Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 01.05.1950, Page 1

Mánudagsblaðið - 01.05.1950, Page 1
BlaSfyrir alla 3. árgangur. __Mt» — Mánudagurinn 1. maí 1950. 18. tölublað. r j SKIPULAG DAGSKRAR ER HORMULEGT HN Helgi Hjörvar & Co. alveg óþolandi MARSH ALLHi ALPIH Forráðamenn dagskrár útvarpsins hafa nú enn einu sinni lýst því yfir, að íslenzka ríkisútvarpið standi jafnfætis hliðstæðum útvarpsstöðvum úti í heimi. Við hvaða útvarps- stöðvar úti í heimi þessir herrar miða, er öllum þorra al- mennings ókunnugt, en vitað er þó, að ekki getur verið um að ræða útvarpsstöðvar í hinum menntaða heimi, því að nóg er hér af tækjum til þess að ná bæði evi’ópískum og banda- rískum útvarpsstöðvum, og ríkisútvarpið þolir ekki nokkurn samanburð við þær. Eftir að nýja útvarpsráðið endurskoðaði rekstur dag- skrárinnar, komst það að þeirri niðurstöðu, að eiginlega yrði ekkert að 'henni fundið, nema ef til vill fréttaflutninginum, og þá helzt, að hann væri dálítið einhliða, þ. e. a. s. aðallega frá BBC, en til þess að bæta hann, væri nauðsynlegt að fá fréttir frá Moskva. Annað gat ekki útvarpsráð fundið að þessu fyrirtæki, sem í augum almennings er aldrei kallað annað en aumasta útvarp heimsins. Útvarpsstjóri hefur nú undanfarið siglt á 'hverju ári og haft með sér fylgdarlið að siðum höfðingja. Hefur hann jafn- an dvalizt í dýrum hótelum og sótt fundi bæði andlegs og ver- aldlegs efnis. Þegar hann svo kemur heim aftur, hefur ekki staðið á fögrum loforðum og ráðagerðum um endurbætingu útvarpsins, en hlustendur hafa enn ekki orðið þeirra varir. Kostnaður við þessi ferðalög er greiddur úr vasa olckar mest megnis, og að því er virðist, er ótæmandi gjaldeyrir veittur til þessa óþarfa flakks í kunningjaleit. Alþingi skipar menn í útvarpsráð, en ekki hefur enn tekizt að skipa þar nokkurn mann, sem vit hefur á rekstri útvarpsdagskrár. Nefndarmenn þessir hafa oftast nóg af aukabitlingum, og starf þeirra er aðallega fólgið í því að leggja blessun sína yfir tillögur Helga Hjörvar, en þær til- lögur varða mestmegnis Helga Hjörvar og þætti hans og svo Daða Hjörvar og þætti hans. Annars má það heita furðulegt, 'hversu Helga Hjörvar hefur tekizt að ná völdum við útvarpið. Hann er skrifstofu- stjóri útvarpsráðs, þingfréttaritari, erindaflytjari um öll efni, sem hugsazt getur, þulur við ýmsar meiri háttar við- hafnir, fulltrúi útvarpsins, þar sem útvarpsstjóri getur ekki verið sökum anna, hefur hönd í bagga með ráðningar til út- varpsins, auk ýmissa minni háttar starfa, sem ekki tekur því að nefna. Að hans ráðum var svo Daði sonur hans send- ur til Bandaríkjanna, nýútskrifaður úr Menntaskólanum, til þess að kjmna okkur starf S. Þ. Hefur Daði staðið sig svo prýðilega, að nálega finnst ekki sá maður, sem nennir að hlusta á þýðingar hans af fundum vestur þar. Helgi féll frá því að láta Daða tala í lok hádegisútvarpsins, sökum þess að þá gátu menn skrúfað fyrir tæki sín að loknum tónleikum, og flutti þáttinn inn í miðja eftirmiðdagstónleikana, svo að hlustendur skrúfuðu ekki alveg fyrir, en bara lækkuðu í tækjum sínum, meðan Daði lét gamminn geysa. En þótt Helgi hafi mikið gert til þess að eyðileggja dagskrá útvarps- ins, þá ber ekki að skilja það svo, að hann sé einn um það. Sá siður er við líði í fréttatímunum, að láta hina og þessa starfsmenn fréttastofunnar flytja fréttir í forföllum aðal- þulanna. Fremstir þar í flokki eru Högni Torfason og Stefán Jónsson? Báðir eru þeir ágætir fréttamenn, en Högni er bæði hljóðvilltur og dálítið flámæltur, auk þess sem röddin er sérkennilega blælítil og hálfhás. Fer fréttalestur 'hans ofan garðs og neðan hjá flestum hlustendum. Rödd Stefáns er aftur á móti sterk og dimm og undur hæg, þannig að líkt er sem toga verði hvert orð út úr honum. Þriðji fréttamaður stofnunarinnar er svo Margrét Indriðadóttir, ágætur frétta- maður, sem í seinni tíð hefur heimsótt ýmsa staði hér í bæ með stálþráðinn með sér. Hugmyndir Margrétar eru margar ágætar og gera sitt