Lesbók Morgunblaðsins - 02.04.2005, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 02.04.2005, Blaðsíða 4
4 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 2. apríl 2005 Stökkgellurnar E inusinni vildu flóin, engisprett- an og stökkgæsin komast að því, hver þeirra gæti stokkið hæst, svo þær buðu allri heimsbyggðinni og öðrum sem koma vildu til að horfa á her- legheitin, og þarna í stofunni voru saman komn- ar þrjár ósviknar stökkgellur. „Já, ég gef son minn þeirri sem hæst stekk- ur!“ sagði kóngurinn, „því það er svo aumt að láta þessar dömur stökkva ófyrirsynju!“ Flóin kom fram fyrst; hún var einkar hátt- prúð í framkomu og heilsaði á báðar hendur, því í æðum hennar rann ungfreyjublóð og hún var vön að umgangast mannfólkið, sem skiptir ekki litlu máli. Svo kom engisprettan; hún var reyndar tals- vert þyngri á sér, en samt í ágætu formi og klæddist grænum einkennisbúningi sem var meðfæddur; aukþess kvaðst daman eiga sér forna ætt í því sögufræga Egyptalandi og vera í miklum metum hérlendis, því hún væri tekin beint af akrinum og sett í spilaborg sem væri þrjár hæðir, allar úr mannspilum sem sneru lit- uðu síðunum innávið; þar væru bæði dyr og gluggar skorin útúr mitti hjartadrottningar. „Ég syng þannig,“ sagði hún, „að sextán inn- fæddar krybbur, sem hafa vælt síðan þær voru litlar og samt ekki eignast spilaborg, hafa orðið svo gramar við að heyra til mín, að þær eru orðnar ennþá mjósaralegri en þær voru!“ Báðar tvær, jafnt flóin sem engisprettan, gerðu þannig ljósa grein fyrir hverjar þær væru og að þær teldu sig vel samboðnar prinsinum. Stökkgæsin sagði ekki neitt, en haft var fyrir satt að hún hugsaði þeim mun meira, og þegar hirðhundurinn nasaði snöggvast af henni ábyrgðist hann að hún væri af góðum ættum; gamli borgarfulltrúinn, sem hlotið hafði þrjú heiðursmerki fyrir að þegja, fullyrti að stökk- gæsin væri gædd spádómskrafti; hægt væri að sjá á bakinu á henni hvort von væri á mildum vetri eða hörðum, og slíkt er ekki einusinni hægt að sjá á bakinu á þeim sem semur alman- akið. „Já, ég segi nú ekki margt!“ sagði gamli kóngurinn, „en ég geng um kring og hugsa mitt!“ En nú var það stökkið sem um var að tefla. Flóin stökk svo hátt að enginn gat séð það, og þá var því haldið fram að hún hefði alls ekki stokkið, sem var nú frekar lúalegt. Engisprettan stökk ekki nema hálfa hæð á við flóna, en hún stökk beint uppí opið geðið á kónginum, og þá sagði hann að það væri ógeðs- legt. Stökkgæsin stóð lengi grafkyrr og hugsaði sig um; undir lokin héldu menn að hún gæti alls ekki stokkið. „Bara að henni hafi ekki orðið illt!“ sagði hirðhundurinn, og svo nasaði hann aftur af henni: Rútsj! Og litla skinnið tók skástökk rak- leiðis í kjöltu prinsins, sem sat á lágum gull- skemli. Þá sagði kóngurinn: „Hæsta stökk er að stökkva upp til sonar míns, því það er fínast, en slíkt dettur manni ekki í hug nema maður sé gæddur góðri greind, og stökkgæsin hefur sýnt að hún er greind. Hún hefur bein í enninu.“ Og þannig hreppti hún prinsinn. „Ég stökk þó hæst!“ sagði flóin. „En það kemur útá eitt! Látum hann bara eignast þetta leikfang úr gæsabeini sem hoppar og skoppar með hjálp pinna sem festur er við band með biki! Ég stökk hæst, en í þessum heimi þarf maður að hafa skrokk til að sjást!“ Og síðan réð flóin sig í vist erlendis, og segir sagan að þar hafi henni verið ofgert. Engisprettan settist útí skurð og hugleiddi hvernig hlutirnir gengju fyrir sig í henni versu, og hún sagði líka: „Til þess þarf skrokk! Til þess þarf skrokk!