Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.2005, Síða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.2005, Síða 11
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 24. september 2005 | 11 Norski rithöfundurinn Roy Ja-cobsen, sem heimsótti okkur Íslendinga á bókmenntahátíð í síð- ustu viku, hefur nú sent frá sér nýja skáldsögu. Bókin nefnist Hoggerne og er að mati gagnrýn- anda Aftenposten heillandi verk sem taki jafnt á frelsi viljans, svarinu sem felist í valinu, tilver- unni og fáránleikanum sem fylgt getur öfgakenndum aðstæðum. Fá- ránleikinn sem falist getur í öfgakenndum aðstæðum er í sögu Jacobsen finnska vetrarstríðið sem stóð frá 30. nóv- ember 1939 til 12. mars 1940 og kynnumst við því í gegnum sögu skógarhöggsmannsins Timmo Vat- anen sem tengist trjánum allt að því dulrænum böndum. Persónulýs- ingar í bókinni þykja þá einkar sterkar ekki síður en stílbrigðin sem skila einkar sterki sögu.    Rithöfundurinn Salman Rusdhie,sem flestir kannast við fyrir Söngva Satans, sendi nýlega frá sér bókina Shalimar the Clown þar sem höfundurinn veltir ítarlega fyrir sér þeim breytingum sem orðið hafa á heimsmynd okkar í kjölfar árásanna á Bandaríkin 2001. Bókin segir frá Max Ophuls, heimsmanni, fræði- manni og ævintýramanni sem víða hefur komið við á ferðum sínum. Eftir að hafa barist með frönsku andspyrnuhreyfingunni í heims- styrjöldinni síðari leitar Max til Bandaríkjanna, þar til hann tekur við hlutverki sendiherra á Indlandi á miðjum sjöunda áratugnum á þeim forsendum að hann þekki vel inn á breytileg landamæri, uppþot, sigra, flótta og liðhlaup. Að mati gagnrýn- anda Guardian er þessi bók mun ró- legri, samúðarfyllri og fyllri visku en síðasta bók Rushdie, Fury, sem kom út 2001, og segir hann raunar þetta hans mest heillandi bók frá því Mid- night’s Children kom út.    Í nýjasta smásagnasafni rithöf-undarins T.C. Boyle búa óham- ingjusamar söguhetjur sagnanna yf- ir áhugaverðri blöndu örvæntingar og hins heillandi. Bókin nefnist Tooth and Claw og einkennist af sama lifandi málfari og þétta stíln- um og hans fyrri verk, enda lætur Boyle persónurnar segja sögu sína með sama afslappaði málfarinu og okkur er tamt að nota í daglegu tali. Að mati gagnrýnanda Washington Post mun hver sá lesandi, sem kann að meta Boyle, eignast sína uppá- haldssögu í þessu 14 sagna smá- sagnasafni þar sem höfundurinn tekur lesandann með sér allt frá gat- inu í ósónlaginu við Tierra del Fuego til eðjukenndra vegaslóða frá Massachusetts til New York á 18. öld, sem og til skóga Síberíu og jafn- vel Indlands.    Candace Bushnell sem aðdáendurþáttanna um Beðmál í borginni ættu að kannast við sendi nýlega frá sér skáldsöguna Lipstick Jungle þar sem valdamiklar konur sjá sjálfar um að borga sína reikninga og keppa við karl- menn um völdin í viðskiptaheimi Bandaríkjanna. Að sögn New York Times eru söguhetjurnar hér gjörólíkar tískudrósunum í Beðmálum í borginni – þessar konur bíða þess ekki að falla í stafi yfir draumaprins- inum, né heldur eru þær sáttar við að standa í skugga nokkurs manns. „Þetta eru konur sem hafa áttað sig á að það er ekki fullkomlega hægt að reiða sig á karlmenn. Konur verða að treysta á sjálfa sig,“ hefur New York Times eftir Bushnell og segir því næst karlmennina í þessari bók virðast lítils megnuga við hlið kven- kyns keppinauta sinna. Erlendar bækur Roy Jacobsen Candace Bushnell BÓK þeirra feðganna Stefáns Ólafssonar og Kolbeins Stef- ánssonar er afar gagnlegt rit. Þeir gefa ítarlegt, skýrt og greinargott yfirlit um rannsóknir og skrif síð- ustu ára sem varða þjóðfélagsþró- un víða um lönd. Eins og titill bók- arinnar gefur til kynna er það einkum tvennt sem þeir telja að einkenni þessa þróun, annarsvegar hin hraða hnattvæðing stjórnmála, viðskipta og menningar og