Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.2005, Síða 12
12 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 5. febrúar 2005
Assgoti er ég ánægður með þetta,“ segirHoward Hughes og lítur í kringum sig ánýopnuðum VIP-bar skemmtistaðarinsHimnaríki. „Loksins fáum við að vera í
friði.“
Alexander mikli: „Við hver?“
Howard Hughes: „Við sem erum very import-
ant persons hér um slóðir. Við sem höfum fengið
gerðar um okkur Hollywoodmyndir. Hvað ann-
að?“
Alexander: „Nhm.“
Howard: „Ha?“
Alexander: „Æi, ég veit það ekki.“
Howard: „Ertu ekki glaður?“
Alexander: „Maður sem sigrað hefur heiminn
einu sinni verður tæplega
glaður aftur.“
Howard: „Af því að hann
hefur stækkað síðan mein-
arðu, heimurinn?“
Alexander: „Þú ert ekki sérlega næmur, How-
ard, miðað við hvað þú græddir mikla peninga.“
Howard: „Gróði snýst ekki um næmi, Alli litli.“
Alexander: „Ekki svona öfundsjúkur þótt þú
sért ekki kallaður mikli.“
Howard: „Ókei. Fyrirgefðu.“
Alexander: „Um hvað snýst gróði þá?“
Howard: „Hann snýst um það að líta á heiminn
sem dótakassa. Að leika sér með allt eins og mað-
ur eigi það. Þá eignast maður það að lokum.“
Alexander: Aldrei hugsaði ég um gróða. Ég
hugsaði um að búa til betri heim undir minni
stjórn.“
Howard: „Búllsjitt.“
Alexander: „Ég er hugsjónamaður. Þú skilur
það ekki.“
Howard: „Búllsjitt. Hugsjón er hámark sjálfs-
dýrkunarinnar.“
Alexander: „Var það ekki þín hugsjón að búa til
æ stærri og flottari flugvélar til að leika þér með?“
Howard (hugsi): „Tja, þegar þú segir það.“
Alexander (hæðnislega): „Merkileg hugsjón
það.“
Howard: „Ja, ef þú hefðir haft rænu á þeirri
hugsjón hefðirðu getað séð heiminn sem þú réðir
yfir. Þú hefðir getað flogið yfir og fylgst með ríki
þínu úr lofti.“
Alexander (hugsi): „Tja, þegar þú segir það.“
Þeir þegja saman, hugsi um stund.
Howard: „Hvað fékk myndin um þig margar
Óskarstilnefningar?“
Alexander: „Hvernig hefur mamma þín það?“
Howard: „Hún er nú að skúra hérna á VIP-
barnum eftir lokun. Hún er með hreingern-
ingaræði.“
Alexander: „Mér skilst að hún skúri þig í baðinu
á hverju kvöldi.“
Howard: „Og mér skilst að þú skríðir alltaf upp
í rúm hjá mömmu þinni á nóttunni.“
Þögn.
Howard: „Ertu búinn að sjá myndina um mig?“
Alexander hristir höfuðið.
Howard: „Það er alltaf uppselt. Hún hefur feng-
ið ellefu tilnefningar til Óskarsverðlaunanna.“
Alexander: „Mamma þín?“
Howard: „Hvað hefur myndin um þig fengið
margar?“
Alexander (dæsir): „Óskarsverðlaun eru enginn
mælikvarði á gæði. Myndin um mig hefur gengið
mjög vel hjá almennum áhorfendum.“
Howard: „Hvar?“
Alexander: „Til dæmis á Íslandi. Og í Perú. Ert
þú búinn að sjá hana?“
Howard hristir höfuðið. Þeir þegja saman um
stund, hugsi.
Alexander (hnippir í Howard): „Sjáðu. Þarna er
hann Ray Charles. Það er búið að gera Holly-
woodmynd um hann.“
Howard: „Hei, Ray! Ert þú búinn að sjá mynd-
ina um þig?“
Alexander (gefur Howard olnbogaskot, hvísl-
ar): „Hann er blindur.“
Howard (tautar): „Sá er heppinn.“ Við Ray:
„Velkominn á VIP-barinn!“
Ray Charles (muldrar í eigin barm): „Very
Idiotic Pricks …“
Heyrt að handan
Sjónarhorn
Eftir Árna Þórarinsson
ath@mbl.is
’Howard: „Hvað fékkmyndin um þig margar
Óskarstilnefningar?“
Alexander: „Hvernig hefur
mamma þín það?“‘
Z
hang Yimou hefur verið kunnasti
leikstjóri Kína og jafnvel gervallrar
Asíu í hátt í tvo áratugi. Hann á að
baki fjölda margverðlaunaðra
mynda en það var þó ekki fyrir
nema tveimur árum sem mynd eftir
hann sló í gegn á Vesturlöndum en það var ljóð-
ræna bardagamyndin Hetja (Ying xiong).
