Lesbók Morgunblaðsins - 02.04.2005, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 02.04.2005, Blaðsíða 3
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 2. apríl 2005 | 3 1805: Fæddur 2. apríl í hornhúsinu milli Hans Jensens Stræde og Bangs Boder í Óðinsvéum en í því er nú rekið safn um skáldið. Raunar er deilt um það hvort Andersen fæddist í húsinu, sjálfur taldi hann svo ekki vera. Það er þó víst að hann bjó í Munkemøllestræde frá 1807 til 1819. Faðir Andersens var skósmiður og móðir hans þvottakona. Foreldrar hans höfðu litla peninga á milli handanna. 1810–11: Sækir drengjaskóla í Óðinsvéum. Skólaganga hans er slitrótt eftir það. 1816: Faðir Andersens deyr. 1819: Flytur til Kaupmannahafnar stuttu eftir fermingu fjórtán ára gamall og reynir fyrir sér við Konunglega leikhúsið sem ballettdansari, leikari, söngvari og að endingu sem leikritahöfundur. 1819–22: Fær leiðsögn í dönsku, þýsku og latínu fyrir milligöngu Konunglega leikhússins. 1822: Gefur út fyrstu bókina sína, Ungdoms-Forsøg. Af Villiam Christian Walter (dulnefnið er sett saman úr nöfnum Williams Shakespeares, hans eigin og Walters Scotts) en texti hennar er meira og minna stolinn, til dæmis frá B.S. Ingemann. Ekkert eintak seldist og heldur ekki 1927 þegar bóksali nokkur reyndi að skipta um kápu á bókinni í söluskyni. 1822–1826: Gengur í latínuskólann (menntaskólann) í Slagelse. Sækir einkakennslu í Kaup- mannahöfn og lýkur námi til stúdentsprófs við Kaupmannahafnarháskóla 1828. 1827: Birti ljóðið Det døende Barn í Kjøbenhavnsposten 25. september. Birti einnig fyrstu söguna sem hann kallaði ævintýr, Dykker-Klokken. Et Eventyr paa Havets Bund  4 STIKLUR bók Ungdoms-Forsøg gaf hann sjálfur út árið 1822 undir dul- nefninu William Christian Walther og sameinaði í nafninu Shakespeare, sjálfan sig og Walter Scott. Þessi bók seldist ekki. Upp úr þessu var H.C. Andersen veittur styrkur til að mennta sig almennilega þar sem menn eygðu hæfileika hjá honum og var hann sendur í latínuskóla. Hann undi sér mjög illa þar því honum fannst sköpunarþörf sín vera heft. Fyrstu útgefnu verk H.C. Andersens Árið 1826 orti H.C. Andersen ljóðið Det døende Barn. Sænskur kunningi hans las kvæðið og þýddi það á þýsku. Það birtist svo í dagblaði í Austur-Prússlandi án þess að þess væri getið að þetta væri þýðing á ljóði H.C. Andersens. Ekki urðu Danir ánægðir með þetta svo að H.C. Andersen fékk ljóð sitt prentað í Kjøbenhavnsposten 25. september 1827 ásamt þýsku þýðingunni. Í október árið 1828 lauk hann stúdents- prófi og var alsæll því nú mátti hann yrkja. Hann hófst strax handa við að skrifa Fodreise sem kom út 2. janúar 1829 og gaf hana út sjálfur. Þessi bók seldist upp og var strax gefin út aftur 11. apríl 1829 af virtum bókaútgefanda. Upp frá þessu var H.C. Andersen sískrifandi. Hann skrifaði ljóð, leikrit, skáldsögur, smásögur og ævintýri. Hann skrifaði ferðasögur og hélt dagbók. Hann ferðaðist mikið og var í stöðugum bréfaskriftum við velgerðarmenn sína og aðra. Hafa þessi bréf hans og dagbækur varðveist og verið gefin út. Ævintýri Fyrstu ævintýri H.C. Andersens komu út árið 1835 undir heitinu Eventyr, fortalte for Børn í tveimur heftum. Þetta eru ævintýrin Eldfærin, Litli Kláus og stóri Kláus, Prins- essan á bauninni, Blómin hennar Ídu litlu, Þumalína, Brellni drengurinn og Förunauturinn. Flest þessara ævintýra birtust fyrst á íslensku í þýðingu Steingríms Thorsteinssonar upp úr 1900 nema Blómin hennar Ídu litlu sem Pétur Sigurðsson þýddi og komu þau út kringum 1950. Fyrra hefti þessara ævintýra kom út 8. maí og strax 17. maí var kominn ritdómur í Søndagsbladet eftir Carl Bagger þar sem hann talar um að eins og fyrri verk þessa heiðraða rithöfundar sýni þetta merki um frumleika og stíllinn henti vel til að vekja athygli barna. Fleiri ritdómar birtust og árið 1836 kom í Dannora. For Critik