Vikublaðið


Vikublaðið - 29.07.1994, Blaðsíða 8

Vikublaðið - 29.07.1994, Blaðsíða 8
8 VIKUBLAÐIÐ 29. JÚLÍ 1994 krabbamein efnahagslífsins Nýlega barst mér í hendur merk bók. I sxnskri þýðingu ber hún titilinn Ekonomi utan ránta och inflation (Efhahgaslíf án vaxta og verðbólgu, Bokförlaget Korpen, 1991). Höfundur hennar er Margrit Kennedy, þýskur arkitekt og vistfræðilegur hagfræðingur. Bókin er merk þó stutt sé. Tilgangur höfundar er að skýra gangvirki peninga og þátt þeirra í þeim vanda sem heimurinn býr við í dag, svo sem atvinnuleysi, skuldbyrði þriðja heimsins, umhverf- iseyðingu o.fl. Allt tengist það vöxtum og vaxtavöxtum að mati Kennedy. Sjúklegur vöxtur Kennedy bendir réttilega á að mikil vanþekking ríki um peninga og gang- virki þeirra. Til dæmis varðandi vöxt lífs og hluta. Hún bendir á að þrennslags vaxtamynstur séu við lýði; náttúrulegur líffræðilegur vöxtur sem líkami okkar, plöntur og dýr eru und- irorpin. Við þroskumst skjótt á fyrsta lífsskeiði okkar, síðan hægir vöxturinn á sér og aftekur um 21 árs aldur. Þá tekur við innri þroski. I öðru lagi er línulegur vöxtur, eins og t.d. þegar vél ffamleiðir sífellt meira af vörum uns hún er stöðvuð. Loks er sjúklegur vöxtur sem birtist helst í líffíkinu við veikindi eða dauða. Krabbamein fylg- ir t.d. slíkri kúrvu. I fyrstu vex það hægt, en þegar það uppgötvast hefúr það iðulega náð þeim hraða sem erfitt er að stöðva. Hinn sjúklegi vöxtur endar vanalega á þann veg að bæði sýktar ffumur og líkaminn deyja. Kennedy bendir á að núverandi vaxtakerfi og vextir á vexti fylgi hinu sjúklega vaxtamynstri. Hún tekur sem dæmi að það taki 24 ár að tvöfalda peningaupphæð við 3% vexti, 12 ár með 6% vöxtum og 6 ár með 12% vöxtum. Annað dæmi sem hún tekur er að ef við hefðum fjárfest eitt penný með 4% vöxtum fyrir Krists burð Dr. Ingi Rúnar Eðvarðsson hefðum við þegar árið 1750 getað keypt gull sem vegur jafh mikið og jörðin. Árið 1990 hefðum við getað keypt 12.246 slíka „gullmola"! Hvert prósent hefur mikla þýðingu, því 5% vextir á sömu upphæð myndu þýða að við hefðum getað keypt áðurnefnt gull þegar árið 1403 og 1990 væri andvirði pennýsins orðið 2.742 millj- arðar gulls sem vegur jafn mikið og jörðin. Kennedy telur að þetta dæmi sanni að bæði út ffá stærðffæðilegu og hagným sjónarmiði geti vaxtavextir ekki gengið upp til lengdar. Það þurfi því að afnema þá og koma á kerfi er byggist á náttúrulegum vöxtum. Vextir hafa áhrif allsstaðar Kennedy nefnir að margir telji að við greiðum aðeins vexti ef við tökum lán og því gefist okkur færi á að velja hvort við greiðum vexti eður ei. Hún segir slíkt reginmisskilning því vextir gegnsýri allt efnahagslíf. Vaxtakostn- aður fýrir sorphirðu í Þýskalandi er þannig 12% heildarkostnaðar, fyrir drykkjarvatn stígur kostnaðurinn í 38% af heildarkostnaði og fýrir al- mennar leiguíbúðir er hann hvorki meira né minna en 77%! (sjá töflu). Kennedy telur að vaxtakostnaður nemi um helmingi af andvirði allra vara og þjónustu. Niðurstaða hennar er því sú að ef unnt væri að afnema vexti yrðum við helmingi efhameiri en við erum í dag, eða að við gætum unn- ið minna en við gerum að óbreyttu. Iðnaðarráðuneytið, Iðntæknistofnun og Samtök iðnaðarins auglýsa eftir verkefnisstjóra fyrir verkefni um uppbyggingu gæðastjórnunar í matvælaiðnaði Markmið verkefnisins er að stuðla að markvissri upp- byggingu gæðastjórnunar