Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.2005, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.2005, Side 8
8 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 31. desember 2005 Gott ár og grasrótin kröftug. Af við-burðum stendur Listahátíð í Reykja-vík upp úr enda hefur samtíma-myndlistin aldrei fengið skarpari fókus hérlendis. Sérlega jákvætt að hátíðin skuli hafa teygt sig um allt land en myndlistin er frjósamur en lítt plægður framtíðarakur fyrir landsbyggðina. Sýningarnar á verkum Dieters Roth voru hápunktur hátíð- arinnar. Frábært að fá svo gott yfirlit yfir feril þessa mikla listamanns sem hefur haft svo gríðarleg áhrif á ís- lenska myndlist. Kynningarmiðstöð myndlistar, Cia.is tók til starfa en sú stofnun á vafalaust eft- ir að breyta landslaginu í greininni og hefur þegar sannað gildi sitt. Gott gengi í Feneyjum og mikil athygli á menningarkynningum erlend- is staðfesta það að kynning er lykilatriði. Loks nefni ég sýningar Þjóðminjasafns í tengslum við listfræðirannsóknir Þóru Kristjánsdóttur og Hrafnhildar Schram sem varpa algjörlega nýju ljósi á íslenska myndlistarsögu. Gott myndlistarár Myndlist Eftir Áslaugu Thorlacius aslaug@islandia.is Höfundur er myndlistarmaður og kennari. Ánægjulegt hefur verið að fylgjastmeð því hve danssýningum íReykjavík hefur fjölgað á undan-förnum árum. Líklega þó aldrei eins og á nýliðnu ári 2005. Fjölmargar og fjöl- breyttar danssýningar sáust á leiksviðum borgarinnar á vegum hinna ýmsu hópa og samtaka. Enn var það þó Íslenski dansflokk- urinn, eini atvinnuflokkur landsins, sem stóð fyrir mark- verðasta dansverki ársins. Það var sýningin Við erum öll Mar- lene Dietrich For eftir þau Ernu Ómarsdóttur og Emil Hvratin. Þetta verk var samið sem hluti af samstarfsverkefn- inu Trans Dance Europe og eftir frumsýningu hér á landi hefur það verið sýnt víða. Um önn- ur verk á vegum Íslenska dansflokksins er það að segja að ekkert annað þeirra sker sig sérstaklega úr en fagna verður því hve þáttur íslenskra danshöfunda hefur verið ríkulegur. Af erlendum danssýningum var það sýning sem einnig var hluti af Trans Dance Europe verkefninu og flutt á Listahátíð sl. vor sem heillaði undirritaða. Hér var um að ræða flutning Arja Raatikainen á eigin verki, Flow. Glæsilegt verk og fágaður dansari. Einnig var á sömu hátíð sýnt bráðfyndið verk fjögurra karldansara frá Tékklandi sem bar nafnið Mi Non Sabir. Ekki má heldur gleyma heillandi sýningu ungu dansaranna frá konunglega danska ballettskólanum sem gladdi jafnt ung hjörtu sem hin eldri. Íslenskir danshöfundar og dansarar hafa nú fengið tækifæri sem aldrei fyrr til að sýna hvað í þeim býr. Segja má að sjá megi greini- lega framför frá einu ári til annars með aukn- um þroska og reynslu danshöfunda, þroska sem eingöngu fæst með því að koma verkum sínum á framfæri og eiga þess kost að nota til þess vel þjálfaða og hæfa dansara. DANSleik- húsið stóð fyrir sýningum sl. vor. Eftirminni- legt var verkið Kólnandi kaffi eftir þær Lovísu Ósk Gunnarsdóttur og Höllu Ólafs- dóttur, flutt af þeim sjálfum. Nútímalistdans- hátíð í Reykjavík í september blómstraði nú sem aldrei fyrr. Þar voru flutt mörg verk er- lend sem innlend, misjöfn að gæðum, en það voru ekki hvað síst innlendu höfundarnir og dansararnir sem sýndu góð tilþrif. Má þar t.d. nefna verk Jóhanns Freys Björgvinssonar sem er í stöðugri framför sem höfundur. Cameron Corbet dansaði og túlkaði fallega eigið verk. Margir aðrir viðburðir hafa orðið á árinu sem eiga það sameiginlegt að bæta og styrkja íslenskt danslíf. Blómlegt dansár Danslist Eftir Ingibjörgu Björnsdóttur arnivil@itn.is Höfundur er danskennari. Mikilvægi þýðinga verður seint ofmet-ið á örsmáu bókmenntasviðinu hér,minnisstæðar eru til dæmis Slepptumér aldrei eftir Kazuo Ishiguro og Dauðinn og mörgæsin eftir Andrej Kúrkov sem var með skemmtilegri gestum á fjörlegri Bók- menntahátíð í haust. Þá eru nýkomnar út þýð- ingar á sígildum fræðiritum hjá Bókmennta- fræðistofnun, þar má nefna greinar Mikhails Bakhtín, Orðlist skáldsögunnar, sem er ákaflega gaman að fá á ís- lensku. Sumarlesningin á Spáni var að sjálfsögðu Harry Potter, en þar stautaði ég mig líka fram