Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.2005, Blaðsíða 15
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 24. september 2005 | 15
Kvikmyndir
Borgarbíó, Akureyri
Bewitched
The Man (HJ)
Deuce Bigalow – European
Gigolo (HJ)
Smárabíó
Bewitched
Red Eye
The Man (HJ)
Night Watch
Deuce Bigalow – European
Gigolo (HJ)
Sharkboy og Lavagirl
(SV)
Regnboginn
Bewitched
Night Watch
Deuce Bigalow – European
Gigolo (HJ)
Broken Flowers (HJ)
Ævintýraferðin m. ísl. tali
(SV)
Laugarásbíó
The 40 Year-old Virgin
The Man (HJ)
Land of the Dead (SV)
Ævintýraferðin m. ísl. tali
(SV)
Wedding Crashers (HJ)
Háskólabíó
The 40 Year-old Virgin
Valiant m. ísl. tali
The Cave
Charlie and the Chocolate
Factory (HJ)
Strákarnir okkar (SV)
The Dukes of Hazzard
(SV)
Sambíóin Reykjavík,
Keflavík, Akureyri
The 40 Year-old Virgin
Valiant m. ísl. tali
The Cave
Sky High
Charlie and the Chocolate
Factory (HJ)
Strákarnir okkar (SV)
Deuce Bigalow – European
Gigolo (HJ)
The Dukes of Hazzard
(SV)
Racing Stripes (SV)
Myndlist
Artótek, Grófarhúsi: Ingimar
Waage til 25. september.
Banananas: Þuríður Helga
Kristjánsdóttir og Tinna
Ævarsdóttir til 24. september.
Café Karólína: Arnar
Tryggvason til 30. september.
Epal: Finnur Arnar út sept-
ember.
Fugl: Ólafur Gíslason til 2.
október.
Gallerí 101: Sigurður Árni til
22. okt.
Gallerí 100°: Guðbjörg Lind,
Guðrún Kristjánsdóttir, Krist-
ín Jónsdóttir til 25. október.
Gallerí Fold: Haraldur Bilson
til 2. október.
Gallerí Gyllinhæð: Ingunn
Fjóla Ingþórsdóttir til 2. okt.
Gallerí Húnoghún: Anne K.
Kalsgaard og Leif M. Nielsen
til 21. okt.
Gallerí Sævars Karls: Kristín
Ragna.
Gallerí Terpentine: Ásdís
Spanó til 3. október.
Gerðarsafn: Kjarval 120 ára.
Til 2. okt.
Grafíksafn Íslands: Helga Ár-
mannsdóttir til 2. okt.
Gerðuberg: Einar Árnason til
6. nóvember. Þórdís Zoëga til
13. nóv.
Hafnarborg: Eiríkur Smith til
26. september.
Hrafnista, Hafnarfirði: Sess-
elja Halldórsdóttir til 4. októ-
ber.
i8 Gallerí: Ólöf Nordal til 15.
október.
Ís-café: Bjarney Sighvats-
dóttir til 15. nóvember.
Kaffi Sólon: Kristín Tryggva-
dóttir til 22. okt.
Kling og bang: Malcolm
Green. Goddur, Bjarni H. Þór-
arinsson og Ómar Stefánsson
til 25. september.
Listasafnið á Akureyri: Jón
Laxdal til 23. október.
Listasafn ASÍ: Anna Þ. Guð-
jónsdóttir. Kristleifur Björns-
son. Til 9. okt.
Listasafn Árnesinga: Sýning-
in Tívolí til 25. september.
Listasafn Einars Jónssonar:
Fastasýning.
Listasafn Ísafjarðar: Katrín
Elvarsdóttir, fram í október.
Listasafn Íslands: Íslensk
myndlist 1945–1960.
Listasafn Reykjanesbæjar:
Eiríkur Smith til 16. okt.
Listasafn Reykjavíkur,
Ásmundarsafn: Maðurinn og
efnið. Yfirlitssýning. Til 2006.
Listasafn Reykjavíkur, Hafn-
arhús: Guðrún Vera Hjartar-
dóttir til 30. desember. Hvern-
ig borg má bjóða þér? til 2.
október. Erró til 23. apríl.
Listasafn Reykjavíkur,
Kjarvalsstaðir: Úrval verka
frá 20. öld til 25. september.
Kristins Ingvarssonar. Story
of your life – ljósmyndir Har-
aldar Jónssonar. Mynd á þili.
Þjóðmenningarhúsið: Sýning
á tillögum um tónlistarhús til
5. okt.
Þrastalundur, Grímsnesi:
Reynir Þorgrímsson til 5.
október.
Leiklist
Austurbær: Annie, sun 2. okt.
Ávaxtakarfan sun.
Borgarleikhúsið: Kalli á þak-
inu sun, lau. Manntafl sun.,
sun. Alveg brilljant skilnaður
lau., mál., fim., fös. Woyzeck
fors. fim, fös. Híbýli vindanna
lau. Lífsins Tré lau., fös.
