Vikublaðið


Vikublaðið - 29.07.1994, Blaðsíða 2

Vikublaðið - 29.07.1994, Blaðsíða 2
2 VIKUBLAÐID 29. JULI 1994 4M/ikiil L A Ð S E M E R f Útgefandi: Alþýðubandalagið Ritstjóri og ábm.: Hildur Jónsdóttir Blaðamenn: Páll Vilhjálmsson, Friðrik Pór Guðmundsson og Ólafur Þórðarson Auglýsingasími: (91)-813200 - Fax: (91)-678461 Ritstjórn og afgreiðsla: Laugavegur 3 (4. hæð) 101 Reykjavík Sími á ritstjórn: (91)-17500 - Fax: 17599 Útlit og umbrot: Leturval Prentvinnsla: Frjáls fjölmiðlun hf. Tveir utanríkis- ráðherrar Þegar Davíð Oddsson settist í stól forsætisráðherra í frjálshyggjuríkisstjórn sinni lét hann í veðri vaka að hann hygðist hafa veruleg afskipti af alþjóðamálum og stefnumótun íslands í utanríkismálum. f fyrstu var ákaf- lega mikill Heimdallarbragur af fálmkenndum tilraun- um forsætisráðherrans á þessu sviði. Má þar nefna heimsóknir til ísraels, Bandaríkjanna og áheyrn hjá Thatcher sem höfðu óskýran tilgang. En samfara sókn inn á miðjuna í pólitíkinni hefur hann í tvígang sýnt bæði röggsemi og stjórnvisku í mótun utanríkisstefnu og raunar leikið utanríkisráðherrann út af sviðinu. Pað er augljóst að forsætisráðherra hefur tekið fram fyrir hendurnar á formanni Alþýðuflokksins í Evrópu- málum en færri gera sér ljóst að það gerði hann líka í NAFTA- málinu. Jón Baldvin Hannibalsson ætlaði að knýja fram um- sókn íslands að Fríverslunarsamtökum Norður-Amer- íku enda þótt henni yrði örugglega hafnað eins og mál standa nú, hvað sem síðar verður. Þar með hefði hann fækkað kostunum og beint málum enn frekar í ESB-far- veginn. Forsætisráðherra sá við utanríkisráðherra og lét ráðuneyti sitt í apríl birta fréttatilkynningu um áhuga á fríverslunarsamningi við Bandaríkin ein. í landinu eru nú tveir utanríkisráðherrar. Yfirutanrík- isráðherrann í forsætisráðuneytinu hefur það framyfir hinn að hann leggur metnað í að vera sjálfum sér sam- kvæmur og halda fast við það sem hann hefur tjáð og túlkað á Alþingi. Undirutanríkisráðherrann hefur með afskiptum forsætisráðherra, fundi utanríkismálanefnd- ar og skrifum formanns utanríkismálanefndar verið af- tengdur frá stefnumótun í samskiptum okkar við Evrópu og Ameríku Hlutverk hans sem utanríkisráðherra verður fram að kosningum að sinna framtíðarrannsóknum í félagi við Háskóla íslands og raða upp valkostum fyrir ísland. Framtíðarrannsóknir eru skemmtilegt og heillandi við- fangsefni en að sjálfsögðu víðsíjarri raunsæisstefnu í stjórnmálum, hvað þá stefnumótun á vegum ríkisstjórn- ar. Skyndiumsókn íslands um aðild að Evrópusamband- inu reyndist vera sumarbóla sem forsætisráðherra hef- ur sprengt með Evrópuför sinni. Við getum haldið áfram að ræða pólitísk og efnahagsleg tengsl okkar við Evrópu og Ameríku án óðagots úr utanríkisráðuneytinu. Haustkosningar, segir Seðlabankinn „Án þess að ég vilji vera pólitískur þá sé ég ekki að það geti orðið öðruvísi en haustkosningar,“ sagði Seðla- bankastjórinn í útvarpsviðtali. Pólitíska nefið úr for- mennskutíðinni í Framsóknarflokknum hefur ekki orðið viðskila við bankastjórann. í umræðunni um haustkosn- ingar ættu menn að hugleiða þetta faglega mat Seðla- bankans. Þróttinn skortir Samkvæmt Hagtölum mánaðarins hefur hlutfallslegur launakostnaður fyrirtækja lækkað um 15 prósentustig frá 1992 á sama tíma sem raungengi krónunnar hefur aldrei verið lægra. Fyrirtækin greiða niður skuldir sínar meðan fjárfesting hefur fallið niður í 15% af vergri landsframleiðslu. Á meðan vaxa skuldir heimilanna í landinu hratt samfara atvinnuleysi og samdrætti. Stefna ríkisstjórnarinnar um að flytja íjármuni frá fólkinu til fyrirtækjanna hefur því gengið fram. En það hefur ekki tekist að skapa framtíðartrú, íjárfestingarvilja, ný störf og útflutningsþrótt í íslensku atvinnulífí. Pað verkefni bíður næstu ríkisstjórnar.- Sjónarhorn Á réttri leið / Eg las með eftirtekt grein odd- vita Alþýðubandalagsins á Austurlandi í síðasta Viku- blaði. Einkum vöktu skilgreiningar Hjörleifs Guttormssonar á stjórn- málaskoðunum Jóhönnu Sigurðar- dóttur athygli mína. Mér varð hugsað til þess hve Austfirðingar hafa fagnað Jóhönnu á ferð hennar um Austur- land. Manneskjunni sem Hjörleifur segir í Vikublaðsgreininni hafa verið á flótta undan eigin verkum. Ávísun til vinstri Gefum Hjörleifi frekar orðið: „Fer- ill hennar (þ.e. Jóhönnu) er hins vegar engin sérstök ávísun á nýjar áherslur til vinstri í stjórnmálum. Það er erfitt að sjá hvaða tilgangi það þjónar af hálfu Vikublaðsins sem málgagns Al- þýðubandalagsins að æda Jóhönnu meira en hún á eða gylla hana ... Jó- hönnu er þessa stundina líkt farið og halastjörnu að braut hennar er óráðin. Það er líka hygginna háttur að skoða innihaldið áður en farið er að auglýsa umbúðirnar.