Var þar líka á ferð sumpart hans aðgengilegasta
mynd fram til þessa, sem skartaði í aðalhlutverki
sannri kvikmyndastjörnu, Jet Li, sem hafði þá
þegar náð að skapa sér nafn á heimsvísu fyrir fimi
sína í fjörmiklum bardagamyndum.
Þrátt fyrir þetta aðdráttarafl kom flestum á
óvart að myndin skyldi slá svo rækilega í gegn,
sérstaklega í Bandaríkj-
unum þar sem hún náði
toppsæti tekjulistans, sem
gerist ekki á hverjum degi
með mynd á öðru tungumáli en engilsaxnesku.
Myndin er enda ásamt Krjúpandi tígur, dreki í
leynum vinsælasta „erlenda myndin“ sem sýnd
hefur verið í Bandaríkjunum. Myndin var frum-
sýnd hér á landi á kvikmyndahátíð Eddunnar og
fékk þá góða aðsókn.
Hetja var æfing
Þegar sigurganga Hetjunnar stóð sem hæst var
Yimou þá þegar langt kominn með næstu mynd á
eftir, náskylda Hetju að efni sem heitir Hús hinna
fljúgandi rýtinga (Shi mian mai fu). Þegar myndin
var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í
fyrra þá lýsti Yimou því yfir kokhraustur að Hetja
hefði í sínum huga verið einföld æfing fyrir þessa
mynd – þreifingar hans í þá átt að gera bardaga-
mynd í fyrsta sinn, sem hann síðan teldi sig hafa
náð fullum tökum á við gerð Húss hinna fljúgandi
rýtinga. Þar hafði hann líka lög að mæla því jafnvel
hinir allra sigldustu kvikmyndaunnendur hafa vart
áður séð annað eins sjónarspil og þessi mikli lista-
maður býður upp á að þessu sinni. Alþýðlegt æv-
intýri um ástir og afbrýði, hefðir og valdabaráttu
borið á borð á algjörlega nýjan máta þar sem
Yimou málar nær óaðfinnanlegt verk þar sem
hann blandar saman öllum þeim fegurstu litum
sem finnast í flóru kvikmyndalistar tveggja heima,
Austurs og Vesturs. Þegar maður taldi sig hafa séð
allt sem hægt væri að skapa innan ramma tjaldsins
hvíta, upplifað allar heimsins mögulegar brellur og
brögð, þá kemur mynd eins og þessi framtíð kvik-
myndanna til bjargar og fyllir mann von og trú á
að enn og um ókomna tíð verði hægt að gera bíó-
gestinn agndofa af undrun og aðdáun. Hvað það er
líka langt síðan maður spurði sig: „Hvernig í
ósköpunum er farið að þessu?“
En þeir sem fylgst hafa með Yimou og myndum
hans í gegnum tíðina vissu væntanlega mætavel að
hann gæti þetta; hefði alla burði til að verða bjarg-
vættur kvikmyndalistarinnar.
Yimou er 53 ára, menntaður ljósmyndari og
kvikmyndagerðarmaður frá Kvikmyndaháskóla
Peking-borgar. Hann tilheyrir svokallaðri Fimmtu
kynslóð kínverskra kvikmyndagerðarmanna sem
komu fram á sjónarsviðið eftir að mestu áhrif
Menningarbyltingarinnar voru hjá liðin. Hann hóf
kvikmyndaferil sinn sem tökumaður og stjórnaði
m.a. tökum á tveimur myndum Chen Kaige (Far-
vel, frilla mín). Fyrsta myndin sem hann leikstýrði
var Rautt vín (Red Sorghum) frá 1987, sem vakti
þá þegar athygli á honum utan heimalandsins.
Myndin vann til Gullbjarnarins á Berlínarhátíð-
inni. Næsta mynd hans Jou Do keppti um Gull-
pálmann í Cannes 1990 og var tilnefnd til Ósk-
arsverðlauna sem besta erlenda myndin, fyrst
kínverskra mynda. Sömu sögu er að segja af næstu
mynd hans Rauða lampanum (Da hong deng long
gao gao gua) sem kom út ári síðar, var hún tilnefnd
til Óskarsverðlauna – sama ár og Börn náttúrunn-
ar eftir Friðrik Þór Friðriksson – og vann að auki
til fjölda alþjóðlegra verðlauna og var valin besta
mynd ársins af mörgum gagnrýnendum. Sagan af
Qiu Ju (Qiu Ju da guan si) (1992) færði Yimou Gull-
ljónið á Feneyjahátíðinni og Lífsleið (Huozhe)
(1994) vann Grand Prix-verðlaunin í Cannes og var
tilnefnd til Golden Globe og BAFTA-verðlauna.
