Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.2005, Qupperneq 11
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 24. desember 2005 | 11
Mikill fjöldi fræðirita hefur komið út íhaust en slíkar bækur fá ekki miklaathygli í bókavertíðinni þótt oft sé ær-in ástæða til. Hér skal bent á nokkur
rit á sviði hugvísinda sem ástæða er til að gefa auga.
Nú rétt fyrir hátíðarnar komu til að mynda út
nýjar þýðingar í metnaðarfullri ritröð Bókmennta-
fræðistofnunar Háskóla Íslands sem nefnist ein-
faldlega Þýðingar. Sex bækur komu út í fyrra í
þessari ritröð, þar á meðal þýðingar á Jacquez Der-
rida og Roland Barthes. Bækurnar tvær sem nú
eru komnar eru greinasafn eftir franska fræði-
manninn Michel Foucault er nefnist Alsæi, vald og
þekking og Listkerfi nútímans
eftir Paul Oskar Kristeller.
Báðar bækurnar innihalda
grundvallartexta í hugvís-
indum síðustu aldar. Foucault
er tvímælalaust einn áhrifamesti hugsuður heims á
sviði mann- og félagsvísinda. Hann mótaði bæði
nýja aðferðafræði og hugsunarhátt og breytti við-
horfum til hluta eins og kynhneigðar, fangelsismála
og geðveiki. Áhrif hans náðu þó langt út fyrir þessi
svið. Þeirra verður enn vart bæði í heimspeki, bók-
menntafræði, sálfræði, sagnfræði og menning-
arfræði svo dæmi séu nefnd. Kristeller gerir grein
fyrir því í bók sinni, sem kom út árið 1951, hvernig
hugmyndin um fagrar listir varð til í sögu evr-
ópskrar hugsunar. Von er á tveimur bókum í viðbót
úr þessari ritröð fljótlega á nýju ári, Orðlist skáld-
sögunnar sem er greinasafn eftir rússneska fræði-
manninn Mikhail M. Bakhtín og LTI - Minnisbók
fílólógs eftir Victor Klemperer.
Ritröð um kvikmyndafræði, Sjöunda listgreinin,
hefur einnig hafið göngu sína undir ritstjórn Guðna
Elíssonar nú nýlega með útkomu fyrstu bókarinnar
sem nefnist Kúreki norðursins og fjallar um kvik-
myndaskáldið Friðrik Þór Friðriksson. Í ritinu birt-
ast átta greinar en lítið hefur verið fjallað um verk
Friðriks á prenti áður. Von er á tveimur öðrum bók-
um í þessari ritröð innan fárra daga en það eru rit
um kvikmyndastjörnur og kvikmyndagreinar en
bæði eru söfn þýðinga um þessi fræðasvið kvik-
myndarinnar. Guðni hefur áður staðið fyrir útgáfu
tveggja stórra greina- og þýðingasafna um kvik-
myndalistina, Heimi kvikmyndanna og Áföngum í
kvikmyndafræðum, auk þýðingar á Sögu kvik-
myndalistarinnar eftir David Parkinson í áð-
urnefndri þýðingaritröð Bókmenntafræðistofnunar
og hefur því gert sitt til þess að leggja grunn að
fræðilegum rannsóknum á þessari listgrein hér-
lendis.
Árni Bergmann hefur sent frá sér greinasafnið
Listin að lesa en þar lýsir hann lífi í og með bókum.
Um er að ræða eins konar bókmennta(fræði)lega
sjálfsævisögu en í bókinni er að finna greinar þar
sem Árni segir frá bóklestri sínum allt frá æskuár-
um en einnig er fjallað um áhrifamátt bókmennta,
pólitískt samhengi þeirra og sambúð rithöfunda við
gagnrýnendur og ýmsa strauma í bókmenntafræði.
Þetta er stórskemmtileg bók en fáar bækur af
þessu tagi hafa verið skrifaðar hérlendis. Í fyrra
kom út bók af svipuðu tagi eftir argentínska rithöf-
undinn Alberto Manguel. Bókin nefnist A Reading
Diary en í henni segir höfundur frá lestrarreynslu
sinni í eitt ár.
