Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.2005, Page 10
10 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 5. febrúar 2005
V
ið erum stödd á Listasafni Ís-
lands.
Þar stendur yfir sýningin
„Gersemar – íslensk náttúra í
öndvegi“. Yfirlit alls þess
besta sem gert hefur verið í
íslenskri landslagsmálun frá upphafi. Ung
stúlka gengur inn á safnið. Hún borgar að-
gangseyrinn og röltir niður í aðalsalinn,
framhjá feiminni yfirsetukonu. Hún stað-
næmist á miðju gólfi og horfir
í kringum sig. Kjarval, Ás-
grímur, Þórarinn, Júlíana og
Jón hanga á veggjunum í ótal útgáfum.
Hún gengur að einum Kjarvalnum, tekur
dúkahníf upp úr vasa sínum og sker hálend-
ið í tætlur á augabragði. Hún snýr sér því
næst að Ásgrími og tætir í sig fjallamynd
hans, stingur mýrarfláka Jóns Stefánssonar
á hol og hefur náð að eyðileggja þrjú verk
til viðbótar áður en einn safngesta sýnir hið
óhjákvæmilega „snarræði“ sem endar
gjarnan slíkar uppákomur.
Eftirmálinn skrifar sig sjálfur: „Ung-
lingsstúlka vinnur óbætanlegt tjón í Lista-
safni Íslands! (Morgunblaðið), „Mesta
hryðjuverk íslenskrar menningarsögu!“
(Fréttablaðið), „Var í náttúrufræði! Varð
geðveik! Allt um dúkahnífsdræsuna og fjöl-
skyldu hennar!“ (DV) „Sjáið skornu mynd-
irnar!“ (Séð og heyrt)
Á sama tíma eru ítölskum verktökum
borgaðir milljarðar króna fyrir að fram-
fylgja vandlegri áætlun nokkurra Íslend-
inga um að skera í sundur og drekkja nátt-
úrunni sem hin eyðilögðu málverk sýndu.
Sjálfri frummyndinni.
Skilaboðin eru skýr:
Náttúra landsins er ómetanleg þegar hún
birtist okkur sem málning á striga. Við
borgum okkur inn á hana. Höldum sýningar
henni til dýrðar. Við tryggjum hana, gætum
þess að snerta hana ekki nema með þar til
gerðum hönskum og ráðum hámenntaða
forverði til að hún haldist óbrengluð sem
allra lengst. Og við finnum hvernig sker
okkur í hjartað tilhugsunin ein, að sjá hana
verða geðveikum náttúrufræðinema með
dúkahníf að bráð.
Náttúran er hins vegar einskis virði þeg-
ar hún birtist okkur í sinni eigin mynd. Það
er meira að segja löglegt að eyðileggja
hana. Menn fá beinlínis borgað fyrir að
drekkja henni. Það eru jakkafötin og dragt-
irnar sem mæta á opnun svona gersema-
sýninga sem skrifa tékkann. Og myndu
harma eins og aðrir eyðilegginguna. Í
Listasafninu, nota bene, ætti hún sér stað.
En svo er nú ekki. Senan á listasafninu var
bara ímynduð saga um myndir. Senan á há-
lendinu er raunveruleg saga um frum-
myndir.
Okkar mikilvægustu verðmæti eru sprott-
in úr samspili manns og náttúru. Hins veg-
ar virðist hvorki maðurinn né náttúran vera
álitin verðmæti í sjálfu sér. Þess vegna er
náttúran marklaus í sinni eigin mynd en
ómetanleg sem manngerð eftirmynd. Þess
vegna er maðurinn einskis virði í sjálfu sér
og marklaus án ímyndar. Maðurinn er, í nú-
tímasamfélagi, skilgreindur út frá skorti.
Ekki út frá því sem hann er, heldur því
sem hann er ekki. Ekki út frá því sem hann
hefur, heldur út frá því sem hann hefur
ekki. Það er ekki fyrr en við höfum lokið
einhverju, eignast eitthvað, sigrað eitthvað
eða fengið viðurkennt starfsheiti að við
verðum eitthvað. Sem við ruglum svo sam-
an við okkur sjálf. Þess vegna leggjum við
slíkt ofurkapp á að eignast allt – nema sjálf
okkur.
