Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.2005, Síða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.2005, Síða 9
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 19. febrúar 2005 | 9 asta útgáfa óperunnar er samt tónlistar- myndbandið, en það er svo sannarlega sungið leikrit, þó stutt sé. Hugmyndin með óperunni er því síður en svo orðin úrelt; í ákveðnum skilningi má segja að óperan sé vinsælli en nokkru sinni fyrr Með þessu er ég ekki að gera lítið úr aka- demískri nútímatónlist, hvorki íslenskri né er- lendri. Þó tónlist njóti ekki hylli meirihlutans er ekki þar með sagt að hún sé verri en dæg- urtónlist. Ekkert í sögunni segir að meirihlutinn hafi oftar haft rétt fyrir sér en minnihlutinn. En því miður kosta óperuuppfærslur gríðarlega peninga, og því skipta vinsældir og aðsókn meira máli fyrir nýja óperu en t.d. nýjan strengjakvartett. Íslenska óperan gagnrýnd Þrátt fyrir þessa staðreynd hefur Íslenska óperan stundum verið gagnrýnd fyrir það hve litla áherslu hún leggur á ný verk. Í Reykja- víkurbréfi Morgunblaðsins, hinn 10. febrúar 2002, var stungið upp á að Íslenska óperan fetaði í fótspor Íslenska dansflokksins og skapaði sér sérstöðu með því að einbeita sér að nýbreytni í óperuuppfærslum, sérstaklega með því að setja upp innlendar óperur. Þessu svaraði Bjarni Daníelsson, framkvæmdastjóri Íslensku óperunnar, fullum hálsi í grein í Morgunblaðinu ellefu dögum síðar: „Það er ekki mikil gróska í ritun ópera sem ná hylli óperugesta. Hins vegar njóta klassísku óper- urnar stöðugra vinsælda og höfða til fólks í stórum stíl. Ekkert óperuhús sem ég þekki velur alfarið ný óperuverk til sýningar. Þau leggja flest höfuðáherslu á klassískar óperur. Það eru fyrst og fremst ríku húsin sem hafa bolmagn til að sinna nýjungum og einstaka óperuhús í Þýskalandi einbeitir sér líka að ný- stárlegum uppfærslum, en þar eru jú yfir 100 óperuhús. Mjög líklegt er að hliðstæð áherslu- breyting og sú sem gerð var hjá Íslenska dansflokknum myndi virka þveröfugt fyrir Ís- lensku óperuna. Tengslin við hinn stærri óperuheim yrðu rofin, markaðsforsendur eru afar hæpnar og þar með yrði brostinn sá at- vinnugrundvöllur sem verið er að byggja upp. Langlíklegast er að þetta yrði skjótvirkur dauðadómur yfir Íslensku óperunni.“ Útdauð menningarrisaeðla Eins og ég hef bent á þá eru til allmargar 20. aldar óperur sem einmitt hafa náð hylli al- mennings. En Bjarni lítur ekki hýru auga til nýrra ópera yfirleitt og vill einbeita sér að flutningi gamalla, ítalskra óperutrylla sem trekkja. Fyrst nýjar óperur eru svona eitraðar í huga Bjarna, má þá ekki draga þá ályktun að óperan hér á Íslandi sé úrelt sem vettvangur nýsköpunar? Í framhaldinu liggur beinast við að spyrja: Ef óperan er einhvers konar risa- eðla sem étur ríkisstyrki er annars gætu farið í félagslega aðstoð, menntakerfið og annað þvíumlíkt; af hverju þá ekki bara að koma henni fyrir kattarnef? Eins og Beaumol og Bowen bentu á í greininni „On the Performing Arts: The Anatomy of their Economic Problems“ þá eykst rekstrarkostnaður sviðs- listastofnana jafnt og þétt, og þar sem tak- mörk eru fyrir því hvað hægt er að hækka miðaverð þarf að leita í æ ríkari mæli til hins opinbera. Miðaverð í Íslensku óperunni er nú þegar of hátt. Er tilvist Íslensku óperunnar, í þeirri mynd sem hún er núna, réttlætanleg? Ýmsir bauna- teljarar sem ég ætla ekki að nefna hér sjá bara fjárhagshliðina og halda því