“ Og síðan söng hún sitt eigið mæðulega kvæði, og það er úr því sem við fengum þessa sögu, sem gæti svosem verið afbakaður tilbún- ingur, jafnvel þó hún sé komin á prent. Smalastúlkan og sótarinn Hefurðu nokkurntíma séð verulega gamlan tré- skáp, sótsvartan af elli með útskornum krúsi- dúllum og laufskrúði? Einn slíkur stóð einmitt í dagstofu nokkurri; hann var fenginn að erfðum eftir langömmu og skreyttur útskornum rósum og túlípönum hátt og lágt; þar voru undarleg- ustu krúsidúllur og milli þeirra stungu litlir hirtir fram hausum með mörgum hornum; en á miðjum skápnum var útskorinn heill karl- maður; hann var að sönnu skoplegur á að líta, og sjálfur glotti hann, en ekki var hægt að kalla það hlátur; hann var með geithafurslappir, lítil horn á enninu og sítt skegg. Börnin í stofunni kölluðu hann ævinlega kiðfætta yfirogundir- herráðsliðþjálfann, því það var nafn sem erfitt var að bera fram, og það eru ekki margir sem fá þessháttar titil; og að láta skera hann út var ekki heldur neitt smáræði. En þarna var hann nú einusinni kominn! Ævinlega horfði hann yfirtil borðsins undir speglinum, því þar stóð in- dæl lítil smalastúlka úr postulíni; skórnir voru gylltir, kjóllinn var laglega festur með rauðri rós, og svo var hún með gullhettu og smalastaf; hún var yndisleg! Fast uppvið hana stóð lítill sótari, biksvartur, en líka úr postulíni; hann var ekki síður hreinn og snotur en hver annar; að hann var sótari var bara eitthvað sem menn ímynduðu sér; postulínssmiðurinn hefði allteins getað gert úr honum prins, því það kom útá eitt. Þarna stóð hann svo snoturlega með tröpp- una sína og andlit sem var hvítt og rjótt einsog á ungmey, og eiginlega voru það mistök, því hann hefði gjarna mátt vera svolítið svartur. Hann stóð mjög nálægt smalastúlkunni; þeim hafði báðum verið stillt upp þarsem þau stóðu, og úrþví þeim hafði verið stillt saman voru þau búin að trúlofa sig; þau hentuðu jú hvort öðru, þau voru ung að árum, þau voru af samskonar postulíni og bæði jafnveikburða. Rétt hjá þeim stóð líka brúða sem var þrefalt stærri; það var gamall Kínverji sem gat kinkað kolli; hann var líka úr postulíni og sagðist vera afi litlu smalastúlkunnar, en á það gat hann víst ekki fært sönnur; hann fullyrti að hann hefði vald yfir henni og þessvegna hefði hann kinkað kolli til kiðfætta yfirogundirherráðsliðþjálfans, sem biðlaði til litlu smalastúlkunnar. „Þar eignastu mann,“ sagði gamli Kínverjinn, „mann sem ég held næstum að sé úr mahóní- viði, og hann getur gert þig að frú kiðfætta yfir- ogundirherráðsliðþjálfans; hann er með fullan skáp af silfurborðbúnaði fyrir utan það sem hann geymir í leynilegum hirslum.“ „Ég vil ekki fara inní dimman skápinn,“ sagði litla smalastúlkan, „ég hef heyrt sagt að þar geymi hann ellefu postulínskonur!“ „Þá getur þú orðið sú tólfta,“ sagði Kínverj- inn. „Í nótt, strax og fer að braka í gamla skápn- um, munuð þið halda brúðkaup að mér heilum og lifandi.“ Síðan kinkaði hann kolli og sofnaði. En litla smalastúlkan grét og horfði á heitt- elskaðan ástvin sinn, postulínssótarann. „Ég held ég biðji þig,“ sagði hún, „að fara með mig úti heim, því hér gætum við ekki verið áfram!“ „Ég vil allt sem þú vilt,“ sagði litli sótarinn. „Við skulum strax halda af stað. Ég held nú að ég geti framfleytt þér með starfi mínu!“ „Bara að við værum komin niðraf borðinu!“ sagði hún. „Ég tek ekki á heilli mér fyrren við erum komin útí heim!