Lesbók Morgunblaðsins - 02.04.2005, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 02.04.2005, Blaðsíða 11
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 2. apríl 2005 | 11 Sagan, goðsagnir, minningar ogímyndir eru listavel saman flétt- aðar í nýjustu skáldsögu Franks Del- aney sem nefnist Ireland eða ein- faldlega Írland. Þetta er alla vega mat gagnrýnanda The Washington Post. Lýsir hann bókinni sem per- sónulegri epík sem sé á sama tíma yfir- gripsmikil lýsing á tvö þúsund ára róstusamlegri sögu Ír- lands og hugleiðing um ævarandi mik- ilvægi sagnahefð- arinnar. Sagan hefst 1951 þegar farand- sögumaður kemur að heimili hins níu ára gamla Ronan O’Mara. Dvelur hann á heimilinu í þrjá daga og segir heimilisfólkinu sög- ur í skiptum fyrir mat og húsaskjól. Hefur heimsóknin mikil áhrif á heim- ilispiltinn unga sem síðar meir leggur upp í áratuga langt ferðalag um landið þvert og endilangt í árangurslausri leit sinni að farandsögumanninum. Í þeirri leit sinni kynnist hann enn fleiri sögum landsins. Að mati gagnrýn- anda nálgast Delaney efnivið sinn á ferskan hátt og glæðir frásagnirnar aukinni dýpt. Felst styrkur Delaneys í því að hann gjörþekkir viðfangsefni sitt og hefur einstaka hæfileika til að miðla í orðum því fallega landslagi sem einkennir Írland. Mest um vert er þó sú staðreynd að Delaney er greinilega sjálfur sannfærður um gildi sagna og sagnahefðarinnar.    Pia Juul festir sig í sessi sem meist-ari örprósans með nýjasta smá- sagnasafni sínu, Dengang með hund- en eða Á þeim tíma með hundinn, að mati gagnrýnanda danska dagblaðs- ins Information. Hann rifjar upp að þegar Juul vakti fyrst athygli sem höfundur hafi mörgum fundist nær- vera dauðans í verkum hennar nánast yfirþyrmandi. Í nýjustu bók hennar hefur dauðinn hins vegar vikið að nokkru fyrir skömminni og skarp- skyggninni sem aðalviðfangsefni höf- undar.    Frumraun Johns Haskell, Americ-an Purgatorio eða Amerískur hreinsunareldur, hlýtur góðar við- tökur hjá gagn- rýnanda The Guardian. Að mati gagnrýnanda tekst höfundi í bók sinni að skapa nokkurs konar táknsögu um þann óvissutíma sem við lifum á. Þema bókarinnar kemur kunnuglega fyrir sjónir, en þar segir af manni sem stoppar við bensínstöð sér til hress- ingar. Þegar hann kemur aftur er bæði bíllinn hans og eiginkona spor- laust horfin. Við tekur þrotlaus leit mannsins að hvoru tveggja. Samt er sagan hvorki þriller né leyni- lögreglusaga. Leit söguhetjunnar er að því er virðist nokkuð stefnulaus og liggur leið hennar nánast inn í nýjan heim þar sem hún kynnist Ameríku sem hún þekkti ekki áður. Að sögn gagnrýnanda er frásagnarstíll höf- undar nokkuð fljótandi og jafnvel im- pressjónískur á köflum og segir hann ólógískar innri einræður söguhetj- unnar vafalítið munu reyna á margan lesandann. Að mati gagnrýnanda hef- ur höfundur skapað nýja rödd sem hljómi mitt á milli þeirrar dulspeki sem einkenni Murakami og þeirrar hæglátu stemningar sem Sofia Copp- ola er fræg fyrir í myndum sínum.    