Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 02.05.1949, Page 3

Mánudagsblaðið - 02.05.1949, Page 3
Mánudagur 2. maí 1949 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagsþankar Jóns Reykvíkings „Tveir gengu upp í Mgidominn------------" í Lúkasarguðspjalli 18. kapitula stendur skrifað: „En hann sagði líka dæmi sögu við nokkura, sem treystu sjálfum sér, ao þeir væru réttlátir og fyriríítu aðra: Tveir menn gengu upp í helgidóminn til ao biðj ast fyrir, annar var Farisei og hinn tollheimí'umaðar. Fariseinn stóð og baðst þann ig fyrir með sjálfum sér: Guð, ég þakka þér, að ég er ekki eins og aðrir menn, ræningjar, ranglætismeim, hórkarlar eða þá eins og þessi tollheimtumaður. Eg fasta tvisvar í viku og geld tíund af öllu, sem ég eign- ast. En tollheimtumaðurinn stóð langt frá, vildi ekki einu sinni hefja augu sín til himins, heldur barði sér á brjóst og sagði: Guð verí'u mér syndugum líknsamur! Eg segii yður: Þessi maður lór réttlátur heim til sín, en hinn ekki, því að sérhver, sem npp hefur sjálfan sig, mun niðurlægjast, en sá, sem niðurlægir sjálfan sig, nran upphafinn verða.“ Þessi gamalkunni ritning- arstaður kom mér ósjálfrátt í hug, þegar ég las „Nokkur orð að gefnu tilefni“ í Þjóð- vörn, inánudaginn 25. apríl s.l. eftir séra Sigurbjörn Ein- arsson, dósent, og Klemens Tryggvason, hagfræðing í Landsbankanum. Séra Sig- urbjörn er sýniiega höfund- ur greinarinnar, þótt hún sé contrasigneruð af félaga hans og er mjög athyglis- verð um margt. Séra Sigurbjöörn hefur bæði nú og stundum fyrr látið sér títt um sjálfstæði þjóðarinnar, og er þaff engin rangfærsla á efni og anda íyrirlestra hans og greina í Þjóðvörn, þótt sagt sé, að hann telji ssg heyja baráttu fyrir sjálfstæði þjóðarinnar, baráttu, sem sé beint fram- hald af þeim átökum, sem leiddu til viðurkenningar á sjálfstæði íslands. Það verður ekki sagt, að við íslendingar eigum marga helgidóina í venjulegum skilningi þess orðs. HVergi finnast á íslandi háreistar kirkjur — dýrðlegir helgi- dómar kristinnar trúar, sem viitna með liðn'um liynslóð- um um trúarþrek og trúarþörf. En einn helgi- dóin eigum við, sem eng in sprengja fær tvístrað og aldrei verður af mannshönd saurgaður, en það er sjálf- stæðisbarátta íslendinga á liðnum tíma. Eg á þar ekki eingöngu við baráttu Jóns Sigurðssonar, þótt hann beri hátt, heldur viðieitni ótai margra nianna, sem voru undanfarar hans og eftir- menn. Eg á eklti heldur að- eins við störf foryst'umaiin- anna utan Alþingis og inn- an þess á Iifrnum tíma í þágu íslenzk sjálfstæðis. Eg leiði líka hugann að þeim mörgu án nafns í sögunni og graf- sktiftar, sem lögðu sitt lið, en án þcirra Iiefðu forgöngu menairnir ckki getað haidið trúnni á niáistaðinn. Þátíur þessa mikla hóps af „gleymd um“ mönnum verður nokkuð ljós, ef blaðað er gegnum MC feiknarlegá mikla bréfa- safn Jóns Sigurðssonar, sem geymir fjölda af eggjunar og heitbréfum frá þeim, sem við köllum „óbreytt“ fóik. Það er ckki á öilum þessum bréf- um sú réttritun, sem ber vott um iærdórn og skóla- göngu, á stafsetningunui er oft ærinn mSsbrestur, en á þessum bréfum er réttritan hjartans, ef svo mætti að orði komast. Inn í þennan helgidóm sjálfstæðisbaráttunnar kveðst séra Sigurbjörn vera kominn og hinn íilvltnaða mánudag, sem Þjóðvörn kom út, gengur hann þar enn á ný inn og nú við annan mann. „Tveir menn gengu upp í heigidóminn.