Vikublaðið - 30.09.1994, Blaðsíða 8
8
Viðhorf
VIKUBLAÐIÐ 30. SEPTEMBER 1994
Fundaö um siöferði sQópnmálamanna
- að þeim fjarstöddum
Vilhjálmur Árnason: Stjórnmál eru ekki fag, heldur er stjórnmálamönnum ætlað
að þjóna umbjóðendum sínum, almenningi, af heilindum og koma heiðarlega fram
við samstarfsfólk. Það er skylda stjórnmálamanna að stjórnast af almannaheill
ótt fundur Félags firjáls-
lyndra jafhaðarmanna í síð-
ustu viku um siðferði í
stjómmálum hafi verið vel sóttur
var himinhrópandi skortur á einni
þjóðfélagsstétt. Þama var ekki einn
einasti kjörinn stjómmálamaður.
Engiim ráðherra eða þingmaður
lét sjá sig. Að vísu var á það bent að
sama kvöld væri von á viðtali
Stöðvar tvö við Guðmund Ama
Stefánsson um röð ávirðinga á
hann. En það er engin afsökun.
Sjónvarpsviðtöl má taka upp. Málið
virðist einfalt. Fundur um siðferði í
stjómmálum höfðaði ekki til þeirra
stjómmálamanna sem á annað
borð áttu heimangengt.
Sá sem á fundinum komst næst því
að teljast til þessa hóps var Jón Sx-
mundur Sigurjónsson fyrrverandi
þingmaður, Hafnfirðingur og núver-
andi hagffæðingur í heilbrigðisráðu-
neyti þeirra Guðmundar Arna og Sig-
hvats.
Einnig heiðraði prófessor Gylfi Þ.
Gíslason fundinn með nærveru sinni,
en hann var um langt árabil þingmað-
ur og ráðherra. Meðal fundarmanna
voru Kristinn Haraldsson fyrrum ráð-
herrabílstjóri, Styrmir Gunnarsson
ritstjóri, Glúmur Baldvinsson blaða-
maður og ráðherrasonur, Elsa Þor-
kelsdóttir hjá Jafnréttisráði, Már
Guðmundsson hagffæðingur, Sigurð-
ur A. Magnússon rithöfundur, Hall-
grímur Guðmundsson fyrrum bæjar-
stjóri, ýmsir frjálslyndir jafnaðarmenn
og háskólastúdentar.
Stjórnmál eru ekki fag og
stjórnmálamenn ekki færir
Frummælendur voru þrír, Vil-
hjálmur Arnason heimspekingur,
Svanur Kristjánsson stjórnmálafræð-
ingur og Agnes Bragadóttir blaða-
maður. Oll erindin þrjú voru fróðleg
þótt ólík væru að eðli og innihaldi.
Vilhjálmur var með mikið innihald í
fábrotnum umbúðum. Svanur var
með mikið innihald í litríkum umbúð-
um. Agnes var með lítið innihald í
skraudegum umbúðum.
Vilhjálmur spurði fundarmenn
hvernig meta mætti hvað það er sem
skiprir meginmáli við siðferðismat.
Siðareglur í stjórnmálum hlytu að lúta
sömu lögmálum og mannlífið sjálft.
Ýmsar almennar siðareglur væru
djúpt greiptar, en í stjómmálum virt-
ist eins og að baráttan um völd leiddi
af sér að allt væri leyfilegt, að minnsta
kosti innan ramma laga. Til að mynda
teldist það vart óeðlilegt að „hagræða
sannleikanum".
Vilhjálmur spurði hvort stjórn-
málastarfið hefði einhver sérkenni.
Ýmsar stéttir væm í þeirri stöðu að
vera fagstéttir með tiltekna færni
gagnvart „skjólstæðingum". Stjórn-
málamenn væru hins vegar ekki með
sérstaka „færni“ eða ákveðna „skjól-
stæðinga“..Þeir séu fulltrúar fólksins,
ekki öfugt og séu ekkert sérstaklega
„færir“ umfram aðra. Stjórnmál em
ekki fag, sagði Vilhjálmur, heldur er
stjórnmálamönnum ætlað að þjóna
umbjóðendum sínurn, almenningi, af
heilindum og koma heiðarlega fram
við samstarfsfólk. Það er skylda
stjórnmálamanna að stjórnast af al-
mannaheill, sagði Vilhjálmur og bætti
því við að gott samstarf stjórnmála-
inanna fæli meðal annars í sér að hver
veitti öðmm gagnrýnið aðhald.
