Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.2005, Page 3
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 19. febrúar 2005 | 3
Þ
að er eðli borga að breytast með tímanum. Ný
hús bætast við eldri byggð, ný hverfi eru
skipulögð, nýjar götur lagðar, ný samgöngu-
tæki koma til sögunnar og svo framvegis. Allt
er þetta hluti af eðlilegri þróun borgar. Við-
byggingar við eldri hús eru einnig eðlilegur
þáttur í þróun borgar. Það er beinlínis gert
ráð fyrir að byggt sé við sum hús. Hver kann-
ast ekki við alla gluggalausu gaflana í Reykjavík sem gera ráð
fyrir að ný bygging leggist upp að hlið sér. Og hver kannast ekki
við breytingar á eldri húsum í borginni sem oftast hafa verið
gerðar til þess að húsin nýttust áfram sem best, þjónuðu hlut-
verki sínu betur og í samræmi við kröfur nýrra tíma. Það verður
ekki hjá því komist að halda áfram að byggja og breyta í lifandi
borg. En spurningin er hvernig það er gert.
Tala má um tvö grundvallarsjónarmið þegar byggt er við göm-
ul hús: Annaðhvort er leitast við að fella nýbygginguna að stíl
eldri byggingarinnar með sem nákvæmustum hætti eða þvert á
móti, hið nýja innlegg er látið skera sig frá því sem fyrir var með
afgerandi hætti. Báðar aðferðirnar eru í sjálfu sér góðar og gild-
ar. Dæmi um þær eru til í miðbæ Reykjavíkur þó að fyrrnefnda
aðferðin sé öllu sjaldgæfari. Viðbyggingin við Eimskipafélags-
húsið Hafnarstrætismegin virðist gerð með það að augnamiði að
láta sem minnst á henni bera. Ef frá er talið skyggni yfir inn-
ganginum í húsið, sem er gríðarmikill steyptur fleki, þá er efnis-
notkun sú sama auk þess sem hlutföllum og flestum öðrum útlits-
einkennum upprunalegu byggingarinnar er haldið. Viðbygging-
arnar við Landsbankahúsið hinum megin Hafnarstrætisins og
við Austurstræti eru hins vegar af allt öðrum toga, notuð eru
önnur efni og form, og raunar var húsunum sem sneru að Hafn-
arstrætinu breytt þannig að hvorki sést tangur né tetur af upp-
runalegri gerð þeirra. (Nánar er fjallað um Landsbankahúsið
annars staðar í opnunni.)
Í göngutúr um miðbæinn í ískaldri Reykjavíkurrigningu skoð-
um við Pétur H. Ármannsson, arkitekt og forstöðumaður bygg-
ingalistadeildar Listasafns Reykjavíkur, nokkrar viðbyggingar
sem hæglega má setja í þessa tvo flokka en það eru auðvitað
mörg önnur sjónarmið sem liggja slíkum byggingum til grund-
vallar.
Oddfellowhúsið – breyttar forsendur
Margir þekkja sjálfsagt viðbygginguna við Oddfellowhúsið í Von-
arstræti. Húsið var stækkað með því að bæta við bakhluta þess
sem var gluggalaus og vísaði út í port. Þessi hluti byggingarinnar
átti aldrei að vera sýnilegur í borgarmyndinni, að sögn Péturs.
„Húsið teiknaði Þorleifur Eyjólfsson inn í aðalskipulagið frá
1927 sem gerði ráð fyrir að Thorvaldsensstræti, sem liggur aust-
ur með símahúsinu, ætti að ná yfir Kirkjustræti og að Von-
arstræti en fyrir endann Tjarnarmeginn átti að rísa Ráðhús með
turninngangi sem blasti við fólki alla leið úr Austurstræti en
göng áttu að vera í gegnum húsin sunnan megin þess þar sem ný
skrifstofubygging Alþingis stendur nú. Ekki var gert ráð fyrir að
gömlu timburhúsin við Kirkjustræti stæðu áfram heldur átti að
reisa aðra jafnháa samfasta byggingu við hlið Oddfellowhússins í
Thorvaldsensstræti. Einnig átti að reisa aðra byggingu við vest-
urhlið hússins Vonarstrætismegin. Báðir þessir gaflar voru því
einnig gluggalausir.“
Pétri þykir viðbyggingarnar aftan við húsið vera skiljanlegar í
því samhengi að portið átti aldrei að vera sýnilegt. Forsendur
skipulagsins frá 1927 hafa síðan breyst þannig að timburhúsin í
Kirkjustræti hafa verið vernduð og þar með verður bakhlið Odd-
fellowhússins sýnileg í borgarmyndinni. Í því ljósi er viðbygg-
ingin ef til vill ekki vel heppnuð enda frekar fyrirferðarmikil og
klasturskennd. Þessi saga sýnir hins vegar vel við hvað er að
glíma í mótun á útliti borgarinnar. Forsendur geta breyst mikið
með litlum fyrirvara.
