Lesbók Morgunblaðsins - 02.04.2005, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 02.04.2005, Blaðsíða 7
(2–5 nemar) eða jafnvel í einkatímum hjá sér- kennara. Á grunnskólastigi (1.–6. bekk), þar sem bekkjarkennarar bera ábyrgð á kennsl- unni, er megináhersla lögð á lestrar- og skrift- arhæfni ásamt stærðfræði. Á lægra fram- haldsskólastiginu valda erlend tungumál hluta nemenda oft erfiðleikum. Réttur námsmanns- ins til sérstakrar aðstoðar, í því tilviki, er lög- leiddur. Allir skólar njóta þjónustu sérstakra ráð- gjafa sem leita má til fyrir hvern nemanda og þeir hafa einnig því hlutverki að gegna að leið- beina um námsval, námsáform og framhalds- skóla. Tilgangur ráðgjafarinnar er að tryggja að sérhver nemandi sem lýkur almenna skól- anum, eigi kost á traustri ráðgjöf um hvaða leiðir til framhaldsnáms standa honum eða henni opnar í framtíðinni. Sveigjanleg námsskrá Fyrir 1990 var í gildi í Finnlandi ströng alls- herjar námsskrá sem kvað á um smæstu smá- atriði og tiltók textabækur sem ætti að nota. Tilgangurinn var að tryggja samræmt náms- framboð í öllum skólum. Skipulag, námsinni- hald og námstæki hins almenna skóla var allt tíundað í smáatriðum í þessari námsskrá. Grundvallarbreyting varðandi hugmynda- fræði að baki námsskrár og námsefni átti sér stað á seinasta áratug liðinnar aldar. Heildar- námsskráin var endurskoðuð frá grunni og var gerð mun sveigjanlegri. Samtímis urðu miklar umræður um sérstaka ábyrgð skóla og um þörfina fyrir heildarnámsmat og skil- greindar lágmarkskröfur sem leiddu til rót- tækra breytinga. Nú eru í gildi leiðbeinandi reglur, sem kveða á um frammistöðumat (lágmarksskil- yrði), en gefa einstökum skólum svigrúm til að meta heildarframmistöðu nemenda (innan og utan skólastofu) að auki. Við lok níu ára al- menna skólans eru gerð úrtök (sample-based surveys). Niðurstöðurnar eru birtar fyrir skólakerfið í heild en niðurstöður hvers skóla eru birtar honum einum. Eftir breytingarnar hafa finnskir skólar mikið sjálfræði um uppeldisfræðileg vinnubrögð og útfærslu námsskrár. Þessara breytinga sér stað í nið- urstöðum Pisa-könnunarinnar, sem leiðir í ljós að finnskir kennarar njóta umtalsverðs sjálfræðis og ákvörðunarvalds um skólastefnu og stjórnun. Til dæmis ráða kennarar einir vali kennslubóka. Þeir hafa einnig meira að segja um námsefni, námskeið, sem skólinn leggur áherslu á og námsmat en gildir al- mennt um kennara í OECD-löndum. Fræðslu- skrifstofur og stjórnunarstofnanir sveitar- stjórna hafa á hinn bóginn minna ákvörðunar- vald um skólastarfið í Finnlandi en í öðrum OECD-löndum. Það vekur athygli, að nið- urstöður Pisa-könnunarinnar sýna að þær þjóðir sem gefa skólum sínum meira sjálfræði, eins og t.d. Finnland, sýndu betri náms- árangur en nemendur frá þeim þjóðum þar sem skólakerfið er miðstýrðara. Ábyrgð og ákvörðunarvald kennara í skólastarfinu er einn þeirra þátta, sem tvímælalaust hafa stuðlað að góðri frammistöðu finnskra nem- enda í Pisa-könnuninni. Menningarleg samvirkni Að baki almenna skólanum í Finnlandi býr víðtæk menningarleg og pólitísk samstaða um meginmarkmið menntastefnunnar. Ágrein- ingur og skyndibreytingar í grundvallarhugs- un um menntastefnu hafa verið fátíð í finnskri menningarsögu. Út alla tuttugustu öldina hef- ur ríkt víðtæk samstaða um forgang menntun- ar til að fullnægja þörfum allrar þjóðarinnar, bæði í dreifbýli og þéttbýli. Það er ekki hvað síst að þakka miklum gæðum kennaramennt- unar, að allir skólar í Finnlandi bjóða nú upp á gæðamenntun. Þetta endurspeglast í hinum litla mun námsframmistöðu milli skóla, héraða og jafnvel einstaklinga. Sem menningarlega samstætt þjóðfélag hafa