Þjóðvakablaðið - 18.09.1996, Side 7
þJOðVAKABLAðlð
7
Matra - Simca Bagheera S árgerð 1976.
Vinsæll sportbíll
Sportbíllinn Matra Bagheera
sem lauslega verður sagt hér
frá var ætlaður kaupendum
með sæmileg fjárráð. Þetta
voru kaupendur sem vildu
sportlegan bíl en urðu að láta
sér drauminn einan nægja
þegar komið var að sex, átta
eða tólf strokka vélum sem
Ferrari og slíkir buðu uppá.
Þar sem ekki var ætlunin að
keppa við bfla í dýrari flokkum
lögðu verksmiðjumar áherslu á
liðlegt og spennandi útlit. Þær
lögðu enga áherslu á stærð vélar.
Þetta varð til þess að eftirspum
eftir bflnum fór fram úr björtustu
vonum þeirra og fengu færri bfl
en vildu. Ekki minnkaði áhugi al-
mennings á bflnum þegar glæstir
sigrar unnust í flokki ódýrari og
aflminni bfla á hinum ýmsu
keppnisbrautum Evrópu.
Hngmynd virkjuð
Bifreiðin varð til í samstarfi
tveggja fyrirtækja. Annað þeirra
var Matra sem hafði verið betur
þekkt fyrir afskipti sín af geim-
ferðum og búnaði fyrir þær en
framleiðslu á bflum. Breyting
varð þar á árið 1964 þegar Matra
verksmiðjumar yfirtóku bfla-
smiðju og lager stjömuöku-
mannsins Réne Bonnet. Réne
hafði vakið mikla athygli árið
1938 þegar hann hóf að framleiða
framúrstefnulega bfla með vél-
búnaði frá Citroen. Bflar þessir
áttu mikilli velgengni að fagna á
keppnisbrautum enda var Réne
einn fárra bflasmiða sem gerði
sér grein fyrir nauðsyn straum-
línulags og að hafa vindstuðul
sem lægstan.
Stríðið setti nokkurt strik í
reikninginn varðandi þróunina,
en hann lagaði sig að aðstæðum
og notaði stríðsárin til þess að
hanna og leggja drög að fram-
leiðslu á nýjum bfl sem hann ætl-
aði að nota til kappaksturs. Þegar
bfllinn var kynntur fyrsta sinni
eftir stríð vakti hann mikla at-
hygli, ekki síst vegna byltingar-
kenndrar hönnunar en bifreiðin
var mjög rennileg, hún var fram-
drifin og smíðuð að miklu leyti úr
léttmálmi. Þá vann Réne glæsi-
legan sigur í fyrsta kappakstri
sem haldinn var í Frakklandi eftir
stríð sem varð til þess að auð-
velda honum að fjármagna frek-
ari smíði og hönnunarvinnu.
Hugmyndaauðgi Réne var við-
brugðið og mikla athygli vakti
þegar hann setti Panhard bfllinn á
markað (lrkast til voru þrír bflar
af þeirri gerð fluttir hingað til
lands). Panhardinn var af meðal-
stærð og knúinn 850 cm3 2
strokka loftkældri vél. Maður
skyldi ætla að rokkurinn hafi ekki
verið til mikilla stórræða en það
var öðm nær. Þrátt fyrir stærð
bflsins og spameytni vélarinnar
þá náði hún að knýja bflinn upp í
160 km hraða á klukkustund. í
þáttum mínum hef ég lagt nokkra
rækt við að kynna viðbragð hinna
ýmsu bfla úr kyrrstöðu í 100 km
hraða, lái mér hver sem vill, en í
Panhard tilvikinu læt ég það vera.
Upprisa ojg liiiignun
Simca
Hinn aðilinn sem stóð að smíði
Matra Bagheera bflsins var Simca
en bflar frá þeim áttu nokkmm
vinsældum að fagna hér á landi á
sjötta og sjöunda áratugnum.
Simca verksmiðjumar frönsku
áttu ekki langa sögu að baki en
árið 1938 sáu fyrstu bflar frá
þeim dagsins ljós. Á þeim tíma
þurfti ekki glögga manneskju til
þess að sjá hvaðan Simca bflamir
vom ættaðir því forráðamenn
verksmiðjunnar höfðu stytt sér
leið og fengið framleiðsluleyfi
frá Fiat verksmiðjunum ítölsku
og tókst á þann hátt að koma
fótunum undir frekari framleiðslu.
I kringum 1950 beittu metnaðar-
fullir stjómendur verksmiðjanna
sér fyrir því að bflar teiknaðir af
hönnuðum og verkfræðingum
Simca sáu dagsins ljós. Of miklu
var til kostað og eftir nokkrar
hremmingar að árið 1955 eignuð-
ust frönsku Ford verksmiðjumar
framleiðslurétt á Simca bifreið-
um. Nokkm síðar eða árið 1963
komust Chrysler verksmiðjumar
með puttana í spilið og yfirtóku
reksturinn. Hjá þeim skiptust á
skin og skúrir og svo fór að eftir
allnokkur ár komust verksmiðj-
umar í eigu Peugeot. Smám sam-
an minnkaði vægi Simca í fram-
leiðslunni. Talbot Simca bif-
reiðar fengust keyptar en þar kom
að Simca nafnið var fellt niður.
