Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.2005, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.2005, Side 2
2 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 24. desember 2005 Sænskir fjölmiðlar eru um þessarmundir fullir af myndum og reynslu-sögum af náttúruhamförunum í Asíufyrir ári. Sérblöð hafa verið gefin út um atburðinn og margar opnur lagðar undir upprifjun á því sem gerðist fyrir ári og snerti Svía mjög, en 543 sænskir ferðamenn létu lífið og átján er enn saknað. Frásagnirnar láta engan ósnortinn. Eldri hjón sem misstu einkadóttur, maður sem missti konu og tvö börn, hjón sem misstu son á öðru ári, 8 ára strákur sem missti mömmu og systur. Með sögum þessa fólks minna fjöl- miðlarnir okkur á hve stutt er á milli lífs og dauða og bjóða okkur að staldra við. Slíkt er alltaf mikilvægt og jólin eru ekki síst tíminn til þess. Hugurinn hvarflar til allra þeirra sem misstu ástvini í flóðbylgjunni þegar litið er yf- ir blöðin hér í Svíþjóð. Hvort sem það eru dagblöð eða hvers konar tímarit, auk annarra fjölmiðla þar sem „tsunami“-umfjöllun er fyr- irferðarmikil, sérstaklega nú þegar ár er að verða liðið frá atburðinum. Allan tímann sem liðinn er frá hamförunum sem urðu 26. desember á síðasta ári hafa fjöl- miðlar fjallað mikið um málið, ekki aðeins með fréttum í upphafi heldur líka viðtölum, reynslusögum, ferðasögum, myndum, frétta- skýringum og eftirfylgni. Ekki síst hefur þátt- ur sænskra stjórnvalda verið til skoðunar all- an tímann. Það þurfti ekki skýrslu sérskipaðrar nefndar til að átta sig á að stjórnvöld féllu á prófinu. Við hlutverki þeirra í upphafi tók fjölmiðlafulltrúi einnar ferða- skrifstofunnar, Lottie Knutsson, sem þótti bera af öðrum viðmælendum þegar hún út- skýrði fyrir landi og þjóð hvað gerst hafði, hvað væri verið að gera og hvað væri fram undan. Hún var m.a.s. kjörin kona ársins og leiðtogi ársins fyrir röggsemi sína. En samkvæmt nýrri skýrslu stóðust fjöl- miðlar prófið. Þ.e. umfjöllunin var fagleg og þrátt fyrir að fámennt væri á ritstjórnum ann- an í jólum í fyrra, var fólk kallað út og leysti það verkefnið af hendi með skipulegum hætti. Sænska ríkissjónvarpið var þó gagnrýnt fyrir að hafa ekki sent út sérstakan fréttatíma fyrr en á hádegi hamfaradagsins. En sænska Aft- onbladet var hins vegar fyrst evrópskra dag- blaða með fréttirnar um flóðbylgjuna í blaðinu 26. desember 2004. Blaðið var þegar farið í prentun þegar síminn varð rauðglóandi; sænskir ferðamenn í Taílandi voru að láta vita af atburðunum, og blaðakona á vakt skrifaði eins og hún ætti lífið að leysa. Flóðbylgjan var nokkurs konar prófsteinn á getu fréttamiðlanna til að sinna hlutverki sínu á áfallatíma. Það kom fjölmiðlafræðingunum sem gerðu skýrsluna á óvart hversu vel sænsku fjölmiðlarnir sinntu því hlutverki með hröðum, réttum og ítarlegum fréttaflutningi. Þegar á hamfaradaginn sendu allir helstu fjöl- miðlar blaðamenn sína til hamfarasvæðanna. Þegar miðað er við að utanríkisráðherra Sví- þjóðar, Laila Freivalds, fór fyrst af stað tveimur dögum síðar, 28. desember, má ljóst vera að fjölmiðlarnir sinntu hlutverki sínu betur en stjórnvöld. Önnur skýrsla sem kom út