Þannig mætti flokksþægð aldrei verða
svo sterk að hún beri almannaheill of-
urliði.
Menn eiga að axla ábyrgð
og öðlast fyrirgefningu
Svanur Kristjánsson vildi flokka
niður spillingu og nefndi í fyrsta lagi
„smáspillingu", þegar reglur eru
sveigðar og beygðar í greiðaskyni við
vini og vandamenn. Slík spilling væri
sums staðar „sjálfsagður hlutur“. I
öðra lagi nefndi hann spillt vinnu-
brögð. T.d. þegar flokkar eða flokks-
menn þiggja gjafir sem ætlaðar eru til
að stuðla að góðvild. A Islandi væri
lítið vitað um fjármál flokka, þar væri
um neðanjarðarhagkerfi að ræða.
Svanur sagði flokkana fá stórar upp-
hæðir af almannafé. Þeir hefðu 1993
fengið 116 milljónir króna á fjárlög-
um, en í desember sama ár hefðu þeir
með aukafjárveitingu hækkað þessa
tölu í 150 milljónir. Og ekki þyrfri að
gera grein fyrir einni einustu krónu.
ísland er næstum eina landið á Vest-
urlöndum þar sem málum er svona
komið fyrir, sagði Svanur.
Annað dæmi af spilltum vinnu-
brögðum sagði Svanur vera klíkuskap
við mannaráðningar, verksamninga
og opinberar framkvæmdir. Eða þá
þegar skjólstæðingar fá fyrirmæli um
hvernig þeir eigi að verja atkvæðisrétri
sínum. Þá sagði Svanur fyrir-
greiðslupólitík og spillt vinnubrögð
nátengd fyrirbæri.
I þriðja lagi nefhdi Svanur spillingu
á háu stigi. Hann nefndi sem dæmi
þegar stjómmálamenn fá sérstaka
„aðstoð“ til að fá sérstaka meðferð í
kerfinu á móti, gjafir eða þegar opin-
berir embættismenn létu skipulagða
glæpastarfsemi viðgangast.
Svanur sagði að miðað við Italíu
gætu íslendingar e.t.v. sagt að ástand-
ið væri bara harla gott. Hann nefndi
og að spilling hcfði á síðustu 30 til 40
árum farið minnkandi og að ákveðin
tegund af pólitískri ábyrgð hcfði farið
vaxandi, sem sé að stjórnmálamenn
væru ábyrgir fyrir fylgi flokka sinna
(hér fjallaði Svanur á skondinn hátt
um ábyrgð Kjartans Jóhannssonar og
Þorsteins Pálssonar). Svanur varaði
þó við bjartsýni á að ábyrgð færi mjög
vaxandi. Hann sagði það hins vegar
sína skoðun að samfara auknuin kröf-
um um siðferði og ábyrgð ætti að
koma aukið uinburðarlyndi. Nú væri
mönnum sem axla ábyrgð útskúfað
þannig að þeim gæfist ekki tækifæri til
að vinna sig upp aftur. Það þyrftí að
ýta undir getuna til að fyrirgefa fólki í
opinbem lífi.
Svanur fjallaði nánar um fyrir-
greiðslupólitík og sagði að ekki væri
sami rassinn undir öllum flokkunum.
Taldi hann einhlítt að Alþýðubanda-
lag og Kvennalisti væm ekki undir
sömu sök seldir og aðrir flokkar.
Agnes finnur engan annan
Guðmund Árna
Hér verður ekki náið farið út í er-
indi Agnesar Bragadóttur blaða-
manns. Hún mótmæli sérstaklega
þeim orðum Svans að við væmm ekki
nógu fyrirgefandi og undraðist að slík
orð kæmu frá stjórnmálaffæðingi.