hins- vegar uppruni og vöxtur þekking- arþjóðfélagsins við það að þekking og þekkingariðnaður hefur víða orðið drifkraftur efnahagslífsins. Bókin skiptist í fjóra hluta. Fyrstu fjórir kaflarnir leggja lín- urnar fyrir efni bókarinnar og fjalla almennt um þjóðfélagsbreyt- ingar og helstu hugtök fræðilegrar umræðu um þær. Annar hlutinn sem er lengstur og efnismestur fjallar um einstök atriði þessara breytinga með margvíslegum talnafróðleik um hagræna og fé- lagslega þróun í Evrópu, Banda- ríkjunum og víðar. Loks er fjallað sérstaklega um Ísland og reynt að draga almennar ályktanir um með hvaða hætti farsælast væri að bregðast við þróun og breytingum síðustu ára hér á landi. Það er að mörgu að hyggja þeg- ar reynt er að meta hvað raun- verulega skiptir mestu máli þegar horft er á þær gríðarlegu breyt- ingar sem upplýsingatæknibylt- ingin og fleiri þættir hafa hrundið af stað á síðust áratugum. Þar kemur margt á óvart. Þó að ýmsir hafi spáð endalokum velferðarrík- isins á síðustu árum og þá einkum vegna sterkrar tilhneigingar til markaðshyggju sem hnattvæðing virðist ýta undir, benda höfund- arnir á að velferðarríkið virðist lifa góðu lífi. Það er ekki að sjá að þau ríki sem eyða mestu fé í um- fangsmikil velferðarkerfi séu á nokkurn hátt eftirbátar hinna í efnhagsmálum, þvert á móti. Í stað þess að ríkið hafi neyðst til að draga úr skattlagningu og skera stöðugt niður útgjöld, eins og margir höfðu spáð, hefur skatt- lagning í OECD ríkjum ýmist haldist óbreytt eða aukist á síð- ustu áratugum, þegar allt er talið, og velferðarríkið hefur haldið áfram að fá sinn hlut. Þessi stað- reynd bendir til þess að hörðustu talsmenn frjálshyggju hafi einfald- lega rangt fyrir sér. Víðtæk og kostnaðarsöm samtrygging sem kemur að mestu í veg fyrir fátækt getur verið styrkur þróaðra sam- félaga en ekki veikleiki þeirra. Því er rangt að líta svo á að útgjöld til velferðarkerfa séu hömlulaus fjár- austur (sjá bls. 138) en mikilvægt að átta sig á að „slík kerfi geta gegnt stóru hlutverki í farsælli framþróun hnattræna þekk- ingaþjóðfélagsins“ (bls. 139). Umfjöllun um Bandaríkin er sömuleiðis áhugaverð, en kjör þar hafa almennt farið versnandi á síð- ustu árum, sem gerir að verkum að þó að meðaltekjur á mann séu miklu hærri í Bandaríkjunum en það sem hæst verður í flestum Evrópuríkjum, þá er fátækt líka miklu meiri. Þannig hefur ójöfn- uður farið vaxandi í Bandaríkj- unum, en samhliða því að tekju- möguleikar háskólamenntaðs fólks og sérfræðinga hafa aukist, hefur eftirspurn eftir fólki í illa borguð þjónustustörf aukist. Á und- anförnum árum hefur atvinnuleysi minnkað í Bandaríkjunum en á sama tíma hefur þeim fjölgað sem eru undir fátæktarmörkum. Þessi þróun mála er ekki hreystimerki á bandarísku samfélagi heldur þvert á móti. Samfélagið er verr undir ýmis áföll búið - eins og raunar hefur glöggt komið á daginn á síð- ustu vikum þegar flóð og fellibylur í suðurríkjunum fletti ofan af hinni hrikalegu fátækt, eymd og alls- leysi sem þar ríkir. Kaflarnir um Ísland, sem fyr- irfram vekja talsverðan áhuga valda ofurlitlum vonbrigðum því fyrst og fremst er þar safnað á einn stað ýmsum staðreyndum sem ekki geta komið nokkrum manni á óvart. Það er velþekkt að Ísland stendur framarlega í allri tæknivæðingu og tölvulæsi þjóð- arinner er með því mesta sem ger- ist í heiminum. Einnig að þekking- arþróun hérlendis er mismikil. Íslendingar hafa verið aftarlega í nýsköpun og sömuleiðis í þróun, þó að það kunni að vera að breyt- ast. Ekki er þó farið neitt nánar ofan í stöðu Íslands en almenn at- hugasemd látin duga um að auð- velt kunni að vera að vinna bug á veikleikum hér á landi með „réttri stefnumótun og öflugu átaki“ (bls. 331). Í sérstökum kafla um Reykjavík er bent á að nokkuð vanti á að Reykjavík standi