í byrjun þessa mánaðar fjallar um þátt sænskra stjórnvalda sem öfugt við fjölmiðlana fá falleinkunn. Hæg viðbrögð, óljóst ákvarðanaferli, óljós ábyrgð og afsakanir einkenndi aðgerðir stjórnvalda hamfaradaginn og dagana þar á eftir. Sér- skipuð nefnd segir Göran Persson bera aðal- ábyrgðina og að Laila Freivalds og utanrík- isráðuneyti hennar hafi verið nokkurs konar upplýsingasía og hindrun í að upplýsingar kæmust rétta leið. „Munurinn er sá að fjölmiðlar eru ávallt viðbúnir því að áföll ríði yfir. Það fylgir starf- inu að vera viðbúinn óvæntum atburðum,“ segir Marina Ghersetti, einn skýrsluhöfunda m.a. í Svenska Dagbladet. Maður skyldi ætla að stjórnvöld ættu einnig ávallt að vera viðbú- in, en skýrslan frá 1. desember leiðir í ljós að svo er ekki. Enginn hefur sagt af sér eða verið sagt upp og það kemur ekki á óvart að þol- endur í málinu, sem eru margir, óski ekki sér- staklega eftir nærveru ráðamanna á minning- arathöfnum sem fyrirhugaðar eru á nokkrum stöðum í Svíþjóð og í Taílandi annan í jólum. Fjölmiðlar stóðust prófið ’Munurinn er sá að fjölmiðlar eru ávallt viðbúnir þvíað áföll ríði yfir. Það fylgir starfinu að vera viðbúinn óvæntum atburðum,“ segir Marina Ghersetti, einn skýrsluhöfunda m.a. í Svenska Dagbladet.‘Fjölmiðlar Eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerdur@mbl.is Lesbók Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins ! Á Íslandi eru Bókmenntir heilagar og þær ritaðar með stórum staf og helst með slaufum, og það, að ætla sér að gagnrýna eða afhjúpa sömu menntir og rífa niður helgi- myndir þeirra í miðri messu – í sjálfu jólabókaflóðinu – væri óðs manns æði. Ég er sá óði maður. Skáldsagan Túristi er vissulega bók- menntaverk, en hann er ekki geðþekkt bókmenntaverk, held- ur einhvers konar fíll í postulínsbúð menn- ingarinnar – og í þeirri búð má ekkert brotna. Hvort sem Túristi er vond bók – eins og DV heldur fram – eða misskilið listaverk; bókmenntaleg so duko-þraut – eins og ég leyfi mér að halda fram – verður tíminn að leiða í ljós. Í hita augnabliks- ins sjá augun ekki skóginn fyrir trján- um; ekki listaverkið fyrir umfjöllunar- efninu. Túristi á erindi, hann mun lifa. Ég talaði mikið um Túrista allt árið, því ég vissi að þegar nær drægi jólum yrði hvorki þörf né pláss fyrir hugleið- ingar höfundar um eigið verk og ís- lenskt bókmenntaumhverfi. Útgefand- anum var uppsigað við bókina alveg frá byrjun og til enda, enda viðkvæmur risi þar á ferð. Þeir sem gagnrýna Edduna, bækur hennar eða verðlaunin sem hún á mest í fá yfir sig holskeflu af reiði hinna rétttrúuðu. Gengu frammámenn fyrirtækisins svo langt að biðja mig á lokuðum fundi um að hætta að skrifa í Lesbók, vígi Svartaskólamanna og ann- arra hryðjuverkamanna af póstmód- ernískum uppruna. Var ég uppnefndur Svarti bróðir og spyrtur við fámennan hóp manna sem ég þekkti rétt svo í sjón og heyrn. Nú er svo komið að ég óttast um framtíð mína í íslensku bók- menntaumhverfi, á sama hátt og ég ótt- ast að ’68 kynslóðin vilji ekki horfast í augu við komandi kynslóðir, sem hafa lítinn sem engan áhuga á að lesa skáld- sögur, hvað þá að þær hafi áhuga á að skrifa þær. Að minnsta kosti er