og Anticritik nafnlaus rit- dómur um þetta sama hefti. Þar er rætt um að þetta sé ekki hentugt lesefni fyrir börn. Það þurfi að vera annað markmið með ævintýrunum en bara að skemmta. Einhver nytsemi þurfi að fylgja með en ekki sá skaði sem hugsanlega verður við að fylla ímyndunarafl barna með ótrúlegum hugmyndum. Hann endar dóm sinn á þeirri ósk að í framtíðinni muni þessi hæfileikaríki höfundur, sem hafi æðri köllun, ekki eyða tíma sínum í að skrifa „Eventyr for Børn“. H.C. Andersen tók þennan dóm mjög nærri sér og gleymdi honum ekki. H.C. Andersen hætti samt ekki að skrifa hvorki ævintýri né annað og árið 1855 birtist í Dansk Maanedsskrift Andet Bind ritdómur eftir Íslendinginn Grím Thomsen sem H.C. Andersen fagnaði mjög. H.C. Andersen segir að þetta sé fyrsti ritdómurinn í Danmörku sem viðurkenni hann sem skáld og að þar sé fjallað um verk hans eins og gert sé í Þýskalandi og Englandi. Þetta var ritdómur á Samlede Skrifter sem byrjað var að gefa út 1853 og komu 2 bindi út annan hvern mánuð fram til júlí 1855. Þýðingar á verkum H.C. Andersens Eins og áður hefur komið fram var fyrsta þýðing á ljóði eftir H.C. Andersen á þýsku og átti það einnig við um ævintýrin. Síðar tóku Englendingar að þýða verk hans, fyrst upp úr þýsku, seinna af frummálinu. Í dag á 200 ára afmælisdeginum hafa verk hans verið þýdd á fjölda tungumála og Danir sjálfir hafa lagt mikla vinnu í alls kyns rannsóknir á verkum ævin- týraskáldsins og verið iðnir við að gefa út verk hans í heima- landinu. Þegar farið er að skoða helstu þýðendur H.C. Andersens á íslensku kemur ýmislegt athyglisvert í ljós. Það er mjög mis- munandi hve mikið hver þýðandi hefur þýtt. Hvernig menn þýða er einnig mjög mismunandi. Sumir þýða mjög nákvæm- lega og aðrir endursegja ævintýrin. Menn þýða oftast úr frummálinu, en til eru þýðingar úr ensku, spænsku, rúss- nesku og ítölsku á ævintýrum H.C. Andersens yfir á íslensku. Fyrsti þýðandi H.C. Andersens á íslenska tungu var „kannski vitanlega“ sjálft þjóðskáldið okkar Jónas Hallgríms- son sem var samtímamaður H.C. Andersens í Danmörku um tíma. Jónas þýddi ævintýrið Kjærestefolkene sem kom út ár- ið 1843 og nefndi þýðingu sína Leggur og skel. Þessi þýðing birtist fyrst í Fjölni árið 1847 eftir dauða Jónasar. Báðir text- arnir fjalla um barnaleikföng þess tíma, hvor í sínu landinu. Á Íslandi léku börn sér að legg og skel en í Danmörku voru til a.m.k. á betri heimilum bolti og skopparakringla sem íslensk börn hafa lítið þekkt, nema þá hugsanlega börn í kaupstöðum eða börn ríkra foreldra. Uppruni persóna Jónasar er bundinn við næringu. Það voru hagnýt not af þeim sem ekki er hægt að tengja bolta og skopparakringlu við. Jónas þýddi heldur ekki orðrétt, en hélt sama inntaki og H.C. Andersen. Hann bætti við hér og þar og samsamaði textann íslensku sveita- samfélagi þar sem fæðan kemur af skepnunum og úr sjó. Fyrsta þýðing Steingríms Thorsteinssonar Móðirin kom út í Kaupmannahöfn 1860 í ritinu Ný Sumargjöf, en síðar átti hann eftir að gefa út miklu fleiri þýðingar. Þýðingar hans frá 1904 og 1908 á ævintýrum H.C. Andersens eru þær þýðingar sem oftast hafa verið gefnar út og var ennþá við lok 20. aldar verið að gefa út ævintýri í þýðingu hans. Hann þýddi ekki öll ævintýrin en flest þau allra þekktustu. Steingrímur var orð- inn vel fullorðinn maður þegar þessar þýðingar hans komu út á Íslandi. Hvort hann hefur þýtt ævintýrin eitthvað fyrr er ekki vitað, en hann var lengi samtímamaður H.C. Andersens í Kaupmannahöfn því hann dvaldi þar á árunum 1851–1872. Ekki hafa samt fundist gögn um að þeir hafi hist. Kristján Jónsson Fjallaskáld þýddi fyrsta útgefna ljóð H.C. Andersens Det døende barn og gaf því heitið Deyjandi barn. Þetta er eitt af fáum ljóðum H.C. Andersens sem fund- ist hafa þýdd á íslensku utan þeirra sem eru í ævintýrunum. Reyndar eiga þeir Kristján og