Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 16.05.1949, Blaðsíða 7

Mánudagsblaðið - 16.05.1949, Blaðsíða 7
Mánudagur -16. maí 1949. 11» 1 « ■! |-HMI> . I ' .. i. MÁNUDAGSBLAÐIÐ Óheppileg heiIbrigðisfræðsla Framjiald af 2. síðu. líkaminn gefur, og þýða það, að eitthvað fari aflaga, sem ráða verði bót á sem bráðast. Höfuðverkur getur t. d. stafað frá innvort- is eitrun vegna tregrar tæm- ingar eitraðra úrgangsefna úr líkamanum, frá greftri í nef- og ennisholum, o. s. frv. Hár blóðþrýstingur kemur m. a. frá neyzlu eiturefna í kaffi, tóbaki og áfengi, frá of mikilli kjöt- og saltneyzlu, frá geðshræringum o.fl. Verk- irnir sem fylgja hjartakveisu eru boð um að ráða bót á sjúkdóminum sjálfum og or- sökum hans. Og nýjasta og bezta ráðið, sem höf. telur læknavísindin hafa upp á að bjóða, er að þagga niður í þessum aðvörunarmerkjum, segja líkamanum blátt áfram að þegja! Skemmdaröflin innan líkamans eiga að fá að halda áfram óáreitt. Neyðar ópin eru kæfð. Er þetta ekki ástand er algengt, hafi lækn- ar skilið það svo, að það væri eðlilegt — normalt — ástand. Mætti þá alveg eins vel segja, að það væri normalt að hafa skemmdar tennur. En hvað er það þá, sem hækkuðum blóðþrýstingi veldur, spyrja menn. Svar margra lækna og fræðimanna er þetta: Það eru í einu orði sagt rangir lifnaðarhættir, nánar tiltekið þung og eggja- hvíturík fæða, skortur fjör- efna, steinefna, grófefna og lífrænna eiginleika fæðunnar, ofát, nautnalyf, fyrst og fremst kaffi og áfengi, oft og einatt tóbak, sterkt krydd, fyrst og fremst matarsaltið, geðshræringar og áhyggjur, of lítil hreyfing og útivist o. fl. Það er marg reynt, að fólk, sem lifir á léttri fæðu og forðast nautnavörur, hefur lægri blóðþrýsting en ella; T. d. þekkist hár blóðþrýstingur varla meðal Kínverja, sem líkt og ef manni, sern hefði Hfa aðallega á hrísgrjónum gleypt eitur, væri gefið kvala stillandi meðal í stað þess að dæla eitrinu upp úr honum eða gefa honum móteitur? Eða líkt og ef ég styngi varð- manni svefnþorn, meðan inn- brotsþjófar og skemmdar- vargar væru að ræna og rupla húsið eða verðmæti, sem hann átti að gæta? 5. í framtíðiimi setur höf. bersýnilega allt sitt traust á gömul og ný lyf. Bráðlega muni finnast lyf við æða kölkun, og innan 7 ára muni finnast öruggt ráð við krabba meini. Hver tekur mark á síkum spádómum? Þeir sem trúa í blindni á hvert orð sem fram gengur af munni lækna, og aðrir ekki. Höf. viðurkennir, að skyn samlegir lifnaðarhættir geri oft kraftaverk, og er það vissulega mikilsverð játning. En í hans augum er það þó veigalítið atriði hjá lyf junum, digitalis, sulfa, penicillini o. s. frv. Það eru lyfin, sem í framtíðinni eiga að lækna og fyrirbyggja hjartasjúkdóma. Og sérkennandi er það fyrir þessa ritsmíð, að hvergi er að ,finr\a ráðleggingar um mataræði eða lifnaðarhætti til að verjast þessum sjúk- dómum. Almennt er .talið, að blóð þrýstingur ejgi að hækka með aldrinum, frá ca 120 mm. þegar menn eru um tvítugt, um nálægt 1 mm á ári, þann- ig að t. d. sextugur maður hafi 160 mm blóðþrýsting. Hinsvegar fullyrða margir merkir læknar, að fengnum rannsóknum og langri , . reynslu, að þetta sé sjúklegt, að í fullkomlega heilbrigð- ,um manni eigi blóðþrýsting- urinn að haldast í nánd við 120. mm. alla -ævi. Hin kenn , ingin / slafi: -af . því. einu, að y/egna.