ekki hægt að ganga að áhuga þeirra sem vísum. Á meðan bækur á Íslandi eru lítið annað en ágæt hugmynd að jóla- gjöf er hættulegt að sofna á verðinum. Þó mikið sé talað um raunveruleika um þessar mundir er óraunveruleiki það sem fólkið kýs. Áður var það Guðrún frá Lundi og rómantík í sveit, nú er það Arnaldur og morð í borg, og eru þessi tvö fyrirbæri – sveit Guðrúnar og borg Arnaldar – nær því að vera raunveru- leg blekking en spegilmynd einhvers veruleika. Þeim sem vilja vita um hvað skáld- sagan Túristi er, er bent á blogg Dr. Gunna, sem í menningarrýnisdálki sín- um gaf henni fjórar stjörnur og hin bestu meðmæli. Dr. Gunni mælir fyrir hönd hins þögla meirihluta, fólksins sem er alveg sama um höfunda og snobb og uppskrúfaða umræðu, en er til í að lesa bækur sem fjalla um eitt- hvað sem skiptir það máli. Umræðan er uppskrúfuð og þrífst á lygum og hreinþvotti. Útgefendur ljúga og ljúga og halda að allir séu jafn- vitlausir. Fólkið í landinu er ekki vit- laust, því er bara meira eða minna al- veg sama. Eða hvað? Í skáldsöguni Pan eftir Knut Hams- un er Glahn liðsforingi svo vonleys- islega ástfanginn að hann skýtur sjálf- an sig í fótinn – með byssu og allt. Ég er einhvern veginn í sömu sporum, en haltra áfram veginn og el þá von í brjósti mér að ég nái að skrifa nokkrar skáldsögur enn. Síðasta orrusta virðist töpuð, en lífið heldur áfram, sem og listin, með sínu ljósi, og sínum skugg- um. Ég strauja skyrtu, kveiki á kerti og brosi framan í heiminn minn; konu, dóttur og nýfæddan son: Gleðileg jól! Túristi er einn á jólunum Eftir Stefán Mána stefan.mani @simnet.is Höfundur er rithöfundur og gaf út skáldsöguna Túrista fyrr í haust. Hin árvissa jólagjafaumræða er jafn föst í sessi og skipti flóðs ogfjöru. Hún er á þessa leið:1) Leiðarahöfundar, pistlahöfundar og aðrir býsnast yfir þeim fjármunum sem eytt sé í jólagjafir. 2) Bent er á aðrar og þarfari leiðir til að verja þessum peningum (t.d. börn í þriðja heiminum). 3) Minnt er á hin andlegu gild: kærleika, frið, gleði, ró. Vandinn við þessa umræðu er að fólk eyðir ekkert meiri peningum í jólagjafir en almennt og yfirleitt. Er þá eitthvað verra að fólk eyði pen- ingum í jólagjafir en alltof dýrt húsnæði, alltof dýra og of marga bíla, græjurnar, heimabíóið, farsímana, ferðalögin og allt hitt sem við eyðum peningum í allan ársins hring? Ég held að það sé bara gott að margir vilja gefa rausnarlegar gjafir. Annað mál er kannski hversu erfitt mörg- um reynist að finna réttu gjöfina vegna þess að fólk þekkir sína nánustu ekki nærri jafn vel og það ætti kannski að gera. En það vandamál hyrfi varla þó að engar væru jólagjafirnar. Ármann Jakobsson http://skrubaf.blogspot.com Blogg um blogg Hef ekki bloggað í ár og öld. Og núna blogga ég bara vegna þess að ég nenni ekki að fara að sofa, nenni ekki að vinna, nenni varla að lesa, nenni ekki að hella mér upp á te, nenni ekki niður í bæ á barinn, nenni beinlínis ekki neinu, vildi hafa einhvern að hanga með, hérna heima hjá mér, helst stúlku sem myndi dást jafn mikið að mér og ég myndi dást að henni – þetta tungumál hérna virðist mér allt í einu aftur framandi, annarlegt, orðið dást virðist einhvern