Sjálfsævisögur: Minni, minningar og saga eftir
Sigurð Gylfa Magnússon er eins konar framhald af
bók sem höfundur sendi frá sér í fyrra og nefnist
Fortíðardraumar en þar er einnig fjallað um svo-
kallaðar sjálfsbókmenntir eða minningarit, sjálfs-
ævisögur, ævisögur og fleira. Bækurnar hafa að
geyma afar áhugaverða rannsókn á þessari bók-
menntagrein út frá sagnfræðilegum forsendum en
Sigurður Gylfi hefur verið einn af helstu boðberum
einsögunnar svokölluðu hér á landi. Mesta athygli í
þessu nýja riti hefur þó vakið ádeila hans á menn-
ingarumfjöllun í samtímanum, ekki síst á umfjöllun
um tvær ævisögur um Halldór Laxness sem komið
hafa út síðustu ár eftir Halldór Guðmundsson og
Hannes Hólmstein Gissurarson. Sigurður Gylfi vill
halda því fram að íslensk menningarrýni einkennist
af hugsjónatali sem komi hvergi nærri þeim verk-
um sem til umfjöllunar eru hverju sinni og segir:
„Ég get ekki betur séð en menningarrýnin sé hluti
af valdatengslum samfélagsins sem oft er leynt bak
við slétta og fellda – „hlutlausa“ – stöðu þess sem á í
hlut hverju sinni. Slík tengsl geta verið af ýmsum
rótum runnin – pólitískum, persónulegum, fræði-
legum, markaðslegum, fagurfræðilegum – og
myndast við ólíkar samfélagslegar aðstæður. Þau
eiga það sameiginlegt að koma hinum almenna les-
anda lítið sem ekkert við.“ Vafalaust er ýmislegt til í
þessu og mætti reyndar fræðast nánar um valda-
tengsl samfélagsins í áðurnefndu greinasafni eftir
Michel Foucault.
Flestar bókanna sem hér hafa verið nefndar eru
gefnar út af Háskólaútgáfunni. Það er merkileg út-
gáfa, ekki bara vegna þess að hún gefur oft út góðar
bækur, eins og þær sem hér hefur verið fjallað um,
heldur líka vegna þess að hún er eiginlega bara
prentþjónusta. Hjá Háskólaútgáfunni fer með öðr-
um orðum ekki fram nein ritstýring eða yfirlestur
þeirra bóka sem gefnar eru út á hennar vegum. Það
er satt að segja skrýtið að Háskóli Íslands skuli
ekki hafa komið sér upp alvöru háskólaforlagi eins
og flestir alvöru háskólar. Hver sem er á ekki að
geta gefið út hvaða bók sem er undir merkjum Há-
skóla Íslands en þannig er því háttað nú eða því sem
næst. Hvenær skyldi Háskólinn ætla að breyta
þessu?
Fræðiritafjöld
Erindi
Eftir Þröst Helgason
throstur@mbl.is
’Það er satt að segja skrýtið að Háskóli Íslands skuli ekkihafa komið sér upp alvöru háskólaforlagi eins og flestir al-
vöru háskólar. Hver sem er á ekki að geta gefið út hvaða
bók sem er undir merkjum Háskóla Íslands en þannig er
því háttað nú eða því sem næst.‘
S
tefán Snævarr, íslenskur heim-
spekiprófessor í Noregi, hefur ný-
lega sent frá sér ritið Ástarspekt, en
það orð er gömul íslenskun á gríska
(og alþjóðlega) orðinu philosophia.
Það er orð að sönnu um þessa bók,
því hún er alhliða yfirlit heimspeki. Því skiptist
hún í þrjá bálka, þekkingarfræði, siðfræði og fag-
urfræði. Bókin er safn greina Stefáns frá 30 ára
tímabili, en hér eru þessar
greinar þættar saman í heild.
Vissulega verða nokkrar end-
urtekningar milli greina, en
það virðist mér kostur en ekki löstur, það verða
þarfar upprifjanir í nýju samhengi. Auk þess
fléttast málin saman, t.d. í umfjöllun um bók-
menntatúlkanir er eðlilega komið bæði að þekk-
ingarfræði og siðfræði, þegar rætt er hvort unnt
sé að meta hvort ein túlkun sé annarri betri, og
eru listaverk „handan góðs og ills“, eða á ein-
hvern hátt siðleg? Því síðasta játar Stefán, þar
sem listnautn krefjist innlifunar í hugsunarhátt
annarra, og listaverk varpi ljósi á þögla þekk-
ingu, sameiginlega fólki. Og þótt listnautn sé per-
sónuleg reynsla, eru auðvitað ekki allar túlkanir
jafngóðar.
Bókin verður að auðlesnari við það að form
greinanna er breytilegt, stundum skipuleg rök-
ræða, en stundum samræður, að eldfornum
heimspekisið, sem Snorri Sturluson enn fylgdi í
Eddu sinni skömmu eftir 1200.
