Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.2005, Side 9

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.2005, Side 9
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 24. desember 2005 | 9 gerðir varðliðanna, mátti fólk sín einskis gagnvart heift þeirra og tilviljanakenndri valdníðslu. Stór hluti 5000 ára gamallar menningararfleifðar Kína var eyðilagður á örfáum árum, á þeirri forsendu að þeir bæru gamaldags hugsunarhætti vitni; bækur, hof, klaustur, listmunir, hljóðfæri og þannig mætti lengi telja. Mikill hluti þeirrar þekkingar sem Kínverjar bjuggu yfir á ýmsum sviðum var sömuleiðis þurrkaður út, svo þess sér enn stað, margskonar hefðir og handverk glataðist að eilífu. Afleiðingarnar eru augljósar enn þann dag í dag. Enda markmiðið beinlínis að útrýma borgarastéttinni, menntafólki, kenningum þeirra og afurðum, ekki síst ef hægt var að sjá í þeim tengingu við vestræna menningu. Enginn – nema vitaskuld stjórnvöld í Kína – ber í bætifláka fyrir eyðileggingu þessara ógnartíma. Í stöku manni, ekki síst þeim sem hafa nýverið komið á mölina, er þó hægt að merkja eftirsjá eftir þeirri virðingu og aðdáun sem verkafólk og óbrotinn bændalýður naut í menningarbyltingunni. Og í sam- ræmi við kapítalisma nútímans hefur auðvitað einhver séð sér færi á að græða á þessari tilfinningu, því í Xiàmén eru víða vinsæl veitingahús sem skreytt eru í samræmi við hug- myndafræði rauðu varðliðanna og þjónustufólkið skýst um í einkennisbúningi þeirra. Forréttindastéttir og spilling Segja má að embættismenn kommúnistaflokksins hafi tekið við sem helsta valda- og forréttindastétt Kína, er rauðu varð- liðunum var vikið frá völdum. Þeim hefur enda fjölgað svo um munar þótt almenningur í landinu eigi oft erfitt með að sjá hvaða hlutverki þeir gegna. Maður sagði mér frá því – og fann greinilega til vanmáttar síns sem almenns borgara – að emb- ættismönnum í mörgum einingum stjórnsýslunnar í hans heimahéraði í nágrenni Peking hefði á síðustu árum fjölgað úr einum eða tveimur tugum í eitt til tvö hundruð. Ástæðuna rakti hann til þess að þegar farið var að einkavæða ríkisfyr- irtæki í tíð Deng Xiaoping, er var einráður frá 1978 og nánast til dauðadags 1997, missti mikill fjöldi flokksgæðinga vinnuna og fyrir þá voru hreinlega búin til embætti. Í afmælisveislu kínverks fjölskylduföður sem mér var boðið í nokkru seinna flugu sögur af feðrum, bræðrum og frændum sem komist höfðu á slíkan spena og því lúxuslífi sem þeir lifðu miðað við aðra þegna – á kostnað ríkisins. Sjálf hitti ég einn slíkan og var undrandi að uppgötva svo tæpast var um villst að hann hafði ekki nokkru nauðsynlegu hlutverki að gegna í þeirri stofnun er greiddi honum laun. Öðru en að gæta hagsmuna flokksins gagnvart samstarfsmönnum sínum. Það fer ekki á milli mála að spilling er mikil í Kína samtím- ans og stundum erfitt er að hrinda hlutum í framkvæmd nema fá einhvern til að „liðka“ fyrir því. En jafnvel embættismenn geta ekki verið vissir um stöðu sína til lengdar. Þannig var verksmiðjufólki til dæmis tryggð vinna, húsnæði, eftirlaun, heilbrigðisþjónusta og stundum sitthvað fleira um áratuga skeið af ríkinu. Í kjölfar einkavæðingarátaksins rauk öryggi það sem þessar milljónir manna bjuggu við út í veður og vind. Einungis stærstu póstar hinna samfélagslegu innviða eru enn í eigu ríkisins, svo sem pósturinn, síminn, samgöngu- og raf- orkukerfi, auk stærstu námanna. Almannarómur segir rík- isfyrirtækin illa rekin og síst vinna í þágu einstaklinga. „Þau eru notuð til að ná inn peningum til annarra hluta. Hvaða önn- ur ástæða getur verið fyrir því að fargjöldin hækka alltaf í kringum Tunglkökuhátíðina, í stað þess að lækka þegar nýt- ingin er best?