Finnar lagt mikla rækt við þarfir minni- hluta. Finnland hefur tvö opinber tungumál, finnsku (sem er móðurmál 94% íbúanna) og sænsku (6%). Báðir þessir tungumálahópar eiga rétt til jafnrar aðstöðu til menntunar á sínu eigin tungumáli frá grunnskóla til há- skóla. Aðrir minnihlutahópar eru tiltölulega fyrirferðarlitlir í finnsku þjóðfélagi. Sam- kvæmt Pisa-könnuninni eru námsmenn fædd- ir utan Finnlands aðeins um 1% (meðaltal OECD-landa er 4,7%) og þeir sem ekki tala annað hvort tungumálið 1,3% (samanber OECD-meðaltalið sem er 5,5%). Flest bendir til að þessum námsmönnum eigi eftir að fjölga. Það mun kalla á sérstök viðbrögð í finnsku skólastarfi. Vegna menningarlegarar samstöðu fá- mennrar þjóðar hefur það reynst Finnum til- tölulega auðvelt að ná samstöðu um inntak menntastefnunnar og um leiðir til að ná settu marki. Meira að segja skipulagsbreytingarnar upp úr 1970, sem leiddu til stofnunar almenna skólans (Comprehensive School) náðust fram án mikilla pólitískra átaka. Í reynd var þjóðarsamstaða um það upp úr 1960 og 1970 að sérskólakerfið skyldi lagt af og almenni skólinn kæmi í staðinn. Nú kann þetta að vera að breytast. Hin líflega umræða í kjölfar Pisa- könnunarinnar gefur til kynna að í framtíðinni verði erfiðara að ná samstöðu um gildismat og markmið menntastefnunnar. Menntastefna hefur ávallt talist mikilvæg í pólitískri umræðu í Finnlandi og mati á fram- tíðarhorfum þjóðarinnar. Í fámennu og fjar- lægu þjóðfélagi, sem byggist á framandlegu tungumáli, sem fáum er gefið að skilja, hefur góð menntun handa öllum ævinlega verið talin forsenda þess að viðhalda menningu þjóðar- innar. Fámenn þjóð hefur ekki efni á að úti- loka neinn frá góðri menntun. Jafnrétti til náms: Ögrun fjölþjóðamenningar Niðurstöður Pisa-könnunarinnar sýna að Finnum hefur tekist að bjóða upp á hágæða- menntun og mikið jafnræði námsframmi- stöðu. Þetta er uppörvandi fyrir þá skóla- stefnu sem fylgt hefur verið. Hún sýnir að í skólastarfi er unnt að draga úr menning- arlegu ójafnræði. Hins vegar hafa Finnar ekki náð eins góðum árangri í að tryggja jafnræði kynja varðandi lestrarkunnáttu og skilning. Í samanburði við fyrri alþjóðakannanir virðist kynjabilið varðandi lestrarkunnáttu hafa víkk- að bæði í Finnlandi og í öðrum löndum. Kynjabilið var breiðast í Finnlandi, það er 51 punktur (OECD-meðaltalið var 32 punktar). Kynjabilið er hins vegar ekki því að kenna að finnskir drengir hafi staðið sig illa heldur í því að finnskar stúlkur skiluðu framúrskarandi árangri. Finnskir drengir náðu betri árangri en drengir í nokkru öðru OECD-landi og jafn- vel betri árangri en stúlkur frá mörgum öðr- um þátttökuþjóðum. Enda þótt kynjabilið sé breitt, er finnski Pisa-rannsóknarhópurinn bjartsýnn á að það megi minnka með því að örva áhuga drengja á lestri og menningar- þátttöku. Að viðhalda jafnrétti til náms verður áfram grundvallarsjónarmið að baki uppbyggingar finnska grunnskólans í framtíðinni. Hin finnska jafnræðishefð stendur djúpum rótum en á hana mun reyna með vaxandi fjölda inn- flytjenda og aukinni menningarfjölbreytni. Til þess að mæta kröfum menningarlegrar fjöl- breytni munu Finnar þurfa að leita í smiðju þeirra þjóða sem þegar hafa mikla reynslu af aðlögun innflytjenda. Enda þótt frammistaða finnskra nemenda hafi verið fyrsta flokks samkvæmt Pisa- könnuninni má enn bæta árangurinn. Bættur árangur verður mjög undir því kominn hvern- ig skólanum tekst að koma til móts við ein- staklingsbundnar þarfir nemenda. Samkvæmt Pisa-könnuninni reyndist um 7% finnskra nemenda eiga í vandræðum með og 20% nem- enda átti í einhverjum erfiðleikum með að mæta kröfum þekkingarþjóðfélags