H.C. Andersen margt sameig- inlegt. Báðir misstu þeir föður sinn ungir, urðu snemma lífs- reyndir og lögðu land undir fót við fermingu. Kristján er að sjálfsögðu íslenskt 19. aldar skáld svo hann notar stuðla og höfuðstafi sem ekki er að finna í ljóði H.C. Andersens. Hann notar hástemmt íslenskt skáldamál og fegrar í raun og veru texta H.C. Andersens og enduryrkir með danska ljóðið til viðmiðunar. Kristján var skólapiltur í Reykjavíkurskóla 1863–68 og þýddi ljóðið væntanlega þá ásamt ævintýrinu Fuglinn Phönix sem birtist í skólablaðinu Fjölsvinni nr. 6 árið 1868. Fleiri skáld þýddu H.C. Andersen á 19. öld. Það er til þýð- ing eftir Gest Pálsson, Næturgalinn, sem birtist í Fjölsvinni VI. árgangi 7. tölublaði árið 1873 og í tímaritinu Iðunni frá 1887 er til þýðing Matthíasar Jochumssonar Aldingarðurinn Eden á ævintýrinu Paradisets have. Á tuttugustu öld hafa margir þýðendur lagt hönd á plóginn og mikið hefur verið gefið út. Kvæðið Dansi, dansi, dúkkan mín kom t.d. fram í þýðingu Gunnars Þorsteinssonar Egilson (1885–1927). Annars hafa menn eingöngu þýtt ævintýrin. Marga fleiri þýðendur mætti telja eins og Björgúlf Ólafsson, Pétur Sigurðsson og Brynjólf Bjarnason sem þýddu hver um sig mörg ævintýri. Á seinni hluta 20. aldar má helst nefna Sigrúnu Árnadóttur og Atla Magnússon. Hér á Íslandi eru skáld ennþá að þýða H.C. Andersen. Það er skemmst frá því að segja að síðastliðið haust komu út endursagnir Böðvars Guðmundssonar skálds á fimm af þekktustu ævintýrum H.C. Andersens í litlum og skemmti- legum bókum. Einnig er skáldið Þórarinn Eldjárn að vinna að þýðingum á öllum ævintýrum H.C. Andersens sem eiga væntanlega að koma út á afmælisárinu. Það er því mjög ánægjulegt að núna á þessum tímamótum skuli birtast hér í Lesbók Morgunblaðsins þrjú áður óbirt ævintýri þýdd af íslensku skáldi, Sigurði A. Magnússyni. Fyrstu íslensku þýðendur H.C. Andersens voru einmitt þekkt skáld sem auðguðu íslenskan skáldskap með kynnum sínum af H.C. Andersen. Heimsbyggðin hefur gert hið sama og þannig hafa verk H.C. Andersens orðið að menningararfi mannkyns.  Heimildir Andersen, H.C. 2001. Det døende Barn. 1000 danske digte. København. Andersen, H.C. 1996. H.C. Andersens Levnedsbog. København. Andersen, H.C. 1985. Kjærestefolkene. H.C. Andersen Eventyr og Historier II. Danmark. Anmeldelse af Eventyr, fortalte for Børn. Første Samling. Første Hefte. 1836. Dannora. For Critic og Anticritic. Danmark. Bagger, Carl. 1835. Anmeldelse af Eventyr, fortalte for Børn. Første Samling. Første Hefte. Søndagsblad. Danmark. Bredsdorf f, Elias. 1992. H.C. Andersen En introduktion til hans liv og for- fatterskab. København. Gestur Pálsson. 1873. Næturgalinn. Fjölsvinnur. Reykjavík. Grímur Thomsen. 1855. H.C. Andersen’s Samlede Skrifter. Anmeldte af Grímur Thomsen. Dansk Maanedsskrift. Danmark. Gunnar Þorsteinsson Egilson. 1946. Dansi, dansi, dúkkan mín. Vísnabókin. Reykjavík. Jónas Hallgrímsson. 1847. Leggur og skel. Fjölnir. Kaupmannahöfn. Klysner, Finn. 1999. Kommentarer. H.C. Andersen Eventyr & Historier. Dan- mark. Kristján Jónsson. 1868. Fuglinn Phönix. Fjölsvinnur. Reykjavík. Kristján Jónsson. 1949. Ljóðmæli. Reykjavík. Matthías Jochumsson. 1887. Aldingarðurinn Eden. Iðunn. Reykjavík. Mylius, Johan de. 1993. H.C. Andersen – Liv og værk. Danmark. Steingrímur Thorsteinsson. 1860. Móðirin. Ný Sumargjöf. Kaupmannahöfn. Steingrímur Thorsteinsson. 1950. Ævintýri og sögur 1. og 2. bindi. Reykjavík. Höfundur er í meistaranámi í þýðingafræðum við Háskóla Íslands og vinn- ur að lokaritgerð um íslenskar H.C. Andersens-þýðingar. H.C. Andersen „Fyrsti þýðandi H.C. Andersens á íslenska tungu var „kannski vitanlega“ sjálft þjóðskáldið okkar Jónas Hallgrímsson sem var samtímamaður H.C. Andersens í Danmörku um tíma.“ H.C. Andersen og íslensku skáldin

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.