„Lestu betur fræðin þín, Svanur“,
sagði Agnes. Annars kom fram það
álit Agnesar að sem betur fer færi á-
byrgð vaxandi á ýmsum sviðum. Sú
krafa verði æ háværari að þeir sem
sólunda almannafé verði látnir víkja
og sagði Agnes að þeir sem sýna að
þeir séu gjörsamlega óhæfir stjórn-
málainenn ættu að fá sér aðra vinnu.
Hún sagði aðspurð að Guðmundur
Arni Stefánsson ætti tvímælalaust að
segja af sér. Þegar hún var síðan spurð
hvort hún gæti nefnt tilvik ffá síðustu
árum af mönnuin sem áttu að segja af
sér en gerðu það ekki sagðist Agnes
ekki vita uin neinn mann með sam-
bærilega affekaskrá og Guðmundur
Arni.
Agnes mátti svara nokkuð fyrir
Morgunblaðið, því sumir fundar-
manna vom ekki hrifnir af frammi-
stöðu þess blaðs gagnvart spillingar-
málum og hefði það lítt haff sig
frammi í Guðmundarmálinu, eins og í
öðmm málum. Sigurður A. Magnús-
son rithöfundur tók sem dæmi þegar
fjallað var uin spillinguna vegna
Hrafns Gunnlaugssonar, Hannesar
Hólmsteins Gissurarsonar, Guð-
mundar Magnússonar og Heimis
Steinssonar, þá hefði Morgunblaðið
þagað. Hann benti á að ritstjórar DV
og Morgunblaðsins og yfirmenn
RUV og Islenska útvarpsfélagsins
væm upp til hópa sjálfstæðismenn.
Agnes varði blaðið með nokkmm orð-
um, en boðaði síðan að fólk ætti að
lesa það daginn effir, þar sem væri að
finna „rosalega spennandi grein“.
Sem reyndist ekki vera.
Friðrik Þór Guðmundsson
Hjartagátan
Setjið rétta stafi í reitina neðan við krossgátuna. Þeir mynda þá örnefni. Lausnarorð krossgátunnar í síðasta blaði er Grjótnes.
*7“ 2 r- ¥ 5 2 l ? 3 ¥ 5 2 9 )0 ¥
) i iZ v Vi H é? )S V H, 17 * ¥ lð J6> V
¥ N 15 T~ ¥ ? 19 n ¥ 1$ 20 w— ZJ ¥ 22
23 15 20 Z¥ ¥ 10 !5 2 25' 15 Z& 12 ¥ 7 2JT~
2? 2¥ 20 ~ W JT~ ¥ JT~ n— 8 ¥ 17 tS 28 M
¥ /3 2 15 ¥ qb % W 29 /4 19 ¥
ll1 TT~ ¥ 20 Z ¥ Zj w~ + 1 “ 11 2
¥ s? rl W~ ÍO 15 ¥ 15 5 20 2 19
W~ iT~ w~ ¥ 2o Í2 ¥ 29 5 )Z 2
¥ vr 30 30 18 w ¥ n— 15 ¥ 9
10 ¥ ¥ II lí ¥ 10 7 W~ 15 ¥ 29 ZL
H T~ Í2 T~ ? w w~ 27 ir - 12 T 31 7Ö- ¥
¥ íf L> 7 ¥ lö T~ 1? 7 1$ >5 5 2
1 i I S l< 9 j/. 3 K 7 > l l 2
A =
Á =
B =
D =
Ð =
E =
É =
F =
G =
H =
1 =
í =
J =
K =
L =
M =
N =
o =
Ó =
P =
R =
S =
T =
U =
ú =
v =
x =
Y =
Ý =
Þ =
Æ =
Ö =
1 =
2 =
3 =
4 =
5 =
6 =
7 =
8 =
9 =
10 =
11 =
12 =
13 =
14 =
15 =
16 =
17 =
18 =
19 =
20 =
21 =
22 =
23 =
24 =
25 =
26 =
27 =
28 =
29 =
30 =
31 =
32 =