Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 28.11.1968, Blaðsíða 4

Frjáls þjóð - 28.11.1968, Blaðsíða 4
Úrlög Nýfundnalands Nýfundnaland er í huga flestra fremur ómerkilegur útnári Kanada og hefur lít ið sér til frægðar fram yfir önnur héruð þessa norð- læga svæSis. Raunin er þó sú, að Nýfundnaland á sér merkilega sögu að baki að sumu leyti raunalega sögu, en þó fyrst og fremst lær- dómsríka, að minnsta kosti fyrir okkur Islendinga. Nýfundnaland, sem nú er fylki í Kanada, en var áð- ur sjálfstætt ríki, liggur á austurströnd Norður-Amer- íku og tekur yfir tvö skýrt aðgreind svæði, eyjuna Ný- fundnaland, sem er rúmar 43 þús. fermílur að flat- armáli, og austurhluta Labradorskaga, sem er um 113 þús. fermílur. Milli þessara svæða er mjótt sund. íbúafjöldi Nýfundna- lands eins og svæðin tvö kallast einu nafni er nú u. þ. b. hálf milljón manna. Meginþorri fólksins eða um 97% býr á eynni, og þar er höfuðborgin St. John's. Hinir f yrstu hvítu menn, sem til Nýfundnalands komu, hafa að öllum lík- indum verið íslendingar, því á þessum slóðum er tal- ið að verið haf i Vínland og Markland, sem norrænir menn þekktu löngu á und- an öðrum Evrópubúum og getið er um í gömlum heim ildum. Þannig tengjast saga íslands og Nýfundna- lands á furðulegan hátt þús und ár aftur í tímanum. Enda þótt íslendinga eða Grænlendinga hina fornu brysti bolmagn til að nema þessi svæði, eins og þeir gerðu þó tilraunir til, geymdist vitneskjan um þau meðal íslenzkra fróð- leiksmanna. Margt er á huldu um endurfund Ameríku. Þeir menn eru til, sem telja, að Kólumbus hafi á leið sinni vestur um haf komið við á íslandi til þess að afla sér upplýsinga um Ameríku. Yfirleitt hallast menn nú að því, að á dögum Kolum- busar hafi Ameríka ekki verið eins óþekkt og lengi hefur verið álitið, m, a. bendir ýmislegt til þess, að fiskimenn frá Vestur- Evrópu hafi sótt á miðin við Nýfundnaland talsvert áður en Ameríka var „form lega" uppgötvuð. Þau auð- æfi, sem fyrst drógu menn til Ameríku væru eftir því að dæma ekki gullið, heldur hin geysiauðugu fiskimið, sem löngu síðar urðu und- irstaða Nýfundnalands sem sjálfstæðs ríkis. Þegar í upphafi 16. ald- ar fóru sjómenn, einkum frá Englandi, að flykkast á miðin við Nýfundnaland. Árið 1583 helgaði Sir Humphrey Gilbert landið Englandi og var það síðan um langa hríð ensk ný- lenda, enda þótt ýmsar þjóð ir, einkum Frakkar og Hol- lendingar, reyndu að seil- ast þar til áhrifa. Nýfundnaland varð Eng- landi mikil matarhola. Fisk urinn, sem veiddist á mið- endum einkum fólk af írskum uppruna. Þeir, sem fasta búsetu höfðu í landinu veiddu eink um á grunnmiðum og seldu enskum kaupmönnum vöru sína, mest þurrkaðan salt- fisk, lýsi og selskinn. Þorp- ið St. John's varð brátt að- al verstöðin á Nýfundna- landi og stjórnarsetur. Árið 1802 var komið á fót heimastjórn í landinu, og 1832 var þar stofnsett fulltrúaþing í tveimur deildum og voru kjörnir fulltrúar til neðri deildar þingsins með almennum kosningum. Á þessum árum voru þeir William Carson af skozkum ættum og Patrick Nýfundnaland varó fullvalda ríki um svipað leyti og