Vikublaðið


Vikublaðið - 30.09.1994, Page 10

Vikublaðið - 30.09.1994, Page 10
10 VIKUBLAÐIÐ 30. SEPTEMBER 1994 Guðmundur Arni hefur verið skotmark fólks að undanfömu. Eðlilega hafa raddir um afsögn hans verið háværar. Einhvem veginn er það svo að kratór hafa fengið á sig áberandi spillingarstímpil á meðan íhaldið ber sér á brjóst og þykist syndlaust vera. Það er hins vegar spá Vikublaðsins að á næstu vikum muni berast hver fréttin af annarri um spillingarmál íhaldsins, þ.e. ef fjöl- miðlar ætla að standa sig í stykkinu. Ef t.d. Agnes Braga horfír betur í kringum sig. Og nýi Morgunpóstur- inn fær víðsýni. Er spilling hjá krötum en ekki hjá íhaldinu? Qeta menn bara bent á Hrafn og RÚV? Út af fyrir sig ætti að vera nóg að benda á Hrafn og bæta við Hannesi Hólmstein, Guð- mundi Magnússyni og kannski Heimi Steinssyni. Svo mætti rifja upp spillingu borg- aríhaldsins. Man fólk eftír „skýrslu“ Ingu Jónu Þórðardóttur sem kostaði 2,8 milljónir? Ihaldið hefúr ekki vilj- að birta skýrslu Ingu Jónu vegna þess hversu róttæk hún er í einkavæð- ingu. Man fólk efrir „skýrslugerð“ dóttur Þómnnar Gestsdóttur á veg- um ferðamálanefndar borgarinnar? Dóttirin skilaði litlu meir en sjö og hálfs blaðsíðna upptalningu úr síma- skrá og fékk 400 þúsund kall fyrir. Man fólk eftir bókakaupunum af Hannesi Hólmsteini í blóra við framboð og efrirspum? Hannes var á 2,5 milljón króna launum hjá Hita- veitunni við að skrifa ævisögu. Borg- arsjóður var síðan látinn kaupa 368 eintök af bókinni fyrir 1,1 milljón og Landsvirkjun 50 eintök. Man fólk efrir kaupum íhaldsins á kofaræflum og lóðum við Lindargötu sem Hrafn Gunnlaugsson átti? Borgarsjóður var látinn punga út 14 milljónum til Hrafns og 11 milljónum tíl viðbótar vegna kaupa á gamalli vélsmiðju. Greiðasemi við vini og vandamenn í húsnæðismálum? Munið þið þegar „láglaunakonan“ Súsanna Svavars- dóttír á Morgunblaðinu fékk leigða íbúð beint af Markúsi Emi, sem nú ætlar á þing? Á sama tíma og borgar- fulltrúar fá straum erinda frá illa stæðu fólki um íbúðir á leigu í gegn- um félagsmálaráð og Félagsmála- stofnun þá var borgarstjórinn prívat með íbúðir sem hann leigði eftir hentugleika. Súsanna var einstæð en með um 300 þúsund króna mánað- arlaun og fluttí ekki úr lúxus „félags- málaíbúðinni" þótt hún síðar gifrist. Ef íbúðin væri á almenna leigumark- aðinum væri leigan minnst tvöfalt hærri. Munið þið hvemig sami Marlcús Om, sem ætlar á þing, fór út fyrir mörk sín þegar hann ritaði 46 forstöðumönnum stofnana og deilda borgarinnar og bað þá um að beina viðskiptum sínum til Hótel Borgar? Og sólundun á almannafé? Ráð- húsið átti að kosta 1.460 milljónir króna, en endaði í 3.310 milljónum. Mismunurinn er 1.850 milljónir. Perlan átti að kosta 730 milljónir, en endaði í 1.680 milljónum. Og það rétt tókst að forða stórfelldu fram- kvæmdaslysi vegna Korpúlfsstaða. Man fólk síðan efidr „biðlaunum" Davíðs? Davíð ráðherra hélt í þrjú ár stöðu sinni og launum sem borgar- fulltrúi þótt mætíngin hafi aðeins verið 25%. Takmörkuð mætíng Davíðs þýddi að borgarbúar greiddu honum 24.608 krónur á tímann. Er víðar spilling en hjá krötum? Rithöndin Gerir skýja- borgirnar trúverðugar Skriftín þín gæti sem best verið rithönd predikara eða stjórnmálamanns - einhvers sem er vakinn og sofinn við að útbreiða fagnaðarerindi sitt. Skapið er mikið og vakandi og mælska ágæt. Vilji og þrek virð- ist í góðu lagi og námsgáfur góðar. Uthald tíl að fylgja málum eftir er líka mikið. Hugsjónir þínar vilja að vísu stundum bera keim af skýjaborgum en þú hefur lag á að gera þær trúlegar. Þú vilt engan særa og umgengst alla á sama hátt. Þú virðist að sumu leyti svolítið gamaldags, tilhneiging virðist til e.k. hetjudýrkunar. Þú virðist stundum dulur en stund- um opinskár. Ef þú gefúr eitthvað er það rausnarlegt