“ heyrði ég sagt í rökræðum yfir matborði á meðan sú hátíð stóð yfir; „maður hefur ekki lengur efni á að fara heim og hitta fólkið sitt!“ Í dag er það helst háskólafólk sem enn nýtur hlunninda á borð við verksmiðjufólk áður; en það þarf ekki að ræða við marga úr þeirri stétt á háskólasvæðinu í Xiàmén til að heyra að það óttast um framtíð sína. Sú tíð er liðin að allir sem náðu háskólaprófi gætu reitt sig á vinnu og húsnæði á vegum rík- isins – háskólamenntað fólk í Kína er í flestum tilfellum jafn- háð lögmálum markaðarins og aðrir. Lítill skyldleiki við sósíalisma Það er ekki nóg með að veldi kapítalismans í þessu skjóli kommúnismans komi manni á óvart, heldur einnig það hvað sjálfur kommúnisminn á lítið skylt við sósíalisma. Ætla mætti að hægt væri að ganga að umbótum þeim vísum er komm- únistar komu á og vörðuðu almannaheill, svo sem frírri heil- brigðisþjónustu, menntun og ellilífeyri. Svo er þó ekki lengur. Heilbrigðisþjónusta, ekki síst sú er byggist á vestrænum hefð- um, kostar umtalsverða peninga og trygging fyrir ellilífeyri ríkisstarfsmanna gufaði upp með einkavæðingu fyrirtækja al- þýðulýðveldisins. Gamalt fólk sem hefur flosnað upp úr sveit- unum, eða á engan að til að sjá því farborða, vinnur í borg- unum við hreinsunar- og garðyrkjustörf. Þeir sem eru lasburða betla. Skólagjöld í háskóla eru veruleg, jafnvel á vestrænan mælikvarða, ef þau eru reiknuð hlutfallslega. Æðri menntun er að verða munaður borgarastéttarinnar og flokks- aðalsins. Alþýðufólk, ekki síst í sveitum þarf að leggja ótrú- lega mikið á sig til að koma einu barni til mennta og margir eru þess ekki megnugir. Börn á barnaskólaaldri eru þó enn skólaskyld og menntun þeirra ókeypis og á heildina má telja ótrúlegt hversu vel al- þýða manna er upplýst. Til að mynda vissu flestir sem spurðu mig hvaðan ég væri hvar smáríkið Ísland er hinum megin á hnettinum – ef það telst þá nothæfur mælikvarði. „Fyrst þarf að útrýma fátækt“ Fyrirfram gerði ég mér í hugarlund að Kínverjar – ekki síst menntafólk og borgarastéttin sem nú vex hröðum skrefum – þráðu lýðræði og öfunduðu mig af því að búa við vestrænt stjórnarfar. Að efst á lista umbóta í huga þeirra væru lýðræð- isumbætur; jafnvel kosningar og síðan fall kommúnistaflokks- ins. Þessi skoðun mín byggðist fyrst og fremst á því sem ég heyrði og sá af austur-þýskum borgurum í þýska sjónvarpinu um það leyti sem Berlínarmúrinn var að falla árið 1989; en all- ir sem þar sáust voru búnir að fá meira en nóg af komm- únisma – og það fyrir löngu. Ég reyndist þó hafa rangt fyrir mér. Vitaskuld leikur eng- inn vafi á því að einhverjir hópar í Kína vilja leggja komm- únistastjórnina niður og taka upp vestræna lýðræðishefð. Mér tókst þó ekki að finna einn einasta málsvara slíkrar kröfu. „Fyrst þarf að útrýma fátækt,“ svaraði ungur listamaður