Vikublaðið - 30.09.1994, Page 2
2
VIKUBLAÐIÐ 30. SEPTEMBER 1994
BLAÐ SEM V I T E R I
Útgefandi: Alþýðubandalagið
Ritstjóri og ábm.: Hildur Jónsdóttir
Blaðamenn: Páll Vilhjálmsson, Friðrik Pór Guðmundsson
og Ólafur Pórðarson
Auglýsingasími: (91)-813200 - Fax: (911-678461
Ritstjórn og afgreiðsla:
Laugavegur 3 (4. hæð) 101 Reykjavík
Sími á ritstjórn: (91)-17500 - Fax: 17599
Útlit og umbrot: Leturval
Prentvinnsla: Frjáls fjölmiðlun hf.
Samtryggingin
bjargaði Davíð
1 dag verður væntanlega ljóst hvað áædun Jóns Baldvins Hannibalsson-
ar formanns Alþýðuflokksins um viðbrögð við gagnrýninni á Guð-
mund Ama Stefánsson hefur að geyma. Bendir allt til að þar verði
almennar tillögur að einhverskonar siðareglum fyrir stjórnmála-
menn og jafnvel málamyndavottur af sjálfsgagnrýni, en hvorki
boðuð afsögn félagsmálaráðherra né á annan hátt öxluð flokksleg
ábyrgð á embættisfærslu hans.
Því ber sannarlega að fagna ef Alþýðuflokkurinn ætlar að hafa
forgöngu um siðbót í stjórnmálum, þó ýmsir líki því helst við að
brennuvargurinn sé settur í að gera reglugerð um brunavarnir.
Mál Guðmundar Áma em barnaleikur miðað við spillingarmál í-
haldsins, samanber Hrafhsmálin öll. Þess vegna hafa ýmsir hneigst
til að afsaka gerðir hans með þeim orðum að embættisfærsla hans
sé síst spilltari en margra annarra stjórnmálamanna. Þetta er hár-
rétt. Það dómgreindarleysi, sem hann hefur verið sakaður um, hef-
ur hann hinsvegar ftrekað sannað fyrir alþjóð í dæmalausri vörn
sinni fyrir gerðum sínum. Hann afhjúpaði valdhroka sinn og virð-
ingarleysi fyrir almenningi með því að segja í sjónvarpsviðtali að
hann gæti svo sem viðurkennt mistök ef það væri það sent fólk
vildi. Með því opinberaðist að hann átti engin eigin siðferðimörk
til leiðbeiningar í hans erfiðu stöðu. Hann reyndi að vísa til vin-
sælda sinna í Hafnarfirði og nota þær sem allsherjarsyndaaflausn. I
varnarskjali sínu varð hann uppvís að hálfsannleik og jafhvel rang-
færslum, sem embættismenn neyddust síðan til að leiðrétta. Hann
reyndi að velta ábyrgð á undirmenn sína, t.d. hvað starfslokasamn-
ing við Björn Onundarson varðar, eins og nokkur trúi þvf að emb-
ættismenn geri margra milljóna króna samninga án fyrirmæla eða
samþykkis yfirmanna sinna.
Þegar Hrafnsmál og Guðmundarmál eru borin saman kemur hið
kaldhæðnislega í ljós; ástæðan fyrir því að Hrafhsmál höfðu ekki
þvílík eftirmál fyrir Davíð Oddsson er líklega sú að þá brást sam-
tryggingarkerfið ekki, þá gekk maður undir manns hönd bæði inn-
an stjórnsýslunnar og Sjálfstæðisflokksins við að hylma yfir með
forsætisráðherra og taka af honum skeilinn. Spillingarmál Guð-
mundar Árna hafa ekki síst náð þessu hámarki vegna þess að brest-
ir komu í samtryggingakerfi Alþýðuflokksins að Jóhönnu nýgeng-
inni og með kosningar í nánd.
Hvað svo sem tillögur Jóns Baldvins hafa að geyma verður spurt
um framhaldið; verða samtryggingakerfin efld að nýju eða marka
þessi mál upphafið að nýjum leikreglum í stjórnmálum.
Atvinnuleysi er heilsuspillandi
Fáar stéttir þekkja betur til andlegs og líkamlegs ástands þjóðar-
innar en stétt heimilislækna. Þúsundir okkar streyma til þeirra
vegna kvilla, sem margir hverjir eiga sér sálrænar rætur. Heimilis-
læknar eru sannarlega með puttann á púlsi þjóðarlíkamans. Það er
því ómaksins vert að hlusta vel þegar þeir viðra áhyggjur sínar af
velferð fjölskyldnanna.