Norski rithöfundurinn Rune Jo-han Andersson hefur sent frá sér nýja barnabók sem, að mati gagn- rýnanda Aftenposten, er einstaklega frumleg og skemmtileg. Í bókinni sem nefnist Bestefars uleste brev eða Ólesnu bréfin hans afa, kemst barna- barn óvænt í ólesin bréf afa síns að honum gengnum og kemst bæði að ýmsu nýju um afa sinn en sér einnig hvernig ýmislegt hefði getað farið á annan veg hefði afinn fengið bréfin í hendur og lesið á tilætluðum tíma. Erlendar bækur Pia Juul John Haskell M ig langar að sýna þér svolítið (2004, Je vais te montrer quelque chose) heitir nýjasta bók norska myndasöguhöf- undarins Jasons (John Arne Sæteroy). Sagan sker sig nokkuð frá hans fyrri verkum, bæði er hún í lit og svo er hún upphaflega gefin út á frönsku. Að sögn höfundar var mikilvægt að hafa söguna í lit til að koma henni áfram á evrópskum markaði, en þar er ekki mikil hefð fyrir myndasögum í svart- hvítu. Jason hefur áður reynt fyrir sér á banda- rískum markaði, en sögur hans hafa verið þýddar á ensku og gefnar út af Fantagraphics, en það er út- gáfa sem sérhæfir sig í sög- um sem ekki falla undir meg- instrauminn. Velgengni þessa norska höfundar virðist því tryggð og ákaflega verðskulduð. Þessi nýjasta saga er einskonar spennusaga og segir frá ungum manni í ástarsorg sem tekur að sér að passa íbúð vinar síns meðan hann er í fríi. Út um glugga á íbúð vinarins sér hann dularfullan mann inni í húsinu á móti og áður en hann veit af kemur hann að vini sínum myrtum og er sjálfur grunaður um morðið. Með hjálp ungrar konu tekst honum að dyljast og kemst svo að því að í íbúðinni á móti hafði maður verið myrtur og að sá dularfulli er morðinginn. Og hefjast nú frekari eftirgrennslanir sem enda á óvæntan hátt eins og Jason einum er lagið. Stíllinn er að vanda einfald- ur án þess þó að vera fátæklegur, því sem fyrr lætur Jason myndmálið segja mikinn hluta sög- unnar og er ótrúlega fimur í því að koma mynd- rænum skilaboðum á framfæri. Frásögnin er hrein og bein, að evrópskum sið er ekki mikil hreyfing á römmunum og sjónarhornið er til- tölulega stöðugt. Litirnir eru tærir en fremur dempaðir og virðast hafa þau áhrif að útlínurnar verða skýrari og hreinni, í anda belgíska höfund- arins Hergé sem mótaði svokallaðan ‘hrein- línustíl’ í sögum sínum af Tinna. Í heildina mætti því halda að hér væri á ferð- inni nokkuð hefðbundin glæpasaga í myndasögu- formi. En það sem gerir söguna sérstaka, eins og aðrar sögur Jasons, er að allar persónur eru dýr. Þetta skapar alveg sérstakt andrúmsloft innan sagnanna og byggir upp sérstaka spennu og húm- or innan þeirra. Fyndin dýr sem tala og haga sér eins og menn eiga sér heilmikla hefð í mynda- söguheiminum. Yfirleitt er þessum dýrum ætlað að ná fram kómískum áhrifum, en á síðustu árum hafa höfundar notað sér þessa hefð í gerólíkum tilgangi. Maus eftir Art Spiegelman er líklega þekktasta dæmið um hvernig manngerð dýr voru notuð til að undirstrika andstæðurnar í tilvist persónanna, en sagan segir frá foreldrum Spieg- elmans og flótta þeirra undan ofsóknum nasista. Í meðferð Jasons myndast alveg sérstök tragíkóm- ísk stemning í sögunum, og er Mig langar að sýna þér svolítið gott dæmi um þetta, en þar skapast ákveðin spenna milli hinna dramatísku atburða og kómískra svipbrigða dýranna. Bíddu aðeins … Þessi dýrastíll á vafalaust mikinn þátt í vinsæld- um sagna Jasons, en það var ekki fyrr en með fyrstu dýrasögunni sem honum tókst verulega að vekja á sér athygli. Það er sagan Bíddu aðeins … (1998, Vent litt …). Sagan segir frá tveimur strákum sem eru óaðskiljanlegir vinir. Þeir lesa myndasögur saman og ákveða að stofna Batman- klúbb og inntökuskilyrðið í klúbbinn er að gang- ast undir háskalega prófraun. En ekki vill betur til en svo að annar strákurinn stenst