þess hve þetta-sjúklega og annarri jurtafæðú. En jurtafæðan er ekki einhlít. Hinn heimsfrægi ameríski læknir Kellogg rannsakaði eitt sinn blóðþrýsting í afríkönskum Arabaflokki, sem lifði aðallega á jurta- fæðu. Reyndist blóðþrýsting- urinn í þeim mjög hár, en þeir drukku mjög mikið kaffi. Aðeins einn þeirra manna, sem Kellogg rannsakaði, hafði þó lágan eða eðlilegan blóðþrýsting, en hann var úr öðru byggðarlagi, þar sem kaffi var ekki notað. Rangir lifnaðarhættir, eins og þeim er lýst hér að ofan, orsaka ekki einasta háan iblóðþrýsting, heldíur einnig liðagigt og f jöldann allan annarra sjúkdóma. Með leið- réttingu þó ekki væri nema á stærstu ágöllunum mætti slá mai'gar -flugur í einu höggi og stór.bæta heilsufar almennt. Það er þetta, hvern- ig fólk á að lifa til að forð- ast sjúkdóma, sem læknar þurfa að brýna fyrir fólki. Það er sannarlega þörf á fræðslu og uppörfun af hendi þeiijra manna, sern fólkið treystir og tekur mark á, svo erfitt sem það er að hrista af sér viðja vanans og tízkunn- ar, sem mestu ræður um hegðun manna og á að því leyti mikla sök á brjálsem- inni í nútíma lífernisháttum. Læknar ættu ekki að eyða sínum dýrmæta tíma í að vera sí og æ að aminna fólk um að leita læknis og nota meðul. Þess gerist yfirleitt ekki þörf. Þeir geta gripið til lvf janna, þegar þeir telja ,það tíma«bært, en það er ástæðulaust að vera sífellt að dásama lyfin í eyru al- mennings, ekki sízt af því að þau bregðast oft og einai-ú þegar mest á.ríður, og eru úðulega örðin úrelt. eftir: fá- 1) t a n I a n d s f I ug: Aukaferðir í maí mánuði verða faroar: 17. maí Reykjavík - 18. maí Stockholm - 24. mai Reykjavík - 25. maí Stockholm - 26. maí Reykjavík - Stockholm, Reykjavik, Stockholm, Reykjavík, London — Reykjavík samdægurs. Parþegar gjöri'' svo vel að hafa samband við skrif- stofu vora, Lækjargötu 2, sími 81440, sem fyrst. Innanlandsf lug: Sumaráætlun: Alla miðvikudaga: Reykjavík — Kirkjubæjarklaustur — Fagurhóls- mýri, AI!a laugardaga: Reykjavik — Vestmannaeyjar — Kirkjubæjar- klaustur. Máundaga og fimmtudaga: Reykjavík — Hellisandm'. Allar upplýsingar gefur skrifstofa vor, Lækjargötu 2 sími 81440, 5 Jínur. Ferðizt loftleiðis landa á milli Ferðizt loftleiðis um land allt MEÐ Vegna f jölda áskorana verður Miinæturskemmtunin (CABARETT) endurtekin í Austurbæjarbíó þriðjudaginn 17. maí kl. 11.30 e. h. Kynnir: Jón M. Arnason. Skemmtiskrá: 1. 12 manna hijómsveit leikur 4. Danssýning: Birna Jónsdóttir undir stjórn Kristjáns Kristjánssonar. dansar suðrænan dans. 2. Hnefaleikasýning: 5. Sigrún Jónsdóttir Arakell Guðmundsson og syngur með hljómsveitinm. ; Hreiðar Hólm. 6. Harmonikusóló: Bragi Hlíðberg. 3. Skafti Ólafsson 7. Skylmingar: Klemens Jónsson og syngur með hljómsveitinni. Rafn Hafnfjörð. 8. 12 manna hijómsveitin leikur. Aðgöngumiðar seldir hjá Eymundsson og Ritfangaverzlun Isafoldar, Bankastræti. ein ár, auk þess sem þau villa bæði læknum og almenningi sýn á aðalkjarna málsins. Útrýmingu sjúkdómanna og vérndun heilsunnar með réttum : og skynsamlegum ■lifnaðaxháttum. . , • ' , ijúþ 'Bjöm L. Jón^son. Lelkfélag Hafnarfjarðar sýnir REVÝIJNA 6ULLNA LEIÐIN annað kvöld kl. 8.30. Miðásalan oþnuð kl 2 í dag, sími: 9184

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.