Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 15.05.1950, Blaðsíða 7

Mánudagsblaðið - 15.05.1950, Blaðsíða 7
Mánudagur 15. maí 1950. MANUDÁGSBLÁÐÍÐ BENEDIKT GÍSLASON frá Hofteigi: KILPUR ARNORSSON En um leið og það er sannað að Smiður Andrésson er ís- lendingur er í raun og veru allt málið sannað, sem um var rætt í Smiðs sögu, því þau umskipti á sannleikan- um í orðrómssögu hans (Þjóðsögunni sem fyrirlesar- Inn kallaði) sanna þá líka umkiptin á sannleikanum í sögu hans. Og það er í raun og veru allt málið, að hér voru ekki útlendir hirðstjór- ar með ráði og samþykki ís- lendinga á þessu skattskyldu tímabili. Það færir sögu Smiðs Andréssonar inn á vettvang íslendinga í sögu sinni í sínu eigin landi, og allar skýringar á sögu hans verða að skoðast frá innlend- um sjónarmiðum. Eru þess engin dæmi að íslendingar hafi drepið sendimenn eða aðra valdsmenn sem Noregs- konungur sendi út með um boði eða valdi þótt að lög- brotum væri, og það voru ekki íslendingar sem hengdu Auðunn hestakorn eða Loð- inn af Bakka, og þeir æptu aðeins að Álfi úr Krók, svo dó hann, en íslendingar áttu í vök að verjast, að sanna það að þeir hefðu ekki drep- ið hann. Áslákur kórsbróðir og Pétur af Heiði fóru í friði af landinu. Og það væri sennilega ekki eins erfitt að fá sannleikann upp úr heim- ildum þagnarinnar um Smið An|drésson, ef hann hefði verið norskur aðalsmaður, drepinn af Íslendingum. Þá hefðu sennilega hvorki Þor- steinn Eyjólfsson né Ólafur Pétursson komið aftur af Noregi, og íslendingar orðið að standa Noregskonungi orðfleiri skil á atförinni við Smið, en nú er uppi. Þessi Íslendings söguskýr- ing á atförinni við Smið get- ur komið víða við, en hafi Smiður verið sonur Andrésar Hrólfssonar Narfasonar frá Skarði, en Jón Skráveifa son- ur Guttorms Narfasonar, og Ormur, sonur Snorra Narfa- sonar, sem vitað er, þá er hér mikið Skarðverjaveldi á ferðinni, og gátu þá hinar gömlu Íýðríkiseikur íslend- inga skotið þessurn mistil- Frú Anna: Eg er komin til að segja yður, myndasmið- ur, að myndimar, sem þér tókuð af mér og manninum mínum, eru allt annað en góð- ar. Maðurinn minn lítur út eins og api! Myndasmiðurinn: Já,. en, frú, þetta hefðuð þér átt að ahuga áður en þér létuð mynda hann. Konan: Jón minn, elskan, þú trúir því þá fullum fetum, að til sé byrjanda heppni? Maðurinn: Já, vissulega. — Vorum við ekki ánægð fyrstu vikuna, sem við bjuggum sam an? Það var morgunverðartími heima hjá frægum prófessor, sem hafði setið mestan hluta næturinnar á vinnustofu sinni. „Góða mín,“ sagði hann við konuna sína, „samgleðstu mér — ég hef fundið gas, þéttara en áður 'hefur þekkzt. Og ég ætla að láta það heita þínu nafni.“ „Þar gengur Petersenungi. Hann er ógurleg loftunga.“ „Sagði hann þér, að þú vær- ir falleg?“ „Nei, hann sagði, að þú værir fa!leg-“ „Elskan mín,“ sagði konan, „ég verð að'komast í bridge- spilarahópinn. Eg er farin að verða svo sólgin í bridge.“ „Eg held ég viti það, góða mín. Kvenfóíkið er ætíð sí' vinnandi.“ Piparsvéinn: Mér er sagt, að dökkhærðar stúlkur séu geðbetri en Ijóshærðar. Eiginmaðurinn: Hún, kon- an mín, er bæði ljós- og dökk- hærð, og ég hef ekki orðið var við neina skapsmunabreyt- ingu með háralitsbreyting- unni. „Eg hef tekið eftir því, að Rowley-hjónunum virðist koma miklu betur saman nú upp á síðkastið." „Já, alltaf síðan hann kom heim í sumar, og sá stúlkuna, sem hann var skotinn í fyrir J20 árum.“ „Sagðirðu konunni þinni allt, sem þú gerðir, meðan hún var í bmtu?“ „Nei, það gerðu nágrann- arnir.