ekki prófið og ferst. Síðari hluti sögunnar lýsir þeim eftirlif- andi, sem nú er orðinn fullorðinn maður, en líf hans er innantómt og einmanalegt. Hann á erfitt með að stofna til tilfinningasambanda og vinnur einhæfa verksmiðjuvinnu. Þarna birtist fyrst hinn sérstaki frásagnarmáti Jasons, sem felst í því að nýta sér einfaldleikann til hins ýtrasta í samspili við dýralífið. Síðuhönnunin er þannig að á hverri síðu eru sex rammar, tveir og tveir í röð. Sagan er mikið til án texta og myndmálið er notað til hins ýtrasta, bæði til að segja söguna og skapa stemningu. Sem dæmi ná nefna endurtekningar sem birtast ítrekað og undirstrika einmanaleik- ann og fábreytnina í tilveru aðalsöguhetjunnar. Þannig eru heilu síðurnar fylltar römmum með sama bakgrunni, eina tilbreytingin eru takmark- aðar hreyfingar persónunnar. Að vissu leyti er þessi frásagnarmáti svipaður hreyfingu jap- anskra sagna, en þar er rík hefð fyrir því að skapa stemningu með því að sýna ofurhægar hreyfingar og byggja upp sögusvið. Þó er hér nokkur munur á sem felst í því að hér er ekki endilega verið að hægja á frásögninni með það að markmiði að auka á drama eða skapa stemningu, heldur þjón- ar endurtekningin því hlutverki að sýna leiða og tómleika. Þetta félagslega raunsæi tekst síðan á við dýra- persónurnar, sem skapa sögunni bæði kómískan og ævintýralegan blæ. Reyndar kemur fantasían líka fram í söguþræðinum en eftir því sem líður á söguna fer hún að fjarlægjast raunsæið og nálg- ast meira einskonar súrrealisma, en einn daginn birtist ókennilegur maður heima hjá söguhetju vorri og tilveran gerbreytist. Þessi fantasíuþáttur er síðan enn skýrari í næstu tveimur verkum, Schhh! (2000) og Leynd- ardómsfulla múmían (2001, Den hemmelighets- fulle mumie), en þau eru bæði einskonar smá- sagnasöfn. Leyndardómsfulla múmían er líklega fyndnasta verk Jasons, en þar birtist röð stuttra skyssa. Sögurnar í Schhh! eru líka fyndnar en meira í stíl tragíkómedíunnar. Þar hittum við fyr- ir sömu persónuna, að því er virðist, og fylgjumst með honum í gegnum hin og önnur ævintýri. Þó getur varla verið um sama mann að ræða, því í annarri sögunni deyr hann … Hér velur Jason þá leið að nota dýrastílinn meira sem hluta af frá- sögninni, en sagan byrjar á því að aðalpersónan sem er fuglamaður, hittir konu og ákveður að yf- irgefa hreiðrið og flytja í hús. Í síðustu sögunni er annar nákvæmlega eins fuglamaður kominn aftur upp í hreiður, en sá hafði unnið í lottói og orðið gífurlega ríkur. Í þessu felst enn nýr flötur á hin- um ævintýralega þætti sagnanna. Eitt af því sem gerir notkun Jasons á dýra- persónum áhugaverða er það hvernig tegundir fara á flakk. Það eru aðallega fuglar og hundar sem birtast okkur, en einnig má velta fyrir sér hvort eitthvað af hundunum sé kanínur eða hérar, því eyrun eru oft löng. Og þessar ólíku dýrateg- undir hika ekki við að blandast sundur og saman sem skapar skemmtilega tilfinningu fyrir upp- lausn kynþátta, en dýrin eru ýmist hvít eða svört, eða skjöldótt, með svart andlit og hvítan gogg eða svart höfuð og hvítan munn. Engin sérstök dýra- tegund er gegnumgangandi látin tákna eitthvað sérstakt, kven- eða karlkyn, vonda eða góða, heldur blandast þetta allt saman. Dæmisögur Jasons Samkvæmt fræðilegum skilgreiningum á fantasíu eru talandi persónugerð dýr ótvírætt merki um að sagan sé ævintýri, ef ekki, þá dæmisaga. Vissulega má