úr bráðskemmtilegri ljósmyndaesseyju Juan José Millás, Todo son preguntas. Svona upptalningar eru auðvitað alltaf að einhverju leyti sérvisku- legar og tilviljanakenndar, ég á enn eftir að lesa mikið af því sem kom út fyrir jólin, en Steintré Gyrðis Elíassonar var heillandi aðventulesning. Mikilvægi þýðinga Bókmenntir Eftir Gunnþórunni Guðmundsdóttur gunnth@hi.is Höfundur er bókmenntafræðingur. Þegar horft er um öxl og tónlistarárið2005 rifjað upp koma fyrst upp í hug-ann margir og eftirminnilegir söng-tónleikar. Í minningunni er árið fullt af söng. Þar ber hæst tónleikar Placido Dom- ingo og Ana Maria Martinez og Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands í Egilshöll 13. mars. Hlýjan og auðmýktin sem einkenndu þennan mikla söngv- ara og listamann líða manni seint úr minni. Ekki voru síðri hinir um- deildu tónleikar Bryn Terfel nýverið ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands. Snilligáfa hans er hins vegar algerlega óumdeilanleg og mikil upplifun að hlusta á hann fanga alla viðstadda með söngtöfrum sínum. Fordæming Fausts sem var á dagskrá Sinfóníunnar í lok apríl fannst mér sérlega vel heppnuð og frábær söngur og samleikur þeirra Donald Kaasch og Kristins Sigmundssonar ógleymanlegur. Á þeim tón- leikum kom einnig fram Beatrice Uria-Monzon sem hefur einhverja fallegustu mezzosópran- rödd sem ég man eftir að hafa heyrt. Sálu- messutónleikar Mótettukórs Hallgrímskirkju í nóvember eru mér einnig mjög minnisstæðir og þá ekki síst vegna frábærrar frammistöðu Ís- aks Ríkharðssonar sem söng Pie Jesu af ótrú- legri fegurð, öryggi og fagmennsku. Skemmst er að minnast þátttöku hans í eftirminnilegri uppfærslu Íslensku óperunnar á óperu Britt- ens; Tökin hert. Ísak á stóran þátt í að gera þetta söngár eins eftirminnilegt og raun ber vitni. Í lokin verð ég svo að minnast á geisla- plötu Garðars Thórs Cortes sem mér finnst alger unun að hlusta á. Biðin eftir tónlistarhús- inu styttist með hverjum áramótum og á árinu sem er að líða breyttist það einhvern veginn úr því að vera fjarlægur óskhyggjudraumur í næstum áþreifanlegan veruleika. Með góðum vilja má ef til vill segja að spakmælið „góðir hlutir gerast hægt“ eigi við í þessu tilfelli, en fyrr má nú aldeilis fyrr vera. Ár fullt af söng Tónlist Eftir Steinunni Birnu Ragnarsdóttur samhljomur@internet.is Höfundur er tónlistarmaður. Hollywood-myndir ársins sem fylltuhérlend kvikmyndatjöld rétt eins ogþau bandarísku voru flestar lítteftirminnilegar – líkt og reyndar undanfarin ár. Tónninn var gefinn þegar hin hámelódramatíska mynd Clints Eastwoods Million Dollar Baby hafði óskarinn af ágætri mynd Martins Scorseses The Aviator undir lok febrúarmánaðar. Fé- lagarnir Steven Spiel- berg og George Lucas héldu upp á þrjátíu ára afmæli stórmyndarinnar (e. blockbuster) sem þeir innleiddu með Jaws og Star Wars með geimævintýrunum War of the Worlds og Re- venge of the Sith. Ekki verður annað sagt en að báðar tvær hafi verið vatn á myllu gagnrýnenda sem telja stórmyndina hafa gengið af amerískri kvikmyndagerð dauðri. Miklu betri voru Bat- man Begins, þar sem Christian Bale sló út fyr- irrennara sína í hlutverki ofurhetjunnar, og King Kong, þar sem tæknibrellur og persónu- sköpun aðalhetjunnar fóru óvenjulega vel sam- an. Kannski var þó það markverðasta á árinu áframhaldandi uppgangur DVD-mynddisksins sem hefur valdið minnkandi aðsókn í kvik- myndahús vestra og er jafnvel farinn að hafa áhrif á kvikmyndagerð samtímans. Diskurinn hefur vissulega verið kvikmyndarisunum ný hagnaðaruppspretta, en hann hefur jafnframt gefið kvikmyndaunnendum tækifæri til að hverfa á vit sígildra og fjarlægra kvikmynda þegar þeim hefur ofboðið framleiðsla risanna. Uppgangur DVD- mynddisksins Kvikmyndir Eftir Björn Ægi Norðfjörð bjorn-nordfjord@uiowa.edu Höfundur er kvikmyndafræðingur. Kristján Karlsson „…uppgötvun ársins“. King Kong „… einfaldlega gnæfir yfir lýðinn, kvikmyndaupplifun verður ekki betri.“ Dieter Roth „Sýningarnar á verkum Diet Morgunblaðið/Sigurjón Guðjónsson Grand Rokk „Og nú á að fara að rífa Grand Rokk. Og byggja smáverslunarklasa í staðinn, ef ég skil rétt.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.