Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 05.06.1950, Blaðsíða 5

Mánudagsblaðið - 05.06.1950, Blaðsíða 5
Mánudagur 5; júní 1950. MÁNUDAGSBLAÐIÐ Ný Reykjavíkur- tízka? * *»i. Kunningjakona mín hringdi ti.l mín um daginn. Hún flissaði svo mikið í sím- ann, að ég ætlaði aldrei að geta skilið hverju hún var að reyna að stynja upp úr sér, — enda var sagan harla ó- írúleg! Þó tókst henni samt með miklum erfiðleikum, að gera' mér eftirfarandi skilj- anlegt. (Eg tek það fram, að 'ég sleppi öllum upphrópun- um, hikstum og hlátursrok- jim): ,,í gær var ég á labbi niðri íbæ með manninum mínum,; sem ekki er í frá- sögur færandi. Sjáum við þá, hvar tvær stúlkur og tveir menn koma gangandi á móti okkur, og leiðir hvor sína dömu undir hendi. Allt var fólk þetta hið rólegasta og grafalvarlegt á svip, — eh þegar við komum nær þeim, sáum við, að báðar stúlkurn- ar voru með TÚTTUR uppi í sér! Já, góða mín, TÚTTUR af pela, — ekki einusinni snuð! Eg stoppaði eins og. stein- gervingur og glápti eins og ífífl, því að ég ætlaði ekki að trúa mínum/eigin augum! Síðan datt mér auðvitað í hug, að þetta ætti áð vera eitthvert misheppnað grín eða brandari, — en það var ekki svo yel, að, þetta væru einhverjir , unglingar, sem foúast ' mætti við slíkum prakkarastrikum af. Stúlk- urnar hafa verið um eða yfir ítvítugt, mennirnir enn eldri, og ekki var ánnað að sjá en að þeir væru hinir ánægð- ustu yfir þessári munn- skreytingu stúlknánna, því að engu þeirra stökk bros nema mér. Eg hallaði mér upp að næsta húsvegg og veinaði af hlátri, þar til mað- ur minn var farinn að skammast sín fyrir mig! Þú heldur kannske, að ég ,Ý>umsprettur mÉÍmm satt. Og ég mátti til með að 'ryklaus! Við kunnum okkur biðja þig að koma því fyrir ,ekki læti fyrir ánægju, því mig á framfæri, Clio mín, að nú er það orðið móðins á henni Reykjavík, að döm- urnar gangi með túttur í munni! Því að auðvitað verður Reykjavíkurkvenþjóð in að fá tækifæri til þess að fylgjast með, svo að sem flestar geti tekið upp þessa klæðilegu tízkunýung"! Ha, ha! Já, miklir tízku- frömuðir erum vér Reykja- víkurdömur! Ryklaust lúxuslíf Maður, sem býr^ á Miklu- brautinni, hefur vakið at- hygli mína á því, að það beri einnig að minnast á það, sem vel fer í þessum bæ, en ekki alltaf ver.a að nudda um van- kantana. Játa ég, að þetta er mikill vísdómur. Það, sem lengi hefur þjáð Reykvikinga mest á sumrin, er (bannsett) moldrykið. Um Miklubraut er afar mikil um- ferð eins og allir vita, og moldrykið hefur verið svo gífurlegt þar undanfarin ár, að íbúum við götuna hefur fundizt það næstum frá- gangssök að opna glugga. Að maður minnist ekki á ' alla aukafyrirhöfnina sem hús- mæður þar hafa haft, vegna tilgangslausra hreingerninga og gardínuþvötta. Ekki alls fyrir löngu var skrifað um þetta gífurlega ryk á Miklubrautinni í blöð- in og kvartað sáran, sem von- legt er. En stuttu þar á eftír tóku bæjaryfirvöldin sig til, og báru eitthvert rykbind- andi efni á götuna. „Og nú bregður- svo við," sé að skrökva þessu upp, enj sagði maðurinn, „að mesta eins og ég sit hérna er þetta' rykgata bæjarins er orðin . . . óska eftir að gerast áskrifandi að Mánúdagsblaðinu. Utanáskrift: . MánudagsblaSið . • -,:•-, Reykjavík) að í okkar augum er það sannkallaður lúxus að geta h'aft opna glugga, án þess að strax „fenni yfir mann af ryki. Og konunni minni finnst bara nú orðið sem hún hafi ekkert að gera, þar sem hún þarf ekki að þurrka aí nema 1—2 á dag!" Eg skil ánægju Miklubraat arbúans og samgleðst honum. En hvernig væri, að bæjar- yfirvöldin leyfðu líka okkur hinum, sém einnig búum við rykgötur, að njóta góðs af þessu rykbindandi undra- lyfi? Það ' yrði sannarlega meiri dásemd en rnenn al- mennt hafa gert séT vonir um, ef Reykjavík, sem nú að mestu er orðjn REYKlaus, yrði líka.RYKlaus! Mannlegt eðli „Eg er hreinskilinn maður, og segi mína meiningu óhik- að," segir vinur minn óeðli- lega hjartanlega; og með því á hann auðvitað við það, að hann sé undirförull og ó- hreinskilinn og að hann ætli einmitt 'að fara að segja mér einhver ósannindi. Alltaf þegar einhver reynir að forð- ast að líta í augu' þín, byrjar setninguna á einu stóru „Eg" og kemur síðan með einhver hrósyrði um sjálfan sig, þá er þér óhættað búast ann- aðhvort við ósannindum eða siðferðisprédikun — eða hvorutveggja: — „Eg er aðeins að hugsa um það, sem þér er fyrir beztu, vinur minn," þýðir: Nú ætla ég svei mér að ná mér niðri á þér, góðurinn minn. „Eg ætla mér sannarlega ekki að hryggja þig" þýðir: Nú ætla ég að segja þér svo