Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.2005, Page 9

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.2005, Page 9
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 5. febrúar 2005 | 9 g jafnvel ríkjabandalag, með álfsögðu hefðu Frakkar svo na í Afganistan og Írak, með- u kvartað sáran yfir yfir- a vað hefði gerst ef Bretland nar í Norður-Ameríku hafa ugmyndir um frönsku Norð- að ofan. Enda lýsti breski Rhodes því sem sínu helsta ð setja Afríku undir breska num aftur undir krúnuna. Og l, sem átti bandaríska móð- stríði sem friði, að koma á nn. Það er því ekki að undra r sér hvað hefði gerst ef ið hafa flest stríð und- fram verið eitt ríki. Fyrir breska samtíðarmenn voru kostir þess að halda í nýlendurnar þrettán ekki jafn augljósir, og hefði það kannski reynst þeim fremur auðvelt að gera það hefðu þeir sýnt sáttavilja. Adam Smith, sem gaf út tímamótaverk sitt Auðlegð þjóðanna árið 1776, sama ár og Bandaríkin lýstu yfir sjálfstæði, hafði skömmu áður talað um nauðsyn þess fyrir Bret- land að „frelsa sig frá nýlendunum“, meðal annars vegna þess að Norður-Ameríkumenn voru óviljugir til að senda hermenn til varnar heimsveldinu. Í ritgerð sem nefnist „William Pitt the Elder and the Avoidance of the American Revolution“ heldur banda- ríski rithöfundurinn Caleb Carr því fram að útkomunni hefði getað verið breytt af einum manni. Það er þó hvorki George Washington né Thomas Jefferson sem hann á við, heldur breski stjórnmálamaðurinn William Pitt eldri. Hann heldur því fram, og líklega með réttu, að þegar byltingin á annað borð var hafin hafi fátt getað stöðvað hana. Jafnvel þó að hermönnum Washington hefði mistekist var hugmyndin um byltingu þá búin að skjóta rótum, og hún hlaut fyrr eða síðar að heppnast, þar sem Bretar hefðu ekki endalaust getað haldið Bandaríkjamönnum niðri með vopnavaldi. En hvað ef komið hefði verið í veg fyrir hana? Heimsstyrjöldin sem Bretar höfðu háð gegn Frökkum árin 1756–63 var dýr, og lausnin var fundin; að skatt- leggja nýlendubúa, sem hingað til höfðu ver- ið undanþegnir nýlenduskatti, eins og væru þeir heimamenn í Bretlandi. En nýlendu- búar voru óviljugir til að samþykkja þetta án þess að fá einnig sömu rétt- indi og íbúar Bretlands, eins og slagorðið „No taxation without representation“ bendir á. Pitt, sem hafði verið forsetisráðherra í stríðinu, gerði sér grein fyrir að þessi stefna myndi leiða af sér átök við nýlendubúa, en hann var orðinn veill bæði líkamlega og stjórn- málalega. Hann hafði látið af störfum sem forsætisráðherra árið 1768 en var enn meðlimur í efri deild þingsins. Áhrif hans dugðu ekki til að afstýra stríði við nýlendurnar, og hann hneig niður í miðri ræðu árið 1778 og lést skömmu síðar. Carr heldur því fram að ef Pitt hefði verið við stjórnvölinn hefði amerísku byltingunni verið afstýrt. Sama leið hefði verið farin og gert var með Kanada ár- ið 1867, Bandaríkjunum hefði verið veitt meiri heima- stjórn. Norður-Ameríka dafnar undir vernd heimsveld- isins, og bresk lög koma í veg fyrir útrýmingarherferðir gagnvart indíánum. Þrælahald er bannað um allt heimsveldið árið 1834, eins og það var í raun, en nær hér einnig til Bandaríkjanna. Suðurríkin mótmæla lögunum, en stríð við sameinaðan styrk Norðurríkj- anna og heimsveldisins alls er óhugsandi. Frönsku