Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.2005, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.2005, Side 8
8 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 19. febrúar 2005 H austið 2001 var und- irritaður samningur þar sem kveðið var á um tvöfaldað fjár- framlag ríkisins til Ís- lensku óperunnar. Fyrirtækið var í mikl- um fjárhagskröggum er hér var komið sögu og hafði starfsemi þess í nokkur ár á undan einkennst af sífellt ör- væntingarfyllri tilraunum til að laða að áheyr- endur. Dæmi um þetta var nútímaleg upp- færsla á Cosi fan tutte eftir Mozart, þar sem óperusöngvarar spíg- sporuðu um sviðið á baðfötum og andi klám- mynda sveif yfir vötnunum. Í svipuðum dúr var Leðurblakan eftir Strauss, sem var í und- arlegum Séð og heyrt-stíl og gerðist í Rima- hverfinu í Reykjavík. Verst af öllu var samt Carmen Negra, afar ósmekkleg rokkútgáfa óperunnar vinsælu eftir Bizet; sú uppfærsla hlýtur að teljast til mestu niðurlægingar Ís- lensku óperunnar frá upphafi. Nú er samningurinn að renna sitt skeið á enda og er vert að staldra við og horfa gagn- rýnum augum á starfsemi Íslensku óperunnar og á óperuheiminn í heild sinni. Hvernig hefur aukið fjárframlag ríkisins nýst Íslensku óper- unni? Er verkefnaval hennar viðeigandi? Á að halda áfram að einbeita sér að þekktum, vin- sælum óperum eða á gera meira af því að setja upp lítt þekktar íslenskar samtíma- óperur? Og hver er staða óperunnar nú til dags? Sumir halda því fram að langt sé síðan virkilega vinsæl ópera hafi verið samin, eins og sjá má hér fyrir neðan. Er það rétt? Er óperan dauð sem vettvangur nýsköpunar? Saga í hnotskurn Óperan á rætur sínar að rekja til endurreisn- arinnar, sem hófst á Ítalíu á 14. öld. End- urreisnin einkenndist af talsverðum áhuga á fornum listum og er Péturskirkjan í Róm gott dæmi um hvernig reynt var að endurskapa byggingarstíl fyrri alda. Mikið var rætt um hvernig hægt væri að endurvekja grískar leik- aðferðir og hvert væri eðli grískrar tónlistar. Upp úr því varð til stíll sem kallast tónles, eða recitativo, og í framhaldinu varð óperan til. Óperan var hugsuð sem nokkurs konar end- urreisn grískrar leikritahefðar, en álitið var að grísk leikrit hefðu að öllu leyti verið sung- in. Vinsældir óperunnar urðu fljótt miklar og í lok 18. aldarinnar stóð hún á föstum grunni í Evrópu. Um miðbik 19. aldarinnar voru óperuhús starfrækt í Norður- og Suður- Ameríku, Suður-Afríku, Kína og Ástralíu. Óperan var máttugt afl langt fram eftir 20. öldinni. Nabucco og Il Lombardi eftir Verdi vöktu sterkar þjóðernistilfinningar Ítala, sem um miðja 19. öld lutu yfirráðum Austurrík- ismanna. Sýning La Muette de Portici eftir Auber í Brussel þann 25. ágúst árið 1830 kom af stað byltingu gegn yfirráðum Hollendinga þar í landi. Frægt er líka hvernig Hitler not- aði tónlist Wagners til að upphefja aríska kyn- stofninn og niðurlægja gyðinga. Og Lafði Macbeth frá Mtsensk eftir Shostakovich, sem fjallar um lögregluríki, fangelsi og þrælabúð- ir, reitti Stalín svo til reiði að sýningum óper- unnar var snarlega hætt. Það var á tímum hinna frægu hreinsana í Sovétríkjum þegar reiði Stalíns gat haft alvar- legar afleiðingar. Nokkrar vinsælar óperur hafa verið samdar á 20. öld, nægir að nefna Peter Grimes eftir Britten, Nefið eftir Shostakovich, Einstein á ströndinni eftir Philip Glass og Nixon í Kína eftir John Adams. Tvær íslenskar óperur hafa líka vakið mikla athygli erlendis, Fjórði söng- ur Guðrúnar eftir Hauk Tómasson og Die Wält der Zwischenfälle eftir Hafliða Hall- grímsson. Þrátt fyrir það hafa þær enn ekki verið settar upp hérlendis, þó ópera Hauks hafi reyndar verið flutt í konsertuppfærslu. Almennt talað virðast nýjar óperur eiga erf- itt uppdráttar, eins og fram kemur í grein Bjarna Daníelssonar, framkvæmdastjóra Ís- lensku óperunnar, í Morgunblaðinu 21. febr- úar 2002 (sjá fyrir neðan). Tilkoma kvikmynd- arinnar á sjálfsagt sinn þátt í því, en sífellt tyrfnara tungumál „akademískrar“ tónlistar hefur líka farið fyrir brjóstið á mörgum. Lag- línur á 20. öldinni hafa – með undantekn- ingum, auðvitað – orðið stöðugt flóknari og hljómar ómstríðari. Það sem kalla mætti krefjandi nútímatónlist, þó hún sé vissulega merkileg sem slík, hefur því aldrei átt jafn- miklum vinsældum að fagna og djass og dæg- urtónlist. Sennilega er ástæðan fyrir vinsæld- um óperanna eftir Britten, Shostakovich og hinna einmitt sú að tónmál þeirra er til- tölulega aðgengilegt. Eins og fyrr var greint frá var óperan upphaflega hugsuð sem tón- leikhús, sungið leikrit. Kvikmyndin, þar sem tónlistin skiptir gríðarlega miklu máli, er í rauninni eðlileg þróun þessarar hugmyndar og einnig söngleikirnir, sem ganga fyrir fullu húsi ár eftir ár í heimsborgunum. Nútímaleg- Er Íslenska óperan d Hvernig hefur aukið fjárframlag ríkisins nýst Íslensku óperunni? Er verkefnaval hennar viðeigandi? Á að halda áfram að ein- beita sér að þekktum, vinsælum óperum eða á gera meira af því að setja upp lítt þekktar íslenskar samtímaóperur? Og hver er staða óperunnar nú til dags? Sumir halda því fram að langt sé síðan virkilega vinsæl ópera hafi verið samin. Er það rétt? Er óperan dauð sem vettvangur nýsköpunar? Og hver er þá staða Íslensku óperunnar? Eftir Jónas Sen sen@ismennt.is Björk eða Tosca „Ég er líka viss um að Björk gæti samið óperu. Það yrði örugglega áhugaverðara verk en Tosca úr ferðaútvarpi og á sviði sem er varla stærra en skó

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.