“ Og hann huggaði hana og sýndi henni hvar hún ætti að tylla litla fætinum sínum á útskornu jaðrana og gyllta laufskrúðið niðreftir borðfæt- inum. Tröppuna sína tók hann líka til handar- gagns, og svo voru þau komin niðrá gólfið; en þegar þau litu yfirað gamla skápnum var allt í uppnámi: allir útskornu hirtirnir stungu haus- unum lengra fram, reistu hornin og teygðu upp álkuna; kiðfætti yfirogundirherráðsliðþjálfinn stökk í loft upp og hrópaði til gamla Kínverjans: „Nú fara þau, nú fara þau!“ Þá urðu þau dálítið skelkuð og stukku í hend- ingskasti uppí skúffuna á útskotinu. Þar lágu þrjú, fjögur spil sem ekki voru sam- stæð og lítið brúðuleikhús sem var eins háreist og aðstæður leyfðu. Verið var að leika gaman- leik og allar dömurnar, bæði tígull, hjarta, lauf og spaði, sátu á fyrsta bekk og höfðu túlípana fyrir blævængi, og að baki þeim stóðu allir gos- arnir og sýndu að þeir voru með höfuð bæði efst og neðst einsog vanalegt er í spilum. Gaman- leikurinn fjallaði um par sem ekki fékk að eig- ast, og af þeim sökum grét smalastúlkan, því þetta var einsog hennar eigin saga. „Ég þoli þetta ekki!“ sagði hún. „Ég verð að komast uppúr skúffunni!“ En þegar þau lentu á gólfinu og horfðu uppá borðið, þá var gamli Kín- verjinn vaknaður og ruggaði með öllum líkam- anum, enda var hann bara klumpur að neðan- verðu. „Nú kemur gamli Kínverjinn!“ skrækti smalastúlkan, og síðan lét hún fallast á postu- línshnén sín, svo sorgmædd var hún. „Ég er með hugmynd!“ sagði sótarinn. „Ætt- um við ekki að skríða niðrí stóru ilmjurtakrús- ina sem stendur í króknum. Þar gætum við leg- ið á rósum og lofnarblómum og kastað salti í augun á honum þegar hann kemur.“ „Það nægir ekki!“ sagði hún. „Aukþess veit ég að gamli Kínverjinn og ilmjurtakrúsin hafa verið trúlofuð, og það verður ævinlega svolítil góðvild eftir, þegar einhver hefur verið í svo- leiðis tengslum. Nei, ekki er um annað að ræða en halda útí heim!“ „Hefurðu virkilega kjark til að fara með mér útí heim?“ spurði sótarinn. „Hefurðu hugsað útí hvað hann er stór og að við eigum aldrei framar eftir að koma til baka?“ „Það hef ég gert!“ sagði hún. Og sótarinn horfði fast á hana, og síðan sagði hann: „Leið mín liggur gegnum reykháfinn! Hefurðu virkilega kjark til að skríða með mér gegnum kolaofninn, bæði holrúmið og rörið? Síðan komum við útí reykháfinn og þar kann ég til verka. Við klifrum svo hátt að þau gætu ekki náð til okkar, og efst uppi er op útí heiminn!“ Og hann leiddi hana að speldinu á kolaofn- inum. „Útlitið er svart!“ sagði hún, en fór samt með honum, bæði gegnum holrúmið og rörið, þar- sem ríkti fullkomið svartnætti. „Nú erum við í reykháfinum!“ sagði hann, „og sjáðu! sjáðu! þarna efra tindrar skærasta stjarna!“ Og reyndar var raunveruleg stjarna á himn- inum og lýsti alla leið niður til þeirra, einsog hún vildi vísa þeim veginn. Og þau skriðu og þau skreiddust, og hryllileg var leiðin, svo hátt, svo hátt; en hann lyfti og létti undir, hélt á henni og benti á bestu staðina til að tylla postulínsfót- unum, og svo náðu þau alla leið uppað brún reykháfsins, og þar settust þau niður, því þau voru vissulega orðin þreytt, enda máttu þau líka vera það. Efra var himinninn með öllum sínum stjörn- um og neðra öll þök borgarinnar; þau lituðust um, horfðu langt útí heiminn; vesalings smala- stúlkan hafði aldrei hugsað sér þetta þannig; hún hallaði litla höfðinu að sótaranum, og svo grét hún, þannig að gullið hrökk af mittislind- anum. „Þetta er alltof mikið!“ sagði hún. „Ég þoli það ekki! Heimurinn er alltof stór! Bara að ég væri aftur á litla borðinu undir speglinum! Ég lít ekki glaðan dag fyrren ég er komin þangað aftur! Nú er ég búin að fara með þér útí heim- inn; nú máttu gjarna fylgja mér heim aftur, ef þér þykir nokkuð vænt um mig.