Vikublaðið - 30.09.1994, Side 5
VIKUBLAÐIÐ 30. SEPTEMBER 1994
Pressuskeiði
blaðamennskunnar
lokið
Vikublaðið Pressan og skammlíft aíkvæmi
hennar, Eintak, eru endastöðin á afmörkuðu
ferli íslenskrar blaðamennsku sem hófst
með Helgarpóstinum fyrir fimmtán árum.
Blaðadauði síðustu viku getur orðið upphaf
að nýrri þróun en áður þarf að gera upp
við hefðina.
1t*%4 M**^***
lUSTMtnmMM
liHMfUU
iMMtitnm
FEflBWflJH
iGRUNAÐIR UM K\1 ?
K« \ |iiii InnnTki "í: h-
ilíiiiMini'liii: 111 aA
I MlllL—L**JL
MCtMMMI-
NNUNIUm
m
Ktm&KtixmN
niiMWlP-
smmm m mm-
„i v* i tri i í
Þótt ekki sé til nein uppskrift að vel heppnuðum fjölmiðli sýnir reynslan að samfé-
lagsleg skirskotun og meðvitaður tilgangur umfram það að láta fyrirtækið bera sig
eru nauðsynlegar forsendur. Að þessu leyti eru fjölmiðlar frábrugðnir venjulegum
framleiðslu- og þjónustuiðnaði.
Helgarpósturinn markaði sér
sérstöðu með óvæginni
fréttamennsku og ítarlegri
menningarumfjöllun (listapósturinn),
í annálum verður Helgarpóstsins
minnst fyrir að hafa haldið gangandi
umræðunni um spillinguna í lcringum
Hafskip þegar aðrir fjölrniðlar létu sér
fátt um finnast. Og það var hasar.
Ingólfur Margeirsson ritstjóri Helg-
arpóstsins varð að segja af sér þegar
upp komst að Hafskip hiifðu flutt bú-
slóðina hans frá Noregi á kjörurn sem
aðrir fengu ekki og möndlað þannig
til að auglýsingareikningur kæmi í
staðinn. Blaðamaður sem kom ffá
Nútímanum (eftir að sú tilraun Fram-
sóknarflokksins fór í gjaldþrot) gat sér
orð á Helgarpóstinum fyrir umfjöllun
um fjármálaóreiðu á skrifstofu Hjálp-
arstofnunar kirkjunnar; Gunnar
Smári Egilsson varð síðar ritstjóri
Pressunnar, var rekinn þaðan og
stofnaði þá Eintak.
Vilmundur heitinn Gylfason var
frumkvöðull að stofnun Helgarpósts-
ins og Alþýðuflokkurinn kom blaðinu
á koppinn á andófsskeiði sínu á átt-
unda áratugnum. A síðasta áratug
sldpti það um eigendur en útgáfusög-
unni lauk með gjaldþroti sumarið
1988.
Pressan átti upphaflega að vera
vikublað sem höfðaði til kvenna og
Jónína Leósdóttir var ráðinn ritstjóri,
en hún var gamall blaðamaður af
Helgarpóstinum. Ingólfur Margeirs-
son, sem þá var ritstjóri Alþýðublaðs-
ins, lagði á ráðin og átti Pressan að
vera liður í endurlífgun Alþýðublaðs-
ins enda var vikublaðið fimmtudags-
útgáfa málgagns Alþýðuflokksins
fyrsta kastið.
Skemmtifréttamennska
Áædtuium um Pressuna var breytt
þegar Helgarpósturinn fór í gjaldþrot
og skyldi hún öðrum þræði taka upp
merki I lelgarpóstsins - nu'nus menn-
inguna. Ageng fréttamennska var á
dagskrá þó hún hafi verið ákaflega
setdeg á Pressunni miðað við það sent
gengur og gerist meðal nágranna-
þjóða. A fyrsta starfsári blaðsins
heyktíst ritstjórnin á því að birta frétt
um inngöngu Vigdísar Finnbogadótt-
ur forseta í Frímúrarastúku, en forset-
inn beitti sér af hörku gegn þessari
umfjöllun. Og nokkru síðar sagði
blaðamaður upp störfum, sá sem þetta
skrifar, vegna ágreinings við ritstjóra
um birtingu á frétt af fíknieffiamáli.
