Lesbók Morgunblaðsins - 02.04.2005, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 02.04.2005, Blaðsíða 13
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 2. apríl 2005 | 13 Liðsmenn rokksveitarinnar theStrokes hafa loksins tilkynnt á heimasíðu sinni að það styttist í næstu plötu. Síðasta plata, Room on Fire, kom út árið 2003, þannig að aðdáendur sveitarinnar eru orðnir nokkuð langeygir eftir nýju efni. Drengirnir fóru í hljóðver í heimaborginni New York seint á síðasta ári ásamt upptökustjór- anum David Kahne og í janúar sl. stað- festi Ryan Gentles, umboðsmaður sveit- arinnar, að fimm lög væru fullgerð. Síðan þá hefur lítið heyrst um gerð plötunnar, fyrr en núna að á heimasíðu sveitarinnar, the- strokes.com, kom fram að hún væri „næstum búin með upptökur að þriðju plötu sinni.“ Í fréttabréfi hljómsveitarinnar segir söngvarinn, Julian Casa- blancas, um nýju plötuna: „Hún verður betri en sú síðasta. Við vilj- um að hún hafi örlítið meiri at- vinnumannahljóm, en hljómi samt eins og the Strokes. Hvorki er komið nafn á nýju plötuna, né út- gáfudagur, að því er kemur fram á Pitchfork.    Ný plata söngkonunnar og laga-smiðsins Fiona Apple, Extra- ordinary Machines, hefur gengið manna á milli á Net- inu og er, að sögn News- week, ein mest nið- urhalaða plata Banda- ríkjanna um þessar mundir. Platan er ekki komin út og alls óvíst er að hún muni nokkurn tímann gera það, en fyrstu tvær plötur Apple seldust margfaldri platínusölu vestanhafs. Ástæðan er, að því er kemur fram á bloggsíðum aðdáenda hennar, að hún hafi ætlað að hætta sem tón- listarkona, 25 ára að aldri, vegna þess hversu tónlistarbransinn væri illgjarn og miskunnarlaus. Upp- tökustjórinn Jon Brion, sem vann með henni að plötunni When the Pawn, sem kom út árið 1999, hafi hins vegar sannfært hana um að hún þyrfti að gera aðra plötu. Þau hafi farið í hljóðver í júlí 2002 og lokið við gerð plötunnar í maí 2003. Hún hafi hins vegar verið sett í salt hjá útgáfufyrirtækinu Sony, vegna þess að menn þar hafi ekki heyrt söluvænan smáskífukandídat. Í júlí 2004 skaut titillagið, „Extraordinary Machine“, upp koll- inum á Netinu. Það hlaut góðar viðtökur og í kjölfarið komu öll lög- in smám saman fram í dagsljósið. Aðdáendur Apple eru að sjálfsögðu á þeirri skoðun að platan eigi út- gáfu skilda og þeir sem heyrt hafa segja að þar glitti í snilldina sem einkenndi fyrri tvær plöturnar, Tidal (1996) og When the Pawn, en sum lögin hljómi eins og þau séu ófullgerð. Reyndar hefur News- week eftir heimildarmanni að Apple hafi sjálf verið óánægð með plötuna og hlaupið frá hálfloknu verki. Sami heimildarmaður heldur því fram að Brion hafi hugsanlega dreift lögunum, svo platan félli ekki í gleymskunnar dá, en hann þvertekur fyrir það. „Það er fárán- legt,“ segir hann við Newsweek. „Ég myndi aldrei láta það gerast.“ Erlend tónlist Fiona Apple The Strokes Það er nokkrum vandkvæðum bundið aðnegla niður bestu plötu Nick Cave.Þessi iðja poppfræðinga og tónlistar-áhugamanna virðist í flestum tilfellum ganga nokkuð snurðulaust fyrir sig en svei mér þá – í tilfelli Cave koma nokkrar plötur til greina. Þetta er margslungið mál, svona rétt eins og maðurinn sjálfur. Sumir vilja t.d. meina að Cave hafi aldrei gert betur en á fyrstu plötu sinni, From Her To Eternity (1984). Aðrir standa þá keikir við hina mjög svo myrkvuðu Your Fun- eral, My Trial (1986) og hvað með Kicking Against The Pricks sem kom út sama ár, ein flottasta tökulagaplata sem gerð hefur verið? Margir ræða líka um Tender Prey (1988), sem inniheldur hið ótrúlega „The Mercy Seat“ en sú plata var síðasta stopp fyrir meðferð. Blixa Bargeld er grænn í framan á bakhlið plötunnar. Svo eru aðrir sem hrífast mjög svo af The Good Son (1990), fyrstu plötu eftir með- ferð en endurkoma Cave var bara nokkuð glæst verður að segjast. Let Love In (1994) hefur maður oft