Þjóðvakablaðið - 24.02.1995, Page 8

Þjóðvakablaðið - 24.02.1995, Page 8
ÞJÓÐVAKI HREYFING FÓLKSINS 1. ÁRG. 1. TBL. FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚ4R 1995 Afl þcgar þörf krefurl Til sigurs fyrir málstað réttlætis og jöfnuðar! Jóhanna Sigurðardóttir formaður Þjóðvaka boðar uppstokkun og breytingar í íslensku stjórnmálalífi Atgangurinn gegn Þjóðvaka í fjölmiðlunum að undanförnu hefur einungis hert okkur í þeim ásetningi að skapa nýjan vettvang, sem er og verður upphafíð að því að sameina jafn- aðarmenn og félagshyggjufólk í öfluga fjöldahreyfingu. Afl okkar verður fólkið í landinu sem berjast mun með þessari hreyfíngu til sigurs, -til sigurs fyrir málstað réttlætis og jöfn- uðar í þjóðfélaginu, sagði Jóhanna Sigurðardóttir formaður Þjóðvaka í eldshúsdagsumræð- unum á Alþingi 22. febrúar. Hér á eftir fara nokkrir bútar úr ræðu Jóhönnu, sem vakti mikla athygli: Við erum mörg í þjóðfélaginu sem þekkjum vel og vitum af reynslu, - að gamla flokkakerfið sem áratugum saman hefur setið á valdastóli megn- ar ekki að jafna hér lífsjörin. Við finnum vel hræðslu fjórflokkanna við þessa nýju hreyfingu fólksins, - nú þegar þeir sjá valdakerfi sínu ógnað. Ný hreyfing fólksins hefur mælst með 10—20% fylgi á undanförnum vikum, þrátt fyrir hrakspár flokka og fjölmiðla og villandi og ómálefna- legan fréttaflutning af starfi hreyfingarinnar. Slíkt hefur einungis hert okkur f þeim ásetningi að skapa nýjan vettvang, sem er og verður upphafið að því að sameina jafnaðarmenn og félagshyggjufólk í öfluga fjöldahreyfingu. Afl okkar verður fólkið í Iandinu sem berjast mun með þessari hreyfmgu til sigurs, -til sigurs fyrir málstað réttlætis og jöfnuðar í þjóðfélaginu, -til sigurs fyrir þann málstað sem ganga mun á hólm við valdakerfin í landinu sem í skjóli flokkakerfisins hafa dregið niður ltfskjörin og breikkað bilið milli ríkra og fátækra í þjóðfélaginu. Gamla flokkakerfið hefur í raun gefist upp við að jafna hér eigna- og tekjuskiptinguna. Þess vegna hefur hreyfing fólksins, Þjóðvaki, orðið til, -hreyfing sem krefst sanngjarnar skiptingar þjóðarauðsins,- hreyfing sem leggur fram leiðir til nýrra sóknarfæra í atvinnulífinu og til átaks í mannréttinda- , siðvæðingar- og jafnréttismálum. Uppreisn í Singapore norðursins Við þurfum að brjótast út úr þeim vítahring sem kjaramálin eru komin í. Það er eitthvað mikið að í okkar þjóðfélagi, þegar láglaunafólk fær ekki meira fyrir vinnu sína en sem nokkurn veginn samsvarar atvinnu- leysisbótum, enda er ísland auglýst sem „Singapore norðursins" ti! að laða að erlenda fjárfesta vegna lítils launakostnaðar. Þetta fyrirkomulag brýtur niður sjálfstraust og sjálfsvirðingu fólks sem ekki á einu sinni fyrir brýnustu nauðþurftum. Við vitum að stöðugleiki síðustu missera byggist fyrst og fremst á framlagi launafólks, sem tekið hefur á sig þungar byrðar, m.a. skatta- tilfærslur frá atvinnulífinu. Það hefur skapað atvinnuvegunum ný sókn- arfæri, aukið hagnað þeirra og minnkað skuldir. Við hljótum að gera þá kröfu til atvinnulífsins að framleiðni aukist, en hún er með því lægsta sem þekkist í Evrópu og að hagræðing og endurskipulagning í fyrirtækjum nái til yfirbyggingar og stjórnunarkostnaðar en byrji ekki og endi á gólfinu hjá lægst launaða fólkinu. Kjarajöfnun fyrir hálaunafólk Kjarajöfnun sagði ríkisstjórnin aftur vegna nýgerðra kjarasaminga. Ja svei. A yfirborðinu heitir það 3700 kr. hækkun fyrir láglaunafólk, en 2700 kr. fyrir þá betur settu. í aðgerðum ríkisstjómarinnar vegna nýgerðra kjarasamninga gildir það sama og í svokallaðri kjarajöfnun ríkissjórnarinnar fyrir jólin. 