island. Nlargt er líkt með þessum tveimur lönd- um. Bæffi eru harðbýl og byggja afkomu sína mest á svikulum sjávarafla. — Þó hafa örlög þeirra orðið hvor á sinn veg. í þessari grein er rakin saga Nýfundnalands og sagt frá þeirri hörmulegu þróun, sem endaði með því að' landið vartT gjaldþrota og - hvarf úr tölu sjálfstæöra ríkja. Efnahagsöngþveiti fslendinga um þessar mundir leiðir hugann óhugn- anlega mikið að örlögum Nýfundnalands. unum við'landið var mjög verðmæt vara. Sá hluti afl- ans, sem bezt var verkað- ur, var fluttur til Miðjarð- arhafslandanna og seldur þar á háu verði. Lakari fiskurinn var aftur á móti seldur til Vestur-Indía og urðu þrælarnir á plantekr- unum að gera sér hann að góðu. Englendingar voru lengi þeirrar skoðunar, að það væri andstætt verzlunar- hagsmunum þeirra, að menn tækju sér bólfestu á Nýfundnalandi, og reyndu þeir að sporna á móti því. Fiskimennirnir sneru því heim til Englands á hverju hausti. Á 18. öld, þegar sókn annarra þjóða fór að auk- ast á miðin við Nýfundna- Iand, varð Englendingum i ekki lengur stætt á þessari stefnu. Til samanburðar má geta þess, að á árunum 1683—84 töldust aðeins 120 menn íhafa fasta búsetu á Nýfundnalandi, árið 1774 voru þeir orðnir um 12 þús und og upp út því dreif til landsins mikið af innflytj- Morris, sem var af írsku bergi brotinn, helztu stjórn- málaskörungar landsins. Samstarfið milli þ'ingdeild- anna gekk oft brösótt og varð það til þess að stjórn- arskráin var, numin úr gildi um stundarsakir og þingdeildirnar síðan sam- einaðar. Árið 1848 hófu íbú ar Nýfundnalands baráttu fyrir því, að landsstjórnin bæri ábyrgð gagnvart þing- inu. Árið 1855 fékk þing- ið fullt löggjafarvald. Hin sívaxandi' stjórnar- farslegu réttindi Nýfundna landsbúa, áttu fyrst og fremst rætur í batnandi efnahag þeirra. Napoleons styrjaldirnar hiöfðu þau á- hrif, að sókn annarra þjóða á miðin við Nýfundnaland minnkaði mjög en lands-- menn juku útveg sinn að sama skapi. Það varð þeim til mikilla hagsbóta að þeir náðu sjálfir fótfestu á fisk mörkuðunum við Miðjarð- arhaf, einnig opnaðist þeim mikill markaður í Brazilíu. Þegar friður komst á, varð mikið verðfall á ut- flutningsafurðum Ný- fundnalandsbúa. Olli þetta miklum erfiðleíkum um tíma, en smám saman færð ist ástandið í eðlilegt horf. Um miðja 19. öld urðu selveiðar mikill bjargræð- isvegur á Nýfundnalandi og komst veiðin sum árin upp í 6—700.000 seli. Skap- aði þetta geysimikla at- vinnu. Veiðunum hnignaði þó mjög, er á öldina leið. Um 1800 voru íbúar St. John's orðnir um 3 þus. tals ins og fjölgaði mjög á næst unni. Innlend kaupmanna- stétt myndaðist í landinu. Nýfundnalandsbúar voru að verða þjóð. Upp úr miðri öldinni voru ýmsar tilraunir gerð- ar til að skjóta nýjum stoð- um undir efnahagslíf lands- manna. Einkum var lögð á- herzla á landbúnaðinn enda tók hann miklum framför- um. Þjóðfélagsþróunin á Nýfundnalandi hélzt í hend ur við hinn efnahagslega framgang. Tímabilið 1870—95 ein- kenmdist af mikilli velmeg- un. Atvinnulífið blómgað- ist og varð fjölbreyttara. Auðugar koparnámur fundust í landinu. Komtó var á fót