Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 22.05.1950, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 22.05.1950, Blaðsíða 8
Amerfskt kvenfóik tryllt amli menn m - graiiæ Þegar ég bjó í Bretlandi, var mér sagt, að Ameríka væri ,,land æskunnar“ og einnig Paradís kvenfólksins. Raunverulega er það land og Paradís gamalla manna, þar sem lífið byrjar um fimmtugt og þar sem grátt hár (eða skalli) er vegabréf til ásta. ,Eg fann aldrei til þessa eins sterklega eins og þegar ég fór á dansleik í Waldorf Astoria hótelinu í iNew York. Næstum allar stúlkurnar voru ungar og yndislegar. En Hengið ekki buxurnar yfir stólbakið Alvarleg ámínn- ing frá dóms- málaráðherra Dómsmálaráðherra Suður- Afríku kvaddi sér nýlega hljóðs í neðri deild þingsins og yaraði karlmenn í landinu við því að hengja buxur sín- ar yfir stólbakið í svefnher- berginu, áður en þeir gengju til náða. Ástæðan fyrir því, að þingið tók þetta alvarlega mál til meðferðar, var það, ■að nokkru áður hafði buxum forsætisráðherrans, Dr. Mal- ans, verið stolið úr svefnher- berginu hans og jafnframt varð það upplýst, að hann var ebki sá eini sem lent (hafði í þessu óþægilega æv intýri þar í landi. Það virðist sem buxur séu í miklu verði meðal Suður- Afríkubúa og að stór þjófa- félög hafi verið stofnuð með það eitt fyrir augum að fiska þessar nauðsynlegu flíkur út um svefnherbergisgluggana, með hjálp prika, sem sér staklega hafa werið búin út með þessa einstöku veiðiað- ferð fyrir augum. Dómsmálaráðherra upp- lýsti, að hann sjálfur legði alltaf buxur sínar í brot, en jafnframt læsti hann þær inn í skáp áður en hann gengi til náða. í þinginu var almenn hrifning yfir því, að nú skyldu teknir upp nýir svefn- herbergishættir í þessu til- liti, svo að ekki þótti nauð- synlegt að gengið yrði til at- ikvæðis um málið. samt voru 90% karlmann- anna sköllóttir, fótaveikir og magamiklir. Þó var _það auðsýnilegt að stúlkurnar dáðu þá. ,,Hvað sjá svona laglegar ungar stúlkur í þessum mönnum," spurði ég konuna mína?“ „Stórar fjárupphæðir“ svaraði hún. Þið vitið hvað konur geta verið kvikindis- legar. Ef þetta er ekki land gam- alla manna, því eru þá söngv- arar eins og Ezio Pinza upp- áhald stúlkna og ungra kvenna sem ættu að vera nógu gamlar til þess að vita betur? Pinza, sem er 54 ára gamall og afi, syngur „One enchanted evening“ fyrir Mary Martin í sjónleiknum South Pacific. Hann hefur ekki stundlegan frið fyrir rithandarsöfnurum og snar- vitlausum aðdáencjum. Þei' segja að stúlkur þurfi aðeins að sjá „sjarmann“ hans Ezio og þá fá þær gæsahúð og hjartslátt af hrifningu. Ný- lega undirritaði hann samn- ing upp á fleiri hundruð þús- und dollara til þess að leika aðalhlutverb í nokkrum söngvamyndum. Mest auglýstu rómansar í Bandaríkjunum árið 1949 voru gifting Albins Barkley, varaforseta Bandaríkjanna, sem er 72 ára, gifting Willi- ams O’Dwyer, 50 ára gamals borgarstjóra New York og gifting Glark Gable, sem er 50 ára. Barley giftist 38 ára gam- alli ekkju eftir að ástarleik-^ ur hans hafði verið ræddur í blöðunu-m frá degi til dags. Brúðkaupsdagur þeirra var sýndur í sjónvarpi, skrif- aður í grátklökkvuin tón í dagblöðin. Brúðkaupsferðin kom á eftir, og lýsingar blað- anna voru væmnar. Til dæm- is má nefna, að þegar þau komu til Georgia-fylkis, þá var fremur kalt í veðri. Þá átti varaforsetafrúin að segja við manninn sinn 72 ára gamlan: „Haltu utan um mig, svo að mér hlýni dálítið'*. „Þetta er í fyrsta og síð- asta skiptið, sem þú verður að hvetja mig til þess arna“ var svar hins aldraða brúð- guma. O’Dwyer, borgarstjóri, gift- ist hinni fögru Sloan Simp- sin, eftir að blaðamenn höfðu elt þau svo mánuðum skipti. Þegar giftingardagurinn kom voru blöðin full af væmnu kjaftæði, sem keyra þótti um þverbák. Gifting Clark Gables á síð- asta ári var sú fjórða .