Átökin í Shanghai (Yao a yao yao dao waipo qiao)
(1995) var og tilnefnd til flestra verðlauna sem í
boði eru, Óskarsverðlauna, Golden Globe-
verðlauna og vann sérstök tækniverðlaun á
Cannes-hátíðinni.
Saga fólksins
Það er ýmislegt sammerkt með þessum sex fyrstu
og margverðlaunuðu myndum Yimous. Í þeim öll-
um fæst hann á einn eða annan hátt við sögu þjóð-
ar sinnar, séð með augum fólksins en ekki valdboð-
ara eða embættisskipaðra söguritara. Bág staða
kvenna í þessu mikla hefðasamfélagi var honum
mjög hugleikin – nokkuð
sem fór mjög fyrir brjóstið
á kínverskum yfirvöldum
sem ávíttu Yimou oftsinnis
– og voru konur oftar en
ekki titilpersónur mynd-
anna. Þar naut Yimou góðs
af einstökum hæfileikum
þáverandi unnustu sinnar,
leikkonunnar Gong Li sem
fór með aðalhlutverkið í öll-
um myndunum og uppskar
heimsfrægð fyrir, verðlaun
í Feneyjum og Berlín og
samning við L’Oreal um að
vera fegurðarsendiherra
snyrtivörurisans.
Hvort sem það var vegna
aðskilnaðarins við Li eða af
einhverri annarri persónu-
legri ástæðu þá fataðist
Yimou heldur flugið með
sjöundu mynd sinni, róm-
antísku gamanmyndinni
Bara svalur (You hua hao hao shuo) frá 1997 sem
var hans fyrsta tilraun til að fást við kínverska al-
þýðu samtímans. Þótt Engum færri (Yi ge dou bu
neng shao) hafi fært Yimou enn ein stórverðlaunin,
Gulljónið í Feneyjum, þá skorti hana þann styrk
sem fyrri myndir hans bjuggu yfir og má sumpart
segja hið sama um Leiðina heim (Wo de fu qin mu
qin) sem vann þó tvenn verðlaun í Berlín og fékk
áhorfendaverðlaunin á Sundance. Gamanmyndin
Gleðistundir (Xingfu shiguang) var fyrsta mynd
Yimous á nýrri öld en staðfesti aðeins það að hon-
um ferst síður úr hendi að fást við grín en drama.
Áhugalaus um pólitík
Hinn dramatíska styrk sinn sýndi hann hins vegar
svo um munaði í myndinni Hetju, sínu þrettánda
verki sem færði honum meiri frama en hann átti
áður að fagna, enn eina tilnefninguna til Ósk-
arsverðlauna og fjölda annarra vegtylla.
Hús hinna fljúgandi rýtinga fjallar um Leo og
Jin, tvo njósnara í þjónustu konungs sem hafa
þann starfa að uppræta flokk uppreisnarmanna
sem kallar sig Fljúgandi rýtinga. Báðir eru þeir
heillaðir af dansaranum fallega Mei sem er blind
og er ekki öll þar sem hún er séð, frekar en aðrar
titilpersónur.
Mikið hefur verið úr því gert að í þessum síðustu
myndum hans leynist beitt pólitísk skilaboð, jafn-
vel hvöss ádeila á framgöngu kínverskra stjórn-
valda gegn stúdentum og öðrum lýðræðissinnum,
en sjálfur hefur hann ætíð þvertekið fyrir það og
segist m.a. í nýlegu viðtali við The Guardian lítinn
sem engan áhuga hafa á pólitík, og segist blaða-
maður tæpast trúa þeirri yfirlýsingu frá manni
sem tilheyrði Fimmtu kynslóðinni, manni sem
ítrekað hefur komist í kast við yfirvöld vegna op-
inskárrar gagnrýni í myndum hans, manni sem var
um tíma meinað að sækja erlendar kvikmyndahá-
tíðir. Vonandi á hann þó eftir að sækja heim ís-
lenska kvikmyndahátíð en Hús hinna fljúgandi
rýtinga verður ein af myndum kvikmyndahátíð-
arinnar Iceland International Film Festival.