byltingunni er afstýrt, en Frakkland þróast smám sam- an út í að verða lýðræði með þingbundinni konungs- stjórn að breskri fyrirmynd. Suður-Ameríka gerir bylt- ingu gegn Spáni, en þar sem þeir hafa ekki fordæmi Bandaríkjanna að fylgja sækja þær um inngöngu í heimsveldið í stað þess að óska sjálfstæðis. Bretland leggur einnig undir sig Afríku, Indland og Afganistan með aðstoð Ameríku. Þeir hins vegar skipta sér ekki af málefnum Evrópu, og Þýskaland leggur undir sig bæði Frakkland og Rúss- land á síðari hluta 19. aldar. Öld seinna veitir Bretland nýlendum sínum einni af öðrum sjálfstæði, og lýðræðið er ráðandi stjórnarform í heiminum. Bambusartjaldið og Saddam, soldán af Bagdad Hinn umdeildi sagnfræðingur Niall Ferguson, sem með- al annars er þekktur fyrir að lýsa því yfir að Bretland hefði átt að halda sig utan við fyrri heimsstyrjöld, setur fram allt aðra gagnsöguskoðun. Hann lætur Frakka vinna sjö ára stríðið og halda í Quebec, sem gerir það að verkum að hagsmunir nýlendubúa og Breta fara enn saman. Það verður því engin bandarísk, og heldur engin frönsk bylting hér. Í staðinn fyrir að helstu pólitísku lín- ur 19. aldar séu á milli hægri og vinstri eru þær á milli miðstjórnarmanna og héraðssinna. Upp úr sýður í Norð- ur-Ameríku árið 1861, en breska yfirríkisstjórnin í London styður héraðssinna í Suðurríkjunum, og nýlend- um Breta í Norður-Ameríku er skipt í tvö sjálfsstjórn- arhéruð. Hvorki enskumælandi né frönskumælandi ný- lendurnar taka við innflytjendum sem tala ekki tungumál þeirra. Til að bregðast við því umróti sem auk- in fólksfjölgun leiðir af sér í Mið-Evrópu endurreisa Austurríki og Þýskaland Heilaga rómverska keis- aradæmið. Þjóðernishyggja byggð á tungumáli og menningu verður ekki til, þess í stað sækja menn í sög- una. Bretland hefur ekki afskipti af fyrri heimsstyrjöld sem Þýskaland vinnur auðveldlega og stofnar í kjölfarið einhvers konar Evrópusamband. Fjármálamiðstöð heimsins verður enn í London, og það er engin heims- kreppa. Þrátt fyrir að hafa þannig útilokað tvo helstu þættina í valdatöku Hitlers, kreppuna og ósigurinn í fyrri heimsstyrjöld, lætur Ferguson hann samt sem áður komast til valda. Hitler leggur undir sig Evrópusam- bandið og eflir miðstýringu þess. Svo ræðst hann á Bret- land og leggur það einnig undir sig, að hluta til vegna þess að Bretar, sem tóku ekki þátt í fyrri heimsstyrjöld, kannast ekki við uppfinningu skriðdreka. Hlýtur leyni- þjónusta þeirra því að hafa verið óduglegri við að til- kynna um vopnabúr Hitlers í þessum sýndarveruleika en hún var í raun dugleg að tilkynna um vopn sem voru ekki til í vopnabúri Saddams Husseins. Churchill flýr til Bandaríkjanna þar sem Roosevelt verður loksins forseti í þriðju tilraun árið 1940, meðan Eðvarð 8., í miklu uppáhaldi hjá gagnsagnfræðingum vegna meintra tengsla hans við nasista, verður kon- ungur. Lloyd George verður forsætisráðherra, sem virð- ist í fyrstu undarlegt þar sem hann var í raun forsætis- ráðherra í fyrri heimsstyrjöld og allt annað en vinveittur Þjóðverjum. En hann lýsti því einnig yfir á afvopnunarráðstefnu árið 1932 að Bretar áskildu sér rétt til að „sprengja negra“, þannig að það er auðvelt að sjá hvernig hann hefði getað verið maður að skapi Hitlers. Bretland er innlimað í Evrópusambandið, sem er jú