í matvælaiðnaði með hliðsjón af nýjum matvælalögum og reglugerðum. Verkefnið stendur að minnsta kosti í eitt ár. Verkefnisstjóri mun vinna með verkefnisstjórn að mótun almenns ramma um gæðastjórnun, sem byggir meðal annars á ISO-9000 stöðlunum, HACCP/GAMES og að- ferðum altækrar gæðastjórnunar. Einnig mun hann semja leiðbeiningar- og kennslugögn fyrir starfsfólk og stjórnendur matvælafyrirtækja og aðstoða fyrirtæki við að taka upp gæðakerfi. Leitað er að starfsmanni með menntun á sviði verk- og/eða matvælafræði sem hefur þekkinqu á qæða- stjórnun. Verkefnisstjórinn þarf að geta hafið störf í septem- ber/október næstkomandi. Umsóknum um ofangreinda stöðu skal skila til auglýs- ingadeildar Morgunblaðsins merktum: „Gæðastjórnun í matvælaiðnaði", fyrir 20. ágúst næstkomandi. Annar misskilningur sem Kennedy tekur fýrir er að allir ýmist hagnist eða tapi jafn miklu á vaxtakerfinu. Hún sýnir fram á að 80% þýsku þjóðarinn- ar tapi beinlínis á vaxtakerfinu (greiði meira í vexti af lánum en þeir fá í vexti af sparifé), um tíundi hluti þjóðarinn- ar græði lítillega urnffam kostnað, en 10% þjóðarinnar þéni margfalt á vaxtakerfinu þannig að kerfið gerir „ríka ríkari og fátæka fátækari." Vaxta- og verðbólgulaust efnahagslíf Lausnir hennar til umbóta í vaxta- og peningamálum eru ekki nýjar af nálinni, því hún byggir á hugmyndum viðskiptamannsins Silvio Gesell sem starfaði í Þýskalandi og Argentínu við lok 19. aldar og ritaði bók um niður- stöður sínar varðandi vexti og efna- hagslíf, Die natúrlicbe Wirtschaftsordn- ung (Náttúruleg efnahagsskipan). Gesell fór að velta áhrifum vaxta fýrir sér þegar hann tók eftir að vörur sem hann verslaði með seldust ýmist hratt og á háu verði eða afar hægt og á lágu verði. Þegar vextir voru lágir þá var mikil eftírspurn eftir vörum, en þegar þeir voru háir hélt fólk að sér hönd- um. Harm komst að því að mismunandi pen- ingamagn mótaðist af viija fjármagnseigenda til að lána út fé. Ef arð- urinn varð lægri en sem svaraði 2,5% vöxt- um höfðu þeir tdl- hneigingu til að sitja á peningunum, sem leiddi til samdráttar í fjárfestingum og í kjöl- farið fýlgdu gjaldþrot með viðeigandi fækkun starfa. Að nokkrum tíma liðnum, þegar fólk var reiðubúið að greiða hærri vexti fýrir að taka peninga að láni, urðu peningar aftur á boðstólum. Gesell gaf þá skýringu að pening- ar hefðu þann sérstæða eiginleika að unnt er að geyma þá án mildls kostnaðar. Því er ólíkt varið með flestar vörur. Þannig þarf t.d. sá sem verslar með epli að selja uppskeruna fýrir tiltekinn tíma áður en hún spillist. Fjár- magnseigandinn getur beðið þar til aðstæður á markaði henta honum. Af þessu dró Gesell þá ályktun að ef við gætum skapað fjármagnskerfi sem setti peninga á sama stall og aðrar vör- ur væri unnt að koma á fót efnahags- kerfi sem væri laust við þenslu og samdrátt, en undirrót þess er pen- ingabrask. Hann lagði til að peningar væru útbúnir með þeim hætti að þeir „ryðguðu", eða að notkun þeirra væri háð „neytendagjaldi“. Nánar tiltekið ganga hugmyndir hans út á að hægt sé að tryggja flæði peninga með því að ríkið hafi yfirumsjón með prentun og dreifingu peninga, og að notkun þeirra byggist á neytendagjaldi. Það hafi það í för með sér að í stað þess að greiða vexti til þeirra sem eiga meiri fjármuni en þeir þarfnast, ætti fólk - til að tryggja hringrás peninganna - að greiða