“ Og sótarinn talaði skynsamlega um fyrir henni, rausaði um gamla Kínverjann og kið- fætta yfirogundirherráðsliðþjálfann, en hún grét með svo hræðilegum ekkasogum og kyssti litla sótarann sinn, svo hann sá sér ekki annað fært en láta undan, þó það væri rangt. Og svo skriðu þau aftur með miklum þraut- um niður um reykháfinn og þau skreiddust gegnum tromluna og hólkinn, sem var hreint ekki notalegt, og síðast stóðu þau í dimmum kolaofninum. Þar stóðu þau á hleri bakvið speldið til fá að vita hvernig ástatt væri í stof- unni. Það var dauðahljóð; þau gægðust út – æ, þarna lá gamli Kínverjinn á miðju gólfi, hann hafði dottið niðraf borðinu, þegar hann ætlaði að fylgja þeim, og brotnað í þrennt; bakið hafði losnað frá í einum bút og höfuðið skoppað útí horn. Kiðfætti yfirogundirherráðsliðþjálfinn stóð þarsem hann hafði alla tíð staðið og var í þungum þönkum. „Þetta er skelfilegt!“ sagði litla smalastúlkan. „Afi gamli er brotinn og við eigum sök á því! Þetta lifi ég aldrei af!“ Og svo neri hún saman agnarlitlu höndunum sínum. „Það er enn hægt að spengja hann saman!“ sagði sótarinn. „Það er vel hægt að spengja hann saman! Vertu nú ekki svona áköf! Þegar þeir líma á honum bakið og láta hann fá góða spöng í hnakkann, þá verður hann aftur einsog nýr og getur sagt okkur margt ógeðfellt!“ „Heldurðu það?“ sagði hún. Og síðan skriðu þau aftur uppá borðið þarsem þau höfðu áður staðið. „Sjáðu hversu langt við komumst!“ sagði sót- arinn. „Og við hefðum getað sparað okkur alla þá fyrirhöfn!“ „Bara að við fáum afa gamla spengdan!“ sagði smalastúlkan. „Ætli það sé mjög dýrt?“ Og spengdur var hann. Fjölskyldan lét líma á honum bakið, hann fékk spöng í hálsinn, hann varð aftur einsog nýr, en ekki gat hann kinkað kolli. „Þér eruð vísast orðinn dramblátur síðan þér urðuð fyrir brotinu!“ sagði kiðfætti yfirogundir- herráðsliðþjálfinn. „Mér finnst samt að það sé ekkert til að hreykja sér af! Hreppi ég hana eða hreppi ég hana ekki?“ Og sótarinn og litla smalastúlkan horfðu klökk á gamla Kínverjann. Þau voru svo hrædd um að hann mundi kinka kolli, en það gat hann ekki, og það var vandræðalegt fyrir hann að segja ókunnugum að hann væri stöðugt með spöng í hnakkanum, og síðan hélt postulíns- fólkið hópinn, og það blessaði spöngina hans afa gamla og bjó við gagnkvæma væntumþykju þartil það maskaðist. Holgeir danski Til er í Danaveldi gamall kastali sem heitir Krónborg og liggur útvið Eyrarsund þarsem stóru skipin sigla dag hvern í hundraðatali, bæði ensk, rússnesk og prússnesk; og þau heilsa gamla kastalanum með fallbyssuskotum: „búm!“ og höllin svarar um hæl með fallbyss- um: „búm!“ því þannig bjóða fallbyssur „góðan daginn!“ og segja „kærar þakkir!“. – Að vetrin- um sigla engin skip; þá er sundið ísi lagt allt uppað strönd Svíþjóðar, en það er eiginlega einsog heill þjóðvegur sem veifar danska fán- anum og sænska fánanum, og danskir og sænskir þegnar bjóða hver öðrum „góðan dag- inn“ og segja „kærar þakkir“, en ekki með fall- byssum, nei, með vinsamlegu handabandi, og annar sækir hveitibrauð og kringlur til hins, afþví framandi fæða bragðast best. En það dýr- legasta við þetta alltsaman er samt gamla Krónborg, og það er undir henni sem Holgeir danski situr í djúpum, myrkum kjallara þangað sem enginn kemur. Hann er klæddur járni og stáli og hvílir höfuðið á kröftugum örmum sín- um. Sítt skeggið lafir frammá marmaraborðið þarsem það hefur vaxið fast. Hann sefur og læt- ur sig dreyma, en í draumunum sér hann allt sem á sér stað hér ofanjarðar í Danmörku. Á hverjum aðfangadegi kemur engill Guðs og kunngerir honum