Vikublaðið - 30.09.1994, Side 11
VIKUBLAÐIÐ 30. SEPTEMBER 1994
11
The Paper ★★1/2
Sýnd í Háskólabíó
Leikstjóri: Ron Howard
Aðalhlutverk: Michael Keaton,
Marisa Tomei, Glenn Close
Sumar myndir eru framúrskar-
andi góðar og aðrar eru af-
spyrnulélegar. Svo eni það miðl-
ungsmyndirnar, myndir sem eru
gerðar einungis til afþreyingar og hafa
lítið til brunns að bera umfram það að
vera stundargaman. Leikstjórinn Ron
Howard (Backdraft, Splash) hefur að
að mestu gert slíkar myndir hingað til
og nýjasta mynd hans, The Paper, er
engin undantekning þar á.
Það er lítið af óvæntum uppákom-
um í handritinu sem skrifað er af öðr-
um fagmanni afþreyingarmiðilsins,
David Koepp, en handritin hans (t.d.
Jurrasic Park, Carlito's Way) hafa
gert sitt gagn án þess að skara fram úr
að neinu leyti. David skrifar handritið
ásamt blaðamanninum Stephen Ko-
epp (skyldmenni?) sem hefur eflaust
hjálpað til við að endurskapa það and-
rúmsloft sem rt'kir á stórum fjölmiðli
eins og dagblaðinu sem myndin fjallar
um. Samkvæmt túlkun félaganna ríkir
mikið öngþveiti í kringum slíka út-
gáfu, fólk er ýmist á barmi taugaáfalls
eða haldið ofsóknaræði þegar ringul-
reiðin er sem mest og það vílar ekla
fyrir sér að vaða yfir hvert annað til að
ná settu takmarki.
Þessi rauði þráður myndarinnar um
stressið sem fylgir blaðaútgáfu er
mjög vel heppnaður og það er gaman
að horfa á keppinautana Keaton og
Close þjösnast eins og eiturnöðrur á
slagæð hvors annars. En því miður
hafa Koepp og Koepp kosið að bæta
inn í myndina hinum ýmsu sögu-
kimutn sem gera ckki annað en að
trufla atburðarásina og eru æði leiði-
gjarnir og klisjukenndir. Þannig hefði
algerlega mátt sleppa kaflanum um
veikindi Robert Duvall og uppgjör
hans við dóttur sína sem verður svo að
engu þegar upp er staðið. Og Marisa
Toinei virðist hafa þann eina tilgang
að vera þrándur í götu eiginmanns
síns, Michael Keaton, og hefði mátt
annað hvort gerbreyta persónu henn-
ar eða þá að gera hana veigaminni.
Svo er atriðið með Duvall og bíla-
stæðanefndarmanninnum hreinn
óþarfi og hindrar framrás sögunnar
ffemur en nokkuð annað.
Myndin „The Paper“ staðfestir trú
núna á því að Ron Howard sé afþrey-
ingarleikstjóri í húð og hár enda er
fólki hollast að halda sig við það sem
það gerir best. Myndin heldur athygli
manns meðan á henni stendur, er
skeinmtileg á köflum en gleymist
fljótt eins og góðum afþreyingar-
myndum sæmir.
Jimmy Hollywood ★
Sýnd í Laugarásbíó
Leikstjóri: Barry Levinson
Aðalhlutverk: Joe Pesci, Christian
Slater, Victoria Abril
Maðurinn sem svara skal til
saka fyrir þessa mynd nefn-
ist Barry Levinson, sem er
ábyrgur fyrir leikstjórninni og hand-
ritinu. Levinson þessi hefur gert ýmsa
ágæta hluti um dagana og má segja að
ferill hans hafi náð hápunkti með
myndinni Avalon sem stendur auð-
veldlega upp úr þeim hópi mynda sem
hann hefur sent ffá sér. Síðan þá hefur
ekki mikið virðingarvert sprottið úr
hans smiðju, síðasta mynd hans, Toys,
rann gjörsamlega út í sandinn og tókst
meira að segja að gera fyndnasta
mann veraldar, Robin Williams,
þreytandi.
Til þess að ferill hans kæmist aftur á
réttan kjöl hefði Jimmy Hollywood
því þurff að vera framúrskarandi vel
heppnuð. En þrátt fyrir ágæta grunn-
hugmynd er hún sígilt dæmi um
mynd sein nær sér sjaldan á flug, og í
þeim undantekningartilvikum sem
hún kemst af jörðinni brodendir hún
hið snarasta.
Joe Pesci leikur atvinnulausan leik-
ara sem þjáist af ólæknandi bjartsýni
og hefur ekki verið jafn vannýttur síð-
an í hryðjuverkinu „The Super“. Þeg-
ar honum gengur illa að fá hlutverk í
bíómyndum ákveður hann að segja
glæpum stríð á hendur og gerist sjálf-
skipaður dórnari og verndarengill.
Þarna reynir Levinson að beita fyrir
sig háðsádeilu út í þjóðfélagið en yfir-
völd hafa jú einmitt tilhneigingu til að
vera meira í nöp við slíka verndar-
engla heldur en glæpamennina sjálfa,
að því er virðist á köflum.
Þessi ádeila er mjög veik, mann-
kertið sem Pesci túlkar er svo naut-
heimskt að það tekst aldrei að skapa
neina samkennd með honum. Að auki
er hann ekkert sérstaklega spaugileg-
ur svo mér er spurn hvert steffit var
með þennan karaktcr.
Það er ekki hægt að segja mikið
annað um Christian Slater í þessari
mynd en að hann sé til staðar. Persón-
an sem hann leikur er sannkallaður
lofthaus sem þjónar engmn tilgangi
öðrum en þeim að vera uppfylling í
tómlegt handritið.
Það er auðséð að Victoria Abril líð-
ur eins og álfi út úr hól í þessari mynd,
hún hefur sýnt stórgóðan leik í mynd-
um eftir spænska leikstjóran Pedro
Almodovar en hér er hún óttalega heft
og kauðsleg, enda er efniviðurinn sem
hún fær til að spinna úr ekki ýkja
merkilegur.
I lokin reynir Levinson að skopast
að sannleiksgildi kvikmyndarinnar í
lidu atriði með Harrison Ford en þeg-
ar þar að kemur er maður orðinn svo
pirraður á myndinni að sú viðleitni
fykur út í veður og vind og maður
gengur hálf svekktur út úr salnum að
lokinni sýningu.
Sagt með niviid
Höfundar: Hjörtur Gunnarsson og Þuríður Hjartardóttir