fram að ekki eigi að þröngva skattborgara til að greiða fyr- ir rekstur sinfóníuhljómsveitar. Því eigi að hætta starfsemi Sinfóníuhljómsveitar Íslands og sambærilegra menningarstofnana. Þýski heimspekingurinn Theodor Adorno virðist að einhverju leyti hafa verið sammála þessu, en á öðrum forsendum. Í greininni „Opera and the Long Playing Record“ sagði hann að uppfærslur á gömlum óperum eins og tónskáldin hugsuðu sér þær eigi ekki erindi við nútímamanninn því við lifum í allt öðruvísi þjóðfélagi. Tilraunir til þess að setja upp nú- tímaútgáfur gamalla ópera gangi ekki heldur upp; þá sé verið að afskræma vilja tónskálds- ins. Gott dæmi er þegar Íslenska óperan sýndi Leðurblöku Jóhanns Strauss, sem minnst var á í upphafi þessarar greinar. Þá voru Vín- arvalsar spilaðir í reifpartíi þar sem leð- urklæddur lýður var í annarlegu ástandi. Sennilega er það einhver hallærislegasta sena sem sést hefur á óperusviði í háa herrans tíð. Þetta vildi Adorno losna við; hann mælti því með að hlusta einfaldlega á upptökurnar í há- tölurunum heima. Þannig myndi ekkert trufla; þannig væri hægt að ná beinu sam- bandi við kjarna tónlistarinnar. Lifandi tónlist nauðsynleg Ég er ekki sammála Adorno; eins og ég hef þegar bent á þá er óperan upphaflega hugsuð sem tónleikhús, sungið leikrit. Að hlusta bara á óperuna heima í stofu slítur tónlistina úr samhengi. Óperutónlist er ætluð sem hluti af miklu stærri heild; leikmynd, búningum, lýs- ingu, leik, kóreógrafíu o.s.frv. Auk þess er ekki það sama að hlýða á lif- andi tónlist og tónlist úr hátölurum. Það get ég fullyrt sem tónlistargagnrýnandi. Upptaka af tónlistarflutningi á geisladiski, klippt og skorin til að útkoman sé sem fullkomnust, kemst ekki nálægt góðum tónlistarflutningi á tónleikum, jafnvel þó maður eigi frábærar græjur. Nákvæm, lifandi, spennuþrungin og einlæg spilamennska eða söngur á tónleikum skilar sér í stemningu sem aðeins er hægt að upplifa í sal fullum af fólki. Vanhugsuð listræn stefna Fleira má telja til. Ágúst Einarsson hagfræð- ingur bendir t.d. á í bókinni Hagræn áhrif tón- listar að tónlistariðnaðurinn sé „ekki þiggj- andi í samfélagi okkar heldur gefandi og skilar umfangsmiklu framlagi til lands- framleiðslunnar“. Hann segir jafnframt að öfl- ug ópera hérlendis sé „forsenda fyrir miklu og fjölbreyttu tónlistarlífi. Kennsla í óperu söng hefur alltaf verið mikil hérlendis og það er sterk hefð fyrir óperusöng, sem sést m.a. á góðum árangri íslenskra óperusöngvara er- lendis. Forsenda fyrir sterkri stöðu í framtíð- inni er öflug, íslensk ópera. Þessu má líkja við nauðsynlega stuðningsatvinnugrein.“ En hvað er öflug, íslensk ópera? Er það óperuhús sem einbeitir sér að gömlum, er- lendum óperum en hefur þó enga burði til að setja þær upp á almennilegan hátt? Vissulega hefur margt ágætt sést á fjölum Íslensku óperunnar í gegnum tíðina; aukið fjármagn hefur gert sýningarnar íburðarmeiri og fast- ráðning söngvara var frábært framtak, þó hún hafi ekki gengið upp fjárhagslega. Ég gæti talið upp fjöldann allan af góðum dómum um íslenskar óperusýningar, þar á meðal nokkra sem ég hef sjálfur skrifað. Ég held samt að ís- lenskum tónlistargagnrýnendum hætti til að gleyma samanburðinum við erlend óperuhús, við hinn margfræga heimsmælikvarða. Þetta á við um mig líka. Maður dásamar frammi- stöðu hljómsveitarinnar og dáist að sviðs- myndinni, þó gryfjan í Gamla bíói geri að verkum að hljómsveitin hljómi