í röð- inni. Þegar hann var að leggja af stað í lorúðkaups- ferðina sjóleiðis til Honolulu, f réðust nokkur hundruð kven- manna um borð og gerðu ná- lega allt vitlaust. Eitt blaðið hafði i aðalfrétt. „Þau skiptu á einverunni fyrir æsandi hamingju. Söngvarinn A1 Jolson (62. ára) er feikna vinsæll, miklu fremri þeim, sem yngri eru í sönglistinni. Einn blaðamaður í New York segir, að þráin eftir ör- yggi geri það að ungar ame- rískar stúlkur vilja fremur eldri menn en yngri. Gömlu mennirnir, fullir speki og sjálfstrausti, hafa einskonar föðurlegar eða móðurleg á- hrif á þær sérstaklega hvað vernd og umhyggju snertir. Bob Hope og Pinza ræddu nýlega þetta mál, og þá upp- lýsti Hope að „nú bæðu allir ungir leikarar í Hollywood menn þá, sem sjá um andlits farða þeirra, að mála á þá nokkur grá hár og hrukkur. HÁHUDAGSBLAÐIÐ BasebaU er afar vinsæl íþrótt í U.S.A., og sækir foiset- in jafnan helztu leikina. — Myndin sýniir forsetann í stúku sinni á leikvellinum, og kastar hann tveim boltum til leikmar.íia, en- það merkir að leikurinn skuli hef jast. tfarð að kyssa konu sína, tengda- móður og köttinn Konur geta verið mjög til- ætlunarsamar, . þegar þær hafa loksins náð sér í mann — að minnsta kosti í Eng- landi. Nýlega var afgreitt í hjónaskilnaðarréttinum ákaf- lega einkennilegt, en sem betur fer sjaldgæft, skilnað- armál. Starfsmaður járnbrautar- félags þar hefur undanfarin ár átt við einkennilega heim- ilisbaráttu að búa. Á hverju kvöldi, þegar hann kom þreyttur frá vinnu, varð hann að kyssa konu sína, tengdamóður og heimiliskött- inn ,,Beauty“. Það kom ekki að neinum notum, þótt mann auminginn reyndi að mót- mæla þesu kossaflangsi, því konan heimtaði að svona skyldi það vera. Auðvitað hafði hann ekki neitt á móti því að kyssa konuna sína — það var mjög ánægjulegt, en til þess að heimilisfriðurinn héldist, þá var ekki um ann- að að tala en að kyssa hin tvö. Að lokum varð maðurinn þreyttur á þessum daglegu kossum, Og svo fór að hann sótti um skilnað, sém hann fékk samstundis vegna þess- ara ..órýmilegu krafa kon- unnar“. Dómarinn var svo^ ákveðinn, að hann slepptij allri málamiðlun, sem þó er talin nauðsynleg áður en skúnaður er veittur. ! Gleltnr, gamansemi og drykkjnlætí Það skeði ekkert smáræði nýlega í New Dehli á Indlandi, þegar brezkur þegn, fyrrver- ahdi höfuðsmaður í hernum, hellti úr vínglasi yfir höfuðið á sendiherra Argentínu í Ind- landi. Ástæðan fyrir þessu ó- vænta höfuðbaði var sú, að Bretanum þótti sendiherrann of hávaðasamur í veizlu, sem haldin var á einu af stærstu hótelunum þar. En eftirköst- in urðu þó þessi: Hinn móðgaði sendiherra fór strax morguninn eftir á fund forsætisráðherrans, Ja- waharlal Nehru, til þess að kvarta; starfsmenn protoeol- deildarinnar í utanríkismála- ráðuneytinu fengu ekki fríið sitt þennan laugardag; vopn- uð lögregla stóð vörð á göng- unum í Imperial Hotel til þess að verja sendiherrann frá| frekari árásum og Bretinn var rekinn úr hótelinu og ákærð- ur fyrir árás. Argentínski sendiherrann og starfslið hans líta á þetta atvik sem pólitískt í eðli. — Bretinn heldur því fram, að sendiherrann hafi verið of há- vaðasamur og auk þess hafi hann ekki vitað, að hann væri sendiherra. — Sendiherrann hafði gert svo mikinn hávaða aðallega með því að blása í flautu, að Bretanum fannst sér ómögulegt annað en að hella nokkrum dropum af vatni á kollinn á honum til þess að ,,kæla hann“. Jafnvel grínleikarinn, sem var á sýn- ingarsviðinu í salnum hafði eins og í gamni varpað þeirri spurningu að sendiherranum, „hver hleypti yður inn?“ En sendiherrann brást illur við og henti glasi af ,,highball“ (ágætis hressing, segja fróð- ir) fullu í Bretann. „Eg hélt, að hann langaði til þess að leika við mig,“ sagði Bretinn blaðamönnum, „svo ég tók fulla könnu af vatni og sagði — gríptu — og kastaði henni í fangið á honum.“ Lögreglan kom, og allir fóru á stöðina nema móðgaði sendiherrann. Þegar lögregl- an hafði tekið skýrslu af öll- um, var þeim sleppt, en Bret- inn var daginn eftir kærður fyrir árás, en fær að ganga frjáls, þar til málið er tekið fyrir. Þegar síðast fréttist voru allir i vandræðum — lögregl- an, utanríkismálaráðuneytið, innanríkisráðuneytið og hótel stjórnin — nema sendiherr- ann, sem enn var fjúkandi vondur. (Stytt úr New York Times).

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.