enn í dag helsta martröð enskra þjóðernissinna. Þegar svo Japanir leggja undir sig nýlendur Breta í Asíu talar Churchill um „bambustjaldið“. Innrás Hitlers í Rússland misheppnast hins vegar þegar presturinn Djugashvili (raunverulegt nafn Stal- íns) tekur við völdum í Moskvu og hefur gagnárás árið 1950. Tveimur árum seinna hefur hann lagt undir sig alla Evrópu. Bandaríkin styðja þjóðernissinnaða uppreisn- armenn gegn Japönum í Asíu, svo sem Mao Zedong í Kína og Ho Chi Minh í Víetnam, en hafa ekki roð við þeim sökum háþróaðrar rafmagnstækni þeirra. Þetta leiðir svo af sér fall vestursins árin 1989–90, þegar soldáninn af Bagdad, Saddam Hussein, leggur undir sig olíubirgðir Engilsaxa í Kúveit. Og hvernig væri heimurinn þá í dag? Kenning Fergusons tekur söguna eins og við þekkjum hana og snýr öllu á haus. En í raun væri líklegra að ef þú tækir eina breytu út, svo sem amerísku byltinguna, þá myndi hún fara út á nýjar og óþekktar brautir sem erfitt er að segja til um. En það gerir gagnsagnfræðingum mun erfiðara um vik, og því er jú freistandi að færa sög- una aftur í þekktan farveg. Það er jú freistandi þrátt fyrir allt saman að álykta að ef ameríska byltingin hefði ekki orðið hefði útkoman samt sem áður orðið svipuð og hún varð. Bandaríkin héldu sig að mestu til hlés í alþjóðastjórnmálum á 19. öld, og hefðu líklega gert það einnig sem nýlenda. Freistandi er að ætla að þau hefðu orðið sjálfstjórnarsvæði árið 1867 eins og reyndin varð með Kanada. Bandaríkin hefðu tekið þátt í heimsstyrjöldunum við hlið Bretlands eins og reyndin varð, þótt að öllum líkindum hefðu þau komið fyrr inn sem hluti af krúnunni, og hefðu þannig líklega stytt þær báðar um ár eða tvö. En það er líklega óhjákvæmilegt að sökum víðáttu sinnar og auðlinda hefðu Bandaríkin tekið móðurlandinu fram um auðlegð og fólksfjölda. Hefðu þau þá ef til vill tekið við sem verndari heimsveldisins. En það varð jú reyndin eftir seinni heimsstyrjöld að Bandaríkin tóku við herstöðvum og áhrifasvæðum Breta víða um heim. Nið- urstaðan hefði því kannski orðið heimsveldi Bandaríkj- anna, með Bretland í öðru sæti, sem myndi heyja stríð hér og þar um heiminn til að vernda hagsmuni Engil- saxa. Og þá erum við komin aftur á kunnuglegar slóðir. tingin hefði ekki orðið? Höfundur er sagnfræðingur og ritstjóri tímaritsins Reykjavík Grapevine. sögunni er ekkert gefið og sagnfræðingum hlýtur jafnan að vera hollt að velta því fyrir sér hver þróun mála hefði getað orðið, ef eitt og annað hefði gerst með öðrum hætti en raun bar vitni. Slíkar vangaveltur geta hjálpað fræðimönnum við að átta sig á orsaka- samhengi sögunnar og aukið skilning þeirra á sögulegri þróun. Ber þá einnig að hafa í huga, að ritun greina og bóka af þessari gerð er ekki á færi nema reyndra fræðimanna. Eng- inn getur skrifað af skynsamlegu viti um hvað hefði orðið ef nema sá sem gjörkunnugur er viðkomandi tímabili og atburðarás og þekkir jafnframt vel til heimilda. Ekki er mér kunnugt um að íslenskir sagn- fræðingar hafi beitt aðferðum „Hvað ef“- sagnfræði á sögu Íslands. Slíkar tilraunir gætu þó verið forvitnilegar og nóg eru við- fangsefnin. Hver hefði t.d. orðið þróun mála ef úrslit þjóðfundarins 1851 hefðu orðið önnur en raun bar vitni, ef vinstrimenn hefðu ekki kom- ist til valda í Danmörku 1901 og dr. Valtýr