Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 09.01.1950, Blaðsíða 3

Mánudagsblaðið - 09.01.1950, Blaðsíða 3
Mánudagur 9. janúar 1950. MÁNUDAGSBLAÐH) 3 Frændi minn, 4 ára gamall, var sem voru býsna óhreinar. Haim að lesa bænina sína, áður en hann horfði á mig og sagði svo allt t færi að borða. Þegar hann kom einu: „Eru hendurnar á mér ekki að orðunum: „Þakka þér fyrir I bókaflóðinu um jólin bárust mér tvær ljóðabækur í hendur. Önnur þeirra var „Gengin spor“ eftir Guðrúnu Árnadóttur frá Oddsstöðum, gefin út af „Minningarsjóði Hlöðvers Arnar Bjamason- ar“; hin var „Ljóð“ eftir Halldóru B. Björnsson, gefin út af „Helgafelli". Það fór ekki mikið fyrir þessum bók um á jólamarkaðintun, þær létu lítið yfir sér, en þar er margt sæmilegt að finna og sumt bara gott. „Gengin spor“ Guðrúnar Árnadóttur er með skárri ljóðabókum, sem út komu á árinu 1949, ef ótaldar eru endurprentanir á ljóðum stórskálda eins og Jóhamies- ar úr Kötlum og Halldórs Laxness. Það er þó ekki mik- ið sagt með því, svo rýr var uppskeran á þeim alcri s.l. ár. „Gengin spor“ er að vísu ekki veigamikil bók, frú Guðrún er hagyrðingur frek ar en skáld, látlaus í orða- vali, hefur ágætt brageyra og reynir hvergi að ráðast í það, sem hún hefur ekki full tök á. Sem heild hefur bókin því þægileg áhrif á lesandann; þar er 'hvergi hnotið um hjáróma orð, þar fellur engia vængbrotin hugs un hljóðandi til jarðar. Það er alltaf gaman að lesa vel kveðnar visur og lítil, en laglega gerð ]jóð, þótt efnið sé ekki alltaf f jölbreytt eða istórkostlegt, og „Gengin spor“ býður upp á fjöldann allan af skemmtilegum vís- um og góðum kvæðmn, eins og t. d. „Kertastjakinn', „Gleði“, „Hin þungu spor“, „Gengin spor“, „Næturkul“, o. fl. Eg leyfi mér að birta hér kvæði, sem nefnist „Dengsi sofnar“. „Sofðu nú kæri sveinninn minn, sól er að skýja baki. Réttu mér litla lófann þinn, legðu hann hérna á vangann minn, 'blunda svo vinur, ég vaki. Nú mátt þú eina yndið mitt í mínum faðmi hvila. Árin koma og kvæði sitt kveður harmur við rúmið þitt, bæn mín þá skal þér skýla. Verði hami dimmur vegurinn þinn vonanna þrjóti styrkur, bæn min þig leiðir í Ijósið inn, Ijúfi, hjartkæri drengurinn minn, þá granda ei mein eða myrkur. Blundar þú vinur,.. í síðasta sinn sat ég við hvíluna þína. Strauk ég um höfuð þitt, köld var þín kinn kringum þig elskaði drengurinn minn breiddi ég bænina mína.“ Þetta kvæði myndi hvar- vetna sóma sér vel. Annað kvæði, sem nefnist „Litla ljóðið“ endar á þessum orð- um: „Þú flytur minni fátækt það, sem fávísum er brauð, að geta kurlað kvöl í oi'ð, og kallað ÞAÐ sinn auð.“ Þessi bók er vel þess virði, að menn eignist hana og lesi í góðu tómi. „Ljóð“ Halldóru B. Björns son er sæmilega snotur bók, en einhvern veginn hefur les andinn alltaf óljósan grun um það að höfundurinn hljóti að geta gert betur. Gamla vísan um veðrið, sem var hvorki vont né gott o.s.frv. gæti raunar nægt sem rit- dómur um „Ljóð“. Kvæðin eru yfirleitt haglega ort, hugmyndirnar oft ágætar, en ekki nógu vandlega unnið úr þeim, og einstaka kvæði hefði að ósekju mátt sleppa, matinn, sem við eigum að borða“, leit hann yfir borðið og sá stóran disk með baunum í, og sagði: „Þakka þér fyrir matinn, sem við ætlum að fara að borða, en ekki fyrir baunirnar." ★ Eg var að baða hann Patrek minn, fimm ára gamian hnokka, og burstaði á honum hendurnar, eins og t.d. kvæðinu „Sendi- bréf“, sem er vægast sagt vafasöm eftirmæli eftir Nordahl Grieg. Bókin er þó, þegar á allt er litið, heldur skikkanleg aflestrar, hana vantar bara þetta litla, sem oft og tiðum skilur að sæmi- legan skáldskap og góðan. T.d. er hér kvæði, sem nefn- ist „Myndin“: „Hamingjan mættti mér á förnum vegi, þá var hún örlát, vildi alla gleðja, en gjafir heimar líkjast stundum storkun , að stækka, mamma? Hver fing- urinn heldur þú að verði stærst-* ur?“ ★ Kaupmaður var að ráða til sia vélritunarstúlku og sagöi; „Hvað geturðu gert?“ Hún: „ja, ég get vélritað dálítið, og kamt svolítið í hraðritun, og ég —• hér — danza ágætlega". — ei gull né sæmd hún gaf ! mér, aðeins leir* I gremju hennar gjöf ég kasta vilclitf — Þá brá þér fyrir sjónir mér — og síðans. er ég að reyna að móta mynd í leirinn, myndina þína, er verður aldrei til.‘f Þetta er ekki svo vitlaus hugmynd, en ekki meira. Eg er viss um það, að frú Hall- dóra getur og gerir betur í næsta sinn. f:-f H.Ó. i—iru-n.r jtjj—J~U--------------iT-; n--------1*“ f*i — • * ■ ■ “* «*■ » « ^ - H.F heldur uppi reglubwidnum siglingum milli íslands og helztu viðskipta- landa vorra meS hraðskreiðum nýtízkii skipum * Arið sem leið íózu skip félagsins og leiguskip þess 95 fezðir milli landa, og komu 177 sinn- um við á 32 höfnum i 12 löndum, til þess að koma framleiðsluvözum frá landinu og sækja nauðsynjavöruz. Svo iíðar fezðiz til og fzá svo mözgum höfnum czlendis fzyggja það, að vözuznaz þurfa aldrei að bíða lengi eftir skipsferð. Með því að beina vöruflutningum yðar ávallt til Eimskip, fáið þér vör- urnar fluttar fljótast og öruggast á ákvörðunarstaðinn Munið: ALLT MEÐ EIMSKtP , l* *?¥***•** ; :!

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.