að allt sem hann hefur dreymt sé rétt og hann geti vel sofnað aftur, því Danmörk sé ekki ennþá í neinni verulegri hættu; en steðji hún að, þá muni gamli Holgeir danski rísa á fætur svo borðið klofni þegar hann togi til sín skeggið; síðan gangi hann fram og láti höggin dynja svo heyrist um víða veröld. Allt þetta varðandi Holgeir danska var efnið í því sem gamall afi var að segja sonarsyni sín- um, og litli snáðinn vissi að það sem afi sagði var satt. Og meðan öldungurinn sat og sagði frá, telgdi hann stóra tréskurðarmynd; hún átti að tákna Holgeir danska og festast skipstrjónu; því afinn gamli var myndskeri, en það er maður sem sker út myndir fyrir framstafna skipanna í samræmi við það sem hvert skip er nefnt; og hér hafði hann skorið út Holgeir danska, sem stóð svo spengilegur og stoltur með sitt síða skegg og hélt á breiðu höggsverðinu í annarri hendi, en studdi hinni á danska skjaldarmerkið. Og gamli afinn sagði svo margt um merkilega danska karla og konur, að undir lokin fannst litla sonarsyninum sem hann vissi nú jafnmikið og Holgeir danski gat vitað, enda dreymdi hann bara um það; og þegar snáðinn var kominn í háttinn hugsaði hann svo mikið um þetta, að hann þrýsti hökunni rækilega að sænginni og fannst hann vera með sítt skegg sem hefði vaxið saman við hana. En afi gamli sat áfram við verk sitt og skar út síðasta partinn af myndinni, sem var danska skjaldarmerkið; og nú hafði hann lokið sér af, og hann leit á myndina í heild; og hann hugsaði um allt sem hann hafði lesið og heyrt og það sem hann hafði sagt drenghnokkanum í kvöld; og hann kinkaði kolli, þurrkaði af gleraugunum, setti þau upp aftur og sagði: „Já, Holgeir danski kemur nú sennilega ekki meðan ég er á dögum; en kannski fær drenghnokkinn þarna í rúminu Þrjú ævintýri eftir Ævintýrin þrjú eftir H.C. Andersen sem eru birt hér að neðan, Stökkgellurnar, Smala- stúlkan og sótarinn og Holgeir danski, hafa ekki áður komið á prent í íslenskri þýðingu. í Kjøpenhavns flyvende Post. Sagan er þó ekki ævintýri í eiginlegum skilningi heldur ævintýraleg saga eða fantasía. 1829: Eiginlegt upphaf rithöfundarferilsins markast af ferðabókinni Fodreise (fra Holmens Canal til Østpynten af Amager i Aarene 1828 og 1829) og gamanleiknum Kjærlighed paa Nicolai Taarn eller Hvad siger Parterret sem var sýndur þrisvar í Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn. Andersen gaf út fimm ferðasögur sem leiða meðal annars vel í ljós blaðamennskuhæfileika hans, sú síðasta kom út árið 1868 og heitir Et Besøg i Portugal 1866. Andersen ferðaðist mikið um ævina, alls fór hann í 29 ferðir til útlanda og dvaldi þar samanlagt í níu ár. 1830: Gefur út ljóðabókina Digter. Í lok þeirrar bókar birti Andersen fyrsta eiginlega ævintýrið sitt, Dødningen. Hann endurskrifar það árið 1835 og birtir undir heitinu Reisekammeraten. Til ársins 1832 gaf Andersen út þrjár ljóðabækur í viðbót og svo ljóðasafn, Samlede Digte, þegar árið 1833. Andersen orti meira en eitt þúsund ljóð en þau bestu þykja vera í ferðabókinni I Spanien sem kom út árið 1863. 1832: Skrifar leikritið Ravnen sem er sýnt í Konunglega leikhúsinu. Þar voru sýnd nokkur fleiri leikrit eftir Andersen næstu ár. Alls urðu leikverk hans um þrjátíu talsins. 1835: Gefur út tvö hefti með ævintýrum, hin fyrstu sinnar tegundar á höfundarferli sínum undir heitinu Eventyr, fortalte for Børn. Þennan titil notaði hann til ársins 1841. Árið 1843 byrjar hann að kalla ævintýraútgáfur sínar Nye Eventyr og árið 1852 fer hann að kalla þau Histor-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.