Gestsson tillögum kjör nefndar um formann, varafor- mann og ritara, 27 menn í Framh. á bls. 6. 4 Frjáls þjóð — Fimmtudagur 7. nóvcmber 1968

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.