og þú sérð aldrei eftir að eyða eða gefa. Ef til vill lifir þú og vinn- ur of hratt, sennilega ættir þú stundum að vinna hægar. Þér er gefin lagni en þú notar hana lítið. Athugaðu að hún er góður hæfileiki og notadrjúgur. Þú munt vera góður vinur og faðir ef þú átt börn, en sennilega inundi konu þinni eða kærustu finnast þú alltaf Leynimelur 13 á fjölum Borgarleikhussins Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi um síðast- liðna helgi hinn sprellfjöruga gamanleik Leynimel 13. Höfundarnir eru þrír og kölluðu sig gjarnan Þrídrang, en það voru þeir Indriði Waage, Haraldur Á. Sigurðs- son og Emil Thoroddsen. Þeir stóðu um árabil fyrir sýninguni á försum og gam- anleikjum í Iðnó sem þýð- endur, höfundar, leikarar og leikstjórar. Leynimelur 13 er einn snjallastí gamanleikur okkar á þessari Hugmyndin að verkinu er sótt í þá öld, og gerist í Reykjavík árið 1943. staðreynd að á þessum árum var gífur- BARPAR aftur á sviðið Jakob Þór Einarsson og Þröstur Leó Gunnarsson í Leynimel 13 hræðilega upptekinn, nema þið hafið sömu eða svipuð á- hugamál. Þú átt'góða möguleika á að lifa gefandi lífi, eink- um ef þú hægir aðeins á. Gangi þér vel. R.S.E. Jón Ársæll Þórðarson, fréttamaður á Stöð 2. Sýningar Leifélags Akureyrar á leikritínu BarPar er Jim Cart- wright undir leikstjórn Hávars Sigur- jónssonar hcfjast að nýju í kvöld (föstudaginn 30. september) í Þorp- inu, Höfðahlíð 1 og verður það 53. sýning þessa vinsæla verks. Takmark- aður sýningafjöldi verður á leikritinu að þessu sinni. Sunna Borg og Þráinn Karlsson fara með öll hlutverk leiksins, 14 að tölu. Þau hafa bæði hlotið mikið lof fyrir túlkun sína á Barparinu og gest- um þeirra. Guðrún J. Bachmann þýddi leikritið. Ingvar Björnsson hannaði lýsingu og leikmynd og bún- ingar eru eftir Helgu I. Stefánsdóttur. legur húsnæðisskortur í Reykjavík og Alþingi setti lög þar sem m.a. var bannað að taka íbúðarherbergi til annarra nota en íbúðar. Sú saga komst á kreik að húsaleigunefndir myndu fá heimild til að leigja ónotuð herbergi í íbúðum fólks. K.K. Madsen klæðskerameistari er nýfluttur í villu sína að Leynimcl 13 þegar Alþingi setur þessi neyðarlög, húsið hans er tekið eignarnámi og af- hent skríl af götunni. Áður en varir er húsið fullt af vægast sagt skrautlegum persónum. Leikarar eru: Guðlaug E. Olafs- dóttir, Guðmundur Ólafsson, Guð- rún Asmundsdóttir, Hanna María Karlsdóttír, Jakob Þór Einarsson, Jón Hjartarson, Karl Guðmundsson, Kartín Þorkelsdóttir, Magnús Jóns- son, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Sigurður Karlsson, Þórey Sigurþórs- dóttir og Þröstur Leó Gunnarsson. Einnig koma finun börn fram í leikn- um. Leikmynd er effir Jón Þórisson, búninga hannaði Þórunn Elísabet Sveinsdóttir, lýsingu ánnast Ög- mundur Þór Jóhannesson og leikstjóri er Ásdís Skúladóttír. að er fátt sem veitir mér meiri skemmtun en þegar hinir geist- legu deila. Því miður er það alltof sjaldan. Þjóðkirkjan er geld stofn- un hvað þetta varðar. Þess vegna eiga sértrúarsöfnuðir sér dyggan stuðningsmann í mér. Þeir eru lík- legastir til að halda einhverju því ffam sem getur fengið makráðuga kirkjuhöfðingjana til að taka af- stöðu í einhverju máli. Og um leið og einhver þeirra hefur glæpst til að taka afstöðu þá er fjandinn laus og það í bókstaflegri merkingu. Þegar ég bjó erlendis var iniklu meira fjör í þessu. Þar deildu prest- ar og guðfræðingar svo harkalega að deilur villta vinstrisins á sínum tíma voru eins og ástarljóð í sam- anburði. Og allt var undir. Kven- prestar, klám, fóstureyðingar, eðli guðs og sniðið á hempunum. Allt varð að yndislegum blaðadeilum og tílvimanirnar í guð runnu af færibandi. Alér fannst fyrst í stað merkilegt hvað þetta varð heiftúð- ugt. Átm menn ekki að elska ná- ungann? Síðar varð mér þó ljóst að hér var