segja að sögur Jasons séu eins- konar nútímaævintýri og/eða dæmisögur, en þó væri slík skilgreining ansi takmörkuð. Verk hans myndu frekar teljast til fantasíu, bæði vegna þátttöku dýranna og fantastískra þátta í sög- unum. Fantasía er yfirleitt skilgreind á tvenns lags hátt, annars vegar er fantasía nýr heimur, fullur af ólíklegustu persónum, talandi dýrum og óvættum. Dæmi um slíka fantasíu er Hringa- dróttinssaga. Hinsvegar er fantasía skilgreind sem einskonar samhliða þráður veruleikans, ókennileg truflun á hugmyndum okkar um raunsæi og raunveruleika. Dæmi um slíka fant- asíu er Kristnihald undir jökli. Á sinn hátt má segja að sögur Jasons falli í báða flokka, því vissu- lega skapar hann ‘heim’ með talandi dýrum, en þó er sá munur á að þessi heimur er kunnuglegur, hann er okkar hversdagslegi borgarveruleiki. Hinsvegar er augljóst að dýrapersónurnar skapa rót í þessum hversdagslega raunveruleika og tog- streitu innan hans, en þetta verður hvað aug- ljósast í hinum raunsæislegu glæpasögum. Þetta óvænta ævintýri dýrapersónanna kemur til dæmis einstaklega fallega fram í glæpasögunni Járnvagninum (2002 Jernvognen), en hún er að- lögun af ‘venjulegri’ glæpanóvellu eftir Stein Riv- erton. Sagan hefst á inngangi; kofi sést í fjarska, í glugganum er ljós. Við nálgumst kofann ramma fyrir ramma og horfum inn um gluggann, þar sit- ur einhver og les. Þegar sá verður var við ‘okkur’ sem stöndum við gluggann stekkur hann upp og ber fyrir sig höndina (að hætti persóna í glæpa- sögum) og segir: “Hvað viltu mér? Hann þrífur byssu úr skúffu og skýtur að okkur, en engin skot eru í byssunni og það líður yfir hann. Næsta sjón- arhorn er út um gluggann þar sem skuggavera horfir inn og gengur svo á brott. Kofinn fjarlæg- ist. Sagan gerist að mestu leyti í litlu þorpi, Hval- en, árið 1909. Þar eru þrír kunningjar í sumarfríi. Einn er náunginn úr innganginum, í ljós kemur að hann er rithöfundur, því annar er að lesa bók eftir hann. Þeir njóta sumarsins og fylgjast með stelpum, rithöfundurinn reynist hafa einhverja sérstaka í huga og leggur af stað að heimsækja hana, en hún býr með bróður sínum á setri rétt hjá og er mjög vinsæl meðal karlmanna. Þegar hann bankar upp á er honum vísað nokkuð harka- lega á brott, en hann gefst ekki upp og fer bakvið húsið þar sem hann sér sína heittelskuðu kveðja annan mann. Þegar hann gengur í burtu, nokkuð miður sín, heyrir hann undarlegt hljóð. Hann mætir gömlum manni sem segir honum sögu af járnvagninum, uppfinningu undarlegs manns sem áður byggði setrið og hafði sá dáið voveif- lega. Síðan þá boðaði hljóð járnvagnsins alltaf voveiflega atburði, eins og þann að faðir núver- andi setursbúa hvarf sporlaust. Morguninn eftir finnst lík á göngustígnum, þar er kominn mað- urinn sem sást kveðja hina eftirsóttu stúlku. Hér er gerð undantekning á svart/hvíta stíln- um og rauðbrúnn litur hefur bæst við, allar næt- ursenur eru rauðbrúnar, utan þær sem eru sagð- ar í bakliti, auk þess sem rauðbrúni liturinn er notaður á ýmis smáatriði. Á einhvern undarlegan hátt gefur þetta bókinni það gamaldagsyfirbragð sem hún krefst, en hér er klárlega vísað til gotneskra draugasagna. Þannig nær yfirbragð bókarinnar í heild að skapa andrúmsloft þess tíma sem hún á að gerast á. Allt þetta er sérlega áhrifamikið ef mið er tekið af hinum ævintýralega þræði dýrapersónanna. Þetta er í raun venjuleg- asta