Vikublaðið - 30.09.1994, Page 4
4
Utanríkismálin
VIKUBLAÐIÐ 30. SEPTEMBER 1994
Evrópusambandið
og uppgjörið
á Norðurlöndum
Hjörleifur Guttormsson
mun í nokkrum greinum í
Vikublaðinu fjalla um
ýmsa þætti er varða Evr-
ópusambandið og stöð-
una á Norðurlöndum og
birtist sú fyrsta í þessu
tölublaði. Hjörleifur hefur
fjallað rhikið í ræðu og riti
um samrunaþróunina í Evrópu undanfarin
ár. Hann átti sæti í utanríkismálanefnd
1985-91 og í Evrópustefnunefnd Alþingis
sem starfaði 1988-91. Þá hefur hann frá
1988 átt sæti í efnahagsnefnd Norður-
landaráðs þar sem EES og nú ES-aðild
hefur verið eitt helsta umræðuefnið.
Ríkisstjórnir þriggja Norður-
landa luku fyrr á árinu samn-
ingum í Brussel um aðild að
Evrópusambandinu. A næstu tveimur
mánuðum verður skorið úr um það í
þjóðaratkvæðagreiðslum, hvort meiri-
hlutastuðningur er við þessa samn-
inga og inngönguna í ES1)- Eftir
rúmar tvær vikur, 16. októher, ganga
Finnar fyrstir að kjörborði, 13. nóv-
ember kemur röðin að Svíum og síð-
ast að Norðmönnum 28. nóvember.
Deilt var framan af ári uin val á kjör-
degi. Andstæðingar aðildar vildu að
kosið yrði samtímis í löndunum, en
ríkisstjórnirnar völdu þá röð sem að
ofan getur til að reyna með því að
tryggja stefnu sinni framgang í lönd-
unum þremur. Gert hefur verið ráð
fyrir að aðild verði samþykkt með
drjúgum meirihluta í Finnlandi, en
tvísýnast verði um úrslit í Noregi.
Næsta kjörtímabil afdrifa-
ríkt fyrir stöðu íslands
Það skiptir okkur Islendinga miklu
hver verður niðurstaða grannþjóð-
anna. Því fer hins vegar víðs fjarri að
við eigum að elta þær inn í Evrópu-
sambandið. Hitt iiggur fyrir að nú
þegar knýr forysta Alþýðuflokksins á
um aðild og nokkrir stjórnmálamenn í
öðrum flokkum og talsmenn hags-
munasamtaka taka eindregið undir í
þeim kór. Forysta Sjálfstæðisflokksins
hefur kosið að ýta málinu til hliðar
a.m.k. fram yfir alþingiskosningar.
Forysta Framsóknar talar um áheym-
araðild og þar á bæ er rætt um fisk-
veiðistefnu ES sem nánast einu hindr-
unina í vegi þess að sækja um aðild. I
þessum efhum varð mikil breyting á
við formannaskiptin sl. vor.
Spurninguna um stöðu Islands
gagnvart Evrópusambandinu mun
óhjákvæmilega bera hátt í aðdraganda
alþingiskosninga og frambjóðendur
verða krafðir um skýr svör.
Mikil andstaða enn við ES í
Danmörku
Danir sem hafa verið aðilar að Evr-
ópubandalaginu (EF) og nú Evrópu-
sambandinu (ES) í bráðum aldarfjórð-
ung eru enn langt frá því að vera sátt-
ir við sitt hlutskipti. Kosningarnar í
Danmörku til þings Evrópusam-
bandsins (EP) í júní 1994 staðfestu
þetta rækilega, þar sem andstöðulistar
við ES, óháðir pólitísku flokkunum
fengu um 25% atkvæða. Þetta gerist
þrátt fyrir það að dönsku stjórnmála-
flokkarnir hafa reynt að segja kjósend-
um sínum að með undanþágunum ffá
Maastricht sem kenndar eru við Edin-
borg, hafi þeir tryggt Dönum fyrir-
vara við Maastricht-sáttmálanna á
nokkrum sviðum.
Ríkisstjórnir landanna þriggja geta
ekki vísað til neinna slíkra undanþága.
Þær hafa gengið að grundvelli ES eins
og hann liggur fyrir eftir Maastricht
og í aðildarsamningunum er sérstak-
lega tekið ffam að þær samþykki jafn-
ffamt þau stefhumið sem í sáttinálan-
um felst. Þar kemur m.a. við sögu
Efhahags- og peningasambandið sem
ráðgert er að koma á fót undir alda-
mót og samstarf í utanríkismálum,
m.a. á sviði hermála.
Rómarsáttmálinn er óupp-
segjanlegur
Með því að segja já við aðildar-
samningunum að ES væru þjóðirnar
að binda sig ótímabundið inn í Evr-
ópusamband sem hefur ríkisheild að
markmiði. Rómarsáttmálinn er í
reynd óuppsegjanlegur, þar eð sér-
staklega er tekið fram að hann sé
gerður til ótiltekins tíma (240.grein).
Með atkvæðisrétti sínum er hver ein-
staklingur staddur á krossgötum og
velur ekki aðeins fyrir sig, heldur börn
sín og barnabörn. Um leið er fólk að
ákveða hvort það með jái segi í reynd
skilið við þjóðríkið með stofhunum
þess og afhendi fjölþjóðlegu valdi án
lýðræðislegs eftirlits að stjórna í stað
þeirra. I þessu er fólgið hið sögulega
við uppgjör næstu rnánaða.