Á nýafstöðnum aðalfundi Félags heimilislækna var samþykkt afar
athyglisverð yfirlýsing um málefni fjölskyldunnar, en þar lýsa þessi
óháðu samtök heilbrigðisfagfólks því hvernig atvinnuleysið blasir
við þeim. Þar segir: „Atvinnuleysi er heilsuspillandi og styttir líf
þeirra, sem við það búa. Félag íslenskra heimilislækna getur aldrei
sætt sig við efnahagsstjórn, sem krefst atvinnuleysis í einhverjum
mæli“.
Heimilislæknamir segja atvinnuna hluta af grunnþörfum mann-
anna, sjálfsímynd og sjálfsvirðingu. En jafnffamt vara þeir við á-
hrifum of mikillar vinnu á fjölskyldur og segja að meðalvinnuvik-
una þtufi að stytta og laun að hækka. Einnig benda þeir á að öflun
húsnæðis megi ekki íþyngja svo forráðamönnum fjölskyldna, að
hún skerði andlega og líkamlega velferð þeirra og skerði þann
tíma, sem fjölskyldunni er nauðsynlegur til að njóta samvista.
Skólamálin valda læknum einnig kvíða: „Niðurskurður til skóla-
mála á ári fjölskyldunnar eða í annan tíma þjónar ekki hagsmunum
barna hvorki í bráð né lengd“. Og kosmaður vegna heilsuverndar
veldur læknum áhyggjum: „Ungir foreldrar með börn eiga fullt í
fangi með að afla sér búsnæðis og menntunar fyrir sig og börn sín.
Þessi þjóðfélagshópur þarf að njóta lægstu greiðslna fyrir heil-
brigðisþjónustu, sem völ er á hverju sinni“.
Þetta er boðskapur sem við ættum öll að hlýða á. Ekki síst ráð-
herrar núverandi ríkisstjórnar. Mest þó, úr því sem komið er, ráð-
herrar þeirrar ríkisstjórnar sem fær völdin eftir næstu kosningar.
Sjónarhorn
Konur, völd og ábyrgð
í Alþýðubandalaginu
Ilok síðasta árs tóku nokkrar konur
sig saman og ræddu nauðsyn
stofiiunar kvennahreyfingar innan
Alþýðubandalagsins. Niðurstaða
þeirrar umræðu var glæsilegur stofn-
fundur í febrúar í ár þar sem hreyfing-
unni var gefið nafnið Sellurnar, hreyf-
ing Alþýðubandalagskvenna og ann-
arra róttækra jafnaðarkvenna. Kosin
var stjórn, lög samþykkt og helstu
starfsáherslur ársins.
I lögum félagsins er tekið ffam að
tílgangur þess sé að auka völd og áhrif
kvenna og stuðla þannig að samfélagi
jafnréttis, lýðræðis og félagslegs rétt-
lætís. Að mörgu leyti stendur Alþýðu-
bandalagið mjög vel og mun betur en
aðrir flokkar þegar skoðuð eru hiut-
föll kynja í trúnaðarstörfuin fyrir
flokkinn og þar með völd og áhrif
kvenna. Þannig er hlutur okkar
kvenna í sveitarstjórnum líkast til um
40% en nákvæmar tölur liggja enn
ekki fyrir, hlutur kvenna á ffamboðs-
listum flokksins í síðustu alþingis-
kosningum var 44% og kvótareglan
tryggir að hlutfall kynja í nefndum og
stjórnum innan flokksins svo sem í
ffamkvæmdastjórn og miðstjórn er
nokkuð jafnt.
En það eru gallar á gjöf Njarðar.
Forysta flokksins samanstendur af
ágætum karlfélögum, einungis for-
maður framkvæmdastjórnar er kona.
Það er mjög mikilvægt að Seilurnar
og allar konur innan flokksins ræði þá
staðreynd á komandi mánuðum, nú
þegar nýr formaður og varaformaður
verður kjörinn að ári. Er útilokað að
Alþýðubandalagið verði fyrst stjórn-
málaflokka til að kjósa sér konu sem
formann? Til þess að svo megi verða
er brýnt að konur sameinist um eina
konu og styðji hana til slíks ffamboðs.