Ævintýpið úr
frumskóginum
Það var eftir 1970 sem lögð vom
drög að samvinnu um smíði
sportbfls milli Matra verksmiðj-
anna og Simca. Afrakstur þess
var Bagheera en nafnið var feng-
ið úr fmmskógabók Kipling og
tilheyrði svarta pardusnum.
Keppnissigrar og spennandi útlit
urðu til þess að erfitt reyndist að
anna eftirspum fyrsta kastið. Þá
dró ekki úr áhuga almennings sú
nýjung í þeim flokki sem Bag-
heera tilheyrði að vélin var þver-
stæð og staðsett rétt fyrir aftan
sæti ökumanns. Þessi staðsetning
gerði það að verkum að bfllinn lá
enn betur en ella og þunginn lá að
mestu á drifhjólum.
Þá spillti ekki fyrir að bfllinn
var 3 manna og sátu ökumaður
og farþegar hlið við hlið. Yfir-
bygging bflsins var úr plasti og
var hún fest á stálramma sem
hvfldi á sjálfberandi botnplötu.
Vélin sem notuð var til þess að
knýja bflinn var 1442 cm3 og var
90 hestöfl, hámarkshraði vel
ásættanlegur, 185 km á klukku-
stund, en viðbragðið þætti ekki
merkilegt í dag því bfllinn var
12,5 sek úr kyrrstöðu í 100 km
hraða.
F i i
i • ■ i . I
L ■ ■ i
Látlaus framendi en nokkuð áreit-
inn.
Vélin í Bagheera S kom frá Simca.
þessum bíl.
Bílapartar Jónasar
Grannar okkar fyrir vestan eiga snöggtum fleiri kosti en við hvað
bílaflóruna varðar á nokkuð heiðarlegu verði. Skrifari skemmti
sér við að umreikna verð nokkurra bfla úr $ í íslenskar krónur.
Hér má sjá afraksturinn.
BMW 8
árgerð 1997.
Yfirbygging: Coupe.
Aflrás: Vél að framan, drif
að aftan
Þyngd: u.þ.b. 2100 kg
Vél: 4,4 lítra V8. 282 hö.
Sérpöntun 5,4 lítra, V12.
322 hestöfl.
Eyðsla á 100 km: u.þ.b.. 18
1 innanb., 12 1 utanb.
Verð frá krónum 5,1 að 6,5 milljónum.
Buick Century
árgerð 1997.
Yfirbygging: Stallbakur
Aflrás: Vél að framan, drif
sambyggt.
Þyngd: u.þ.b. 1700 kg.
Vél: 3,1 lítra, V6, 160 hö.
Sérpöntun: ekki hægt.
Eyðsla á 100 km: u.þ.b. 13
1 innanb., 9 1 utanb.
Verð frá krónum 1,1 að 1,4 milljón.
Chrysler Cirrus
árgerð 1997
Yfirbygging: Stallbakur
Aflrás: Vél að framan, drif
sambyggt
Þyngd: u.þ.b. 1550 kg.
Vél: 2,4 lítra, 1.4, 150 hö.;
2,5 lítra, V6, 168 hö.
Eyðsla á 100 km: u.þ.b. 12
1 innanb., 8 1 utanb.
Verð frá krónum 1,2 milljón eftir búnaði.
Ford Taurus
árgerð 1997.
Yfirbygging: Stallbakur
Aflrás: Vél að framan, drif
sambyggt
Þyngd: u.þ.b. 1670 kg.
Vél: 3,0 lítra V6, 145 hö.
3,0 lítra, V6, 200 hö.
3,4 lítra, V8, 235 hö.
Verð frá krónum 1,25 að 1,8 milljón.
Húsbréf
Utdráttur
húsbréfa
Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa
í eftirtöldum flokkum:
1. flokki 1989 - 24. útdráttur
1. fiokki 1990 - 21. útdráttur
2. flokki 1990 - 20. útdráttur
2. flokki 1991 - 18. útdráttur
3. flokki 1992 - 13. útdráttur
2. flokki 1993 - 9. útdráttur
2. flokki 1994 - 6. útdráttur
3. flokki 1994 - 5. útdráttur
Koma þessi bréf til innlausnar 15. nóvember 1996.
Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði.
Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum
hér að ofan birt í DV þriðjudaginn 10. september.
Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi í
Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni
á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfa-
fyrirtækjum.
[Sd húsnæðisstofnun ríkisins
I I HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVlK • SÍMI 569 690