jafn- fætis helstu „þekkingarborgum“ Evrópu og höfundarnir halda því fram að þekkingarþyrping í Vatns- mýrinni geti „orðið aflstöð þekk- ingarhagkerfisins á íslandi og flýtt innreið þess svo um munar“ (bls. 331). Þeir leyna heldur ekki þeirri skoðun sinni í fjórða hluta bók- arinnar, sem er þriggja síðna hvatningarræða, að framtíð Ís- lands liggi í þekkingu en ekki málmbræðslu (bls. 337-339). Mikið hefur verið talað um þekkingarhagkerfi og þekking- arþorp eða þyrpingar á und- anförnum árum hér á landi og virðast margir háskólamenn sann- færðir um að vísindin geti illa þróast hér á landi nema ráðist verði í miklar byggingafram- kvæmdir til að gera slíka þyrpingu að veruleika. Stefán Ólafsson, ann- ar höfundur bókarinnar hefur um árabil verið einn ötulasti tals- maður slíkra framkvæmda. Ég get samt ekki annað en furðað mig á því að svo margir skuli halda að byggingaframkvæmdir skapi vís- indastarf. Hversvegna eru Íslend- ingar ekki löngu búnir að skipa vísindastarfi efst á forgangslista atvinnulífsins? Er styrkur ís- lenskra vísindarannsókna virkilega undir því kominn að byggð verði hús á einhverjum lóðum í Vatns- mýrinni? Á undanförnum miss- erum hefur tugum milljarða sem ríkinu hafa áskotnast við sölu al- menningseigna verið ráðstafað til allskyns vega- og bygginga- framkvæmda. Einnig hefur fé ver- ið lagt í byggingu svokallaðra menningarhúsa og nú síðast var vænni summu lofað í byggingu nýs húss fyrir Árnastofnun og ýmsa aðra máttarstólpa íslenskrar menningar. Samt vita allir að vís- indastarf og þar með þekking- ariðnaður vex ekki og blómstrar nema að fjármunum sé varið til starfsins sjálfs frekar en til glæsi- bygginga til að hýsa þetta starf. Það hefði verið áhugavert ef þeir Stefán og Kolbeinn hefðu fjallað eitthvað um það hvað þarf til að skapa öflugt vísindastarf, en þeir virðast hinsvegar alls ekki gagn- rýnir á þá furðulegu skoðun stjórnvalda að einungis bygginga- framkvæmdir séu líklegar til að styrkja vísindi, fræði og menn- ingu. Þó að bókin sé fróðleg og full af allskyns upplýsingum sem gott er að hafa á einum stað, er hún ekki að sama skapi skemmtileg aflestr- ar. Hún er reyndar á köflum svo leiðinleg að maður heldur stundum að það hljóti að hafa verið ásetn- ingur höfundanna að gera textann sem líflausastan. Nú er svo sem ekkert sem segir að svona bók eigi að vera skemmtileg, en efnið býð- ur þó eiginlega upp á það. Hér er þrátt fyrir allt verið að rekja og segja frá dramatískum og ógn- arhröðum breytingum á heiminum öllum og kannski hefði verið snjallt að gera að minnsta kosti einhverja tilraun til að haga frá- sögninni þannig að hún gæti hrifið þá sem væntanlega verða látnir lesa bókina, en það eru nemendur í háskólum og framhaldsskólum. Annað atriði ber vissu metn- aðarleysi vitni þó að smátt sé. Það er sú ákvörðun að halda sömu röð í töflum og skýringamyndum sem í upphaflegri gerð þeirra á ensku hefur verið stafrófsröð. Þetta veld- ur því að Þ kemur á eftir F í sum- um tilfellum og B á eftir T. Ekki beint ruglandi fyrir lesandannn en hallærislegt og óþarft. Undirtitill bókarinnar er Ísland í breyttu þjóðfélagsumhverfi I og er gefið til kynna í formála að von sé á fleiri ritum um þetta efni í kjölfarið. Það er fagnaðarefni, en vonandi verður hugað betur að frágangi og frásagnarstíl þeirra binda sem á eftir koma en gert hefur verið í þessu bindi. Hvað þarf mörg hús til að Ísland geti orðið þekkingarsamfélag? BÆKUR Félagsvísindi Stefán Ólafsson og Kolbeinn Stefánsson, Háskólaútgáfan, Reykjavík, 2005, 363 bls. Hnattvæðing og þekkingarþjóðfélag Jón Ólafsson Morgunblaðið/Golli Vatnsmýrin og þekkingin „Er styrkur íslenskra vísindarannsókna virkilega undir því kominn að byggð verði hús á einhverjum lóðum í Vatnsmýrinni?“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.