illkvitnislega kjaftasögu, að þú verður ekki mönnum sinnandi á eftir. „Eg er ekki .vanur því, að vera með útásetningar", þýð- ir: Nú ætla ég einmitt að fara að setja út á þig og finna að öllu, sem þú hefur gert. „Eg er ekki þröngsýnni en fólk er flest" þýðir: Allar skoðanir mínar á þessu máli eru löngu úreltar. „Eg er ekki vanur að skipta mér af því, sem mér kemur ekki við", þýðir: Hér- með ætla ég að fara að skipta ekki augnablikinu lengur, og bráðum hendi ég þér út. Með þessum setningum eða öðrum álíka, hljóta mörg rifrildi að byrja í heiminum. Það er undarlegt, að við skulum samt halda áfram að segja þær, — og ennþá und- arlegra, að okkur skuli tak- ast að telja sjálfum okkur trú um, að við segjum þær í hjartans einlægni. (Lausl. þýtt eftir Monica Redlich). „En «i Og þá er það líka þetta litla, viðsjárvrerða orð: „.... en ........", sem. svo iðulega kemur illu af stað. Alltof oft heyrir maður þessar setning- ar: „Það er auðvitað leiðinlegt fyrir hana, en ........" „EG trúi auðvitað ekki orði af því, en ........" „MÉR kemur það náttúr- lega ekki við. en ........" „Eg kann nú annars ágæt- lega við hana, en ........" Því að á eftir „en"-inu kemur nefnilega oftast eitt- hvað, sem er svo illgjarnt og illkvittnislegt, að heiðar- legra hefði verið að byrja ekki með þessum sykursætu falssetningum. Kon»r sem nefnir sig „Margra barna móður", send- ir mér þessa smágrein: Erum við góð við börn annars fólks? Þetta er spurning sem allir ættu að spyrja sjálfa sig, sér- stal^lega nú þegar vorið er komið. Við vitum, að við eigum að vera góð við okk- ar eigin börn, og við krefj- umst hins sama af kennurum þeirra. Það er svo mikil- vægt, að börnin njóti góðs viðmóts á heimilunum og í skólunum, en stundum gleymum við' að gæta þess. að börnin hafi það gott úli við leiki sína á leikvölluir þar sem áhrifa gætir fr'' mörgum börnum og mcrg- um mæðrum. Og það er ein- mitt úti við leiki, sem börn- in oft verða fyrir misjöfnum áhrifum. Mæðrunum finnst, að þær hafi meira en nóg með sín eigin börn. Þær hafa hvorki mér af því, sem mér kemur tíma né löngun til þess að ekki við, og segja þér til syndanna., - „Eg kippi.mér nú ekki upp yið allt'' þýðir: Eg þoli þig hlusta eftir því, undan hverju hinir ¦ óþekku krakkar ann- arra eru að kvarta, eða hvað þau hafa fram.aðfæra sér til málsbóta. Burt með ykkur, snautið þið burt. Eins og kunnugt er, eru nefnilega annarra börn alltaf :miklu óþekkari, og ósvífnaiii en manns eigin börn! Eg heyrði einu sinni móður kvarta við aðra móður undan afkvæmi hennar ........ „Eg skammaði i hann ærlega," sagði hún, „og hugsið yður, næsta dag gerðist hann svo frekur að hrinda drengnum mínum af hjólinu hans og berja hann! Eins og MITT barn eigi að gjalda þess, þótt ég skammi YÐAR barn!" •Hún var mjög hneyksluð á þessu. Önnur móðir hringdi til nágrannakonu sinnar og til- kynnti henni, að hún og all- ar aðrar mæður í nágrenn- inu hefðu undan ýmsu að kvavta í fari barna hennar rnágrannakonunnar). Og henni fannst þær sannarlega hafa rétt og ástæðu til þess að kvarta, því að umtöluð börn væru svona og svona, og gerðu þetta-TDg hitt ............ En athugum það, að með þessu móti verður aldrei gott og heilbrigt samkómulag milli barna úti á leikvelli. Þegar mæðurnar geta ekki verið kurteisar og vingjarn- legar hvor við aðra, hvernig er þá hægt að krefjast þess, að börnin séu það? Börnin verða í eilífum illindum- hvert við annað, og af því verða þau svo æst í skapi og enn óþekkari. Ef mæðurnar reyndu held- ur ai gera sér far um að vera vingjarnlegar við annarra börn, reyndu að tala við þau og vera sanngjarnar við þau ekki síður en sín eigin, þá mundu þær gera bæði sjálf- um sér og börnum sínum léttara fyrir. Stærri börnin mundu læra að skilja það, að þeim ber ekki að vera eins og grimmir harðstjórar yfir þeim minni, — og litlu börnin hefðu líka gott af að læra það, að þeim ber ekki að vera sí-„klagandi" og skellanjdi skuldinni á þau stærri. Aðeins um eitt atriði eru mæðurnar oftast sammála, og það er, að barnlaust fólk ;f~'s ósanngjarnt og skilnings- ]r--'. þar éð það alltaf sé h —andi undan „saklausum uo'oátækjum" barnanna h^irra. En hvernig er hægt r'; -^í-last til umburðarlyndis hjá þeim barnlausu, þegar við sem eigum mörg börn I getum ekki sýnt neitt um- burðarlyndi? í Eins og einn lítill drengur sagði: „Hún frú Margrét er vond út í.öll börn nema sín eigin,, og afhverju á ég að v.era kurteis við hana, þegar húnr.er -alltaf ókurteis við mig?" CLIO, V

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.