innlendri veiða- færagerð, sem sparaði mik- inn gjaldeyri. Járnbrautir voru lagðar af kappi og greiddi það mjög fyrir sam göngum. Verð á útflutnings vörunum, sem að langmestu leyti, eða um 90%, var sjó- fang var hagstætt. Árið 1874 voru íbúar landsins orðnir rúmlega 160 þúsund. Upp úr 1890 fóru ýmis ill teikn að sjást á lofti um framtíð Nýfundnalands. Er- lent fjármagn fór að gerast aðsópsmikið í efnahagslífi landsins. Árið 1892 varð gífurlegt tjón, þegar 3/4 hlutar St. John's brunnu til kaldra kola. í desember 1894 urðu tveir af helztu bönkum landsins gjaldþrota og ríkisbankinn neyddist til að stöðva viðskipti sín. Seðl ar þessara banka, en þeir voru gjaldmiðill landsins, urðu verðlausir. Viðskipta- líf landsins korpnaði sam- an og atvinna minnkaði stór lega. Bráðabirgðalán frá Bretlandi og Kanada leystu brýnasta vandann. Viðbót- arlán, sem fengust í Montreal, New York, og London komu í veg fyrir fullkomið fjárntólahrun. Þessir atburðir mörkuðu upphaf að nýju tímabili í sögu Nýfundnalands.' At- vinnuvegirnir stóðu nú höll um fæti. Kanadískir bank- ar urðu umsvifamiklir í fjármálalífi landsins, og seðlar þeirra urðu gjaldmið ill landsins í staðinn fyrir dollara Nýfundnalandsbúa. Erlend áhrif urðu geysimik il í viðskiptalífinu. Á þremur fyrstu áratug- um 20. aldarinnar var þró- unin að mörgu leyti óhag- stæð Nýfundnalandsbúum. Árið 1917^ náðu þeir þó þeim áfanga að verða full- valda þjóð og gengu þeir í brezka samveldið. En þjóð- in var sliguð af skuldabyrði sem engan endi virtist ætla' að taka. Um 1890 var er- lent fjármagn þegar byrjað að streyma til landsins. Upp úr aldamótunum óx sá straumur enn. Erlend auð- félög náðu undir sig mest- öllu járnbrautakerfi lands- ins og síðan samgöngum með skipum. Einnig höfðu þau einkarétt á símalagn- ingu í landinu. Auðfélögin náðu einnig tangarhaldi á námugreftrinum og sömu- leiðis trjávöruiðnaðinum. Arðurinn af þessari starf- semi rann úr landi og varð Nýfundnalandsbúum að engu gagni. Bankahrunið 1894 studdi mjög að þessari þróun. Árið 1931 fóru Nýfundna landsbúar að 'finna alvar- lega fyrir heimskreppunni. Á árunum milli 1920—30 uxu ríkisskuldirnar úr 43 millj. dollara upp í 101 millj. dollara. Allt frá 1920 voru' fjárlögin jafnan með halla, sem nam um 2 millj. dollara að meðaltali á ári. Þessum halla var mætt með lántökum, sem auð^vit að uku enn frekar skulda- byrðarnar. Auk þessa varð um þessar mundir verðfall á útflutningsvörum lands- ins. Ofan á allt þetta bætt- ist, að margir verkamenn frá Nýfundnalandi, sem voru í vinnu í Bandaríkj- unum eða Kanada, sneru nú heim, þar sem enga vinnu var lengur að hafa í þessum löndum. Árið 1932 voru enn tekin lán bæði ut- an lands og innan. Útgjöld ríkisins voru skorin niður svo sem framast var unnt. og skattarnir færðir upp úr öllu valdi. Á árinu 1933 voru enn tekin viðbótarlán. Allt kom þó fyrir ekki, því sífellt seig meira á ógæfu- hliðina. Nýfundnaland var nú raunverulega gjaldþrota. I febrúar 1933 var sett saman nefnd, er rannsaka Frjáls þjóð — Fimmtudagur 28. nóvember 1968

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.