samtím- ans. Í alþjóðlegum samanburði eru þessar töl- ur lágar – hinar lægstu innan OECD. Hinn finnski almenni skóli mun halda áfram að leið- beina og rétta hjálparhönd minnihlutahópum, sem eiga í erfiðleikum. Uppeldisfræði sem beinir athyglinni að úr- valshópi hinna hæfustu hefur ekki látið mikið að sér kveða í Finnlandi. Á þetta hefur ekki verið litið sem sérstakt vandamál. Reynslan sýnir að ef kennarinn er á annað borð nægi- lega vel menntaður og hefur nægan stuðning sér að baki getur hann kennt einstaklingum með mjög ólíka hæfileika og kunnáttustig með góðum árangri. Þessum árangri væri hins vegar stefnt í hættu, ef fjölgað yrði til muna í bekkjardeildum, í nafni sparnaðar og aðhalds- semi. Með því að leggja meiri rækt við ein- staklingsbundnar þarfir má líka koma til móts við sérþarfir úrvalshóps hinna hæfustu, án þess að hverfa frá grundvallarreglunni um jöfn tækifæri til menntunar, sem hefur reynst Finnum svo vel. Bryndís Schram þýddi. – Erindið var flutt á ráðstefnu í Helsinki 14.03. sl. undir heitinu: Finland in PISA-Studies: Reasons behind the Results. Erindið er lítillega stytt í þýðingu. skólastarfs Höfundar eru prófessorar við rannsóknarstofnun skóla- mála við Háskólann í Jyvaskyla í Finnlandi. Lesbók Morgunblaðsins ˜ 2. apríl 2005 | 7 Ég vaknaði við bænakallið úr moskunum. Klukkan var fjögur um nótt. Ég hélt á fjarstýringu í annarri hendinni. Hafði verið að reyna að fínstilla loftræstikerfið frá því ég lagðist til svefns. Fyrst var mér of heitt undir lakinu. Síðan of kalt. Nú var hitastigið loksins passlegt. Rakinn var hins vegar óbærilegur. Ég fór á fætur og fékk mér kalt vatn úr ískápnum. Opnaði svaladyrnar og smeygði mér út í heitt myrkrið. Loftið var þrútið af ómstríðum röddum og það titraði allt af söng. Komið að biðja, var kall- að úr öllum áttum. Komið að biðja! Það er betra að biðja en að sofa! Allahu akbar, sönglaði ég ósjálfrátt með. Ég kannaðist ekki við þennan loðna og dimma róm sem virtist koma úr mínum eigin iðrum. Alluhu akbar, la ilaha illa-llah! Skyndilega datt allt í dúnalogn og ég fór að velta því fyrir mér hver væri áttin til Mekka. Ég mændi á flúorgrænt ljósið sem lýsti upp mínaretturnar í nágrenninu en varð engu nær. Það var allt með kyrrum kjörum í borginni. Fáir á ferli en þó mátti sjá einn og einn bíl á stangli. Ég mundi allt í einu eftir svipaðri kyrralífsmynd úr sjónvarp- inu. Klukkan var rúmlega fjögur í Bagdad og heimsbyggðin beið með öndina í hálsinum eftir því að Bandaríkjamenn og Bretar gerðu árás á borgina. Mér fannst útsendingin ekkert sérlega ógnvekjandi fyrr en ég uppgötvaði að ég var sífellt að skipta um stöðvar á fjarstýringunni í leit að líflegra afþreyingarefni til að horfa á meðan ég beið eftir því að sjá borg- ina sprengda í loft upp. Það var komið fram yfir miðnætti í Reykjavík þegar ég gafst upp á því að bíða eftir stríðinu og snautaði skömmustuleg inn í rúm. Nú var klukkan rúmlega fjögur í Beirút og enn var barist í Bagdad. Bænakallið bergmálaði í höfðinu á mér og ég var að hugsa um að slaka aðeins á í nuddpottinum áður en ég skriði aftur uppí rúm. Linda Vilhjálmsdóttir September 2003 Höfundur er rithöfundur. I. Ef varðveisla íslensks þjóðernis væri fyrst og fremst tilfinningamál, eins og Gylfi Þ. Gíslason dósent, hjelt fram í Útvarpserindi sínu 5. mars sl. þá væru horfurnar í því máli alt annað en góðar. En þessu er, sem betur fer, ekki þannig varið, einsog nú skal að nokkur sýnt framá. Markmið það sem keppa ber að, er alveg vafalaust samtaka mannfjelag um alla jörð. Og ef sjerstök þjóðareinkenni, sjer- stakt þjóðerni, væri einungis hindrun á leiðinni að því takmarki, þá væri sjálf- sagt