náttúrlega ekki um nein gamanmál að ræða. Oðru nær. Andleg og veraldleg velferð sænsku þjóðarinnar hvíldi á því að kjólar prestanna væru ekki of aðsniðnir, hvað þá heldur að hætta megi vera á að þeir bungi einhvers staðar. En því er nú ver og miður að hérlendis er ekki oft sem svona skemmtanir rekur á fjörur manns. Þá sjaldan eitthvað verður sem lík- ist þessu er þegar verið er að á- kveða hver eigi að fá eitthvert emb- ættið. Þó er ekkert varið í þetta eft- ir að kosningarnar voru afnumdar. Nú er það bara sóknarnefndin sem fær að vita hvers konar samsafh dóna, alka og perra það er sern sæk- ist eftir að fá að vera andlegt ljós viðkomandi safnaðar. Áður var þetta út um allt og ég man efdr því að einu kosningarnar sem ég upp- lifði voru hátíð. Maður mætti í predikanir hjá öllurn umsækjend- um og naut þess að rifja upp undir messugjörðinni hvað sagt var að viðkomandi sæktíst eftir þegar kæmi að næturleikfiminni. En þessi skemmtun var af okkur tekin og enginn virðist hafa mann- dóm í sér til að rísa gegn siðspill- ingunni nema þá villimaðurinn í Vestmannaeyjum sem ég heyrði hér um daginn stæra sig af því að særingar hans hefðu sett SAM-út- gáfuna á hausinn. Og hér eru menn eitthvað að þrugla um áhrif virðis- aukans! Tóm tjara. Allt var þetta refsing guðs. Og þeir eru fleiri sem vilja komast að á þeirri bylgju. „Guði sé lof,“ er haft eftir biskupn- um yfir íslandi þegar honurn voru sagðar þær fréttir að Pressan kærni eklá oftar út. Þá veit maður hvað hefur verið í hans kvöldbænum! Raunar hefði ég alveg verið til í að hafa eitthvað svipað í mínum bæn- um. Hreinasta landhreinsun að þessum dauða. Verst að trúlega verður ekkert skárra sem við tekur. En ég býð þó enn eftir að einhver taki sig til, líkt og einn ágætur prestur danskur, og leggi til að kirkjuagi verði endurvakinn. Þá fer nú heldur að færast fjör í steypu- bákn kirkjunnar þegar hinir kjólklæddu taka móti sóknarbörn- uin sínum með krossinn í annarri hendi og vöndinn í hinni. Það er í blöðum að aðsókn hafi mjög aukist að kirkju hins danska! Kaffileikhús Hlaðvarpans í burðarliðnum Kvennakómedía eftir Auði Haralds fyrsta verkið S IHlaðvarpanum er verið að leggja síðustu hönd á endurskipulagningu starfseminnar og meðal nýmæla í starfinu verður kaffileikhús, sem hefur göngu sína þar á næstu dögum. Um helgar gefst gestum kostur á að njóta góðrar máltíðar með kaffi eða víni á eftír og horfa síðari á leikrit, en nú þegar hefur verið gengið frá sýn- ingum á sex verkum. Fyrsta leikritíð sem sýnt verður er kvennakómedía sem Auður Haraldsdóttir hefur samið sérstaklega fyrir Hlaðvarpann af þessu tilefhi. Verkið hefur hlotið nafn- ið Sápa, og leikendur eru Ólafía Hrönn Jónsdóttir, GuðlaugMaría Bjarnadóttír, Margrét Guðmundsdótt- ir, Margrét Ákadóttir, Guðbjörg Thoroddsen, Erla Rut Harðardóttir og Elfa Ósk Olafsdóttir. Leikstjóri er Sigríður Margrét Guðmundsdóttír. I kjölfarið kemur leikritið Eitthvað ósagt eftír Tenn- essee Williams, þá Boðið í leikhús með Brynju og Er- lingi, en það eru þættir úr leikritunum Dags hríðar spor eftír Valgarð Egilsson og Hvar er hamarinn? eftír Njörð P. Njarðvík. Næst er Hafnsögubrot í flutningi Hugleiks. Fimmta sýningin ber nafnið Hókus pókus og fíll í fókus í flutningi leikhópsins Augnabliks og síð- ' asta sýningin sem þegar er komin á dgskrá er Dimma eftír Elísabetu Jökulsdóttur. Þessa dagana er verið að innrétta Hlaðvarpann upp á nýtt. „Við höfum verið að gramsa uppi á háalofti og Ása Richardsdóttir framkvæmdastjóri Hlaðvarpans í stuttu hléi frá önnum dagsins við að innrétta Hlaðvarpann. fundið ólíklegasta dót sem komið er vel til ára sinna. Með því skreytum við salinn," segir Ása Richardsdóttir, fram- kvæmdastjóri Illaðvarpans og Kaffileikhússins.

x

Vikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.