vægt gjald fýrir að halda peningum fýrir utan hringrás efha- hagslífsins. Unnt er að líkja þessu við að þeim einstaklingum, er halda hin- um nýju peningum lengur en nauð- synleg viðskipti krefjast, sé gert skylt að greiða „stöðumælasekt". Þetta hef- ur auk þess þann kost að neytenda- gjaldið rennur til ríkis eða bæjarfélags, sem þannig dregur úr þörf til að auka skatta. Tilraunir í þessa veru voru gerðar víða á fjórða áratugnum svo sem í Austurríki, Frakklandi, Þýskalandi, Spáni, Sviss og Bandaríkjunum. Til- raunin tókst best í smábænum Wrögl í Austurríki á árunum 1932-33. Bæj- arstjórinn sarmfærði helstu aðila í við- skiptalífi um að gera tilraun í anda Gesell. Ibúarnir samþykktu og bæjar- stjórnin lét prenta 5.000 „frjálsa skill- inga“ (þ.e. án vaxta). Fyrir nýja féð var brú byggð, vegir endurbættir, en einnig greidd laun og vörur keyptar. Neytendagjaldið var 1% á mánuði eða 12% á ári. Gjaldið greiddi sá sem var með peninga í vörslu sinni um mánaðamót. Til að þurfa ekki að greiða gjaldið flýttu allir sér að eyða nýju peningunum á undan þeim eldri. Fólk greiddi jafnvel skattana fýrirfram til að losna við neytendagjaldið. A einu ári voru hinir 5.000 nýju skill- ingsseðlar notaðir 463 sinnum og framleiddu þannig vörur og þjónustu að andvirði 2.300.000 skillinga (5.000 sinnum 463). Hefðbundinn gjald- miðill var bara notaður 213 sinnum. Um leið og atvinnuleysi herjaði á flest lönd Evrópu, dróst það saman um 25% í Wrögl á þessu eina ári. Ein ástæða þess var að neytendagjaldið rann til bæjarins og var notað í þágu almennings. Þegar 300 önnur bæjar- félög í Austurríki sýndu þessari tilraun vaxandi áhuga greip Seðlabanki Aust- urríkis í taumana og bannaði útgáfu frjálsra peninga. Engin slík tilraun hefur síðan verið gerð í Evrópu. Nútímaleg lausn Samkvæmt Kennedy væri unnt að koma á umbótum í anda Gesell með nútímalegum viðskiptaháttum. Þar byggir hún á hugmyndum Yoshito Otanis. Hann bendir á að 90% af því sem við köllum „peninga" í dag eru x raun tölur í tölvu. Hægt væri að hugsa sér að einstaklingar ættu a.m.k. tvo bankareikninga, einn fýrir laun og dagleg útgjöld og annan fýrir sparnað. A hinn daglega reikning, sem einstak- Dæmi um hlutdeild vaxta í vöruverdi og þjónustugjöldum Gjald fyrir sorphirðu (Dsemi frá bænum Aschen 1983) a) Afskriftir, launakostnaður, annar fastur og breytilegur kostnaður...88% b) Vaxtagjöld.......................12% Gjald fyrir drykkjarvatn (Dæmi frá Norðurþýsku vatnsveitunni 1981) a) Orkukostnaður.....................7% b) Viðhaldskostnaður v. vatnsveitu...6% c) Hrelnsun vatns, klórblöndun o.fl..1% d) Launakostnaður, annar fastur og breytilegur kostnaður...............18% e) Afskriftir.......................30% f) Vaxtakostnaður...................38% Leigugjöld í almennum leiguíbúðum (Skv. útreikningum þýsku Hagstofunnar 1979) a) Áhætta og þóknun..................1% b) Stjórnun og rekstrarkostnaður.....6% c) Viðhald fasteigna.................5% d) Afskriftir.......................11% e) Vaxtagjöld.......................77% Elías Mar rithöfundur varö sjötugur á dögunum og af því tilefni barst blaðinu þessi kveðja til Elíasarfrá Kristjáni Jóhanni Jónssyni. Gáta Hver puðaöi í nánd við prentvélar og prófarkalas allar bœkurnar? Eldist en verður aldrei skar? Örmjór og langur tilsýndar? Svar: Elías Mar

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.