Hafnarfjarðarleikhúsið:
Himnaríki lau., fös.
Íslenska óperan: Kabarett,
fös. Tökin hert. Frums. 21.
okt.
Leikfélag Akureyrar: Belg-
íska Kongó fös 30. sept. Full-
komið brúðkaup frums. 20.
okt.
Loftkastalinn: Bítl 30. sept.
Þjóðleikhúsið: Klaufar og
kóngsdætur sun. Edith Piaf
lau., fim., fös. Koddamaðurinn
lau., fös.
Listasafn Sigurjóns Ólafs-
sonar: Hraunblóm: Elsa Afelt,
Carl-Henning Pedersen, Svar
Guðnason og Sigurjón Ólafs-
son, til 27. nóv.
Listhús Ófeigs: Gunnar S.
Magnússon til 26. okt.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur:
Lars Tunbjörk til 20. nóvem-
ber.
Norræna húsið: QuiltQunstn-
erne til 30. september.
Nýlistasafnið: Ásta Ólafs-
dóttir. Unnar Jónasson
Auðarson. Daði Guðbjörnsson
til 2. október.
Næsti bar: Áslaug Sigvalda-
dóttir til 14. október.
Safn: Ólafur Elíasson til miðs
október. Stefán Jónsson til
nóvember.
Safn Ásgríms Jónssonar:
Þjóðsagnamyndir Ásgríms
Jónssonar.
Skaftfell: Bryndís Ragn-
arsdóttir til 8. okt.
Suðsuðvestur: Gjörninga-
klúbburinn. Til 25. september.
VG Akureyri: Sex ungir lista-
menn. Til 14. október.
Þjóðarbókhlaðan: Brynjólfur
Sveinsson til áramóta.
Þjóðminjasafn Íslands:
Skuggaföll. Portrettmyndir
BORGARSKIPULAG og lýðræði hefur verið
í brennidepli síðastliðna áratugi með áherslu á
aukna þátttöku borgara við sköpun eigin um-
hverfis. Þetta er mjög jákvæð þróun sem enn
er í mikilli mótun, en ýmsar tilraunir hafa ver-
ið gerðar til þess að ná til borgaranna þegar
ákvarðanir um skipulag, lagningu hraðbrauta
eða byggingu nýrra hverfa hafa verið teknar.
Í Evrópu eru listamenn oftar en ekki orðnir
nær sjálfsagður hluti af þeim hóp sem vinnur
að skipulagsmálum og íbúaþing hversdags-
legur viðburður. Slík þing eru einnig haldin
reglulega hér á landi, en eflaust er síðan mis-
jafnt hversu mikil áhrif borgararnir hafa á
skipulagsmálin á borði, eða hvort íbúaþingin
séu aðeins kynningarfundir á ákvörðunum
sem varla verður haggað en það vill brenna
við meira að segja í litlum bæjarfélögum að
þar sem aðgengi að bæjarskrifstofum er gott
getur verið erfitt að fá einföldustu umbótum
framgengt. Þegar kemur að auknu lýðræði á
borði en ekki aðeins í orði eru það þó ekki síst
íbúarnir sjálfir sem leika meginhlutverkið.
Það er einmitt þetta samspil íbúa og borg-
aryfirvalda og þeirra sem hafa borgarskipulag
í hendi sér sem nú er í kærkomnum brenni-
depli í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi.
Nú er komið að okkur, íbúum borgarinnar, að
tjá okkur um borgina. Reykjavíkurborg efnir
til funda, samráðs og sýningar í Hafnarhúsinu
og býður öllum ókeypis aðgang, en þetta ferli
er hluti af forvinnu fyrir alþjóðlega hug-
myndasamkeppni um heildarskipulag Vatns-
mýrar. Á sýningunni kennir margra grasa.