Tvíeðli Helgarpóstsins gekk útá
harða fréttamennsku annars vegar og
hins vegar menningarumfjöllun. Þetta
var sldljanlegt í ljósi þess að menning-
in var enn í herkví kalda stríðsins á
áttunda áratugnum. Morgunblaðið
var í bandalagi með öllum öðrum
gegn Þjóðviljanum sem skartaði lista-
mönnum í öfugu hlutfalli við út-
breiðslu. Menningarumræða var í
þessum skotgröfum og Helgarpóstur-
inn ásetti sér að breyta víglínunni.
Framan af lagði Pressan lítdð sem
ekkert upp úr menningunni en hún
var bastarður af öðrum toga en for-
verinn. Blaðið reyndi að ná til lesenda
sem hafa áhuga á samkvæmislífinu og
eitt söluhæsta tölublaðið á fyrri hluta
sex ára æviskeiðs Pressunnar var með
á forsíðu brúðkaup Jóns Ottars Ragn-
arssonar fyrrum aðalsprautu Stöðvar
2 og konu sem enginn man lengur
nafnið á. Samkvæmisfféttírnar höfðu
gjarnan kynferðislegan undirtón og
þegar ffá' leið setti þessi málaflokkur
sterkan svip á blaðið.
Harðar fféttir Pressunnar voru oft
um peningamisferli einstaklinga, fyr-
irtækja og opinberra stofnana. Stund-
um voru athyglisverð mál á ferðinni,
tíl dæmis þegar upplýst var að lög-
ffæðingur í Reykjavfk stakk undan
peningum sem áttu að fara til öryrkja,
en ritstjórnin ofmat iðulega áhuga les-
enda á gjaldþrotum einstaklinga og
fyrirtækja sem voru hver öðru lík. Þá
voru heilu málaflokkamir sem svotil
aldrei komust á blað, til að mynda
landbúnaður og landsbyggðarmál og
tilviljun réð hvort og hvernig blaðið
dekkaði stjórnmál.
Stöðnun
í stað þess að finna leiðir til að fjalla
með öðmm og nýstárlegri hætti um
gömul viðfangsefni og þróa skipulega
umfjöllun um önnur svið hneigðist
ritstjórn Pressunnar til að auka vægi
skemmtifréttamennsku og kreista síð-
asta blóðdropann úr hneykslisffétt-
um. í ákafanum voru gerð mistök,
fæst alvarleg en nógu mörg til að þau
drógu úr trúverðugleika blaðsins. Þeir
sem töldu ómaklega að sér vegið í
blaðinu birtu athugasemdir í öðrum
fjölmiðlum sem gaf til kynna að ekki
þýddi að ræða við Pressuna.
Helgarpósturinn/Pressan/Eintak
hafa átt sér hliðstæður í fjölmiðlum í
Evrópu, sérstaklega í samfélögum
sem standa ffammi fyrir uppgjöri af
einhverju tagi. Aður en Ulríka Mein-
hof varð borgarskæruliði í fyrrum
Vesmr-Þýskalandi í kringum 1970
starfaði hún sem blaðamaður á slíku
andófsriti. Pólski þjóðfélagsgagnrýn-
andinn Adam Michnik stofnaði fyrir
nokkrum árum blað utanum umbóta-
stefnu sína og kryddaði það léttbláu
efni.
