Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 05.06.1950, Qupperneq 8

Mánudagsblaðið - 05.06.1950, Qupperneq 8
,SkuldirT við Dani Framh. af 3. síðu. íu, Bretlands og annarra slíkra, en ekki leggja leiðir sínar um annes og útsker. Við höfum vanið Dani illa eftir ófriðinn, og nú virðast vera síðustu forvöð, að við veitum þeim vandað uppeldi, er dugi til viðsæmandi sam- búðar þeirra við hið íslenzka lýðveldi með þeim hætti, er tíðkast siðaðra ríkja á mili. Við þurfum að sýna þeim, að við séum ekki úrvinda eins „kaghýddir langt fram í ætt“ einsog framferði þeirra við íslendinga á liðnum öldum hefði getað gefið tilefni til. Við burfum að hætta að gera gælur við Dani og auðsýna þeim 'það góðlætishugarþel, sem við 'berum jafnt til þeirra sem allra annarra iþjóða, þar til við höfum kom izt að fullri raun um, að við tökum ekki svívirðingar af þeim í staðinn. Danir verða að hætta að halda hlífiskildi yfir morðingjum íslendinga í Danmörku, og þeir verða undandráttarlaust að láta hegna hinum seku. Danir verða að biðja auðmjúklega afsökunar á þeirri ósvífni, að þeir óvirtu fátæka við- leitni okkar til þess að gera þeim vel, er þeir áttu bágt; enda þótt þeir sæju ekki sóma sinn í því, er ég þess samt fullviss, að ef Dönum lægi síðar á, mundu íslend- ingar ekki láta sitt eftir liggja, því að rétt og gott gera menn vegna þess, að það er rétt og gott, og því vegna sjálfra sín en ekki ann- arra. Þeir verða að skila handritum vorum og forn- griþum ,sem þeir halda fyr- ir okkur ranglega, og skila þeim með tölu. Þeir verða að efna verzlunarsamninga sína við okkur, það sem ó-| efnt er, og þeir verða að biðja auðmjúklega afsökunar á þeirrí tilraun, sem þeir í lok samningaumleitananna um verzlunarviðskipti ríkj- anna á milli gerðu til þess að rýra það fjárhagslegt traust, sem okkur ber erlendis, og þeir verða að gera afdrátt- arlaust allt sem í þeirra valdi stendur til þess, að þessi verknaður verði okkur ekki til tjóns, en bæta ella fyrir. Þegar Danir hafa gert þetta refjalaust, þá er sjálf- sagt að sletta í þá því, sem við kunnum að skulda þeim. En það skulum við varast að gera axarskaft hins vitra Náls og leggja aldrei silki- slæður eða ibóta ofan á greiðslur til Dana, fyrr en við höfum staðreynt þá hug- arfarsbreytingu þeirra, að þeir þakki okkur ekki með því að smána okkur. Reykjavík, 25. maí 1950. Guftbr. Jónsson. Symfóníu-hljómsveitin Undir stjórn Róberts Abra- hams heyrði maður, i Þjóð- leikhúsinu Symfoníuhljóm- sveitina spila /Mozart ’og Brahms. Forleikinn að Moz- arts óperu ,,Konuránið“ (sér er nú hver þýðingin) var létt og vel útfærður, og dauða púnkta frá hendi hljómsveitarstjórans varð maður ekki var við, og spil- aði sveitin þetta verk bezt. Mozart Horn-konsert: ein- leikari Lanzky Otto, náði sér fyrst í síðasta þætti, — allegro vivace — með á- gætu og Rythmisku, og góðu samspili sveitarinnar. Brahms: „Ástaljóð“ — stuttar ástavísur í hljómum þessa mikla skáldajöfurs, hljómþýðar myndir, sem vaggast á bylgjum hljóma og tóna, — skyldi hljómsveitar- stjórinn auðheyrilega ekki, en lagði í þær einhverja framandi tækni kaldihæðnis — og reyndi í gáskafullum leik að láta litbrigðin koma og hverfa, án þess að hrífa meðlimi sveitarinnar, og þá enn síður áheyrendur. Moz- arts g-dúr symfonie sem al- staðar er til á grammófón- plötum, var síðasti liður efn- isskrárinnar. Abrahams