Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.2005, Page 13
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 19. febrúar 2005 | 13
Furðupoppsveitin Animal Collect-ive og þjóðlagasöngkonan
Vashti Bunyan hafa tekið höndum
saman og senda frá sér stuttskífu hjá
útgáfufyrirtækinu Fat Cat 31. maí
næstkomandi. Skífan mun bera heit-
ið Prospect
Hummer og á
henni verða
fjögur óraf-
mögnuð lög;
þrjú sungin og
eitt með upp-
tökum úr
sarpi Geolog-
ist, vinar
hljómsveitarmeðlima sem heitir
réttu nafni Brian Weitz. Lögin á plöt-
unni heita:
1. „It’s You“
2. „Prospect Hummer“
3. „Baleen Sample“
4. „I Remember Learning How to
Drive“
Þá eru Bunyan og Animal Collect-
ive að vinna sitt í
hvoru horni, að næstu
plötum. Vashti sendir
frá sér sína fyrstu
plötu í 35 ár og Animal Collective
hyggst fylgja eftir velgengni Sung
Tongs, sem kom út í fyrra.
Nokkrar plötur til heiðurs hinumgengna meistara Elliott Smith
munu vera á leiðinni í geislaspilara
tónlistaráhugamanna, að því er fram
kemur á SweetAdeline.net, óopin-
berri heimasíðu Smiths. Þá verða
haldnir minningartónleikar um þenn-
an brothætta listamann í Chapel Hill
í Norður-Karól-
ínufylki í Banda-
ríkjunum á föstu-
daginn.
Yfirskrift tón-
leikanna er „Eith-
er/Or: A Celebrat-
ion of the Music &
Life of Elliott
Smith“ og þar
koma fram listamenn og hljómsveitir
á borð við Chris Stamey, Kaia Wil-
son, Ivan Rosebud, Erie Choir,
Street Green, Billy Sugarfix, Fan
Modine, the Feeble Hex, Hotel
Lights og Ben Davis.
Einnig hefur fyrrum útgáfufyrir-
tæki Smiths, Kill Rock Stars, endur-
útgefið Speed Trials stuttskífuna á
iTunes-þjónustu Apple. Stuttskífan
var ófáanleg, en hún inniheldur lög
sem hann tók upp á meðan á vinnslu
Either/Or stóð árið 1997.
Stúlkurnar í Destiny’s Child munuað sögn koma naktar fram í
næsta myndbandi sínu, sem verður
hið þriðja af nýjustu plötunni, Dest-
iny Fulfilled. Myndbandið er við lag-
ið „Cater 2 U“
og MTV.com
segir að þær
verði sýndar án
fata, en á
smekklegan
hátt þó. Hver
þeirra mun
koma fram í
sínu atriðinu í
eyðimörkinni;
Beyoncé á sundstökkpalli, Michelle í
hægindastól og Kelly á eyðilegum
þjóðvegi.
Leikstjóri myndbandsins verður
Jake Nava, sá hinn sami og stýrði
tökum í myndbandi Beyoncé við lög-
in „Naughty Girl“ og „Crazy in
Love“. Hann hefur einnig gert mynd-
bönd við tvö vinsæl lög Lindsay
Lohan; „Over“ og „Rumours“.
Í sömu viku og tökur fóru fram á
myndbandinu við „Cater 2 U“ léku
stúlkurnar í öðru myndbandi, við lag-
ið „Girl“. Leikstjóri þess er Bryan
Barber og mun þemað vera í anda
þáttanna Beðmál í borginni. Barber
hefur áður leikstýrt myndböndum
við Outkast-lögin „Hey Ya“, „Roses“
og „Ghetto Music“.
Stúlkurnar hafa nóg á sinni könnu,
því þær halda brátt til Evrópu, Ástr-
alíu og Asíu á tónleikaferð sinni,
„Destiny Fulfilled… and Lovin’ It“.
Tónleikaförinni er að sjálfsögðu ætl-
að að kynna plötuna Destiny Fulfill-
ed, sem hefur selst í þrefaldri plat-
ínusölu í Bandaríkjunum. Fyrstu
tónleikarnir eru í Hiroshima í Japan
9. apríl og þeir síðustu í Dublin á Ír-
landi, 9. júní.
