Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.2005, Qupperneq 1
Laugardagur 19.2. | 2005
[ ]Íslenska óperan | Er hún dauðadæmd? Er óperan útdauð menningarrisaeðla? | 8Galdrar | Menn stunda galdra þegar þeir reyna að virkja kraft sem ekki er af þessum heimi | 6Níu þjófalyklar | „Er þetta þá einhvers konar Calvínóismi eða Barthismi?“ | 11
LesbókMorgunblaðsins 80ára19252005
Morgunblaðið/Golli
Húsin í bænum
Að reisa borg er verkefni sem byggist á samræðu og þessi samræða
þarf að fara fram eftir ströngustu kröfum: Aðeins einn talar í einu
og hinir hlusta og svara síðan af fullri virðingu fyrir orðum fyrri
mælenda, með kurteisi og íhygli; frammíköll, hvers konar orða-
gjálfur og almennt blaður út fyrir efnið ættu ekki að heyrast enda
mjög mikilvægt að samræðan sé markviss þó að þátttakendur kunni
að greina á um efnisatriði. Án ágreinings væri raunar lítið um að
tala auk þess sem krafturinn, dínamíkin myndi hverfa, og markmið
samræðunnar gufaði upp en það er hin endalausa leit að fagur-
fræðilegri niðurstöðu, samhengi sem í senn gleður augað, lyftir sál-
inni og fullnægir þörfum okkar – leit að fallegri borg. Í Reykjavík
hafa kröfur hinnar yfirveguðu, íhugulu og kurteisu samræðu ekki
alltaf verið hafðar í hávegum, hér hafa menn talað ofan í hver ann-
an án þess að hlusta, það má jafnvel efast um að það búi mikil hugs-
un á bak við sum frammíköllin, að minnsta kosti hefur orðagjálfrið
stundum keyrt um þverbak og farið hefur verið út um víðan völl
með sum efnisatriði, upp um holt og móa, eins og tilgangurinn einn
væri að dreifa athyglinni, eyðileggja samhengið. Reykjavík er borg
blaðursins. Því miður. Í mörgum efnum er hún eins og skopstæling
á frönsku nýsögunni eða lélegur dægurlagatexti: Hún meikar ekki
sens! En samt, samt er eitthvað við hana því að þótt hugsunin í þess-
um texta sem götur hennar og hús hafa myndað sé oft og tíðum
slitrótt þá er þar ein og ein setning, eitt og eitt orð sem vekja til-
finningu fyrir fallegri hugsun, merkingu. Í næstu Lesbókum verður
fjallað um samhengisleysi og merkingu í borgarlandslaginu. Í þess-
ari fyrstu grein er skoðað hvernig byggt hefur verið við gamlar
byggingar í miðbæ Reykjavíkur, stundum af mikilli virðingu og
smekkvísi, stundum af umdeilanlegri smekkvísi, stundum með
smekklausum athugasemdum við eldri verk. Með í för er Pétur H.
Ármannsson. 3
Tala ofan í hvert annað
Eftir Þröst Helgason | throstur@mbl.is