saga Jasons og því magnað að sjá hvernig stíll hans nýtur sýn ekki síður í tíðarandasögu af þessu tagi. Meiri gotneska Það er greinilegt að Jason er undir miklum áhrif- um frá fantasíum ýmiskonar, hrollvekjum, gotneskum skáldsögum og vísindafantasíum, en þær birtast okkur iðulega á sjónvarpsskjám sem persónur bókanna horfa á. Titill Leyndardóms- fullu múmíunnar kemur augljóslega frá múmíu- kvikmyndum fyrri og síðari ára, og svarthöfði Stjörnustríðsmyndanna er algengt stef á skjáun- um. Í sögunni Þú ferð villur vegar (2003, Du går fel vei) gengur hann alla leið með þessa áhrifa- valda sína og skrifar sína eigin útgáfu af Frank- enstein Mary Shelley, sögunni um brjálaða vís- indamanninn sem skapaði mann úr líkamshlutum dauðra manna og dýra. Hér er sagan flutt inn í nútímann og við hittum skrímslið fljótlega fyrir í búð þar sem það er að stela klámblöðum. Brjálaði vísindamaðurinn hefur sumsé skapað kynóðan vandræðaungling. Lausnin er að sjálfsögðu að búa til konu handa honum, en vandamálið er að þegar stúlkan lifnar ágirnist vísindamaðurinn hana og upp hefst mikil barátta milli þeirra ‘feðga’. Til hliðar við þessa sögu er síðan sögð saga aðstoðarmannsins sem er hinn týpíski ein- mana karl úr öðrum bókum höfundar. Senurnar þar sem skrímslið er að kynnast brúður sinni eru hreint óborganlegar og myndrænar tilvísanir til kvikmynda James Whale um Frankenstein og brúði hans sérlega fimlegar. Sagan er fáorð eins og fyrri sögur Jasons, en jafnframt ótrúlega kóm- ísk og áhugaverð útgáfa af þessari nútímagoð- sögu. Það eftirtektarverðasta, svona þegar á heildina er litið, er hvað Jason tekst vel að halda uppi fjöl- breytni innan þess heims sem hann hefur skapað með stíl og myndmáli. Við fyrstu sýn mætti halda að allar sögurnar væru eins, þær eru nokkuð svip- aðar í útliti, mannaðar sömu einföldu dýra- persónunum. En þegar nánar er að gáð er fjöl- breytnin nær endalaus, dýrmennin skapa nýja sýn á þekktar sögur, jafnframt því að bjóða upp á ýmiskonar leiki með myndmál og söguþræði í frumsömdu sögunum, eins og þegar fuglafaðirinn í Schhh! kennir fuglasyni sínum að fljúga – með því að smíða handa honum flugvél. Þessi grein er að hluta til byggð á tveimur um- föllunum um sögur Jasons sem birtust á Bók- menntavef Borgarbókasafnsins, bokmenntir.is.  Þau fræðirit um fantasíu sem vísað er almennt til eru fyrst og fremst þessi: Rosemary Jackson, Fantasy: the Literature of Subversion, Lond- on og New York, Methuen 1986. Christine Brooke-Rose, A Rhetoric of the Unreal, Studies in Narrative and Structure, Especially of the Fantastic, Cambridge, Cambridge University Press 1981. Tzvetan Todorov, The Fantastic, A Structural Approach to A Lit- erary Genre, þýð. Richard Howard, Ithaka – New York, Cornell University Press 1987. Kathryn Hume, Fantasy and Mimesis, Responses to Reality in Western Literature, New York og London, Methuen 1984. Öll dýrin í skóginum eru vinir Norski myndasöguhöfundurinn Jason (John Arne Sæteroy) er meðal sýnenda á mynda- sögumessunni sem nú stendur yfir í Hafnarhús- inu. Á síðasta ári sendi hann frá sér nýja bók. Hér er fjallað um hana og fyrri verk Jasons. Eftir Úlfhildi Dagsdóttur varulfur@centrum.is Mig langar að sýna þér svolítið „Sagan sker sig nokk- uð frá hans fyrri verkum, bæði er hún í lit og svo er hún upphaflega gefin út á frönsku.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.