Þjóðvakablaðið - 24.02.1995, Page 5
ÞJÓÐVAKI
5
Þjóðvaki er afl til að breyta
segir Svanfríður Jónasdóttir oddviti Þjóðvakalistans í
Norðurlandskjördœmi eystra
Pólitískir flokkar eru fyrst og
fremst tæki til að breyta því sem
við teljum að þurfi að breyta í
samfélaginu. Okkur hefur verið
ljóst lengi að núverandi flokka-
kerfi, sem varð til við allt aðrar
aðstæður en nú eru, er handónýtt
þegar að því kemur að taka hér á
stærstu málum. Menn reyna að
skerpa línur milli flokkanna fyrir
kosningar og yfirbjóða hver
annan til þess að sanna tilverurétt
sinn fyrir kjósendum. Eitt aðal
markmið þeirra virðist vera að
viðhalda óbreyttu ástandi og þar
með sjálfum sér. Um það snýst
samtrygging þeirra.
En þeim fjölgar sífellt sem ekki
sætta sig við að þurfa að greiða
fyrir óbreytt ástand í lakari
lífskjörum. Þess vegna verður til
afl eins og Þjóðvaki, pólitískt
hreyfiafl sem þarf til að fá
staðnað stjómmálakerfi til að
endurskoða málin með velferð
fólksins að leiðarljósi.
Ég ákvað að taka þátt í að raska
ró gömlu flokkanna með þessum
hæííi þegar mér sýndist útséð um
að nokkrar breytingar mundu
ella eiga sér stað . Ég skynjaði
afar vel þá hreyfingu fólks sem
var í gangi og krafðist breytinga
á vinnubrögðum og viðhorfi. Til
viðbótar annarri gagnrýni minni
á flokkakerfið, gagnrýni sem ég
hef látið í Ijós bæði í ræðu og riti
mörg undanfarin ár, bættist það
síðan að flokkakerfi, sem ekki
rúmar stjómmálamann á borð við
Jóhönnu Sigurðardóttur, einn
ötulasta og heiðarlegasta baráttu-
mann á Alþingi fyrir rétti þeirra
sem minna mega sín í þjóðfé-
laginu, því yrði að breyta.
Brýnasta byggðamálið
Ég er auðvitað landsbyggðar-
kona og mín viðhorf hljóta að
taka mið af því. Sem og þátttaka
mín í sveitarstjómarmálum. Mér
hefur oft fundist of mikillar
íhaldssemi gæta bæði í atvinnu-
uppbyggingu og þróun úti á landi
og í breytingum á stjómsýslunni.
En meðan velferðarkerfið er jafn
götótt og raun ber vitni þorir
landsbyggðafólk síður að taka þá
áhættu sem fylgir breytingum,
jafnvel þó menn viti innst inni að
þær horfi til framfara og
aukinnar velmegunar. Menn vita
hvað þeir hafa og halda í það.
Breytingum fylgir óöryggi.
Þær gætu t.d valdið alvarlegri
röskun á búsetu og þannig kippt
burt öðrum nauðsynlegum stoð-
um fjölbreytts mannlífs. Ef við
byggjum við öflugra velferðar-
kerfi sem héldi betur utan um
fjölskylduna, þá þyldum við á
minni stöðunum úti á landi e.t.v.
betur það tímabundna öryggis-
leysi sem fylgir breytingum í
atvinnulífinu. Styrking velferð-
arkerfisins er því brýnasta
byggðamálið í dag ef við viljum
notfæra okkur þá möguleika sem
bjóðast í atvinnulífinu með nýrri
tækni og mörkuðum.
Ég sé fyrir mér að í náinni
framtíð skipti ekki jafn miklu
máli hvar fólk býr. í upplýs-
ingaþjóðfélaginu, sem við erum
að byrja að kynnast og notfæra
okkur, skipta símalínur ekki
minna máli en aðrar samgöngur.
