Vikublaðið


Vikublaðið - 01.07.1994, Blaðsíða 12

Vikublaðið - 01.07.1994, Blaðsíða 12
Munið áskriftarsímann 17500 Norræna skólasetrið tekur á móti fyrstu nemendunum í ágúst Sigurlín Sveinbjarnardóttir var Sannfærð um að þörf væri á norrænu skólasetri á Islandi til að anna auknum áhuga ffænda okkar á Norðurlöndum á sögu og menningu okkar. Hún kom að lok- uðum dyrum hjá opinberum aðil- um en neitaði að gefast upp og gekk í það að stofha fyrirtæki utan um hugmyndina. Þannig varð Norræna skólasetrið hf. til og þann 1. ágúst munu fyrstu gestirnir sækja það heim, en það verð- ur hópur sænskra kennara sem ætla að fræðast um íslenskar bókmenntir. Setrið var byggt á Hvalfjarðarströnd, í landi Saurbæjar, eftir teikningu Gests Olafssonar arkitekts. Það tekur 90 manns í gistingu og verður nýtt árið um kring. Það er dýrt að byggja. Skólasetrið kostar um 80 milljónir króna og það hrökk skamint að Sigurlín seldi sum- arbústaðinn sinn til að fjármagna framkvæmdirnar. En þeir voru nógu margir sem höfðu það mikla trú á fyr- irtækinu að þeir voru tilbúnir að leggja ffarn peninga og um 70 hlut- hafar eru því skráðir fyrir 30 milljón- um króna. Afgangurinn, 50 milljónir, fékkst að láni hjá Vestnorræna lána- sjóðnum. - Með sjötíu prósenta nýtingu eig- um við að geta skilað hagnaði, segir Sigurlín og bætir því við að áhersla verði lögð á að halda verðinu niðri en reka setrið vel. Yfir veturinn verða bæði íslenskum og norrænum nemendum á aldrinum 13 til 19 ára boðin vikunámskeið þar sem lögð verður áhersla á umhverfis- fræðslu, sögu og menningu Islendinga og nútímaþjóðfélagið. Dvölin á Ilval- fjarðarströnd verður hluti af námsefni krakkanna og hluti af lærdómnum er að þau kynnast hvert öðru. Um 10 starfsmenn verða ráðnir að setrinu og margfeldisáhrif starfsem- innar verða þó nokkur fyrir atvinnu- lífið í þessum hluta Vesturlands. Sigurlín segir að bókanir fyrir vet- urinn lofi góðu og það sé ekki síst að þakka samstarfsaðilum á borð við Flugleiðir og Samvinnuferðir-Land- sýn að tekist hefur að bjóða vist á Norræna skólasetrinu á hagstæðu verði. I framtíðinni er hugmyndin að nota setrið fyrir ferðamenn yfir sum- arið en námskciðahald fyrir börn og unglinga verður meginstarf vetrarins. Ráðstefna um máltöku barna Um helgina verður haldin svokölluð NELAS-ráð- stefna um máltöku bama og verður hún haldin dagana 1. og 2. júlí á Hótel Holiday Inn í Reykjavík. Tilgangur ráðstefnunn- ar er að efla og kynna rannsóknir á máltöku bama í Norður-Evrópu og stuðla að samvinnu fræðimanna á þessu sviði. Efni fyrirlestranna er fjölbreytilegt en flestir fjalla þeir um máltöku nor- rænna barna. Fjallað verður um mál- töku almennt en einnig máltöku tví- tyngdra, heyrnarlausra og seinfærra hama bæði ffá inálvísindalegum og sálfræðilegum sjónarhornum. I sum- um fyrirlestranna verður greint frá niðurstöðuin rannsókna en í öðrum fjallað um fræðikenningar og skýr- ingalíkön. Aðalfyrirlesarar og heiðursgestir ráðstefnunnar verða Dan J. Slobin, prófessor við Kaliforníuháskóla, og Catherine Snow, prófessor við Harvardháskóla. Slobin mun í fyrir- lestri sínum fjalla um samanburð á máltöku í ólíkum tungumálum og Snow fjallar um þátt foreldra í mál- tökuferlinu undiryfirskriftinni: „Hvar eru vettlingarnir þínir? Hvenær sástu þá síðast?“ Aðrir fyrirlesarar eru Heike Behrens frá Hollandi, Paul Fletcher frá Fnglandi, Nini Hoiting frá Hollandi, Elizabeth Lanza frá Nor- egi, Matti Leiwo frá Finnlandi, Kim Plunkett frá Englandj, Hanne Grani Simonsen frá Noregi, Christopher Sinha frá Danmörku, Sven Strömqvist frá Svíþjóð,- Sigríður Magnúsdóttir, sem kemur frá Boston University, og Henning Wode frá há- skólanum í Kiel í Þýskalandi. Eiðfaxi á ensku og þýsku Islenski hesturinn eignast æ fleiri erlenda aðdáendur og til að svala forvitni útlendinga hefur tímaritið Eiðfaxi hafið al- þjóðaútgáfu á ritinu undir heitinu Eiðfaxi Intemational. Alþjóðaútgáfan verður gefin út bæði á ensku og þýsku og kemur út ársfjórðungslega. Efni blaðsins verður m fðal annars úrval efnis úr íslenska Eiðfaxa og fjallar fyrst og fremst um þá þætti hestamennskunnar sem lúta að íslenska hestinuin. Blaðið er prýtt fjölda mynda og er vettvangur greina, frétta og fróðleiks. Ritstjóri Eiðfaxa er Erlingur A. Jónsson. Tékkaábyrgð Bankakort 7/7 viöskiptavina Búnaöarbanka, Landsbanka og sparisjóöa: Eins og kom fram viö upphafskynningu á Debetkortum, átti tékkaábyrgö Bankakorta aö falla úr gildi 1. júlí 1994. Nú hefur verið ákveöiö aö tékkaábyrgö tengd Bankakortum veröi í gildi til næstu áramóta. Tékkaábyrgö gildir þó ekki fyrir Bankakort meö útrunninn gildistíma. 7/7 viöskiptavina íslandsbanka: Reglur um tékkaábyrgö íslandsbanka veröa óbreyttar fram til næstu áramóta. Ákvörðun þessi er tekin til að firra þá tékkareikningseigendur óþægindum, sem enn hafa ekki fengið Debetkort, sem er hiö nýja tékkaábyrgöarkort. Nú þegar hefur stór hluti tékkareikningseigenda, eöa um 70 þúsund einstaklingar, debet fengiö Debetkort. Sölu- og þjónustuaðilar hér á landi, sem taka við Debetkortum, jysg eru rúmlega 1000. BÚNAÐARBANKI VA/ÍSLANDS ÍSLANDSBANKI M Landsbanki Mk íslands ÆHM r Bankl allra landsmanna n nÖGUK KOKT I IINU SPARISJQÐIRNIR

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.