er ég innti hann eftir skoðun hans á stjórnarfyrirkomulaginu. Og það þótt hann hefði nánast í sömu andrá kvartað yfir því að bilið á milli ríkra og fátækra væri að verða óþolandi sökum getuleysis stjórnvalda við að dreifa því gífulega fjármagni sem streymir inn í landið. Það gilti einu við hvern ég ræddi, bænd- ur eða menntafólk, unga eða gamla; allir voru sammála um að um leið og kínverskur kommúnismi liði undir lok, myndi Kína líka liðast í sundur og friðurinn verða úti. „Sjáðu hvað gerðist í Sovétríkjunum,“ voru algeng rök. „Hvað hefurðu mikið í kaup?“ Það öryggi sem fólk þó bjó við á félagslega sviðinu áður en einkavæðingarferlið hófst virðist samt sem áður hafa verið það dýru verði keypt að ég hitti engan sem var til í að hverfa aftur til ástands og hafta þeirra tíma. Fólk hefur trú á sína eigin getu til að græða peninga og bjarga sér; trú á framtíð kapítal- ismans eins og hann var innleiddur í nafni „sósíalisma hinna kínversku sérkenna“. Það er deginum ljósara að Kínverjar dást mjög að valdi peninganna. Þeim þykir mikil ókurteisi að vera forvitinn um einkahagi fólks. Jafnvel það að spyrja fólk að skírnarnafni getur verið illa séð. Yfirleitt voru þó fyrstu þrjár spurningarnar sem ég var spurð af bláókunnugu fólki þær sömu; „hvaðan ertu?“, „við hvað vinnurðu?“ og „hvað hef- urðu mikið í kaup?“ Sú þversögn er við fyrstu sýn virðist felast í samtvinnun kapítalisma og kommúnisma, er ekki fyrir hendi í huga Kín- verja. „Það er ekkert nýtt að fólk reyni að græða,“ segja þeir, enda ekkert launungamál að kommúnistar í Kína hafa ekkert síður haft áhuga á peningum og vellystingum en aðrir. Mér var til að mynda sagt að á síðustu árum hafi fjöldi háttsettra flokksmanna flúið til Vesturlanda með gífurlegar fjárhæðir í fórum sínum er þeir höfðu dregið að sér með ýmsum hætti – oft að sögn með því að vera liprir við erlend stórfyrirtæki. Milljóna- og milljarðamæringar En hvað er það þá sem kapítalisminn hefur fært Kínverjum? Deng Xiaoping boðaði – að hætti fjármálasérfræðinga uppa- tímabilsins á Vesturlöndum – að þótt einungis fáum yrði gert kleift að verða ríkir til að byrja með þá myndi sá auður fyrr eða síðar „seitla niður“ í önnur lög í þjóðfélaginu og fleiri efnast. Segja má að þetta hafi ræst upp að vissu marki, þótt mesti auðurinn sé enn í höndum hlutfallslega fárra. Einn fróðasti maður um kínverska samtímasögu er á vegi mínum varð í Kína er Nýsjálendingurinn dr. Howard Scott, sem kennt hefur kínverska stjórnmálasögu í áströlskum há- skólum, dvalið langdvölum í Kína með reglulegu millibili um áratugaskeið og unnið þar að ýmsum verkefnum – bæði á veg- um nýsjálenskra stjórnvalda og einkaaðila. Hann segir muninn hvað lífsgæði varðar eftir að kapítalisminn hélt innreið sína gífurlegan. „Í dag eru ekki færri en 300 milljónir mið- Ljósmyndir/Úlfur Hansson ngar hafa orðið á kínverskum borgum á síðastliðnum áratug, þar sem mtíð markaðssamfélagsins. argað kommúnismanum Ljónið og barnið Hið forna kínverska ljón er gengið í endurnýjun líf- daga og brýnir nú klærnar fyrir börn framtíðarinnar. Mikið á sig lagt Verkamenn vinna mjög mikið og oft við erfiðar að- stæður, enda ódýrt vinnuafl það sem dregur erlenda fjárfesta til Kína.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.