Vorið 1979 átti Helgarpósturinn
erindi inná íslenskan fjölmiðlamarkað
sem var, þrátt fyrir stofnun Dagblaðs-
ins nokkruin árum áður, giska frum-
stæður og bjó við óeðlileg ítök stjórn-
málaflokka. Þegar Pressan hóf göngu
sína tíu árum síðar var landslag fjöl-
miðlunar á íslandi orðið allt annað og
það hefur haldið áffam að breytast.
Pressunni tókst ekki að komast í takt
við þessar breytingar, hvort sem það
var af örum mannabreytingum (fimm
ritstjórar á sex árum) eða einfaldlega
að ritstjórnin gaf sér aldrei tíma til að
búa sér til skoðun urn tilgang blaðsins.
Hvað býr í blaði?
Gunnar Smári Egilsson sagði þegar
hann stofnaði Eintak að hann gæfi út
blað ánægjunnar vegna og spurmngu
um það hvort markaður væri fyrir
blaðið vísaði hann á bug með þeim
orðum að skáld væru ekki spurð um
það hvort markaður væri fyrir bæk-
urnar þeirra. Gunnar Smári virtist
eldci hafa af því áhyggjur að blöð eru
forgengilegri en bækur og. hafa ekki
tíma til að leita sér að lesendum. Ein-
tak fann ekki nógu marga lesendur til
að halda úti útgáfunni og ánægja rit-
stjórans hrökk skammt uppí prent-
kostnaðinn. Eins og Pressan og Helg-
arpósturinn þar á undan komst Eintak
í þrot.
Dagblaðið var stofiiaði f\TÍr tutt-
ugu árum til höfuðs flokksblaða-
nrennsku og ffTÍr tíu árunr var Stöð 2
hrundið úr vör sern valkosti við einok-
un Ríkisútvarpsins. Þrátt fyrir
flumbrugang og lítil efni tókst þessum
fjölmiðlum að ná fótfestu og ekki síst
var það að þakka eldmóði stofnend-
anna og að hugmyndirnar að baki
voru góðar og hittu í mark. Þótt ekki
sé til nein uppskrift að vel heppnuð-
um fjölmiðli sýnir reynslan að samfé-
lagsleg skírskotun og meðvitaður til-
gangur umfram það að láta fyrirtækið
bera sig eru nauðsynlegar forsendur.
Að þessu leyti eru fjölmiðlar ffá-
brugðnir venjulegum ffamleiðslu- og
þjónustuiðnaði.
Úr rústum Pressunnar og Eintaks
er mánudags- og fimmtudagsblaðið
Morgunpósturinn boðað undir rit-
stjórn Páls Magnússonar fyrrum sjón-
varpsstjóra Stöðvar 2 og Gunnars
Smára. Verkefnið sem þeir standa
frammi fyrir er að búa til blað sem
leggur eitthvað af mörkum til þróunar
íslenskrar blaðamennsku núna þegar
Pressuskeiðinu er lokið.
Aðstæðumar á blaðamarkaðnum er
kúnstugar. Ekkert blað ógnar Morg-
unblaðinu og á síðdegismarkaðnum
virðist DV traust þótt leiðindin leki af
blaðinu. Alþýðublaðið er gamaldags
flokksmálgang; Tíminn hefur ekld al-
veg gert upp við sig hverskonar blað
hann ædar að verða; Viðskiptablaðið
reynir að festa sig í sessi og Vikublað-
ið verður senn dagblað. Þá getur mað-
ur keypt erlend dagblöð í bókabúðum
í miðbæ Reykjavíkur sama dag og þau
eru gefin út í Evrópu fyrir hundrað-
sextíuogfimmkall. Ofaní þetta er
stjórnmálakerfið óstöðugra en það
hefur lengi verið og almenningur þarf
að velta fyrit sér stómm spurningum
um tengsl landsins við umheiminn.
Við þessar aðstæður skapast ýmsir
möguleikar en það er líka auðvelt að
misstíga sig. Páll Vilhjálmsson
Pjóð sem hörfar
Lengi höfum við stundað listina
sem er verst og bölvanlegust, að
fara undan í flæmingi.