veginn skrítið … hef verið að hugsa meira í myndum en orðum upp á síðkastið – hef verið að kenna myndmál raunar, og læri meira af því að reyna að kenna en af því að reyna að læra … dag- arnir eru alveg ljómandi ágætir, fullir af spennandi stöffi jafnvel en mér liggur ekki beinlínis neitt á hjarta. Sem er sjálfsagt algengasta inntak blogga, ásamt þessu, að minnast á að það sé algengasta inntak blogga. Ég nenni ekki að taka úr þvottavélinni, það er varla að ég nenni að reykja. Ég sakna erlendra menntamanna. Og kvenna. Hvalur http://hvalveidarfyrirbyrjendur.blogspot.com/ Rétta gjöfin Morgunblaðið/Brynjar Gauti Síðustu forvöð. I The New York Times Book Review hefurvalið tíu bestu bækur ársins 2005, fimm skáldverk og fimm fræðibækur og bækur al- menns efnis eins og það heitir. Þetta er æði forvitnilegur listi. II Efst á lista skáldverkanna er Kafka onthe Shore eftir japanska metsöluhöfund- inn Haruki Murakami. Hún er sögð skrifuð af höfundi með mikið sjálfstraust. On Beauty eftir breska rithöfundinn Zadie Smith er í öðru sæti. Bókin er sögð vera menningar- pólitísk skáldsaga sem sýni alla bestu eiginleika Smith, sem þekktust er fyrir skáldsögu sína White Teeth: „Fluggáfuð, dásamlega fyndin og mikil samúð með körlunum, konunum og börnunum sem koma fyrir í sögunni,“ segir blaðið. Prep heitir fyrsta skáldsaga bandaríska rithöfund- arins Curtis Sittenfeld sem er þriðja á listan- um. Hún er sögð eftirminnileg og beitt. Sat- urday eftir Englendinginn Ian McEwan er sú fjórða sem nefnd er en hún er jafnframt eina bókin á listanum sem þýdd hefur verið á ís- lensku. Hún er sögð jafnhressandi og vel byggð og aðrar skáldsögur McEwans. Fimmta á lista skáldverkanna er Veronica eft- ir bandaríska rithöfundinn Mary Gaitskill en hún er sögð myrk á töfrandi hátt en sögumað- ur bókarinnar er fyrrverandi sýningarstúlka í París sem er nú bæði sjúk og fátæk og veltir fyrir sér fegurð og grimmlyndi heimsins. III Á listanum yfir fræðirit og rit almennsefnis er fyrst nefnd bók um Írak, The Assasins’ Gate: America in Iraq eftir George Packer sem er blaðamaður frá New York. Í bókinni er fjallað um Íraksstríðið allt frá deil- unum um það hvort það ætti rétt á sér til stríðsátakanna sjálfra. Önnur bókin á listan- um er De Kooning: An American Master eftir Mark Stevens og Annalyn Swan. Bókin er sögð frábærlega skrifuð ævisaga byggð á mikilli heimildavinnu. Þriðja bókin er The Lost Painting eftir Jonathan Harr en í henni er fjallað um leitina af verki Caravaggios, Töku Krists, sem kom í leitirnar árið 1990. Stuðst er við frásagnir fjölda sagnfræðinga, listfræðinga, forvarða og annarra fræðimanna í ritinu sem þykir mjög grípandi lesning. Postwar: A History of Europe Since 1945 eft- ir Tony Judt er fjórða bókin sem nefnd er á listanum. Bókin þykir ítarleg, lærð og ná- kvæm úttekt á því hvernig Evrópa kom aftur undir sig fótunum eftir seinna stríð. Síðasta bókin á listanum er The Year of Magical Thinking eftir Joan Didion en þar er á ferð merkilegt endurminningarrit um eitt ár í lífi höfundarins þegar hún missti bæði eiginmann sinn og einkabarn. Neðanmáls

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.