harða og snögga slagtækni gerir aðstöðu hans hrökk- álslega sem dirigents, svo annaðhvort verður Abraham að stjórna í ofsa-ttempo, svo fiðlarar eiga á hættu að missa allar tennur út úr sér, eða þá með ofsa fortissimo. Andantið, sem er fegursti þáttur symfóníunnar var ekkert, datt dautt og hljóm- laust niður. En Finalin og allegro assai, keyrði Abra- ham áfram með þvílíku Tempó að maður gat haldið að líf lægi við. MEÐ ALLRI virðingu fyr- ir Lanzky Otto sem horna- leikara, þá er það vægast sagt ófyrirgefanlegt skeyt- ingarleysi af þeim mönnum sem vilja vera forráðamenn hljómsveitarinnar, að hafa æ ofan í æ gengið framhjá okkar bezta píanista frú JÓRUNNI VIÐAR, sem einn- ig er uppvaxandi og athygl- isvert tónskáld. Þó það sé gaman að heyra hornablást- ur, þá ætti það sannarlega að vera nægilegt að hlusta á hornaflokk Reykjavíkur bæði við jarðarfarir og einn- ig á Austurvelli. — Vonandi sjá forráðamenn sveitarinnar sóma sinn í því að bjóða frú Viðar að spila með sveitinni. Sig. Skagficld. íslandsmótið: Fram-Akranes 0:0 Islandsmótið hófst á fimmtudagskvöldið með leik milli Reykjavíkurmeistaranna Fram og úrvals frá Akranesi. Áður en leikur hófst gengu öll liðin, sem þátt taka í mót- inu, fylktu liði inn á völlinn og mótið sett með viðhöfn. I fyrri hálfleik var rok og rigning og háði það mjög leik mönnum. Framarar léku und- an vindi, og var boltinn oftast á vallarhelmingi Skagamanna, en þó fengu Framarar engin góð tækifæri til að skora, og var það vörn mótherjanna að þakka. Þau fáu skot, sem Framarar komu á markið, varði hinn snjalli markmaður Skagamanna auðveldlega. — Skagamenn áttu mörg snögg og hættuleg upphlaup í þess- um hálfleik. Vindinn lægði í seinni hálfleik og varð því leikurinn jafnari og um leið f jörugri. Liðin skiptust á snöggum upphlaupum, sem oft voru hættuleg, en hvorugu liðinu tókst að skora. Tölu- verð harka var á köflum í þessum hálfleik og meiddist einn Framarinn, Hermann, illilega, og va.r hann borinn út af á börum. Öllum til mikillar ánægju kom 'hann aftur inn á rétt fyrir leikslok. Seint í þessum hálfleik munaði mjóu að Framarar fengju mark á sig. Haukur, miðfram herji, ætlaði að skalla til Ad- ams, en Skagamaður komst á milli þeirra og kom boltan- um fram hjá Adam, en þessu varð þó bjargað á elleftu stundu. Beztu menn Skagamanna voru fyrst og fremst mark- maðurinn, Helgi Daníelsson, sem hefur sérstaklega góða staðsetningu í markinu og góð útspörk. Miðframherjinn, Þórður Þórðarson, hefur alla þá eiginleika, sem einkenna góðan miðframherja. — Jón Jónsson, vinstri útherji, var bæði snöggur og fylginn. — Hinn 17 ára hægri útherji, Halldór Sigurbjörnsson, er mjög efnilegur leikmaður, en er ennþá heldur taugaóstyrk- ur við markið og ónýtti tvö mjög góð tækifæri. Það eina sem Skagamenn vantar, er skotmenn. Vörn þeirra var mjög góð og hélt hún fram- línu Framara alveg niðri. Beztu menn Framara voru, eins og fyrri daginn, Sæmupd ur og Hermann. Þeir góðu menn virðast aldrei „klikka". Vömin var ekki góð í þetta sinn, of oft opin og fálm- kennd. Óskar og Karl voru beztu menn í framlínunni. — Ríkharður missti mjög marga bolta og öll hans skot fóru yfir stöng. Adam var góður að vanda. MóL Mánudagsblaðið Afbragðssýning Bláu stjörnunnar MÍM-prógrammið með þeim beztu Hin nýja revya stjörnunnar, Menningar- tengsl íslands og Mílanó, MÍM, var