Guðmundsson verið skipaður ráðherra Íslands þá um haustið? Eða ef Þjóðverjar hefðu orðið á undan Bretum hingað til lands vorið 1940? Spyr sá sem ekki veit. haldið með her sinn inn í Berlín vorið 1945? Beevor er ekki í miklum vafa. Hann telur að Rússum hafi verið svo mjög í mun að komast yfir úranbirgðir og þekkingu Þjóðverja að þeir hafi verið reiðubúnir að láta sverfa til stáls og hefja styrjöld gegn bandamönnum sínum. Þá hefði styrjöldinni ekki lokið 1945 og kalda stríðið hefði orðið „heitt“ stríð. Að minni hyggju er grein Beevors hin at- hyglisverðasta í þessari bók og sú sem mest skírskotar til almennrar sögu. Hinar grein- arnar fjalla flestar meira um sögu bandarískra innanríkismála. Af þeim má nefna grein eftir John Lukacs um hvað hefði gerst ef Japanir hefðu ekki ráðist á Pearl Harbour, grein eftir Ted Morgan um tvöfalt líferni Josephs McCarthy og svo er þarna vitaskuld grein um hvað hefði orðið hefði Kennedy forseti ekki verið myrtur. III Allar eru greinarnar í þessari bók vel skrif- aðar og bráðskemmtilegar aflestrar. En hefur „Hvað ef?“-sagnfræðin eitthvert gildi umfram það að skemmta þeim er við hana fást og örfá- um tryggum lesendum þeirra? Að minni hyggju getur þessi tegund fræðimennsku haft umtalsvert gildi, ekki síst menntunarlegt. Í áherslu á að Rauði herinn tæki Berlín voru áhyggjur af því hvað tæki við að styrjöldinni lokinni. Honum hafi verið vel kunnugt um kjarnorkuvopnatilraunir Bandaríkjamanna, miklu betur en þeir sjálfir gerðu sér grein fyr- ir, og hann vissi gjörla um tilraunir Þjóðverja í sömu átt. Honum var ljóst, að tækist Banda- ríkjamönnum að smíða slík vopn myndu þeir hafa yfirburði yfir Sovétmenn að styrjöldinni lokinni, þrátt fyrir að „venjulegur“ herafli hinna síðarnefndu væri margfalt öflugri. Af þeim sökum lagði Stalín ofuráherslu á að kom- ast yfir úranbirgðir Þjóðverja og þá þekkingu, sem þeir bjuggu yfir í kjarnorkuvísindum. Til þess var hann reiðubúinn að fórna miklu. Beevor telur að þetta hafi Eisenhower vitað og bendir á, að Bandaríkjamenn hafi reynt að eyðileggja eina helstu úranframleiðslustöð Þjóðverja í Oranienburg, skammt norðan Berlínar, með loftárásum. Eisenhower hafi hins vegar ekki viljað keppa við Sovétmenn um töku borgarinnar. Hann hafi vitað að það gæti kostað allt að eitt hundrað þúsund her- manna hans lífið og það væri of mikill her- kostnaður, ekki síst vegna þess að Þjóðverjar höfðu þegar flutt bæði úranbirgðir og rann- sóknarstofur á brott. En hvað hefði gerst, ef Eisenhower hefði arinnar væri lítil sem engin, er hér var komið sögu, og allir vissu, að ekki skipti máli fyrir úrslit styrjaldarinnar hver tæki borgina. En hvers vegna lagði Stalín svo mikla áherslu á að Rauði herinn færi einn inn í borgina? Hvers vegna afréð Eisenhower að láta að óskum hans, gegn vilja Churchill og ýmissa helstu herforingja Breta og Banda- ríkjamanna, og hvað hefði gerst ef hann hefði tekið borgina? Þessum spurningum reynir Anthony Beevor að svara og svör hans eru í senn fróðleg og umhugsunarverð. Hann bendir á, að meg- inástæða þess að Stalín lagði svo mikla Höfundur er sagnfræðingur. i tegund fræðimennsku haft nntunarlegt. Í sögunni er m hlýtur jafnan að vera er þróun mála hefði getað gerst með öðrum hætti en

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.