Erlend
tónlist
Animal Collective
Elliott Smith
Destiny’s Child
Þegar orðið iðnaðarrokk er nefnt fær mað-ur hroll og kaldan svita og leiðir viljugurnauðugur hugann aftur til síðari hlutaáttunda áratugar síðustu aldar og önd-
verðs níunda þegar ömurlegar en einhverra hluta
vegna alveg hræðilega útvarpsvænar mjúkrokk-
sveitir á borð við Journey, Loverboy og Foreigner
tröllriðu öldum ljósvakans. Þessi auma rokktónlist
sem merkilegt nokk var nokkurs konar útþynnt og
dauðhreinsuð og fjöldaframleidd útgáfa af smábæj-
arrokki Bruce Springsteens,
fékk þetta viðurnefni: iðn-
aðarrokk, einmitt vegna þess
hversu mikill færibandakeim-
ur var af því, eins og það hefði
verið getið í verksmiðju.
En um miðbik 9. áratugarins fór að bera á ger-
ólíkri tegund rokktónlistar og öllu meira spennandi
sem á ensku var þó gefið sambærilegt nafn; „ind-
ustrial“, einkum vegna hinna einhæfu, verk-
smiðjulegu óhljóða sem hún grundvallaðist af; eins
og stálbitum væri slegið taktfast saman í áfergju,
hrópandi í kór við skerandi skammhlaup og neist-
andi núning. Til brautryðjenda má telja þýsku til-
raunasveitina Einstürzende Neubauten, sem og
svissnesku sveitina Young Gods, kanadísku sveit-
ina Skinny Puppy, áströlsku sveitina Foetus og
Chicago-sveit Al Jourgensens Ministry. Sveitin
sem hinsvegar reif þetta eina sanna iðnaðarrokk úr
iðrum rokkskrímslisins og þjösnaði því uppí opið
geðið á sauðsvörtum skrílnum var Nine Inch Nails,
eða öllu heldur einn maður, Trent nokkur Reznor
sem gaf út sína fyrstu plötu, Pretty Hate Machine,
árið 1989, þá 24 ára gamall. Þessi ungi Cleveland-
búi var með afbrigðum hæfileikaríkur, öll hljóðfæri
léku í höndunum á honum og ólíkt forverum í iðn-
aðarrokkinu lagði hann líka frá upphafi heilmikið
uppúr því að semja sterkar melódíur sem hann síð-
an dulbjó eða bókstaflega kæfði í ísköldum verk-
smiðjuóhljóðum sem löðuðu sífellt fleiri ungmenni
að. Sveitin kom lögum á borð við „Head Like a
Hole“ og „Down in It“ í spilun á MTV og var boðið
með í Lollapolooza-tónleikaferðina 1991. Þar upp-
götvaði iðnaðarrokkið haugur af ungmennum sem
aldrei áður hafði heyrt slíka tónlist.
Heilum fjórum árum síðar; eftir að hafa loksins
losnað undan samningi við útgáfufyrirtækið TVT
gaf Reznor út nýja NIN plötu á eigin merki sem
hann nefndi Nothing. Platan langþráða var tekin
upp í hljóðveri sem Reznor setti upp í húsinu þar
sem klikkaða gengið hans Charles Manson myrti
leikkonuna og kærustu Roman Polanskis, Sharon
Tate.
The Downward Spiral kom út 8. mars 1994 og
reyndist afar metnaðarfullt verk, konsept-plata
sem átti sumpartinn meira skylt við framsækið til-
raunarokk en ræturnar iðnaðarrokk. Gagnrýn-
endur töluðu um Reznor sem Phil Spector iðn-
aðarrokksins enda voru útsetningar hans ekkert
annað en uppfærður hljóðveggur, útpældar og
margflóknar þar sem í forgrunni var mölvandi gít-
armottan, hljómur sem Reznor hafði fyrst kynnt til
sögunnar á stuttskífunni Broken sem út hafði kom-
ið á milli stóru platnanna. Platan fékk rífandi góðar
viðtökur, fór beint í annað sæti breiðskífulistans í
Bandaríkjunum og gat af sér tvo risavaxna smelli;
„Closer“ og „Hurt“ – lag sem Johnny heitinn Cash
átti síðar eftir að syngja stórfenglega með sínu nefi.
Closer fékk í raun ótrúlega mikla spilun miðað við
hversu ögrandi það var, bæði sjálft lagið og svo
textinn þar sem Reznor söng angistarfullri röddu í
viðlaginu „I wanna f*** you like an animal“. The
Downward Spiral er nær örugglega ein allra sölu-
hæsta iðnaðarrokkplata sögunnar, með plötum
lærisveinsins Marilyn Mansons en Reznor stýrði
upptökum og var um margt heilinn að bak við
fyrstu tvær plötur þessarar helstu martraðar
bandarískra mæðra.