Bjargvætturinn Zhang
Á góðu ári fyrir bandaríska kvikmyndagerð,
þegar gamalreyndir Kanar á borð við Martin
Scorsese, Clint Eastwood og Mike Nichols senda
hugsanlega frá sér sér sínar sterkustu myndir,
sjá gagnrýnendur þar í landi fremur ástæðu til
að veita kínverska leikstjóranum Zhang Yimou
verðlaun fyrir vinnu hans við Hetju og Hús
hinna fljúgandi rýtinga.
Zhang Yimou er einhver verðlaunaðasti kvikmyndagerðarmaður samtímans.
Eftir Skarphéðin
Guðmundsson
skarpi@mbl.is
Dustin Hoff-man ætlar
að starfa á ný
með Finding
Neverland-
leikstjóranum
Marc Forster í
myndinni Strang-
er Than Fiction
með Will Ferrell í
aðalhlutverki.
Stranger Than Fiction segir sögu
skattarannsóknarmanns (Ferrell)
sem er aðalsöguhetja hjá sögumanni
sem aðeins hann sjálfur heyrir í.
Sögumaðurinn segir honum að at-
burðarás sé farin af stað sem endi
með dauða hans.
Hoffman leikur
prófessor sem
hjálpar skatta-
rannsóknarmanninum að finna sögu-
manninn til að reyna að breyta sögu-
þræðinum áður en það verður um
seinan.
Maggie Gyllenhaal, Emma
Thompson og Queen Latifah leika
líka í þessari óháðu mynd.
Til viðbótar við Óskarsmyndina
Finding Neverland er Hoffman á
hvíta tjaldinu um þessar mundir í
myndinni Meet the Fockers.
Næsta Bond-myndin, sem verðursú 21. í röðinni um breska
njósnarann James Bond, hefur hlotið
nafn. Heitir hún Casino Royale, sem
var líka titillinn á fyrstu bók Ian
Fleming um Bond, sem kom út árið
1953.
Bókin var gerð að sjónvarpsþætti
árið 1954 og Columbia Pictures
gerðu grínspæjaramynd eftir henni
árið 1967. Í henni voru í aðal-
hlutverkum ekki
verri menn en
Peter Sellers,
Woody Allen og
David Niven. Ár-
ið 1999 fékk
MGM réttinn að
nafninu og bók-
inni.
Barbara Brocc-
oli og Michael
Wilson hjá Eon
Productions til-
kynntu um þetta samvinnuverkefni
við MGM.
Martin Campbell, sem leikstýrði
Bond-myndinni frá 1995, Golden
Eye, á að leikstýra myndinni. Ekki
er búið að ákveða hver tekur við
hlutverki Bond, en Pierce Brosnan
hefur verið í hlutverki glæsimenn-
isins síðustu tíu ár.
„Við erum hæstánægð með að
Martin hafi samþykkt tilboð okkar
að leikstýra Casino Royale,“ sögðu
Broccoli og Wilson í sameiginlegri
yfirlýsingu. „Hann er ótrúlega hæfi-
leikaríkur leikstjóri og við teljum að
hann geti hjálpað til við að fara með
myndirnar í nýja og spennandi átt.
Hann kemur til Eon Productions
innan skamms til að vinna að þróun
handritsins með handritshöfundum
okkar, Neal Purvis og Robert
Wade.“
Julie Taymor hefur verið fengin tilað leikstýra söngvamyndinni All
You Need is Love
en í myndinni eru
18 Bítlalög. Um
er að ræða ást-
arsögu, sem segir
frá breskum
strák og banda-
rískri stelpu en
myndin gerist á
sjöunda áratug
síðustu aldar.
Myndin fjallar
ekki um fjórmenningana í Bítlunum
heldur verða lögin þeirra notuð í
söguþræðinum en leikararnir syngja
og dansa við þessi sígildu lög. Tökur
hefjast í september og frumsýning
er áætluð í nóvember árið 2006.
Handritið er skrifað af Bretunum
Dick Clement og Ian La Frenais
(The Commitments) og verður fram-
leidd af Revolution Studios, sem er í
eigu Sony. Taymor vann tvenn
Tony-verðlaun fyrir Brodway-
uppsetninguna af The Lion King og
er líka þekkt fyrir að hafa leikstýrt
myndunum Frida með Salma Hayek
og Titus með Anthony Hopkins og
Jessicu Lange.
Erlendar
kvikmyndir
Bítlarnir
Pierce Brosnan
sem Bond.
Dustin Hoffman