“ En hvernig fórst þessum mönn- um, þegar þeir gengu fram á þennan vettvang, sem þeír sjálfir hafa iýst öilu heigari? Þeim fórst báðum eins og öðrnm manninum í dæmisög- unni. Hvorugur sýndi þá hóg værð að þora ekki að upp- hefja augu sín; báðir hróp- uðu þeir til ianda sinna, að 1 þeir væfu ekki eins og aðrir menn og þökkuðu fyrir það. Tuttugustu aldar merm í helgidómnum Ef athafnir mannanna tveggja eru athugaðar, ber 1 þetta fyrir aúgu: Þeir hælast yíir því, „hve mjög skipti í tvö horn um málflutning þjóðvarnar- [ manna og andstæðinga þeirra. Það skiptir í sjálfu sér ekki miklu að í'á þá stað- reynd staðfesta með dómi, Hitt er meira virði, að geta með sjálfum sér heils hug- ar gcngizt við orðuni sínum og gjörðum------.“ Þetta er nákvæmlega það sama, sem stendnr i dæmi- sögumii: „Guð, ég þakka þér fyrir, að ég er ekki eins og aðrir menn — ranglætismenn — ég fasta tvisvar í viku, geld tíund af ölíu, sem ég eignast------•“ Manninum í Lúkasarguðspjalli fannst, að hann „gæti lieils hugar geng izt við orðum sínum og gjörðum,“ og um leið lét hann í Ijós lítilsvirðingu sina á öðrum á sama háttl cg Þjóðvarnarpresturinn, í sem segir: „það er ótvírætt, hversu mjög skiptir í tvö Iiorn úin málflutning Þjóð- varnarmanna og andstæð- inga þeirra."! Það er ömurleg staðreynd, að þegar tveir Iærðir nienn á tnttugustu öldinni ganga upp í helgidóm íslenzkrar baráttu fyrir frelsi lands og þjóðar, skuli þeir báðir haga sér eins og fariseinn, en hvorugur sýna hóglæti toll- heimtumannsins. Eg segi yður: Þessi maður fer ekki réttlættur heim til sín, segir Kristur í sögulok um faríseann og atferli hans. Um séra Sigunbjörn má segja hið sama: HANN FÓRl EKKI RÉTTLÆTTUR HEIM TIL SlN EFTIR AÐ HAFA SAMIÐ OG SETT Á PRENT GREININA í ÞJÓÐ VÖRN. Þessum orðum mín- um mun ég nú finna stað. 1 sama blaðinu og séra Sig urbjörn veitir séf og félög- um sínum syndakvittun á la Tezel, birtust greinar, sem eru vel til þess fallnar að sýna bardagaaðferðir Þjóð- varnarmanna gegn þeim fs- lendingum, sem ekki eru á þeirra máli. Gefst tækifæri til, við athugun á þeim, að virða það fyrir sér, hvaða sæti þessi skrif eiga, saman- borið við það, sem komið hef ur fram frá öðrum hliðum um sömu efni síðustu vikurn ar. VIÐ HLIÐINA A GREIN SÉRA SIGURBJARNAR á fremstu síðu Þjóðvarnar er grein, þar sem staðhæft er að „á fimm síðastliðnum ár- um hafa borgarar landsins, sem staðið hafa utan Alþing- is, stjórnmála og flokka orð ið þrisvar sinnum að kasta sér út í hatramma baráttu gegn ríkisstjórn og stuðnings flokkum Iiennar til þess að bjanga því, scm bjargað varð j í öryggismálum þjóðarinnarj út á við, sæmd hennar, rétti og sjálfstæði“. Ekki verður sagt, að séra Sigurbjörn og menn hans séu lítillátari en aðrir. Þrisvar sinnum á fimm árum hafa þeir „kastað sér út í hat- ramma baráttu“ til þess að verja „sæmd þjóðarinnar, rétt og sjálfstæði“! Ekki ’ Verður Iieldur sagt; áð sérá Sigurbjörn og hans menn séu smátækir í að bera and- stæðingana sökum. „Ríkis- stjórnin og stuðningsflokkar hennar“ hafa Jirisvar sinnum á fimm árum ætlað vitandi vits að glata „sæmd þjóðar- innar, rétti og sjálfstæði,“ svo það hefur þurft hat- rammá baráttu til að ,bjarga því, sem bjargað varð.“ Finnst mönnum, að annar eins ritháttur og þessi sé svo ólíkur því, sem gerist í öðr- um blöðum, að unnt sé að segja, að „mjög skipti í tvö horn um málflutning Þjóð- varnarmanna og andstæð- inga þeirra“. Manni detta enn í hug orðin í iiingangi dæmisögunnar: „En hann sagði líka dæmimsögu við nokkura, sem TREYSTU SJAI.FI M SÉR, Aö ÞEIR VÆRU RÉTTLÁTIR OG FYRIRLITU AÐRA“. ftfc* StúdenfsDrcíið Þetta var á fyrstu síðú Þjóðvarnar. Nú snúum við við blaðinu og lesuni fyrsta og annan dálk annarrar síðu. Þar er grein um Ólaf Thórs, og er honum lýst svo: „Hann er blessunarlega blindur í sjálfs sín sök, hefur ríkulegt sjálfsálit, er frakk- ur, munngleiður og ófeim- inii að troða sér fram fyrir sér hæfari og vitrari menn.