Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.2005, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.2005, Side 5
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 5. febrúar 2005 | 5 skoða útskurð af dökkhærðri konu og, enn lengra upp götuna, framhjá tré á hvolfi með smáum, hvítum ljósum. Litum bygg- inganna ægir saman (skærblátt, heiðgult, múrrautt) og yfir- borð þeirra er efnislegur hrærigrautur (sprungið timbur, hnúðótt steypa, bárujárn). Ég minnist samtals sem ég átti við Birgi Andrésson nýlega þar sem hann líkti arkitektúr borg- arinnar við bland í poka eins og börn fá á nammidegi, sam- bland ólíkra bragðtegunda og áferðar. Í grein sinni „Walking the city“ [Gengið um borgina] vísar franski heimspekingurinn Michel de Certeau til þess hvernig gangandi vegfarendur eru ófærir um að skynja borgina sem heild; hann skrifar að þekking gangandi vegfarenda á rými borgarinnar sé „jafn blind og þekking elskenda í örmum hvor annars“. Maður skynjar borgina jafn mikið með líkama sínum og með augunum; með því að forðast þetta, og nuddast utan í hitt. Eins og Birgir hefði hugsanlega sagt, þá setur maður ekki allt blandið í pokanum upp í sig í einu. Reynslan af borg- inni, sem röð sjónarhorna og staða utan sjónsviðsins, er við- fangsefni Hlyns Helgasonar í Portrait of a City: Walking down Klapparstígur [Portrett af borginni: gengið niður Klapparstíg] á Nýlistasafninu. Tveir ljósakassar, hornréttir hvor á annan, sýna röð ljósmynda sem teknar eru á sum- arnóttu. Ekkert fólk er á ljósmyndunum sem sveiflast á milli nærmynda og mynda tekinna úr meiri fjarlægð af hinni hlið götunnar. Ljósmyndirnar, upplýstar aftan frá, eru skýrar og hægar, þrátt fyrir að stöðugt sé skipt um sjónarhorn. Sem mótvægi býður myndband, tekið sömu nótt, upp á ofsafengna reynslu af Klapparstíg. Linsan hreyfist yfir götuna og aftur til baka, upp á glugga á annarri hæð og niður á gagnstéttina. Myndavélin hreyfist svo hratt að manni er fyrirmunað að taka á sig hlutverk gluggagægis. Maður heyrir fótatak skella á gangstéttinni, þar sem stöðugleiki hljóðs er í andstöðu við óstöðugleika sjónar. Myndbandi Hlyns var varpað á vegg við hliðina á gluggum. Sá hluti Laugavegar sem sést af annarri hæð gallerísins varð hluti af portretti Hlyns af Klapparstíg. Ég fann æ ofan í æ hvernig ég dróst að ysnum og þysnum á Laugaveginum, að þeirri mannlegu hreyfingu sem vantaði á ljósmyndirnar og í myndbandið; ég var nógu hátt uppi til að geta slitið mig úr örmum elskhugans, en ekki svo hátt að ég væri einungis auga. Þar sem ég sat á ofninum undir glugg- unum, og sneri mér frá götunni að myndbandinu að ljósmynd- unum og aftur til baka að Laugavegi, velti ég því fyrir mér hvort það væri hægt að gera portrett af borg, eins og Hlynur staðhæfir að ætlun hans sé. Kjölfestan í portrettlist er hug- myndin um andlitið bæði sem opinbera grímu og sem tákn hins innra; portrettlist gerir einnig ráð fyrir því að hægt sé að lesa í andlit. Það sem vekur áhuga minn við þessa innsetningu er að listamaðurinn virðist vera að deila við sjálfan sig um það upp að hvaða marki sé hægt að lesa andlit borgarinnar. De Certeau skrifar „það að ganga er að skorta stað“. Hann auð- kennir hreyfingu í borginni sem „stórbrotna félagslegra reynslu af því að skorta stað“. Vitaskuld er de Certeau að skrifa um borg sem er miklu stærri en Reykjavík, en mynd- band Hlyns, sem viljandi truflar löngunina til að staldra við, reynir að fanga götu sem röð atvika sem de Certeau myndi kalla „vísi að útlegð“. Þýðandi Fríða Björk Ingvarsdóttir setningar úr pappa Thicket No. 1 eftir Roni Horn (1989—90) Verkið er kubbur úr áli en eftir tveimur hliðum hans er grafin setningin „To see a landscape as it is when I’m not there“ [„Að sjá landslag eins og það er þegar ég er ekki þar“]. Thicket er geómetrískt, vélunnið, ber ekki vott um að vera ályktun af náttúrulegu umhverfi … Úr bókinni Roni Horn eftir Louise Neri, Lynne Cooke og Thierry de Duve (Phaidon, 2000). Morgunblaðið/Golli Hraunteigar við Heklu og Snæfellsjökull eftir Einar Garibalda Eiríksson „Hvert skilti bar titil þess staðar sem því var hnuplað á. Ég þekkti staðarnöfnin. Ég gat kinkað kolli, já, ég hef komið þangað, og þangað.“ vinnan við hana kann að vera, er ekki knúin áfram af leiða jafnvel þótt hún gagnrýni hugsanlega lýjandi eðli hreyfinga tengdra heimilinu. Svo virðist þó sem leiði sé þvert á móti hreyfiaflið, eða jafnvel efniviðurinn í Other Parts. Listamað- urinn er andstæða Íkarusar. Íkarus flaug of nálægt sólinni, en ekki vegna þess hversu fallið var æsandi. Verk Heimis hverf- ist um löngunina til að láta sig falla, að missa fótanna, og um flókin heimskupör sem felast í því að sviðsetja það sem að lokum sparkar manni á flug. 28. janúar Ég geng upp Klapparstíg, sneiði hjá svellbunkum og barna- vögnum, framhjá pálmatrjám sem máluð eru á steinsteypu og spíralnum í staur rakarans, lykkjum af gervigróðri, glugga þar sem ég sé torf fyrir innan, öðrum glugga þar sem ég Höfundur er listfræðingur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.