“ teini, að þeim sem fremstur var í flokknum, en algert aukasjónarmið er það í Smiðs sögu, þegar vitað er um erindi hans til Eyjafjarð- ar. Hefur nú fyrirlesarinn haft erfiði mikið en erindi lítið í Smiðs sögu, þar sem hann hefur hampað framan í á- heyrendur „heimildum11 sem allar eru í stíl við heimild- irnar sem hann sagði sjálf- ur að væri þjóðsaga, og sum- ar þeirra beint þaðan runn- ar. Það er ekki lítið gagn að slíkri sögukönnun. Og það er allt í stíl hjá fyrirlesaran- um þegar hann fer að greina frá sögu Gottskálksannáls um útkomu Smiðs í Grinda- vík, sem ókunnuglega um uppruna hans á íslandi. Gottskálksannáll er skráður 200 árum, minnst, eftir Grundarbardaga og hafði þá ekki verið skrifaður, eða finnst ekki skrifaður, einn stafur í íslandssögu af sam- tíðarmönnum íum 120—-130 áraskeið. Það virðist leða vera að Gottskálksannáll segi ó- kunnuglega frá fleiri atburð- um en útkomu Smiðs sem að líkum lætur. En samtíma heimildir gleyma þessum ó- kunnugleika um Smið er hann kom út. Verður hér mörgu ósvarað af samskonar vífi- lengjum fyrirlesarans, og gefst ekki færi á því, fyrr en Bókmenntafélagið er búið að gefa þessa Smiðs sögu út í seríunni „Ári fróði“, ef þögnin gleypir hana ekki áður, sem ólíklegt má telja þar sem fræðimannasóminn má ekki við því að gleyma þeim vitnisburði um sjálfan sig, að hafa samið bók upp úr annarri bók á þeim for- sendum að hin hafi ekki ver- ið skrifuð. Má hér enn bæta við þeirri athugasemd, að ef Bótólfur Ándrésson hefði verið frá Steini í Noregi, þá mundi hann hafa heitið Bótólfur af Steini í málvenju íslendinga, enda er sá nafngiftaháttur að ryðja sér til rúms í Nor- egi á þessum tíma og fyrr var þekktur á íslandi Ólafu: af Steini, samanber Sturl- ungu. Svo getur fyrirlesarinn í fyrsta lagi lesið kvæði Snjólfs betur, ef hann vill eitthvað um þessi fræði hugsa af öðrum hvötum en reyna að slá sig til riddara, í þyí máli sem hann þekkir af lítið. í öðru lagi reynt að athugá hvernig vísindamenn I sagnfræði fara með heim- ildir, svo hann geri sig ekki beran að ósvífni í heimildá- túlkun. í þriðja lagi að fræð- Bækur gegn afborgun íslendingasagnaútgáfan hefur undanfarna mánuði selt bækur sínar gegn afborgun við miklar vinsældlr. H. E. skrifar um útgáfuna: .... og voru bækurnar allar prýðilegar að frágangi. Svo framarlega sem alþjóð kann að meta bækur og vill eignast góðar bækur með góðum kjörum, þá eru þeir greiðsluskilmálar, sem íslendingasagnaútgáfan býður, þeir haganlegustu, sem þjóðin á vöi á nú, og er það vel. Ég álít, að ís'.endingasögúmar ættu að vera til á hverju heimili." Nú þegar getið þér fehgið allar bækur útgáfunnar með afborgunarkjörum. Kiippið út pöntunarseðii þennan, og sendið útgáfunni. Ég undirrit......óska að mér verði séndar fslendinga eögur (13 bindi), Byskupasögur, Sturlunga og Annálar ásamt Nafnaskrá (7 bindi), Riddarasögur (3 bindi) og Eddukvæði I—n, Snoriv-Edda og Eddulyklar (4 bækur), samtals 27 bækur, er kosta kr. 1255,00 í skinnbandi. Bækumar verði sendar mér í póstkröfu, þannig, að ég við móttöku bókanna greiði kr. 155.00 -að viðbættu öllu póstburðar- og kröfugjaldi og .afganginn á næstu 11 mánuðum með kr. 100.00 jöfnum mánaðargreiðslum sem greíðast eiga fyrir 5. hvers mánaðar. Ég er orðin.. 21 árs og er það ljóst, að bækumar verða ekki mín eign fyrr en verð þeirra er að fullu greitt. Það er þó skilyrði af minni hendi, að ég skal hafa rétt til að fá skipt bókunum, ef gallaðar réynast að einhverju •leyti, enda geri ég kröfu þar um innan eins mánaðar frá móttöku verksins. Litur á bandi óskast Svartur Brúnn Rauður Strikið yflr það sem ekki á við. Nafn .. Staða .. Heimili Útfyllið þetta áskriftarform ög sendið það til útgáfunnar. Séu þér búinn að eignast eitth\Tað af ofantöldum bókum, en langi til að eignast það er á vantar, fáið þér þær bækur að sjálfsögðu með afborgunar- kjörum — þurfið aðeins að skrifa útgáfúnni og láta þess getið hvaða bækur um er að ræða. Aldrei hafa íslenzkum bókaunnendum verið boðin slík kostakjör sem þessi. Islendingasögurnar inn á hvért íslenzkt heimili. Isl en d i ngasagn aútgáfan h. f. Súnar 7508 og 81244 — Túngötu 7. ast Ögn betur um sögu ís- lands á þessum tíma, svo hann kenni ekki þá villu að Auðunn hestakorn, Pétur af Heiði og Álfur úr Króki hafi verið landstjórnarmenn á íslandi að lögum íslands og samþykki íslendingá, gæta ögn betur samkvæmis í málfærslu sjálfs sín 1 Rétt- arstaða íslands og þessari Smiðs sögu sinni, og enn fremur geri ekki svo lítið úr víti manna áð halda því fram að 35 mérin 'háfi ætlað í ann- áð hérað til stórfelldra mann drápa. ÉNDIR Bénedikt Gislason fná Hofteigi.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.