Hlutur kvenna á þingi er einnig mjög
rýr eða rúm 22%. Færa má fyrir því
rök að erfitt verði að koma á jöfnuði
innan þingflokks Alþýðubandalagsins
miðað við núverandi fylgi neina með
breyttri kjördæmaskipan. Breytinga
er þörf og því þarf öll umræða um
kjördæmaskipunina og öll vinna sem
félagar í Alþýðubandalaginu inna af
hendi í nafni flokksins að taka mið af
þeirri staðreynd.
Þegar skoðuð eru ýmis nefndarstörf
þar sem Alþýðubandalagið á fulltrúa
kemur einnig í ljós að konur bera þar
skarðan hlut ffá borði. Síðast liðin
vetur var lögð fram í framkvæmda-
stjórn fyrirspurn um fjölda þeirra sem
tilnefndir eru af ftamkvæmdastjórn
og þingflokki til setu í launuðum
nefndum og ráðum.
Samantektin, sem þó var ekki tæm-
andi, sýndi að átaks var þörf. Ein skýr-
ingin á lélegum hlut kvenna er hve al-
gengt er að þingmenn Alþýðubanda-
lagisns sem flestir eru karlkyns skipi
slík nefndarstörf. í umræðum í fram-
kvæmdastjórn kom ffam vilji til að því
yrði breytt. Mikilvægt væri að sem
flestir væru virkjaðir tíl trúnaðarstarfa
fyrir flokkinn og að góðu og virku
samstarfi yrði komið á milli þing-
flokks/ffamkvæmdastjónnar annars
vegar og neffidarfulltrúans hins vegar.
í ffamhaldi af þessari umræðu var
samþykkt að nákvæm skráning færi
ffam og samþykktar voru svohljóð-
andi regiur um setu í launuðum
nefhdum sem framkvæmdastjórn og
þingflokkur tílnefna til:
1. Sú meginregla skal gilda við til-
nefningar í launaðar nefndir og
ráð á vegum ríkisins sem ffam-
kvæmdastjórn/þingflokkur til-
nefnir til að sami einstaklingur-
inn sitji ekki lengur en tvö kjör-
tímabil samfellt í sömu nefnd eða
ráði. Sú meginregla skal jafn-
ffamt gilda að enginn einstak-
lingur sitji í fleiri en einni nefnd
samtímis. Það útílokar þó ekki að
einstaklingur geti setið í öðrum
nefndum sem fulltrúi Alþýðu-
bandalagsins svo sem þing-
mannanefhd eða nefhd á vegum
sveitarstjórnar.
2. A næstu fjórum árum skal að því
stefht að jafha hlut kynjanna í
þessum nefiidum. Til að ná því
markmiði skal árlega 60% til-
nefhdra vera konur.
3. Framkvæmdastjórn/þingflokkur
skulu árlega fá skýrslu munnlega
eða skriflega frá fulltrúum
flokksins í nefhdum og ráðum.
Þessar reglur taka hvorki tíl nefnda
á vegum sveitarstjórna enda þar oftast
kosið hlutfallskosningu, né þeirra
nefhda sem lögbundið er að þing-
menn einir geti skipað eins og nefndir
þingsins. Reglurnar taka heldur ekki
til starfshópa sem Alþýðubandalagið
skipar til undirbúnings ýrnissa verk-
efna enda tekur kvótaregla flokksins
til þeirra.
Jafhffamt er tekið fram að reglurn-
ar taki ekki tíl nefhda sem skipaðar
eru af ráðherrum án tilnefninga. IJins
vegar var samþykkt að næst þegar Al-
þýðubandaiagið ætti aðild að ríkis-
stjórn myndi ffamkvæmdastjórn og
þingflokkur taka upp umræðu um þær
nefndir og móta reglur, yrði þess talin
þörf.
Eftir því sem við best þekkjum er
þetta í fyrsta sinn sem stjórnmála-
flokkur setur sér vinnureglur um tíl-
nefhingar í nefhdir og ráð sem hafa
það að markmiði að tryggja jöfh áhrif
kvenna og karla.
Við ósk im Alþýðubandalaginu til
hamingju með gott framtak.
Eisa S. Þorkelsdóttir, formaður
Sellanna.
Heiðrún Sverrisdóttir, fulltrúi í
framkvæmdastjóm AB.
1