Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.2005, Síða 7
það er mikil blóðtaka fyrir leikhúsið að missa
þá Pálma Gestsson, Randver Þorláksson, Sig-
urð Sigurjónsson og Örn Árnason að ógleymd-
um Hilmi Snæ Guðnasyni úr leikaraliði húss-
ins. Góðir karlleikarar á þeim aldri, sem flestir
þeirra eru á, eru ekki margir, og verður fróð-
legt að sjá hvernig hún tekur á þeim vanda.
Í verkefnavalinu og samstarfinu við Vestur-
port blasa við nýjar áherslur hjá þjóðleikhús-
stjóra. Þar endurspeglast að hluta það sem
verið hefur að gerjast í íslensku leikhúsi nokk-
ur undanfarin ár, innrás ungrar kynslóðar með
önnur viðmið en kynslóð Stefáns Baldurssonar
sem gerði kröfu um skýra listræna heild í stíl
og formi og bar mikla virðingu fyrir leikrita-
höfundinum, hinu talaða orði jafnt sem líkams-
máli, og leiklistarhefðum þó einkum Stan-
íslavskís. Unga kynslóðin gerir að sjálfsögðu
uppreisn gegn þessu öllu og sækir mörg við-
miða sinna til Þýskalands frá mönnum eins og
Ostermeyer og Schlingenschief, sem báðir
hafa reyndar komið til Íslands, en sá síðar-
nefndi setur upp hér í fyrsta sinni í Þjóðleik-
húsinu í vor. Leikhúsverk Schlingenschief
mætti skilgreina sem myndlistargjörninga eða
afbyggingar- og andleikhús þar sem ráðist er
gegn stílhreinum þykjustuheimi leikhússins
með anarkískum myndum og „óleik“. Í sýn-
ingum Benedikts Erlingssonar, Egils Heiðars
Pálssonar, Gísla Arnar Garðarssonar og Stef-
áns Jónssonar á árinu má kenna þessi áhrif þó
mismikil séu og ólíkir séu þeir allir í starfs-
aðferðum. Merkilegt er þó að flestir þeirra
nema Egill Heiðar hafa valið sér sígilda höf-
unda eins og Strindberg, Büchner og Brecht
til að afbyggja. En myndræn sýning Auðar
Bjarnadóttur á framúrstefnuverki Kristínar
Ómars í Borgarleikhúsinu á sér aðra upp-
sprettu því ætíð vaxa margvísleg blóm á sama
tíma. Vissulega þarf þessi kynslóð að losa sig
við ýmsar vondar hefðir fortíðarinnar svosem
hræsni, tilfinningasemi og tortryggni gagn-
vart vitsmunum en í fortíðinni leynist líka ýmis
viska og til eru hér menn eins og Magnús Páls-
son, einn af stofnendum Grímu, sem um ára-
tuga skeið hefur predikað og gert tilraunir í
rituðu máli og í leikhúsi með andleikhús. Því
ekkert er nýtt undir sólinni.
Það verður fróðlegt að sjá hvernig andleik-
húsið þróast næstu ár, hvernig íslenskir áhorf-
endur taka því, hvort leikritahöfundar okkar
og annað leikhúsfólk vill ekki sjá það og heldur
sér við hin klassísku gildi og þróar þau í nýja
átt eða hvort það verður vatn á myllu nýfrjáls-
hyggjumanna í öllum flokkum til frekari að-
fara að leikhúsinu? En á árinu hefur stöðugild-
um fastra leikara í landinu stórlega fækkað,
sýningum í Borgarleikhúsinu sömuleiðis og
álagi á fasta leikara þar, í haust frumsýna
færri sjálfstæðir leikhópar verk en í fyrra á
sama tíma. Leikarar og flest starfsfólk leik-
húsa eru láglaunahópur og býr við mikið
starfsóöryggi. Það var vissulega ánægjulegt að
Vesturport skyldi á árinu vera boðið að sýna
Woyzeck í London og það var einnig afskap-
lega ánægjulegt að Björn Thors, Sólveig
Arnardóttir og Benedikt Erlingsson ynnu
jöfnum höndum erlendis og hér heima, sem og
að Brynja Benediktsdóttir, einn af fyrstu al-
þjóðlegu fulltrúum íslensk leikhúsfólks, hafi
enn verið að sýna Ferðir Guðríðar í Evrópu.
En það var ekki eins ánægjulegt að horfa á
fólkið hjá borg og ríki, fólkið sem telur sig
sjálft svo sannarlega eiga að búa við gott atlæti
úr vösum almennings, viðra sig utan í vel-
gengni þessa leiklistarfólks á erlendum vett-
vangi á sama tíma og það skammtar, einnig úr
vösum almennings, nánasarlega til þessa hóps
innanlands og vilji sennilega helst í samræmi
við lögmál markaðarins gera það að betlurum
hjá stórfyrirtækjum eins og Stefán Jónsson
minnir svo rækilega á í jólasýningu Þjóðleik-
hússins á Túskildingsóperunni.
Höfundur er leiklistargagnrýnandi á Morgunblaðinu.