“ Um svipað leyti og Hjörleifur kom þessum hugsunum sínum á blað og sendi þær suður í rétt málgagn félags- hyggjunnar voru vinir hans á Aust- fjörðum að bera kræsingar í Jóhönnu. Líklega með „nýjum áherslum". Það er líklegt að fólkið í landinu treysti Jóhönnnu allra stjórnmála- manna best til að axla ábyTgð, af því að það þekkir hana af verkunum. „Hala- stjarnan" er í sömu umbúðunum og hún hefur verið í í ríkisstjórninni og alls staðar þar sem hún hefur starfað að framgangi jafnaðarstefnunnar. Stefha hennar hefur í senn verið ný og stendur á gömlum merg jafnaðar- stefnunnar. Um það virðist þjóðin vera sammála. Á réttri leið Ef ég væri reglulega leiðinlegur myndi ég segja að Hjörleifur ætti að bjóða fram sér. Við þurfiim skýrari línur í íslenska pólitík. Með „nýjum á- herslum" ætti Hjörleifur að eiga möguleika. I hverju nýjar áherslur Hjörleifs felast er mér aldeilis ókunn- ugt, en ég bíð spenntur eftir þeim. Nú, þegar margt bendir til þess að alþingiskosningar verði í haust, er ekki seinna vænna en að vinstri menn „Jóhanna Sigurðardóttir nýtur trausts þjóðarinnar af því að fólk þekkir hana af verkunum." Myndir: ÖI.Þ. -i,,.uij iiOtin fu; rni; lýJ'j tj nmiopírri fari að gera upp hug sinn. Mig grunar satt að segja að félagar Hjörleifs á Austurlandi hafi tekið Jóhönnu Sig- urðardóttur fagnandi og að þeir vilji að vinstri menn tali saman. Yfir landa- mæri flokka og félaga. Það er bráðnauðsynlegt að Hjör- leifur og sjálfsagt fleiri geri sér grein fyir því að í næstu kosningum verða þeir ekki inntir álits á samstarfi vinstri manna. Rétt eins og gerðist á R-list- anum í Reykjavfk mun ungt fólk, ó- flokksbundnir og fleiri og fleiri bera uppi merki jafhaðarstefnunnar. Það fær enginn stöðvað. Gildir þá einu hvort einhverjir atvinnupólitíkusar „Ef ég væri reglulega leiðinlegur myndi ég segja að Hjörleifur ætti að þjóða fram sér," segir greinarhöfundur m.a. ætli að slá eign sinni (í umboði flokk- anna) á „rétta“ félagshyggju, jafnaðar- stefnu með nýjuin áherslum, nútíma- jafhaðarstefnu o.s.frv. Alþýðuflokkurinn einn og sér Asamt Hjörleifi hefur a.m.k. einn maður kvatt sér hljóðs að undanförnu með „rétta“ stefnu. Nútíinajafnaðar- stefna Jóns Baldvins er hreinræktuð. Hún birtist aftan í síðustu Brusselferð Jóns. Þá hafði hann fundið línuna. Jón kemur hreint til dyra og Evrópumálin verða á oddinum hjá Alþýðuflokkn- um. Alþýðuflokkurinn verður einangr- aður í næstu kosningUm. Formaður flokksins hefur endanlega málað sig út í horn. Afstaðan til Evrópumálanna er svo afdráttarlaus að Jón Baldvin hefiir nánast útilokað að Alþýðuflokkurinn geti tekið þátt í samfylkingu jafnaðar- manna í næstu kosningum. Framhjá sérleyfunum? Ef alþingiskosningar bresta á í haust er líklegast að þær verði allra fyrst í nóvember. Aður en kosið verð- ur um ESB-aðild í Noregi og Svíþjóð. Það er harla lítill tími til kosninga- undirbúnings ef þessi tímasetning stenst. Hvað með samfylkingu, spyr fólk? Munu flokkarnir halda sig á sérleyf- unum og bjóða fram í eigin nafni, ein- ir og sér? Nokkurs skjálfta gætir nú þegar og aðeins eitt liggur klárt fyrir í þeim eftium; Alþýðuflokkurinn með Jón Baldvin í broddi fylkingar hefur einangrað sig frá öllum öðrum flokk- um. Þökk sé Jóni í Evrópumálunum. Flokkurinn mun elta Jón Baldvin, þó að flokksþingið hafi ekki samþykkt það sem Jón boðar í fjölmiðlunum. Eiginlega hef ég takmarkaðar á- hyggjur af því þó talsmenn flokkanna séu í óða önn að slá eign sinni á stjórnmálaskoðanir. Og þar með að einangra sig og sinn flokk. Hjörleifur og Jón Baldvin eru uin stundir í sama báti. Sem betur fer fara aðrir straumar um þjóðfélagið. Og fleiri og fleiri munu láta berast með þeirn. Að ósi munu þeir berast - en þeir berast hratt. Höfundur er Alþýðuflokksmaður. .1— j

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.