Það sem okkur sést yfir er að við erum
öll ein síbreytileg náttúra. Ein órjúfanleg
heild. Þaðan erum við komin og þangað
sækjum við allt sem við þörfnumst. Afurðir
okkar sem við metum svo mikils, myndirnar
af náttúrunni og sjálfum okkur, eru hins
vegar lítið annað en afsprengi þessarar
heildar. Og þær eru einskis virði ef við er-
um ekki í sambandi við hina raunverulegu
frumgerð, hvað þá ef við látum sem hún
komi okkur ekki við. Þá skortir okkur allar
forsendur vaxtar, skilnings og upplifunar.
Þá kynnumst við aldrei sjálfum okkur og
þeim ómælisvíddum sem í okkur búa. Þá
óttumst við að fá víðáttubrjálæði við að
detta þar inn, rétt eins og sá sem fyllist
skelfingu úti í náttúrunni ef hvorki finnast
skilti, sjoppa né virkjun – helst með að-
keyptum tónleikum, nú eða málverkasýn-
ingu lítilþægra listamanna, til að staðfesta
að hann sé einhvers staðar.
Í yfirheyrslum sagðist geðveiki nátt-
úrufræðineminn í Listasafni Íslands ekki
geta útskýrt hvers vegna hún framdi sitt
fólskuverk. Hún benti hins vegar á sér til
málsbóta að hún væri skrifuð svona af
ákveðnum höfundi. Rétt eins og hálendið
hafði verið málað á sínum tíma af
ákveðnum myndlistarmönnum. Og að því
leyti hlyti hún að heyra undir ósnertanleg
menningarverðmæti, rétt eins og gersem-
arnar á Listasafni Íslands.
Skyldi ítölsku verktökunum líða þannig
líka, þegar tignir gestir mæta á svæðið til
að virða þá fyrir sér, önnum kafna við að
gefa hinu dauða og ómerka einhverja merk-
ingu, þrátt fyrir allt?
Skiptir náttúran einungis máli sem málning á
striga? Þetta kann að virðast furðuleg spurn-
ing en svarið við henni er þó enn furðulegra.
Saga um frummyndir „Náttúran er hins vegar einskis virði þegar hún birtist okkur í sinni eigin mynd. Það er meira að segja löglegt að eyðileggja hana. Menn fá beinlínis borgað fyrir að drekkja henni.“
Eftir Þorvald
Þorsteinsson
Höfundur er myndlistarmaður og formaður Bandalags
íslenskra listamanna.
Þegar eftirmyndin verður
frummyndinni yfirsterkari
Morgunblaðið/Sverrir
Í GISTIHÚSINU „Eden Roe“ á Miðjarð-
arhafsströnd, þar sem leikkonan Marlene
Dietrich helt til, bjó einnig einn af hinum
mörgu aðdáendum hennar. Hann hafði
orðið gagntekinn af hrifningu þegar hann
sá hana fyrst í kvikmynd, hinum löngu
augnahárum og djúpu augum. Og hann
hafði þráð það heitast af öllu að fá að horfa
í þessi augu.
En þótt hann dveldist nú í sama gisti-
húsi og Marlene, var það enginn hægð-
arleikur að fá vonir sínar uppfyltar, því að
Marlene forðaðist hina gestina.
Í örvæntingu datt honum loks það ráð í hug,
að hann hljóp um nótt fram á ganginn í
gistihúsinu og hrópaði af öllum kröftum
fyrir framan herbergi Marlene:
– Eldur! Eldur!
Það dugði. Hún kom von bráðar hlaup-
andi fram á ganginn í skrautlegri svefn-
kápu.
Og nú gat hann fengið að horfa í augu
hennar, en hann náfölnaði af vonbrigðum.
Hún var rauðeygð og augun sljó. Og það
versta var, að augnahárin vantaði alveg.
Því að Marlene hefir fölsk augnahár, og þau
voru um þetta leyti geymd einhvers staðar
niðri í skúffu í svefnherbergi hennar.
Lesbók Morgunblaðsins | 17. september 1933
Marlene Dietrich
80
ára
1925
2005