frumsýnd á 2. í MÍM er einskonar vígslu- undirtektir áhorfenda, enda ekki að furða því þetta er með albeztu „prógrömmum“ sem sýnd hafa verið á vegum Stjörnunnar og er þá langt til jafnað. MIM er einskonar vígslu- sýning, sbr. Þjóðleikhúsið, því að sem önnur þjóðþrifa- fyrirtæki þá hlýtur Bláa stjarnan að vígjast. Þættir sýningarinnar eru átta, en auk þess hefur Har- aldur Á. Sigurðsson tekið að kynna þættina á ný, en hann kynnti ekki á síðasta pró- grammi, öllum til leiðinda. En hvíldin hefur orðið til Bláu^ einhvernveginn og er um að ræða mikla afturför frá fyrri söngvum ungfrúarinnar. Ef M1 vill réð frumsýningar- óstyrkur einhverju um frammistöðu hennar. „Verð- launaleikritið“ með Jóhönnu Hjaltalín og Sveini V. Stef- ánssyni ,er bráðskemmtilegt í raun og veru — en með- ferð þessara leikara — herra minn — þetta er ekki hægt. Einhvern veginn fannst mönnum að val Guðmundar Jónssonar á söngvum þetta kvöld væri dálítið óheppi- legt, það hreif ekki áhorf- endurna. Lokaþátturinn um daginn og veginn, leikinn af Alfreð Andréssyni, Baldri Guðmundssyni, Haraldi Á. Sigui’ðssyni og Soffíu Karls- dóttur, var ágætur, en eins og vant er, þá diskúteruðu góðs, því kynningar hans á þeir Alfreð Qg Haraldur dag. þessari sýningu eru afbragðs góðar,. fyndnar, fljótar og hnitmiðaðar og missa hvergi marks. Reviunni hafa borizt fjöldi skeyta, sem lesinu eru upp, og eru þau hvert öðru fyndnara. Alfreð Andrésson, syngur gamanvísur. Meðferð Al- freðs þarf ekki að kynna en nú hafa honum borizt nýjar vísur, sem bera af öllum vís- um, sem hann hefur sungið í seinni tíð, enda sýndu á- horfendur að hann hefði get- að haldið húisinu „skelli- hlæjandi“ fram á dögun, ef í það hefði farið. Baldur Georgs og Konni mættu þarna með einn vinsælasta lið kvöldsins „Töfra og tal“ Eg hef, því miður, sjaldan séð Baldur á sviði, vissi að hann var góður, en datt aldrei í hug að hann væri sílk ur aíbragðsskemmtikraftur, sem raun varð á. Töfrar hans vöktu óskipta aðdáun og snakkið milli hans og Konna var prýðilegt. Leikni Bald- urs er alveg sérstæð og sviðs tilburðir hans ágætir. Haukur Morthens sýndi það enn einu sinni að hann er albezti dægurlagasöngvar- inn okkar og er stöðugt að fara fiam. Hann er nú far- inn að mæta á sviðinu án þess að hafa textana í hönd- um sér, en það var raunveru lega hans mesta óprýði á sviði. Gamanvísnasöngur Soffíu Karlsdóttur misheppnaðist lega lífið og vandamál þess af óvenju skarpskyggni, þannig að allir voru þeim sammála. Heildarsvipur MÍM-sýningar Bláu stjörn- unnar er afbragðsgóður og einstaka atriði mörg þau beztu, sem hér sjást. Þótt smávægilegar misfellur væru, þá stendur allt Ail bóta. Allir eru hvattir til þess að sækja þessar sýning- ar og njóta kvöldsins í góðu skapi og hlæja sér til hress- ingar.'Þegar miðað er við al- mennar skemmtanir hér í Reykjavík, þá eru skemijjt- anir Bláu stjörnunnar í vist- legum sölum Sjálfstæðishúss ins, fjölbreyttustu og ódýr- ustu skemmtanir í kvöldlífi höfuðstaðarins. Að sýning- unni lokinni er dansað, en hlómsveit Aage Lorange, leikur undir dansinum. A. B. Þessi einsöngshlutverk eru í óperunni Brúðkaup Figarós, eftir Mozart: i Greifafrú: Almaviva. Greifinn: Almaviva. .Þjónustufólk: Susanna, Cherubino, Marcellina, Bar- barina, FIGARO. Dómari: Don Curzio. Vitni: Bartolo Basilio.

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.