Rökleiðslur
Það er mikill fengur að svo skipulegu yfirliti um
nokkur helstu viðfangsefni samtímans, einkum
þar sem þetta er svo alþýðlega fram sett, og vel
orðað, að ætla má að allir venjulegir blaðales-
endur geti haft fullt gagn af. Þó eru alhliða rök-
ræður bókarinnar enn mikilsverðari, Stefán er
ótrauður við að setja fram sínar skoðanir, en
hann þykist ekki alvitur, heldur leggur mesta
áherslu á að vega málin og meta frá mismunandi
sjónarmiðum. Þetta dregur lesendur með, og fær
þá til að pæla sjálfir í málunum. Mesti kostur
bókarinnar er þó hálfdulinn undir yfirborðinu. Í
gegnum allar þessar rökræður um ýmis málefni,
hagfræði, frjálshyggju, listtúlkun o.s.frv., læra
lesendur aðferðir rökleiðslu og helstu hugtök,
svo sem um vítahring, falsrök, sjálfskæð rök (hét
það ekki bara hringavitleysa áður?), í stuttu máli
sagt, bókin kennir óbeint gagnrýna hugsun og
aðferðafræði.
Eins og Stefán sjálfur segir, er sums staðar
farið nokkuð fljótt yfir sögu, enda mikið efni.
Umfjöllun hans um prófanleika kenninga er þörf
og góð. Þar má telja, að kenning getur ekki talist
vísindaleg, nema mögulegt sé að reyna að hrekja
hana. Því það getur verið möguleiki, þótt ómögu-
legt sé að sanna hana. Stefán tekur það dæmi, að
aldrei verði sannað að tiltekið listaverk sé frum-
legt, alltaf gæti hugsast að óþekkt fyrirmynd
fyndist. Hins vegar má oft sýna fram á að verk sé
ófrumlegt, með samanburði við fyrirmynd. Í því
sambandi nefnir Stefán, að raunar sé oft um að
ræða kerfi kenninga, þar sem erfitt sé að prófa
einstakar kenningar. Þegar tiltekin kenning virð-
ist ekki eiga við, er það oft skýrt með áhrifum
tengdra fyrirbæra, þ.e. með hliðarkenningum.
Hér hefði verið gott að fá rækilega umfjöllun
með dæmum. Ungverski heimspekingurinn
Lakatos rakti fyrir fjórum áratugum, að þannig
hefðu áratugum saman tekist á kenningar Bohr
og Planck, annars vegar að ljós væri straumur
öragna, hins vegar að það væri bylgjuhreyfingar.
Þessar andstæðu herbúðir fundu sitt á hvað rök
fyrir sínu máli. Stefán afhjúpar hve óvísindalegar
margar kenningar eru, sem gera ráð fyrir vél-
gengri eða sjálfkrafa þróun t.d. tungumála, efna-
hags eða samfélags, enda eru rökin þá iðulega, að
„til langs tíma litið“ muni þetta eða hitt gerast –
án þess að tiltekið sé hve langs tíma, eða hvernig
það verði prófað. Vitaskuld gilda ekki náttúrulög-
mál um samfélagsþróun, en sterkar hneigðir eru
fyrir hendi, og þyrfti að ræða þetta ítarlegar.
Þjóðerni
Umfjöllunin um þjóðernisstefnu – og íslenska
tungu – var einkar vekjandi. En þar hnaut ég þó
um þetta (bls. 124):
„Það er tæpast tilviljun að margar kommúnistastjórnir
hættu fljótlega að tala um alþjóðlega samstöðu ör-
eiga, og gerðust þess í stað þjóðernissinnar. Komm-
arnir skildu margir hverjir að þjóðerni skipti menn
meira máli en stéttarstaða.“
Hér er alltof mikið einfaldað, ólíku steypt sam-
an, böðlum og fórnarlömbum þeirra. Í stuttu máli
sagt, undir ógnarstjórn Stalíns þurftu valdhafar
að finna sökudólga fyrir eigin óstjórn. Og þá
nægði ekki að tala um samsæri trotskista og fas-
ista um að setja nagla í smjörið o.s.frv., tilvalið
virtist að notfæra sér gamalgróið og víðtækt gyð-
ingahatur til að efla þjóðarsamstöðu um valdhaf-
ana. Það kostaði milljónamorð að setja þjóð-
rembu í stað alþjóðahyggju – sem mætavel
samræmist rækt við menningararf þjóða. (sjá
nánar t.d. bók mína Rauðu pennarnir, bls. 171
o.áfr. og þar tilvitnuð rit). Víðar gætir hér svip-
aðs ruglings, t.d. er stalínistinn margfróði og
djúphugli, Georg Lukács, formálalaust titlaður
marxisti í boðun sinni um að bókmenntir skyldu
afhjúpa stéttaþjóðfélagið. Einnig rekur Stefán
andmæli Marcuse, sem var meiri marxisti, því
Karl Marx sagði að skáld gæti aldrei litið á verk
sitt sem tæki (til að upplýsa, boða skoðanir, sið-
væða, eða þ.u.l), skáldinu hljóti verkið ævinlega
að vera markmið í sjálfu sér (tv. rit mitt, bls. 4).