3/4 hluti af 3 til 4 milljörðum úr ríkissjóði rennur til skattalíSkkana vegna lífeyrissjóðsiðgjalda, sem best skilar sér til hálaunafólks. Þannig fær 50 þúsund króna maðurinn í auknar ráðstöfunartekjur vegna kjarasam- inganna og ráðstafana ríkisstjórnarinnar 43.500 kr. á ári samkvæmt mati Þjóðhagsstofnunar, en 300 þúsund króna maðurinn fær 85.000 kr. á ári. Þetta er innihaldið í kjarajöfnuninni þegar umbúðirnar hafa verið teknar af, sem verkalýðsforingjar og ráðherrar með 300 þúsund króna laun fagna í dag - 43 þúsund krónur fyrir láglaunamanninn, en 85 þúsund fyrir hálaunamanninn. Þetta er þeirra réttlæti... Uppstokkun Þegar í stað þarf að að setja lög um greiðsluaðlögun, til aðstoðar heimilum sem eru í miklum vanskilum. Greiðsluaðlögun' felur í sér að heimilt verði að undir ströngum skilyrðum að skuldbreyta lánum, þannig að lánstími lengist og vextir og höfuðstóll lækki. Samhliða því að taka upp lög um greíðsluaðlögun þarf að lækka þjónustugjöld fjármálastofnana og lögfræðinga. Ótækt er líka með öllu að ríkisvaldið sé að leggja skatt á skuldir heimilanna á sama tíma og þeir koma sér hjá að leggja skatt á eignatekjur stóreignafólks, en virðisaukasktattur er að fullu lagður á innheimtuþjónustu lögfræðinga. Fjármagnstekjuskattur, sem greiddur er af öllum eignatekjum umfram eðlilegan sparnað fólks verður lfka að koma til sögunnar, til að minnka skattbyrði hjá fólki með lágar og meðaltekjur t.d. með lækkun á skatthlutfalli þeirra. Uppstokkun á ónýtu launa- og lífeyriskerfi verður ekki undan vikist, en afnema þarf það lífeyriskerfi sem tryggir æðstu embættismönnunum margfaldar lífeyrisgreiðslur úr opinberum sjóðum. Skilgreina þarf forgangsröðun útgjalda m.a. átak til að byggja upp fjölþætt menntakerfi sem er forsenda framfara í atvinnulífinu. Stjórnlagaþing - meira valfrelsi Nauðsyn á því að skipað verði stjórnlagaþing eins og Þjóðvaki hefur lagt til liggur þegar fyrir, nú þegar flokkakerfið nær ekki saman um að jafna atkvæðavægi kjósenda. Utn þá nmiðurstöðu sem þar varð má segja:- „Fjallið tók jóðsótt - og færðist lítill flakkari". Stjórnlagaþing skipað þjóðkjörnum fulltrúum, öðrum en alþingismönnum á að taka á þessu máli, ásamt því að auka rétt fólks til þjóðaratkvæðagreiðslu, endurskoða ráðherraábyrgð, svo og skráðar og óskráðar reglur sem ríkja um embættisfærslu í opinberri stjómsýslu og ráðstöfun opinberra fjármuna, fækka þingmönnum í 50 og auka valfrelsi kjósenda með persónukjöri. Þjóðvaki hreyfiaflið Til þess að fá nýja sýn til mála þarf nýjan sjónarhól. Stjómmálaflokkar sem eiga þá hugsjón stærsta að viðhalda sjálfum sér, eða að vera eins konar tryggingafélög fyrir þá einstaklinga sem telja sig ómissandi í pólitíkinni fara ekki ótilneyddir upp á nýjan sjónarhól. Fólkið sem nú fylkir sér um Þjóðvaka eru boðberar breytinga og hefur kjark til að raska ró gömlu flokkanna og neyða þá til að endurskoða vinnubrögð sín og viðhorf. Fólki um land allt er ljóst að óbreytt flokkakerfi er ekki leið til að bæta lífskjörin og breyta tekjuskiptingunni. Þess vegna varð Þjóðvaki til, - hreyfíng fólksins gegn óbreyttu ástandi. Þjóðvaki er það pólitíska hreyfiafl sem þarf til að fá staðnað stjórnmálakerfi til að endurskoða málin með velferð fólksins að leiðarljósi. Mynd: Marías Sveinsson. JOFNUÐUR OG RETTLÆTI Á fimmtudagskvöldið héldu þeir Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna og Páll Halldórsson formaður BHMR ræður á umræðukvöldi hjá Þjóðvaka í Hafnarstræti. Fjöldi fólks mætti á fundinn og var gerður góður rómur að máli þeirra Páls og Jóhannesar. Jákvætt afl gegn afturhaldi Endurreisum trúnað í samfélaginu

x

Þjóðvakablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðvakablaðið
https://timarit.is/publication/312

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.