Við höfirm iðkað þessa kurteislegu
ffamkomu frá því við ákváðum að
hætta að vera þrjótar, þorparar og
sveitakurfar, en reynum í staðinn að
vera léttir á bárunni í sjávarútvegi, nota
handahóf í landbúnaðinum, vera upp
og niður í iðnaðinum og ffjálslyndir
hvað varðar mannlífið.
Með þessari stefhu ragluðum við
saman opnum huga og því að fara und-
an í flæmingi.
I yngingarmáta okkar hófum við lof-
söng til æskunnar, hvað hún væri ffjáls-
leg í fasi og óþvinguð. Síðan höfum við
komist að hinu gagnstæða: æskan er
langt ffá því að vera ffjáls, hún er
Guðbergur
Bergsson
ringluð, áttavillt og fremur afbrot til að
hefna sín á umhverfi sem finnur eldcert
annað ráð gegn vandamálum hennar
en það að reyna að finna nýjar opnar
eða lokaðar stofhanir, reisa henni fang-
elsi, helst barna- og unglingafangelsi.
Hingað til hafa menn og konur vil-
jað eiga börn nokkurn veginn á sama
hátt og fólk hefur eignast hús, biffeiðir
og annað. Sjaldan er talað urn það á
tungu okkar að einhver hafi orðið ást-
fanginn, heldur hitt, hvort hann hafi
náð sér í konu, og konur hafa krækt sér
í mann. Einnig er sagt að maður hafi
komist yfir.
Það samlíf sem aðrar þjóðir tengja
ást og sál er í landi okkar einhvem veg-
inn tengt orðalagi sem á við um rán eða
gripdeildir, og næstum öllum finnst
sjálfsagt að flíka aldrei tilfinningum
sínum, ófullir.
Það er engin furða að uppeldishætt-
ir nútímans hafi einkum verið fólgnir í
því að foreldrar fæða og skæða af-
kvæmin, en fara síðan undan í flæmingi
með tilfinningalífið. Menn era hræddir
við það, eins og allt sem er fyrir neðan
þindina. Halda mætti að við Islending-
ar höldum að hjartað sé í „skömminni á
okkur“.
Ekld tekur betra við þegar börnin
era komin út á galeiðuna og foreldrar
skilja ekki neitt í neinu og fjölmiðlar
gera sldpbrot og harma fólks að frétta-
efni.
Verra er þó, að þegar sérffæðingam-
ir í sálarlífi unglinga og barna koma
sem væntanlegir bjargvættir, þá fara
þeir lílca undan í flæmingi, en nú undir
því yfirskini að þeir séu svo vísindalegir
að þeir megi ekki taka afstöðu. Þeir
sigla ekki á öldum viskunnar heldur
rekur þá fyrir vindi og straumum
stofiranamálsins.
Fræðingar sitja á endalausum ráð-
stefhum, en þegar til kemur fer þeirn
eins og mústmum, sem þorðu ekki að
hengja bjöllu á köttinn, því það yrði að
hengja hana á þá sjálfa og samfélagið í
heild.
Til að kóróna allt gera verkalýðs-
leiðtogar fatt annað en gefa út yfir-
lýsingar um að osturinn sé étinn ffá al-
menningi, en hafa ekla hugmynd urn
hvort kötturinn étur hann ffá músun-
um eða mýsnar hver ffá annari. Þannig
stundar vitið og atorkan þá lélegu
framúrstefhulist að fara undan í flæm-
ingi, þótt úrelt sé og allir viti það.
Kjark þarf til að viðurkenna að allir
eram við kettir og mýs í senn og ffurn-
stætt afl þarf til að hengja bjölluna á
hvort tveggja áður en osturinn hefur
verið étinn og engin ný sending
væntanleg, hvorki ffá okkur sjálfum né
Alþjóðabankanum.