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 31. desember 2005 | 7
Áramót eru tími uppgjörs á öllumsviðum, menn róta sem óðast íminningakistunni til að draga þaðfram sem best hefur tekist, eða
verst, og bregða upp um stund til að gefa
streðinu öllu tilgang. Víst er það bráðhollt
að velta fyrir sér liðnum tíma, reyna að
festa sér í huga það sem maður vill að eftir
standi og tína það til
sem gott væri að
gleyma sem fyrst.
Meira gaman er þó að
spá í framtíðina, hvað
er framundan, hvað var það sem fram kom
á árinu sem á eftir að vekja athygli á næsta
ári, á næstu árum, og af því var talsvert,
innlent sem erlent.
Airwaves-lykillinn
Airwaves er lykillinn að mörgu því sem
skemmtilegast er á hverju ári hérlendis,
hefur verið það undanfarin ár og var að
þessu sinni. Tilgangur með hátíðinni var og
er að gefa íslenskum hljómsveitum færi á
að kynna sig fyrir útsendurum plötufyr-
irtækja og erlendum blaðamönnum og sú
reyndist raunin hjá hafnfirsku rokksveitinni
Jakobínurínu sem komst í heimspressunar
fyrir frábæra frammistöðu á GrandRokki.
Frábæra frammistöðu segi ég, en sá þó ekki
sveitina, komst ekki inn, en heyrði í henni
þar sem ég beið í biðröðinni og las um hana
í Rolling Stone. Jakobínurínu hafði ég þó
séð nokkrum sinnum áður og velþóknun
Rolling Stone kom því ekki á óvart, hér er
komin ein efnilegasta hljómsveit landsins
sem hefur alla burði til að koma undir sig
fótunum ytra.
Önnur hljómsveit sem stóð sig vel á
Airwaves og hefur reyndar staðið sig vel
allt árið, alltaf betur og betur, var Mammút.
Á tónleikum sem ég var á fyrir
skemmstu, þar sem erlendir umbar voru
mættir til að sjá og heyra Jakobínurínu, var
Mammút líka að spila og gaman að heyra
það hjá útlendingunum eftir tónleika að þeir
voru ekki síður hrifnir af Mammút. Mamm-
út er hljómsveit sem er enn að mótast, eins
og heyra hefur mátt á mörgum tónleikum
yfir árið, hvernig lögin hafa breyst og mót-
ast, sum lengst, önnur tekið nýja stefnu.
Frábær hljómsveit og þar komin önnur sem
telja verður með þeim efnilegustu – áber-
andi 2005 og vísast enn meira áberandi á
nýju ári.
Þriðja Airwaves-undrið var ekki hljóm-
sveit heldur stelpa með gítar og fartölvu,
Sigurlaug Gísladóttir, Silla, Mr. Silla, nánar
tiltekið. Hún vakti mikla athygli á Airwaves
og vekur enn athygli, hvort sem hún er að
syngja í kjallaranum á Kjörgarði eða í Ís-
lensku óperunni. Mr. Silla hefur sterka og
hljómmikla rödd, er góður lagasmiður og
tekst jafnan vel upp við flutninginn hvort
sem hún er að syngja eigin efni, Prince,
Beyonce eða En Vogue.
Tónleikaárið 2005
Svo voru það tónleikarnir – þvílíkt tónleika-
ár! Isis í hellinum, Ghostigital á Gauknum,
Hjálmar á Flúðum, Mammút og Jakobín-
arína í Grand Rokk, Daníel Ágúst, Mr. Silla
og Rass í Óperunni, Úlpa og Þórir í Þjóð-
leikhúskjallaranum, Þórir í Iðnó, White
Stripes í Höllinni, Fiery Furnaces á Gaukn-
um, TMC á Gauknum, Ég á Grand Rokk,
Kimono í Klink og Bank, Bryndis í Nasa,
Antony í Fríkirkjunni, tvisvar, Cat Power í
Nasa, Robert Plant og Strange Sensation í
Laugardalshöll, Bubbi í Þjóðleikhúsinu og
Mugison í Nasa. Sigur Rós í Laugardals-
höll.
Tónlistarvísar 2006
Mammút stóð sig vel á Airwaves og raunar allt árið.
Ljósmynd / Björg Sveinsdóttir
Popptónlist
Eftir Árna Matthíasson
arnim@mbl.is
um bókmenntum þótt það megi finna af-
sprengi hennar í bókmenntum og fjölmiðlum.
Hallgrímur Helgason hefur líka mjög afger-
andi rödd sem var ný og spennandi í Þetta er
allt að koma og 101 Reykjavík en yfirgnæfir
allar aðrar raddir í nýjustu skáldsögu hans,
Roklandi. Böddi verður fyrir vikið ósannfær-
andi og bókin óáhugaverðari en flest sem Hall-
grímur hefur skrifað. Ég reyndar gafst upp á
lestrinum. Ég er enn að lesa Yosoy eftir Guð-
rúnu Evu Mínervudóttur, Feigðarflan eftir
Rúnar Helga Vignisson og Steintré Gyrðis. Ég
mun klára þær allar. Upphlaup ársins var þó
sennilega Túristi eftir Stefán Mána sem fjöl-
miðlar þurftu að ganga með í níu mánuði áður
en hann kom út grátandi og kveinandi. Hugs-
anlega er það rétt sem einhver sagði að bók
sem fjallaði um íslenskt bókmenntasamfélag
þyrfti sennilega að ná um það bil tveggja ára
aldri áður en hún næði máli.