Hvaða máli skiptir t.d póstnúm-
erið eða heimilsfangið fyrir
Internet? Fyrir tilstuðlan netsins
get ég nú þegar lesið Moggann á
undan sjálfu blaðburðarfólkinu í
Reykjavík. Vegna frumkvæðis
Péturs á Kópaskeri geta nú allir
skólar landsins og margir fleiri
átt s^mskipti um íslenska
menntanetið. Verkmenntaskólinn
á Akureyri býður m.a. uppá fjar-
kennslu um tölvu í ýmsum
áföngum sem fólk um allt land
getur notfært sér. Fiskmarkaðir
eru tölvutengdir svo allt landið
getur nú verið einn uppboðs-
markaður. Bættar samgöngur á
landi styðja síðan við þessa
þróun.
Nóg komið af skýrslum
Ég vil að stjórnmál snúist meira
um það hvemig við tryggjum hér
lífskjörin á næstu árum. Við
hljótum líka að þurfa að ræða
það af meiri alvöru hvemig
aðstæður við búum bömum
okkar og hvemig við búum þau
undir samkeppni um vinnu og
lífskjör í óvissri framtíð. Við
þurfum að ganga í breytingar
sem gera þarf bæði á fjölskyldu-
stefnu og skólakerfi. Það er nóg
komið af skýrslum. Og síðast en
ekki síst þarf að styðja þá sem
höllum fæti standa í lífsbarátt-
unni. Ef við ekki jöfnum aðstæð-
ur fólks hér í okkar fámenna
samfélagi er hætt við að fólk
skiptist í stríðandi fylkingar. Að
ekki verði ein þjóð í einu landi.
Ég veit að fjöldi fólks um allt
land vill leggja okkur lið. Það
er sammála þeirri gagnrýni sem
við höfum sett fram. Það treystir
því að við stöndum við það sem
við segjum. Þess vegna er ég
bjartsýn á að með stuðningi alls'
þessa fólks verði Þjóðvaki það
afl breytinga í pólitíkinni sem
við þurfum.
Gríptu
Visa og Eurocard
raðgreiðslur
Fjöldi fylgihluta fáanlegur.
Traust viðgerðar- og varahlutaþjónusta.
POSTUR OG SIMI
Söludeild Ármúla 27, sími 63 66 80
Söludeild Kringlunni, simi 63 66 90
Söludeild Kirkjustræti, sími 63 66 70
og á póst- og símstöðvum um land allt.
GSM síma
á
f stgr.
Beocom
MOTOROLA 7200
Viðurkennd Motorola gæði. Lítill og léttur
GSM farsími. Sendistyrkurirn er 2 Wött.
Flipi er á símanum sem lokar takkaborðinu
100 númera skammvalsminni.
Simanum fylqir fullkomið hleðslutæki
og tvær rafhlöður.
69.980,-
stgr.
ERICSSON ^
ERICSSON POCKET
GH 337
Léttur og handhægur GSM farsími
sem vegur aðeins um 197 gr og er
með 2 Watta sendistyrk. Minni fyrir
númer og nöfn. Hleðsluspennir
fyrir rafhlöður fylgir.
góöu veröi
BEOCOM 9500
Beocom frá Bang & Olufsen.
Úrvals hönnun og gæði.
Beocom vegur aðeins um 197 gr
og hentar því einstaklega vel í vasa
og veski. Sendistyrkurinn er 2 wött.
Síminn er einfaldur í notkun með
minni fyrir númer og nöfn.
Hleðsluspennir fyrir rafhlöður fylgir.
msmr
m.979,- stgr.
S J j
J J J
J
MOTOROLA
MOTOROLA 8200
Nýjasti og léttasti GSM síminn frá Motorola vegur aðeins
149 gr með minnstu gerð rafhiöðu. Sendistyrkurinn er
2 Wött. Flipi er á simanum sem lokar takkaborðinu.
Hægt er að stilla á titrara í stað hringingar.
Simanum fylqir fullkomið hleðslutæki
og tvær rafhíöður.
98.900,- ,„k
Ef þú kaupir Motorola síma
hjá Pósti og síma nýtur þú
hraðskiptaþjónustu Motorola
um allan heim vegna mögu-
legra bilana á ábyrgðartima.