eins og ferða- útvarp og sviðið sé svo lítið að söngvurum hætti til að detta ofan í gryfjuna ef þeir færa sig aðeins til. Auðvitað eru þetta ýkjur, en þær eru ekki langt frá sannleikanum. Stór- fenglegar óperur á borð við Toscu krefjast mikils sviðsrýmis og voldugrar hljómsveitar. Ef þær aðstæður eru ekki fyrir hendi þá er til- gangslaust að auka opinbera styrki til að stuðla að „uppbyggingu samfelldrar, fjöl- breyttrar og metnaðarfullrar óperustarfsemi á vegum Íslensku óperunnar“ eins og það var orðað á heimasíðu menntamálaráðuneytisins haustið 2001. Það er einfaldlega verið að eyða peningunum í vitleysu; þá er risaeðlunni svo sannarlega betur komið fyrir kattarnef. Ég er því á þeirri skoðun að núverandi list- ræn stefna Íslensku óperunnar, miðað við þær aðstæður sem eru fyrir hendi, gangi ekki upp. Stefna Gerrits Schuil, sem var ráðinn listrænn stjórnandi Íslensku óperunnar um tíma, var miklu áhugaverðari; hann einbeitti sér að verkum sem geta notið sín í Gamla bíói. Þetta voru Lucretia svívirt eftir Britten þar sem hljómsveitin er aðeins kammerhópur og Mannsröddin eftir Poulenc með píanómeðleik eingöngu. Það voru glæsilegar sýningar, sem stóðust fyllilega listrænar væntingar. Mér er ennþá með öllu fyrirmunað að skilja af hverju Gerrit var látinn hætta. Safn eða endurnýjun? Vissulega á óperustarfsemi fullan rétt á sér, hér á landi sem annars staðar. Ópera sem safn er meira að segja í fínu lagi; þá á ég við óperu- hús þar sem gamlar óperur eru settar upp eins og tónskáldin vildu. En það verður að vera aðstaða til þess, sem er ekki fyrir hendi hér, nema að takmörkuðu leyti. Íslenska óperan gæti hins vegar verið fram- sæknari, og að því leyti er ég fullkomlega ósammála Bjarna Daníelssyni. Eins og ég benti á í grein um Sinfóníuhljómsveit Íslands, sem birtist í Lesbókinni í haust, hefur íslenskt tónlistarlíf einkennst af æ óljósari mörkum á milli þess sem stundum er kallað hámenning og lágmenning. Ólíkar tónlistarstefnur renna stöðugt meira saman, og oft er útkoman und- ursamleg. Getur Íslenska óperan ekki aukið samstarf við tónskáldin okkar? Ef flókið tón- mál fælir áheyrendur frá er þá ekki hægt að biðja um verk á tungumáli sem flestir skilja og er jafnframt um eitthvað sem á erindi við samfélagið í dag? Hvernig væri að biðja Björk, Ernu Ómarsdóttur dansara og Gabr- íelu Friðriksdóttur myndlistarkonu, sem verð- ur fulltrúi Íslands á næsta Feneyjatvíæringi, um að semja saman óperu, sérhannaða fyrir Gamla bíó? Ég nefni það bara sem dæmi um hvað hægt væri að gera. Vinsælar óperur 20. aldarinnar, sem ég minntist á hér að ofan, hafa flestar verið í aðgengilegum mínimal- istastíl. Þó ég sé ekki að segja að íslensk tón- skáld eigi að semja þannig tónlist, þá er það vísbending um hvað áheyrendur vilja. Þjóðleikhúsið? Ef menn hins vegar halda dauðahaldi í Verdi og Rossini og hjakka í sama farinu ár eftir ár, af hverju er þá verið að sýna óperur í Gamla bíói yfirleitt? Eins og ég benti á hér að ofan þá er húsið ómögulegt. Í rauninni ætti Þjóðleik- húsið að taka yfir starfsemi Íslensku óper- unnar; það væri þá að fylgja landslögum, sbr. fimmtu grein leiklistarlaga nr. 138/1998: „Að- alverkefni Þjóðleikhússins er flutningur ís- lenskra og erlendra sjónleikja. Jafnframt skal það standa að flutningi á óperum og söng- leikjum og listdanssýningum.