Í þessari grein hefur leikmaður farið fljótt yfir
sögu, en ítarlegri umfjöllun um þessa merku bók
er væntanleg í Hug, tímariti um heimspeki.
Alhliða yfirlit heimspeki
Ástarspekt nefnist heimspekirit eftir Stefán
Snævarr sem kom út hjá Hinu íslenska bók-
menntafélagi á síðasta ári. Þar er veitt skipulegt
yfirlit um helstu strauma og stefnur samtímans í
menningu og mannvísindum.
Eftir Örn Ólafsson
oernlafs@
gmail.com
Ástarspekt Bókin er safn greina Stefáns frá 30 ára
tímabili, hér eru þessar greinar þættar saman í heild.
Nýjasta bók bandaríska spennu-sagnahöfundarins Sue Grafton
hoppaði beint í efsta sæti bókalista
New York Times
sína fyrstu viku á
lista. Með bók-
artitlinum heldur
Grafton áfram að
feta sig niður eft-
ir stafrófinu, en
bókin nefnist S is
for Silence og
leitar einkaspæj-
arinn Kinsey
Millhone, sem er
lesendum Grafton vel kunn, þar
konu sem hvarf fyrir 34 árum síðan.
Og þegar farið er að róta í fortíðinni
reynist enginn skortur á gömlum
hneykslismálum og grunsamlegum
karakterum.
Frumraun Cathrine Knudsen áskáldsagnasviðinu fær góða
dóma hjá gagnrýnanda norska dag-
blaðsins Aftenposten, sem segir bók-
ina Mulighetene
einkar spennandi
lesningu. Sagan er
sögð með orðum systkinanna Mona
og Rune sem starfa sitt á hvorri geð-
deildinni í Þrándheimi og Björgvin.
Og þó margt reynist líkt með lífi
þeirra í fyrstu er líka margt sem skil-
ur þau að. Að sögn blaðsins býður
bókin líka upp á margs konar vanga-
veltur af hálfu lesandans þó ekki sé
endilega fyllilega ljóst hvert höfund-
urinn hafi verið að stefna með skrif-
unum.
Geimfarinn þekkti Neil Arm-strong er viðfangsefni ævisögu
James R. Hansen, First Man: The
Life of Neil
Armstrong. Bók-
in er rituð í sam-
starfi við Arms-
trong, sem hefur í
gegnum tíðina
haldið sig mjög til
hlés og verið lítið
fyrir að veita við-
töl eða ljá nafn
sitt í auglýs-
ingaskyni. Að
mati gagnrýnanda Daily Telegraph
skilar afrakstur samstarfs þeirra
Hansen og Armstrong „einstaklega
leiðinlegri bók um einn mesta könn-
unarleiðangur sl. 500 ára“. Vandann
að hluta segir blaðið liggja í íburð-
armiklum stíl Hansens, en hann liggi
þó ekki síður í persónuleika Arms-
trongs sem, þrátt fyrir að vera mörg-
um góðum gáfum búinn, sé ekki að
sama skapi sérlega spennandi per-
sónuleiki.
Tortryggni Bush-stjórnarinnar ígarð vísindamanna er viðfangs-
efni Chris Mooney í bók hans The
Republican War on Science. Í bók-
inni úthúðar höfundurinn vissulega
Bush, stjórn hans sem og öðrum
íhaldssömum repúblikönum og er
nokkuð einhliða í sínum dómum, en
að mati gagnrýnanda New York
Times vekur hann líka máls á mörg-
um þörfum málefnum og fer að
stórum hluta rétt með.
Spennusaga Jon CortenayGrimwood, 9tail Fox, heldur
lesandanum allt frá byrjun er sögu-
hetjan, lögreglumaðurinn Bobby
Sha, er myrt. Upphefst svo leit Sha, í
líkama annars manns, að morðingja
sínum. Að sögn gagnrýnanda Daily
Telegraph tekst Grimwood einkar
vel að ljá hinu ótrúlega trúleika og
afraksturinn er frumleg og skemmti-
leg spennusaga sem heldur lesand-
anum við efnið.
Táknmyndirnar bera frásögninaallt að því ofurliði í nýjustu bók
Jane Urquharts, A Map of Glass, að
sögn gagnrýnanda Guardian. Ur-
quhart, sem hefur getið sér orð fyrir
epískar sögur með ítarlegum lýs-
ingum, var fjögur ár með bókina í
vinnslu og býr hún vissulega yfir
tilfinningaríkum köflum sem flestir
hverjir fjalla um baráttu ein-
staklingsins við tærandi áhrif tím-
ans, þó að þessu sinni beri ríkulegar
lýsingarnar e.t.v. söguna sjálfa of-
urliði.
Erlendar
bækur
Sue Grafton
Neil Armstrong