heyrt nefnda og nú er nýjasta kenningin sú að besta platan hafi komið út á síðasta ári – tvöfalda settið Abbatoir Blues/The Lyre of Orpheus. Þetta er ekki einfalt mál en rökræðurnar sem þessu „vandamáli“ fylgja eru hins vegar mjög skemmtilegar. Ein plata á þó einstakan sess í útgáfusögu Cave en hún kom út árið 1997. The Boatman’s Call braut í bága við allt sem á undan hafði farið, virtist hreinlega detta af himnum ofan og það í bókstaflegri merkingu. Af plötunni stafar þægileg friðsemd og sátt sem var á þeim tíma nokkuð á skjön við það sem fólk átti að venjast frá þessari „píndu sál“. Hryssingsleg umslags- myndin gefur stórkostlega ranga mynd af inni- haldinu. Cave hafði sannarleg lætt frá sér fallegum lögum í gegnum tíðina, en hryllingurinn og ljótleikinn virtist alltaf liggja til grundvallar þeim tónsmíðum. Boatman’s Call er hins vegar uppfull af hjartnæmum, einlægum lögum sem eru bara falleg. Þannig hefst platan á hinu frábæra „Into my Arms“, líklega fallegasta lagi sem Cave hefur samið. Lög eins og „People Ain’t No Good“ og „(Are You) The One That I’ve Been Waiting For?“ ná þá álíka hæðum. Undirleikur The Bad Seed, hljómsveitar Cave, hefur sjaldan verið jafn smekklegur og á Boatmans Call, liggur einhvern veginn hljótt og örugglega undir einlægum og látlausum lagasmíðunum. Ekkert of eða van í gangi. Trúin – eitthvað sem hefur verið meginstef í verkum Cave um langa hríð – er þá afar nálæg á þessari plötu eins og merkja má t.d. glöggt í „There Is a Kingdom“, sem vitnar beint í Tómasarguð- spjallið. Frábær plata en er hún sú besta? Hver veit … og hverjum er ekki sama. Cave er eig- inlega of kúl fyrir slíkt titlatog. Finn innri frið … Poppklassík Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is. U mbúðirnar utan um þessar þrjár plötur virðast viljandi einfald- ar, jafnvel ódýrar, þrátt fyrir silfurbryddaða stafina. Kassinn og það sem honum fylgir er ekki ólíkt hraðsoðnum kynn- ingareintökum sem útgáfufyrirtæki senda til miðla áður en fullunnin eintök berast. Kassinn er einfaldur, svartur að lit (nema hvað!), inni í honum tiltölulega þunnar hvítar „nærbuxur“ með diskum í. Upplýsingar eru í lágmarki, aðal- áhersla á það hver spilaði í hvaða lagi en það var Mick Harvey, hinn óeiginlegi fram- kvæmdastjóri Caves og Bad Seeds, sem valdi á plötuna. Ein- hvern veginn hentar þetta ágætlega, maður ein- beitir sér því betur að tónlistinni en ekki að 200 síðna bæklingi þar sem sagan á bak við hvert lag er rakin. Þessar umbúðir eru líka, þannig séð, í fylli- legu samræmi við innihaldið. Hér eru á ferðinni afgangar; lög sem sett voru á kvikmyndatónlist- arplötur, gráglettin tökulög og b-hliðalög. Kass- inn snýst um olnbogabörn, tónlist sem rataði ekki fyrir ýmsar sakir inn á „alvöru“plöturnar. Þannig lítur þetta a.m.k. út á yfirborðinu en er auðvitað alls ekki svo einfalt. Listamannsferill Nicks Caves er nefnilega það tilkomumikill að útgáfa sem þessi er meira en kærkomin og það hefur reyndar verið beðið eftir handhægu safni sem þessu í nokkurn tíma. Segja má að lögin sem kassann prýða séu til þess fallin að dýpka skilning á höfundarverki mannsins, svo ég gerist ögn bókmenntafræði- legur. Djass Reyndar er ekki mikið af áður óheyrðu efni hér. Flest lögin hafa verið gefin út með einum eða öðrum hætti, en söfn í líkingu við þetta hafa verið til í sjóræningjaútgáfum lengi vel. Hörð- ustu aðdáendur Caves (og þeir eru glettilega margir) eiga þetta því örugglega að megninu til fyrir. En eins og áður segir stendur þetta safn engu að síður vel sem slíkt, og það er mjög svo áhugavert að heyra hvernig tónmál Caves hefur þróast í gegnum árin. Tónlistin stígur smátt og smátt úr hinu einstæða „Cave“-íska, forarsvaði yfir í eitthvað hreinlegra en martröðin mikla er þó aldrei langt undan. Söngur og textar Caves eru eitt, en auk þess er hrein unun að hlýða á hið ótrúlega