“ Rekstur óperu í Þjóðleikhúsinu yrði örugglega mun hag- kvæmari með sameiginlegri miðasölu, kynn- ingarstarfsemi og þess háttar, auk þess sem sviðið er stærra og gryfjan sömuleiðis. Auðvit- að eru salarkynni Þjóðleikhússins ekki full- komin en þau eru skárri en þau sem Íslenska óperan býður upp á. Hvað er líka betra á boð- stólum? Þess má geta að einhver aðstaða fyrir óperusýningar er hugsuð inn í tónlistarhúsið fyrirhugaða, en samkvæmt upplýsingum sem nálgast má á vef Austurhafnar-TR ehf. verður um að ræða svokallaðar semi-staged sýningar, þ.e. konsertuppfærslur, sem geta vissulega verið skemmtilegar en eru ekki raunverulegar óperusýningar eins og þær gerast bestar er- lendis. Fleiri söngvara, takk Burtséð frá húsnæðisvandamáli Íslensku óperunnar þá er líka ýmislegt athugavert við val á söngvurum, sem er á margan hátt ein- kennilegt. Auðvitað verða Ólafur Kjartan Sig- urðarson og Elín Ósk Óskarsdóttir að hafa at- vinnu hér á landi en þau eru ekki einu óperusöngvarar landsins. Ég man ekki til þess að hin margrómaða Alina Dubik hafi fengið að spreyta sig í aðalhlutverki í Íslensku óperunni. Og hvar er Diddú? Hvar er Kol- beinn Ketilsson? Það er orðið langt síðan þau hafa sést þarna. Ég myndi líka gjarnan vilja sjá suma söngvara af yngri kynslóðinni, t.d. Arndísi Höllu Ásgeirsdóttur eða Jóhann Smára Sævarsson, svo einhverjir séu nefndir. Niðurstaða Hér hef ég leitast við að svara þeim spurn- ingum sem settar voru fram í upphafi þess- arar greinar. Ég hef reynt að færa rök fyrir því að óperustarfsemi á Íslandi eigi fullan rétt á sér, en jafnframt að Íslenska óperan geti ekki gert stórum óperum á borð við Toscu og Macbeth viðunandi skil. Til þess sé Gamla bíó einfaldlega of lítið. Íslenska óperan verður því að móta fram- sæknari listræna stefnu með því að taka upp virkara samstarf við tónskáldin okkar. Þá er ég ekki endilega að meina Atla Heimi Sveins- son, Þorkel Sigurbjörnsson eða Karólínu Ei- ríksdóttur, þó þau séu allra góðra gjalda verð. Síðustu Myrkir músíkdagar sýndu það að við eigum mörg efnileg tónskáld af yngri kynslóð- inni, t.d. Þuríði Jónsdóttur, Huga Guðmunds- son og Daníel Bjarnason, sem er sonur Bjarna óperustjóra. Ég er líka viss um að Björk gæti samið óperu. Það yrði örugglega áhugaverð- ara verk en Tosca úr ferðaútvarpi og á sviði sem er varla stærra en skókassi.  Heimildir Adorno, T. W. (2002 [1969]) „Opera and the Long-Playing Record.“; www.althingi.is/vefur/lagasafn.html; www.aust- urhofn.is; Ágúst Einarsson (2004): Hagræn áhrif tónlistar; Besharov, Gregory (2003): „The Outbreak of the Cost Disease: Baumol and Bowen’s Case for Public Support of the Arts.“; Dahl, Robert A. (1998): On Democracy; Fromm, Erich (1977): The Anatony of Human Destructiveness; www.grovemusic.com; Headington, Christopher (1987): Saga vestrænnar tónlistar; www.mbl.is; Njörður Sig- urjónsson (2005): Leslisti fyrir málstofur í mennta- og menningarstjórnun, www.bifrost.is; Pleasants, Henry (1989): Opera in Crisis; Shostakovich, Dmitri (1987): Testimony: The Memoirs of Dmitri Shostakovich As Related to and Edited By Solomon Volkov; Southwell-Sander, Peter (1986): Verdi; Wagner, Gottfried (1997): Twilight of the Wagners: The Unveiling of a Family’s Legacy. Ég vil auk þess þakka tveimur kennurum mínum í mennta- og menningarstjórnun við Viðskiptaháskólann á Bifröst, dr. Jóni Ólafssyni og Nirði Sigurjónssyni, fyrir gagnlegar ábend- ingar. dauðadæmd? kassi.“ Höfundur er tónlistargagnrýnandi Morgunblaðsins.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.