ES er ógnun við norræna
velferðarríkið
Norræn samfélög eins og við þekkj-
um þau ffá slðustu áratugum eru á-
vöxtur lýðræðislegrar þróunar þar
sem almenningur hefur átt kost á
virkri þátttöku á öllum þrepum sam-
félagsins. Það er þetta sem við köllum
norræna velferðarríkið eða norrænu
samfélagsgerðina. Um þessa samfé-
lagsgerð hefur til skamms tíma ríkt
víðtækt samkoinulag og viðleitnin
beinst að því að bæta hana og treysta.
Jafnvel hægri flokkar hafa með tilliti
til kjósenda ekki beitt sér gegn henni
af neinurn krafti þótt innan þeirra hafi
sótt á nýfrjálslynd viðhorf. Það eru
helst flokkar eins og „framfaraflokk-
arnir“ í Danmörku og Noregi sem
hafa lagt til beinnar atlögu við vel-
ferðarþjóðfélagið með ómengaða
ffjálshyggju að leiðarljósi en fengið
takmarkaðan stuðning.
Það er einnig athyglisvert að nú í
aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslna
um ES aðild, reyna talsmenn ríkis-
stjórnanna að telja fólki trú um að
einnig innan ES geti norræna samfé-
lagsgerðin lifað af. Allir innviðir ES,
stólpar mnri inarkaðarins eins og við
þekkjum þá af EES-samningnum svo
og stjórnkerfi ES mæla hins vegar
gegn því að þessi geti orðið raunin.
Óheft frelsi fjármagsins
æðsta boðorð
ES þýðir frelsi fyrir markaðsöflin á
kostnað samfélagslegra stofhana. Með
innri markaði ES hefur verið innleitt
kerfi sem setur fyrirtæki sem í sívax-
andi mæli eru fjölþjóðleg svo og fjár-
málastofhanir í öndvegi í samfélaginu
í áður óþekktum mæli. Grundvöllur
þessa markaðar er að efhahagsstarf-
semi skuli eiga sér stað þar sein hún er
hagkvæmust. Óheft samkeppni og
hagur fyrirtækjanna eins og hann
mælist í bókhaldi þeirra á að verða
ráðandi fyrir skipulag alls samfélags-
ins, og í þessu tilfelli er samfélagið
ES-svæðið sem heild. Slík samkeppni
verður ráðandi um það hvaða fyrir-
tæki lifa af án tillits til samfélagslegra
afleiðinga.
Það vefst eðlilega fyrir mörgum að
útskýra hvernig stuðningur við ES-
aðild geti samrýms varðstöðu um nor-
ræna samfélagfgerð.
1) Hér verður notuð skamm-
stöfunin ES en ekki ESB uin
Evrópusambandið. Þarflaust er
að lengja skammstöfunina og
hvetur höfundur til að styttri
útgáfan verði notuð framvegis,
einnig af opinberri hálfu. - HG
Birting ræð-
ir stjórnmál
Alþýðubandalagsfélagið
Birting ræddi á laugardag
ástand og horfur í vinstri-
pólitíkinni á opnum stjómarfundi
á Kafifibamum á Bergstaðarstræti.
A fundinum kom fram sú skoðun
að illmögulegt sé að henda reiður
á stjómmálaástandinu.
Arthúr Morthens varaborgarfull-
trúi hélt inngangserindi um pólitíska
atburði síðustu daga og vikna; úrsögn
Jóhönnu Sigurðardóttur ogjafnaðar-
mannafélags Islands úr Alþýðu-
flokknum, stofhun Alþýðubandalags-
félagsins Frainsýnar og framhalds-
stofnfund Regnbogans, samtaka um
Reykjavíkurlistann. Arthúr benti á að
fjöldinn allur af ungu fólki hefði á
undanförnum misserum komið til
starfa í stjórnmálum og það sætti sig
ekki við óbreytt ástand.
I umræðum á fundinum var sagt að
málelhaumræða væri nauðsynleg til
að draga fram áherslur félagshyggju-
aflanna. Eftir fjórar til sex vikur mun
vinna við framboðslista fara af stað á
öllu landinu og tírnann þangað til
verði að nota í málefnavinnu. Sú
vinna mun leiða í ljós hverjir eigi
samleið í kosningunum í vor. Fund-
arinenn töldu að Kvennalistinn væri
spurningarmerki í umræðunni og
gagnólíkar skoðanir þar uppi um
samstarf við aðra flokka.
Evrópumálin voru á dagskrá og
fundarmenn á einu máli um að ekki
mætti láta afstöðuna til Evrópu kljúfa
þjóðina á líkan hátt og afstaðan til
Atlantshafsbandalagsins skipti þjóð-
inni í fylkingar í fjörutíu ár.
Velferðarkerfið var rætt frá ýmsum
hliðum og sömuleiðis jöfnun atkvæð-
isréttar, umhverfismál, byggðastefna,
fyrirgreiðslupólitík og embættis-
mannakerfið.
Niðurstaða fundarins var engin,
nema kannski sú að menn þyrftu að
bretta upp ermarnar. Kosningavetur
er genginn í garð.
Arthúr Morthens situr fyrir borðsenda og stýrir umrœðum á opnum stjórnarfundi Birtingar um síðustu helgi. Mynd: ói.þ.