Breyttar forsendur í borgarskipulaginu höfðu ekkert með
eldri viðbyggingu við Oddfellowhúsið að gera en það er risið sem
sett var ofan á flatt þakið. Líklega vita færri að þetta er seinni-
tíma viðbót við húsið enda ekki jafnáberandi og viðbyggingin að
aftanverðu þótt undarlegt megi virðast. Þegar risið er skoðað
sérstaklega er þó augljóst að þar er um viðbyggingu að ræða
enda hefur ekki verið hugað að því að hafa það í stíl við aðalbygg-
inguna; risið brýtur upp sterkar láréttar línur í steypubrúnum
byggingarinnar en það eru sérstaklega litlu gluggarnir sem
standa upp úr þakinu eins og horn í kolli skrattans sem setja ann-
arlegan svip á bygginguna. Pétur H. Ármannsson segir að flata
þakið hafi verið hugsað sem útsýnissvalir.
„Þessi bygging var reist sem samkomuhús og áttu gestir að
geta gengið út á þakið og horft yfir borgina og út á sundin. Þetta
var afar falleg hugsun og í samræmi við fúnksjónalismann en í
honum var talað um að nýta þakið sem dvalarstað.“
Frek tengibygging milli timburhúsa
Þær tvær meginstefnur í gerð viðbygginga sem nefndar voru hér
að framan eru litaðar viðhorfum tveggja ólíkra tímabila í bygg-
ingarlist. Á nítjándu öld segir Pétur að menn hafi ekki haft nein-
ar áhyggjur af því hvort bygging væri trúverðugur fulltrúi síns
tíma, áherslan var öll á skrautlegt útlit. Hin móralska krafa um
að byggingar skírskoti til tímans kom fram með módernism-
anum. Á tuttugustu öld var því beinlínis lögð sérstök áhersla á að
Landsbankinn Viðbygging Gunnlaugs Halldórs-
sonar við Landsbankann í Austurstræti var um-
deild en henni var lokið 1940. Í Tímanum sagði
Jónas frá Hriflu að „arkitektinn hafi leyst bygg-
ingamál bankans þannig að stappaði nærri
þjóðarsorg“. Jónas taldi mikilvægt að koma slík-
um „nýhyggjumönnum í húsagerðarlist“ fyrir
kattarnef eins og fram kemur í fyrirlestri sem
Gunnlaugur hélt á kvöldfundi í arkitektafélag-
inu árið 1978. Þar lýsti Gunnlaugur ástandinu
í íslenskri byggingarlist þegar hann kom heim
menntaður í faginu og hlaut það verkefni að
teikna viðbyggingu við Landsbankahúsið. Höf-
undur þess var Guðjón Samúelsson húsameist-
ari ríkisins en af fyrirlestri Gunnlaugs má skilja
að vald Guðjóns hafi verið nánast algert í húsa-
gerðarlist á landinu. Að mati Gunnlaugs og
annarra ungra arkitekta sem komu heim frá
námi á árunum 1933 til 1938 var Guðjón mjög
afturhaldssamur og gamaldags í viðhorfum sín-
um til byggingarlistar. Það hafi mátt sjá í bygg-
ingum hans svo sem Landsbankahúsinu í
Reykjavík og á Selfossi sem hafi verið í anda 400
ára gamallar stíltegundar, það er í endurreisn-
arstíl. Af fyrirlestri Gunnlaugs má skilja að með
viðbyggingu Landsbankans hafi hann verið að
mótmæla þessu ástandi. Að mati Péturs H. Ár-
mannssonar er þessi viðbygging Gunnlaugs orð-
in hluti af menningarsögu þjóðarinnar þótt það
sé umdeilanlegt hvernig hún eigi við aðalbygg-
inguna. „Séð frá Hafnarstræti er þetta raunar
afar fallegur arkitektúr,“ bætir Pétur við. „Efn-
isval er fallegt og frágangsatriði eru vönduð.
Þetta er fáguð byggingarlist þótt umdeild sé.“
Morgunblaðið/Golli
Oddfellowhúsið „Risið brýtur upp sterkar láréttar línur í steypubrúnum byggingarinnar en það eru sérstaklega litlu glugg-
arnir sem standa upp úr þakinu eins og horn í kolli skrattans sem setja annarlegan svip á bygginguna.“
Eimskipafélagshúsið „Ef frá er talið skyggni yfir innganginum í húsið, sem er gríð-
armikill steyptur fleki, þá er efnisnotkun sú sama auk þess sem hlutföllum og flest-
um öðrum útlitseinkennum upprunalegu byggingarinnar er haldið.“
Húsin í bænum
Tala ofan í hvert annað