band hans The Bad Seeds en með- limir þar eru jafnfærir og þeir eru fjölhæfir. Kostur safnsins er sá að það er allt látið flakka. Nick er hressilega strípaður þeirri dýrð sem hann er venjulega umsveipaður. Hér eru lög sem að sönnu er hægt að kalla dýrgripi en um leið er líka óttalegt skran innan um. Maður er rétt kominn á lag tvö á fyrsta disk- inum þegar mann setur hljóðan. Órafmögnuð útgáfa af „The Mercy Seat“, sem er að finna á sjötommu sem fylgdi völdum vínylútgáfum af The Good Son (1990). Orðið „magnað“ var búið til fyrir þetta lag. Algjör snilld! Gæsahúð og hrollur. Það er slatti af tökulögum á plötunni, meðal annars dásamlegt útgáfa af lagi Neil Young, „Helpless“ af plötunni The Bridge sem er ein besta „tribute“ (heiðrunar?) plata sem gefin hefur verið út. Þá er hér frábær útgáfa af „O’Malley’s Bar“ (upprunalega af Murder Ballads, 1996) sem tekin var upp fyrir útvarps- þátt Mark Radcliffe á BBC sama ár. Af hörmungum má hins vegar nefna hug- myndina að stefna saman tveimur andans skyldum mönnum, Cave og þáverandi Pouges- liða, Shane McGowan, í laginu „What A Wond- erful World“. Þetta hefur ábyggilega litið vel út á pappírnum en útfærslan er gerir það ekki. Lagið var gefið út á smáskífu árið 1992 og hér er Cave áhugalaus og McGowan úti á túni, illa haldin af sukki og svínaríi og það svo sem engar fréttir. Óspenn- andi útgáfa af lagi Leonards Cohens, „Tower of Song“, sem birtist á heiðrunarplöt- unni I’m Your Fan virð- ist tekin upp á fylliríi og annað flipp, „That’s What Jazz Is To Me“ er álíka vafasamt. Helvíti Sumt kemur skemmti- lega á óvart. Frábært t.a.m. að heyra prufu- upptöku af „Wild Roses Grow“, upptöku frá 1995 þar sem Blixa Bargeld syngur í stað Kylie Minouge. Þá syngur Conway Savage, píanisti Bad Seeds, eitt lag („Willow Garden“). Ástríða Caves fyrir gamalli bandarískri tón- list, sé það rokk, blús eða þjóðlagatónlist, kemur glögglega í ljós á þessu safni. Hér er út- gáfa af lagi Roy Orbi- son, „Running Scared“ og einnig þjóðlaga- stemmur eins og „Rye Whiskey“ og „Knoxville Girl“. Hér er líka víruð út- gáfa af laginu „There’s No Night Out In The Jail“ sem ástralski kántrílistamaðurinn Cham Organ gerði frægt. Lagið var tekið upp árið 1993 og átti að fara á plötu með ábreiðum yfir áströlsk kántrílög en platan kom aldrei út og þar með ekki lagið heldur. Önnur lög sem ættu að æsa Cave-aðdáendur upp eru t.d. sérstök útgáfa af „Red Right Hand“ (upprunalega af Let Love In frá 1994) sem tekin var upp fyrir Scream 3 en var ekki notuð og tvö lög sem voru tekin upp í hljóðveri árið 1996 – en hafa ekki litið dagsins ljós fyrr en nú, alltént í opinberu formi. Það merkilegasta við þennan kassa er sú staðreynd að maður hlustar spenntur eftir hverju einasta lagi, en þau eru alls 56. Og það gerir maður einfaldlega af því að þetta er Nick Cave. Ekki myndi ég afbera að fara í gegnum þrefaldan kassa með … ja segjum Dave Matth- ews Band. Úff, það væru þrír tímar í helvíti. Ég dvaldi hins vegar allan þann tíma og rúm- lega það í heillandi helvíti Nicks Caves og hafði það bara mjög notalegt. Gráupplagt væri að næst kæmi svipaður kassi, eingöngu með óútgefnum lögum og prufuupptökum. Pant skrifa um hann! Margt býr í myrkrinu Þegar gefnar eru út safnplötur með b-hliðum, sjaldgæfu efni, áður óheyrðum prufuupptökum og ámóta er oft verið að skrapa tunnubotn í veikri von um að hinn hundtryggi aðdáendahóp- ur stökkvi a.m.k. á „fjársjóðinn“. Þeir listamenn eru þó til sem réttlæta slíkar útgáfur fyllilega. Nick Cave er einn þeirra en fyrir stuttu kom út kassi með þremur geisladiskum sem kallast blátt áfram B-Sides & Rarities. Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Nick Cave Safn sjaldheyrðra laga sem út kom fyrir stuttu gefur skemmtilega mynd af tilkomumiklum ferli þessa mikla „dægurtónlistarmanns“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.