að ryðja þeirri hindrun úr vegi. En nú virðist þar ekki geta verið um að vill- ast, að sjerstöku þjóðerni, geti verið sjerstök og það mjög sjerstaklega áríð- andi hlutverk ætluð í þessari viðleitni til að ná stórkostlegu takmarki. Og eins sýnir sagan áreiðanlega, að það er síst einhlítt, að meta menningarþýðingu einhverrar þjóðar eftir mannfjölda. Grikkir voru ekki stórþjóð, og hefur þó engin þjóð að eins miklum hluta og þeir, lagt undirstöðurnar að menningu nútímans. Og því fer fjarri, að öll tungumál sjeu jafn- þýðingarmikil. Gríska og latína væru svo merkileg mál, að þótt þessar tungur sjeu fyrir löngu dauðar, sem kallað er, þá getur enginn, sem öðru fremur, ætlar sjer að leggja stund á mentun, vísindi og ritlist, sjer að skaðlausu verið án kunnáttu í þeim tungumálum. II. En svo að vjer snúum oss sjerstaklega að ís- lensku þjóðinni, þá er nú, einmitt á þessum tímum, ljóst eins og aldrei hefir verið áður, að íslenskt þjóðerni mundi eiga sjer skamma sögu hjereftir, ef ekki væri hægt að sýna framá, eigi einungis, að þessi þjóð hafi haft sjerstaka þýðingu fyrir aðrar þjóð- ir, heldur einnig að svo gæti orðið fram- vegis, og jafnvel á miklu stórkostlegri hátt en áður, þannig að nauðsynlegt reyndist að ísl. áhrif nái til alls mannkyns. Verður þó að líta á þetta mál í sambandi við Norð- urlandaþjóðirnar aðrar. Það er fyrst og fremst þekkingin sem verið hefir ljós á veg- um mannkynsins, og er ekki að efa, að sá þáttur sem frændþjóðir vorar á Norður- löndum hafa átt í að tendra og glæða það ljós, er miklu meiri en gera mætti ráð fyrir, eftir mannfjölda og velmegun. Skal ekki orðlengja þarum að sinni. Hlutur Íslend- inga hefir þar, að því er þekkingu á nátt- úrunni snertir, orðið mjög miklu minni en frændþjóðanna, og er það síst furða. En vjer einir varðveitum hið forna tungumál Norðurlanda, þannig að það er fyrir oss ekki dautt mál. Og á þessu máli hefir ritað verið sumt það merkilegasta sem til er í bókmentum mannkynsins. Það mun vera óhætt að fullyrða, hvort sem litið er á skáldskap eða sagnfræði, að eng- inn rithöfundur á Norðurlöndum hafi jafn áhrifamikill verið og Snorri Sturlu- son. En ekki er vert að gleyma því, að vjer þurftum Norðmanna við, til þess að koma oss í skilning um, hversu stór- kostleg snilldarverk það eru sem vjer eigum Snorra að þakka. Er þar vikið að miklu vandamáli vor Íslendinga. Einusinni voru þeir margir hjer á landi sem vissu, að Snorri hafði samið ævisögu Egils Skallagrímssonar forföður síns, – og það af þeirri snild, að varla hefir þar verið við jafn- ast, eða ekki – en enginn ljet sjer til hugar koma að segja frá því, ekki einusinni Sturla Þórðarson, bróðursonur Snorra, sem þó hafði svo mikið af þessum frænda sínum lært, og svo merkilegur rithöfundur var sjálfur. Það mætti rita langt mál til að sýna framá hversu greinilega það kemur fram, þrátt fyrir alla erfiðleika, að hinni örsmáu ís- lensku þjóð er þó stórkostlegt hlutverk ætl- að í menningarsögu mannkynsins. En, jeg ætla þó, að sinni, að láta mjer nægja að benda á það, sem líklega mætti nefna aðal- erfiðleikann og stærstu hættuna á fram- faraleið þjóðarinnar. En það er hinn tilfinn- anlegi skortur á þeirri tegund þjóðrækni, sem svo ómissandi er til stuðnings þeim er líklegir væru til að gera, eða jafnvel hefðu gert, einhverjar þær uppgötvanir, eða hugs- að einhverjar þær hugsanir, sem helst mið- uðu til að gera skiljanlega þýðingu íslensku þjóðarinnar fyrir aðrar þjóðir, og jafnvel alt mannkyn. Lesbók Morgunblaðsins | 8. apríl 1945 Eftir dr. Helga Pjeturss 80 ára 1925 2005 Íslenskt þjóðerni frá alþjóða sjónarmiði

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.