Þótt hörðustu NIN unnendur taki ef til vill frum-
burðinn framyfir, vegna hins óbeislaða krafts sem
hún bjó yfir, þá er The Downward Spiral tvímæla-
laust það verka Reznors sem kemst næst því að
teljast poppklassík. Verður það deginum ljósara
þegar hlustað er á nýútkomna endurútgáfu á plöt-
unni í hreint yfirgengilega flottum SA Audio hljóm-
gæðum, þar sem hljóðheimar Reznor fá sín loksins
notið til fullnustu. Ekki nóg með það heldur inni-
heldur útgáfan nýja aukadisk þar sem er að finna
þrettán endurhljóðblandanir, b-hliðarlög, prufu-
upptökur og önnur lög sem ekki náðu inn á plötuna.
Reznor brýnir raustina
Poppklassík
Eftir Skarphéðin
Guðmundsson
skarpi@mbl.is
S
eint verður sagt að áttundi áratug-
urinn hafi einkennst af lognmollu hjá
David Bowie. Reyndar er með ólík-
indum hversu fjölbreytt tónlist-
arsköpun hans er á þessu tímabili,
sem hófst með hinni frábæru plötu
The Man Who Sold the World og lauk með Scary
Monsters, sem sumir álíta síðustu góðu plötu
Bowies áður en hyldýpi níunda áratugarins gleypti
hann. Þeir hinir sömu eru reyndar þeirrar skoð-
unar að Bowie hafi heldur betur náð sér á strik aft-
ur síðasta áratuginn, með plötum á borð við Heath-
en og Reality.
Sviptingar áttunda áratugarins voru ekki bara í
tónlistinni, heldur einkenndu þær ekki síður einka-
líf tónlistarmannsins. Hann var djúpt sokkinn í eit-
urlyf á köflum, sér í lagi kókaín.
Til að mynda hefur hann síðar
sagst muna lítið eftir gerð plöt-
unnar Station to Station árið
1975: „Ég man eftir að hafa unnið með Earl [Slick]
að gítarhljómunum. Og öskrað á hann „fídbakk“-
hljóminn sem ég vildi fá … og það er um það bil
það sem ég man. Ég man ekki einu sinni eftir
hljóðverinu. Ég veit að þetta var í Los Angeles
vegna þess að ég las það í bók.“ Þessi ummæli
segja talsvert um ástandið á Bowie á þessum tíma.
Plastsál
Bowie sendi frá sér tvær tvöfaldar tónleikaplötur á
áttunda áratugnum, David Live og Stage, sem eru
til umfjöllunar hér og eru endurútgefnar 1. mars
næstkomandi. David Live var gerð árið 1974, á
fyrri hluta Diamond Dogs tónleikaferðalags hans.
Platan er því tekin upp í miðri dramatískri mús-
íkalskri beygju á ferli hans, því um þetta leyti var
Bowie að vinna efni á Young Americans, sem átti
svo eftir að koma út árið eftir.
Á Young Americans hellti Bowie sér út í sálar-
tónlist, reyndar kallaði hann sjálfur útkomuna
„plastic soul“, enda þótti honum, eins og fleirum,
sálartónlistarstefnan vera eign hinna blökku.
Hann hafði sér til aðstoðar menn á borð við Luther
Vandross og svo auðvitað John Lennon, sem eins
og allir vita hafði gert Rubber Soul (engilsax-
neskur orðaleikur, afbrigði af „plastic soul“ og til-
vísun í gúmmísóla, „rubber sole“) með Bítlunum,
tíu árum fyrr.
Það er ef til vill merkilegt, að þessara nýju tón-
listarþreifinga gætir hvergi á David Live. Bowie
leyfir nýjum lögum hvergi að heyrast á tónleika-
ferðinni. Þess í stað er dagskráin að sjálfsögðu
byggð á lögum af fjórum síðustu plötum; Diamond
Dogs, plötunni sem ferðinni er ætlað að kynna,
The Rise and Fall of Ziggy Stardust and the Spid-
ers from Mars, Aladdin Sane og Hunky Dory. Því
er gaman að hafa í huga þau tónlistarlegu umbrot
sem Bowie er að ganga í gegnum þegar hann syng-
ur „Moonage Daydream“, „Aladdin Sane“,
„Changes“ og „Rebel Rebel“.