Það var tíðindameira í ljóðabókaútgáfu árs-
ins. Fjögur af bestu ljóðskáldum landsins
senda öll frá sér frábærar bækur: Gyrðir Elí-
asson gaf út Upplitað myrkur í vor, Þorsteinn
frá Hamri sendi frá sér Dyr að draumi, Matt-
hías Johannessen Kvöldgöngu með fuglum og
Þórarinn Eldjárn Hætti og mörk. Þrjú ljóða-
söfn komu út eftir Hannes Pétursson, Þóru
Jónsdóttur og Kristján Karlsson en tvö þau
síðastnefndu eiga skilið meiri athygli en þau
hafa fengið hingað til. Tersínubálkur Sölva
Björns Sigurðssonar, Gleðileikurinn djöf-
ullegi, er síðan með allra skemmtilegustu
ljóðabókum sem komið hafa út lengi hér á
landi. Geirlaugur Magnússon lést í september
og í kjölfarið deildu aðdáendur um skáldið hér
í Lesbók, svolítið eins og í sögunni af Jóni í
Brauðhúsum. Tvær góðar ljóðabækur komu út
eftir Geirlaug að honum látnum, önnur þeirra,
Tilmæli, með síðustu ljóðum hans.
Margar bestu bækur ársins voru þýðingar
eins og stundum áður. Barndómur eftir Nób-
elshöfundinn J.M. Coetzee er mögnuð skál-
dævisaga í þýðingu Rúnars Helga Vign-
issonar, Kertin brenna niður eftir ungverska
rithöfundinn Sándor Márai var sennilega upp-
götvun ársins, Lífið er annarsstaðar eftir
Kundera er ánægjuleg viðbót við aðrar þýð-
ingar Friðriks Rafnssonar á verkum höfund-
arins, Hæðir Machu Picchu eftir Neruda í þýð-
ingu Guðrúnar H. Tulinius er mikill fengur og
einstaklega fallega útgefin ljóðabók en bestar
þeirra þýðinga sem ég hef lesið eru þó Dauð-
inn í Feneyjum eftir Mann og Mobý Dick eftir
Melville. Eins og einhver asni á ég enn eftir að
lesa Slepptu mér aldrei eftir Kazuo Ishiguro,
en ég hlakka mikið til.
Fjöldinn allur af fræðiritum og ævisögum
kom út á árinu. Kjarvalsbók er auðvitað stór-
virki og sömuleiðis þriggja binda verk Guð-
rúnar Kvaran, Höskuldar Þráinssonar og
Kristjáns Árnasonar um íslenska tungu. Á
þessu sviði bókaútgáfunnar er haldið úti
nokkrum bókaflokkum sem eru gríðarlega
mikilvægir. Þar ber fyrst að nefna Lærdóms-
rit Bókmenntafélagsins sem eru gefin út af
miklum fræðilegum og þýðingarlegum metn-
aði. Sýnisbækur íslenskrar alþýðumenningar
hafa líka komið út með glæsibrag í tíu ár og
eru nú orðnar ellefu. Og einnig mætti nefna
nýjan bókaflokk Bókmenntafræðistofnunar
Háskóla Íslands sem samanstendur af þýdd-
um grundvallarverkum á fræðasviði stofn-
unarinnar. Ævisögur voru mikið í umræðunni
eins og oft áður en engin þeirra vakti sér-
stakan áhuga.
Þetta var ekki ár mikilla barnabóka en þó
má nefna snotrar bækur eins og Gott kvöld
eftir Áslaugu Jónsdóttur, Mamma er best eftir
Björk Bjarkadóttur og Jólasveinasögu eftir
Bergljótu Arnalds.
Að lokum verður að nefna vel heppnaða
bókmenntahátíð sem fram fór í september.
Margir áhugaverðir höfundar komu til lands-
ins og lásu upp fyrir troðfullum húsum. Paul
Auster var stjarna hátíðarinnar og það ekki að
ástæðulausu, hann er stjarna og satt að segja
frábær höfundur. Minna bar á Margaret
Atwood en þar fór merkilegur höfundur. Bret-
inn James Meek og Rússinn Andrej Kúrkov
vöktu og athygli en með sínum hættinum hvor.
Allir þessir höfundar hafa verið þýddir á ís-
lensku, reyndar allir hjá Bjarti, þrír þeir síð-
astnefndu komu út í þýðingum á þessu ári,
Penelópukviða eftir Atwood, Í nafni kærleik-
ans eftir Meek og Dauðinn og mörgæsin eftir
Kúrkov, allt góðar bækur.
Miðað við góðar undirtektir höfunda og
gesta þessarar hátíðar sem átti tuttugu ára af-
mæli á árinu sem er að líða hlýtur sú spurning
að vakna hvort ekki sé kominn grundvöllur
fyrir því að halda hana á hverju ári.