Þar má sjá fjöldann allan af teikningum og
módelum af skipulagshugmyndum sem lagðar
hafa verið fram um þróun byggðar í Reykja-
vík, sumar hafa orðið að veruleika en aðrar
ekki. Þessar upplýsingar eru auðlæsilegar,
hugmyndir eru kynntar í tímaröð og magnið
er nokkuð viðráðanlegt. Fylgjast má með
stækkun og þróun borgarinnar frá 7.000
manna byggð um þarsíðustu aldamót, þar sem
bóndabæir eru enn næstum inni í byggðinni,
allt til dagsins í dag. Leitast er við að gera all-
ar hugmyndir aðgengilegar, t.a.m. eru hugtök
á borð við deiliskipulag útskýrð. Á neðri hæð
er risastór loftmynd af Reykjavík undir harð-
plasti svo áhorfendur geta spígsporað milli
bæjarhluta, grandskoðað hin ýmsu svæði,
ekki síst Vatnsmýrina, og fundið húsið sitt á
myndinni ef þeir óska þess, kannski er hægt
að sjá einhvern úti í garði að róla? Mjög
skemmtilegt að skoða og ganga yfir þessa
mynd. Á endavegg er síðan varpað skugga-
myndum úr borginni og gæðir það loftmynd-
ina auknu lífi. Efri hæðin býður svo upp á
fyrrnefndar teikningar og módel ásamt til-
raunastofunni Úrbanistan sem byggir á þátt-
töku áhorfenda, þar eru súlan með uppá-
stungum gesta um göngutúra í borginni og
SMS-skilaboð borgara sem varpað er á vegg
einna líflegust. Einna reykvískasti og um leið
prósaískasti göngutúrinn sem stungið var upp
á þegar ég fór að skoða var þessi: „Smáralind
í roki frá Burger King til Debenhams“. Þetta
nær ansi vel því mest ósjarmerandi sem hægt
er að hugsa sér við borgina og um leið er þetta
veruleiki sem flestir þekkja, ég gæti trúað að
margir þekktu þessa leið betur en Þingholtin.
Hér er blákaldur veruleikinn sem við búum
við í hnotskurn og einmitt einföld setning á
borð við þessa ætti að geta verið skipuleggj-
endum og arkitektum innblástur. SMS-
skilaboðin virðast ekki eins mikið notuð og að-
eins fá voru í umferð, einnig þegar ég skoðaði
heimasíðu safnsins, en fer líklega fjölgandi
eftir því sem á líður. Hér virðist ást á borginni
ráða ríkjum, í setningum á borð við „Ég kyssi
jafnvel hörðu strætin þín“ og „Ég fokkins
dýrka Reykjavík“, en önnur augnablik birtast
líka eins og „Tyggjóklessur úti um allt“ og
„Týndur strigaskór á Miklubraut leitar eig-
anda síns“. Hér eru tilfinningar íbúanna og
persónuleg upplifun á umhverfinu í fyrirrúmi.
Borð með bókum um skipulagsmál, bæði fyrir
börn og fullorðna, blöð og litir, var minna not-
að. Þar sýndist mér eins og einhver þyrfti að
taka af skarið og leiða aðra áfram, en er ekki
einföld barnateikning arkitektum líka leið-
arljós?
Sýningin í Hafnarhúsi er aðeins hluti af
viðamikilli dagskrá, í safninu eru sýndar kvik-
myndir daglega og fjölbreytt dagskrá í boði á
sýningartímabilinu, leiklist, umræður, leið-
sögn og hugmyndasmiðja. Sýningin leggur
mikla áherslu á þátttöku borgaranna með
ýmsu móti, t.d. eru kennarar og leikskóla-
kennarar hvattir til að fara með nemendur
sína í gönguferðir um sitt hverfi, skrá hjá sér
hugmyndir og senda inn. Slík ganga gæti ver-
ið fyrsta skrefið í átt að því að vekja börn til
umhugsunar og sýna þeim að einnig þau geta
tekið þátt í sköpun umhverfis síns. Á sýning-
unni er gestum síðan boðið að koma með til-
lögur að skipulagi Vatnsmýrarinnar en nú
styttist í framkvæmd alþjóðlegrar hugmynda-
samkeppni þar að lútandi. Þrjár spurningar
eru lagðar fram sem fólk er hvatt til þess að
svara. Ég vonast til þess að svör frá borgurum
verði sýnilegri þegar líður á sýninguna, bæði á
safninu og á heimasíðu, þegar ég skoðaði sá ég
engin svör frá áhorfendum við þessum spurn-
ingum. Viðhorf borgaranna hljóta að vera
mikilvægur þáttur í umræðunni um skipulag
borgarinnar. Nú hefur Reykjavíkurborg rétt
íbúum sínum höndina, nú er lag og ég vona að
sem flestir skemmti sér og sínum með því að
taka þátt í þessu framtaki borgarinnar. Það er
nefnilega fyrst og fremst okkar framlag sem
skapar þessa sýningu, aðeins við öll getum
gætt hana lífi. Sýning af þessum toga er einn-
ig jákvæð fyrir ímynd safnsins sem hér fagnar
áhorfendum sínum og virðir framlag þeirra.
„Smáralind í roki frá Burger King til
Debenhams“ – Nú er komið að okkur
Ragna Sigurðardóttir
Morgunblaðið/Árni Torfason
Hvernig borg má bjóða þér? „Nú hefur Reykjavíkurborg rétt íbúum sínum höndina, nú er lag og ég vona að sem flestir skemmti sér og sínum með því að taka
þátt í þessu framtaki borgarinnar.“
MYNDLIST – BORGARSKIPULAG
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús
Til 2. október. Hafnarhús er opið alla daga vikunnar
frá kl. 10–17.
Aðgangur að sýningunni Hvernig borg má bjóða þér?
er ókeypis.
Hvernig borg má bjóða þér?