“ Séra Sigurbjörn og menn hans seilast aftur til æsku- daga þessa nianns til að finna á liann árásarefni. Þeir segja: „Og svo kaldhæðin eru örlögin, að eimi af skel- eggustu andstæðingum Ólafs f.vrr og síðar á „lífið“ í lion- um sem stúdent. Almenn þekking hans er ótrúlega bág borin“. Séra Sigurbjörn og ritnefndarfélagar hans ger- ast vel nýtnir á það, sem til hneisu má verða, þegar þeir blanda því inn i deilu um há- tíðleg mál, að andstæðingar hafi þegið góða hjálp í stúd- entsprófi fyrir nærri 40 ár- um! Finnst mönnum slíkúr „málflutningur Þjóðvarnar- armanna" skipti í tvö horn frá því, sem gerist hjá and- stæðingum þeirra? Það má vera, að ýmsum finnist svo, en vafi er á því, hvort þau Iiornaskipti yrðu talin prest- iúum í hag og hans félögum. Gunnar Lambason Þá taka við 3.—5. dálkur annarrar síðu. Þar birtist frásögn sjónarvotts um, að utanríkisráðherrann hafi af hræðslu lagzt á fjórar fætur í bíl þeim, sem ók honum frá Alþingishúsinu á lieiðurs degi Þjóðvarnarmanna og kommúnista, 30. marz s.l. Sjónarvottur -er Iátinn lýsa þessum atburði á sem sögu- Iegastan liátt eftir að séra Sigurbjörn og ritnefndarfé- lagar hans eru búnir að lýsa því í innrömmuðum formála, hvernig formælendur At- lantshafsbandalagsins hafi glúpnað, er þeir sáu mann söfnuðinn, þrátt fyrir það þótt þeir hefðu áður látið dig urbarkalega. Þetta rifjar upp fyrir manni söguna í Njálu, þegar ódrengurinn Gunnar Lamba- son sagði skröksögur um Skarphéðinn Njáisson í á- heyrn erleiulrar liirðar. — Hversu þoldi Skarphéð- inn í brennunni? spurði Sig- tryggur konungur. — Vel fyrst, en þó iauk svo, að hann grét, laug Gunn ar Lambason. ÖIl frásögn Þjéðvarnar um hræðslu Bjarna. Bene-' diktssonar er svo lítilmótleg, að þess háttar er viðburður í hérlendum blaðaskrifum, og. er þó iant til jafnað. Það Framhald á 6. síðu. Gömiil læknisráð og athuganir Ef maður hefur verk andliti eða þrota í höfði og öng í hósti og þrýstir ofi vinstri hendi fyrir brjóst sér og kroppar urn nasaraufar ' sínar, sá mun deyja. Item ef maður sveitist I sótt sinni, hverfur höfuðiff ofanvert, það er gott mark„ ellegar örvænt. Item ef þú sérð oft sjúkan mann venda sér til veggjar í öndverðrt. sótt, það er eigi gott mark, Item, ef sjúkur maður hefur I samanfallnar nasaraufar og jhvessir augu o.g hola þunn- vanga og tilsnúnar varir og; eyrú köld og vendir sér o£f hingað og þangað og viH. hverfa höfuð til fóta en fæt- ur til höfða, vittu þann mann eigi rnunu undan komast, þm að slíkir hlutir eru banvæn- ir. Item ef maður lætur hend- ur sínar í höfuð sér og dreg- ur til sín fætur sína, vittn. þann mann lifna. Smyr me§ fleski fætur sjúks manns og kasta fyrir hund; ef hana étur, þá mun honum batna, en ef hafnar, þá er háska von. Fyrir mat prófa, eí ihland hins sjúka manns er, skírt, — það táknar heilsu. Galíenus mælti svo: Þessi.1 eru dauðleg mörk mannleg-s. eðli, ef roðnar enni en brýnra. (augabrýr) falla, vinstra' auga dregur saman, nasar. öndverðar hvítna, haka felÞ ur, fætur kólna, kviður fell- ur til hryggjar. Smyr með fleski fætur sjúks manns og kasta fyrir hund, ef hann etur þá muu honum batna, en ef hafnar, þá er háska von. Við augnmyrkva: Tak: refsgall og hunang og blanda saman og ber í augun; og mun af taka myrkva, ef á er, og sama leið bukka galL Item tak ost nýjan og lát í vatn vellanda og gjör aí köku og legg við augun — þá mun batna. Item að birta augu: Tak kúamjólk og kvenna og dreyp oft í augun. Item lög- ur malurtar blandaður við hunang, það græðir allar sóttir auga. Ef á dregur auga: Tak svölu lcvika og sker af henní höfuð með gleri, svo að blóð renni. Hér er lækning við sár eyru: Tak sauðagall og blanda með kvennamjólk; það gerir rúm eyrun. Við tannaverk: Tak brúnt salt og ríð um utan tannholdið oft; þá mun batna.

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.