til þess að lífga upp á dagskrána, en röddin er samt sem áður miður góð í útvarp, og virðist fara versnandi. Fjórði fréttamaður er svo sr. Emil Björnsson, prestur í Stjörnubíó, og hann flytur ýmsa þætti í útvarpið. Þótt sumir þættir hans hafi verið sæmilegir, þá hljóta þeir síðari fremur að vera samdir vegna skildingsins, sem þeir gefa, heldur en af innri þrá til þess að upplýsa almenning. Sr. Emil er svo harður í málrómi, að oft lítur frekar út fyrir, að hann sé að skammast en að flytja fyrirlestur. Hefur þetta sérstaklega vond áhrif á börn, sem eru um það bil að sofna, þegar klerkur tekur til máls. Fréttamaðurinn, sem flytur morgunútvarpsþáttinn, er svo sérstæður í fréttaflutningi sínum og tilkynningum, að furðu sætir. Talandi hans er þannig, að menn veigra séy al- mennt við að opna fyrir tæki sín ,,til þess að hlusta á hress- andi morgunmúsík“. Fréttir þær, sem hann les, eru yfirleitt endurtekning á endurteknum fréttum frá kvöldinu áður; en við og við koma ,,rosafréttir“, eins og t. d. „Óvenju hvasst var í Ermarsundi í gær“ eða „Talsvert hefur rignt í Norður- Skotlandi í nótt“. Lögin eru öll tvíkynnt, en kannske má ekki saka hann um þá ráðstöfun. Oft hefur verið drepið á það, að dagskráin væri of stutt og illa raðað í hana. Það hefur verið sannað hér í blaðinu og víðar, að kostnaður við lengingu dagskrárinnar er mjög hverfandi eða enginn. Hafa margir farið fram á slíkt, en ekki fengizt að gert. En stjórn ýmissa liða er hins vegar mjög ábótavant. Bezti tími útvarpsins, þegar flestir hlusta, fer að jafnaði í óvenju leiðinlegt efni, sem mjög fáir hafa áhuga á að heyra. Endalausir fyrirlestrar um efni, eins og t. d. glergerð, sementsgerð og annað, að vísu þarft, en mjög leiðinlegt fyrirlestraefni, er látlaust látið dynja yfir hlust- endur. Ekkert hefur verið og er gert, til þess að gera útvarp- ið að skemmtilegum þætti í lífi hlustandans. Leikaraval okk- ar er hunzað nema aðeins um helgar, og þá eru ekki tekin fyrir útvarpsleikrit, heldur verk, sem þarfnast þetta 10—12 leikenda. Er þetta mjög furðulegt, þar sem um mikið leikara- val er að ræða og snillinga á því sviði. Leikritin eru flest löng, í stað daglegra smáleikrita eða framhaldsleikrita, eins og tíðkast í öðrum löndum. IJtvarpsráð hefur enga dómgreind um það, hvað sé hæfilegt að flytja í útvarp, né heidur um flutningsmenn einstakra þátta, og verða sumir flutnings- menn sér til háðungar, beinlínis vegna þess, að ráðamenn útvarpsins hafa ekki sýnt þeim fram á, að flutn- ingshæfileikum þeirra sé mjög ábótavant. Um tónlistina er sama að segja. Að vísu á útvarpið á- Framh. á 8. síðu. TIL EVRÓPU . Innkaupaheimildir til íslands samlivæmt Marsliall-áætlun- inni námu 583,000 dollurum í marzmánuði. 1 marzmánuði voru íslandi veittar innkaupaheimildir að upphæð 583,000 dollarar. Er þetta hæsta mánaðarlega framlagið, það sem af er þessu ári. Hæsta einstaka heimildift er fyrir brennsluolíum, að verðmæti 209,000 dollarar. — Innkaupaheimildir fyrir hveiti, er næst hæsti liðurinn, eða 100,000 dollarar. Helztu innkaupaheimildir fyrir öðrum vörum eru sem hér segir: Pappi og pappír í fiskum- búðir 70,000 dollarar. Sojubaunaolía til smjörlík- isgerðar 50.000 dollarar. Hrísgrjón 30.000 dollarar. Jarðýtur (einkum í þágu landbúnaðarins) 30.000 doll- arar. Varahlutir í landbúnaðar- vélar (hjóla- og beltisdráttar- vélar) 25.000 dollarar. Varáhlutir til iðnaðarvéla 25.000 dollarar. Þurrkaðar baunir 10.000 doll- arar. Hjóladráttarvélar 5.000 dollarar. Landbúnaðarvélar (herfi og plógar 25.000 dollarar. Heildarfjárhæð innkaupa- heimilda til íslands samkv. Marshall-áætluninni á tírna- bilinu 3. apríl 1948 til 3. apríl 1950 nam 10,893,000 dollur- um. Innkaupaheimildir til allra ríkja Vestur-Evrópu, er þátt taka í viðreisnaráætlun Ev- rópu, námu alls 341,600,000 dollurum í marzmánuði. Að meðtöldum þessum fjárhæð- um nema heildarfjárhæðir innkaupa heimilda til Vestur- Framhald á 8. síðu

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.