Young Americans í smíðum
Eina lagið sem segja má að líkist á einhvern hátt
efninu á Young Americans er „Aladdin Sane“, en
þar fer píanóleikarinn Mike Garson á kostum eins
og á samnefndri plötu. Reyndar var það svo að
helmingur hljómsveitarinnar brá sér í Sigma
Sound-hljóðverið í Philadelphiu, nærri Tower-
leikhúsinu þar sem tónleikarnir voru teknir upp, til
að taka upp efni á Young Americans.
Þegar Stage kom út árið 1978 hafði ótrúlega
mikið vatn runnið til sjávar. Andrúmsloftið var
gerbreytt, enda höfðu þá komið út heilar fjórar
plötur í millitíðinni; Young Americans, Station to
Station, Low og Heroes. Tónheimur Bowies var
allt annar, enda hafði hann svo sannarlega stundað
tónlistarlegar tilraunir á hverri einustu þessara
platna. Strax á fyrsta lagi, „Warszawa“ af Low,
heyrir maður að það kveður við allt annan tón en á
David Live.
Bowie tekur samt „gömul“ lög á Stage. Í þann
flokk falla þó eiginlega bara fimm lög af Ziggy
Stardust, sem hann tekur í röð í byrjun annars
disksins. „Five Years“, „Soul Love“, „Star“, „Hang
on to Yourself“ og „Ziggy Stardust“ eru að mestu í
upphaflegum búningum, ólíkt „gömlu“ lögunum á
David Live, sem mörg eru afar frábrugðin hljóð-
versútgáfunum.
Ekkert lag af
Diamond Dogs
Að öðru leyti spilar hann
að mestu lög af síðustu
þremur plötum; að sjálf-
sögðu Heroes, en einnig
af Low og Station to
Station. Ekki eitt ein-
asta lag af Diamond
Dogs er að finna á
Stage, en þau voru sem
fyrr segir í forgrunni
fjórum árum áður. Lík-
lega er það einmitt af
þeirri ástæðu, enda til-
gangslítið að gefa út lif-
andi upptökur með
sömu lögunum aftur.
Stage var tekin upp í
tónleikaferð til að fylgja
Heroes eftir, þeirri
margfrægu plötu sem
margir telja til eins höf-
uðverka Bowies. Hljóm-
urinn er betri en á Dav-
id Live og hljómsveitin
þéttari. Bowie er eini
maðurinn sem ljær báð-
um plötum hljóðfæri
sitt, en að öðru leyti er
hljómsveitinni skipt út
eins og hún leggur sig.
Tony Visconti hljóð-
blandaði báðar plöt-
urnar og á þessum nýju
útgáfunum hefur lög-
unum verið raðað upp á nýtt; til samræmis við tón-
leikana. Þannig byrjar fyrri diskur Stage á
„Warszawa“ og nýrri lögum Bowies, en seinni
diskurinn er að mestu helgaður Ziggy Stardust og
Station to Station. Í fyrri útgáfunni hafði röðin
verið að mestu leyti öfug. Tvö lög eru á EMI-
útgáfunni sem ekki voru á þeirri fyrri vegna pláss-
leysis; „Be My Wife“ og „Stay“.
Söngröddin eldist ekki
Sá sem farið hefur nýlega á tónleika með Bowie
getur ekki annað en tekið eftir því hversu vel hann
heldur sér, líkamlega og tónlistarlega. Reyndar
fékk hann hjartaáfall síðasta sumar, en fregnir
herma að hann sé óðum að ná sér. Fyrrnefndur
Tony Visconti, sem m.a. stjórnaði upptökum á
Space Oddity og The Man Who Sold the World og
sá sem fyrr segir um hljóðblöndun á David Live og
Stage, skrifar texta í bæklinga endurútgáfanna. Í
lok textans í bæklingi Stage segir hann:
„Leyfið mér að bæta við að eftir að hafa endur-
hljóðblandað David eins og hann var 1977 og svo
hljóðblandað tónleika frá árinu 2004, get ég varla
merkt að söngrödd hans hafi elst að neinu leyti. Ef
til er Dorian Gray-mynd af raddböndunum í hon-
um felur hann hana vel! Hann er einn af stórkost-
legustu tónlistarflytjendum okkar tíma, og þessir
tónleikar eru að mínu mati sígildir.“
Gjörólíkar hljómleikaplötur
EMI sendir frá sér nýjar útgáfur af tvöföldum
tónleikaplötum Davids Bowies frá áttunda ára-
tugnum, David Live og Stage, hinn 1. mars.
Eftir Ívar Pál
Jónsson
ivarpall@mbl.is
Lifandi dauður Á sviðinu í Tower-leikhúsinu í Philadelphiu í byrjun júlí 1974.