Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.2005, Side 9
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 31. desember 2005 | 9
King Kong einfaldlega gnæfir yfir lýð-inn, kvikmyndaupplifun verðurekki betri. Ég hef ekki séð svonafallega tragískt skrímsl síðan God-
zilla um árið. Fast á eftir fylgir dásamlega
drekamyndin (það var víst einhver galdra-
strákur þarna líka) og svo birtust mér í draumi
sem dýrleg ævintýr tvær myndasögumyndir
sem tættu mig og trylltu,
Sin City og Batman Beg-
ins. Syndaborgin var
ótrúlega smart og kúl og
án efa best heppnaða
kvikmyndin byggð á myndasögum, nýi Bat-
man, Christian Bale, var afar auðveldur fyrir
augað og dramatíkin virkaði vel. Klónamyndin
The Island vakti sérlegan áhuga minn fyrir
fimlega blöndu hasars og umhugsunarverðs
efniviðar og svo langar mig að nefna geim-
óperu Buffy-skaparans Joss Whedons,
Serenity, en einn gagnrýnandi lýsti henni sem
allt það sem Star Wars hefði átt að vera og tók
orðin beint úr mínum munni. Ekki tókst mér
að handsama allar hrollvekjur, enda óvenju-
margar í ár, en ég átti góðar stundir í House of
Vax og gladdist ógurlega yfir ofursvalri goth-
stemningu í hinni rússnesku Nightwatch.
Blessunarlega var oss gefin vor árlega var-
úlfamynd, Cursed þeirra félaga Wes Cravens
og Kevins Williamsons. Skemmtilega nastí og
nóg af blóði. Já, ég sé það núna að þetta hefur
bara verið nokkuð gjöfult ár.
King Kong
gnæfir yfir
Kvikmyndir
Eftir Úlfhildi
Dagsdóttur
varulfur@centrum.is
Höfundur er bókmenntafræðingur.
Nú þegar litið er til baka yfir leiklist-arárið þá langar mig fyrst að fagnanýjum íslenskum leikskáldum. Þaðer gaman að sjá að við eigum ekki
aðeins góða og efnilega höfunda, heldur eru
verk þeirra á margan hátt ólík. Sem dæmi um
ný verk sem litu dagsins ljós á árinu má nefna
Frelsi eftir Hrund Ólafsdóttur og Forðist okk-
ur eftir Hugleik Dagsson.
Leikritin eru grunnurinn
að hverri sýningu og því
mikilvægt að hlúð sé vel
að leikritagerð hér á landi.
Áframhaldandi velgengni Vesturports á er-
lendri grundu er ekki aðeins mikilvæg fyrir þau
sem prýða leikhópinn heldur einnig fyrir leik-
húsheiminn hér heima. Ekki er hægt annað en
óska þeim til hamingju með árangurinn þótt ég
verði að viður kenna að sýningin Woyzeck náði
ekki að hrífa mig á sama hátt og Rómeo og Júl-
ía gerði á sínum tíma. Og nú hefur Ólafi Agli
Egilssyni verið boðið að leika með The Royal
Shakespeare Company. Það væri mjög spenn-
andi ef af því yrði því Ólafur Egill er bæði vand-
virkur og hæfileikaríkur leikari.
Leikfélag Akureyrar hefur öðlast nýjan
kraft. Nú er spurning hvort Leikfélag Akureyr-
ar þarf ekki að líta í heimsókn hingað suður
með gestasýningu fyrir þá sem finnst alltof
langt að fara norður í leikhús. Iðnó er til dæmis
yndislegt hús og alltaf gaman að kíkja þangað á
sýningu. Þar er nú verið að sýna einleikinn Ég
er mín eigin kona og stendur Hilmir Snær sig
vel í að túlka hinar fjölmörgu persónur verks-
ins.
Þjóðleikhúsið hefur fengið nýjan leikhús-
stjóra og má strax sjá breytingar. Nú verða
sýningar keyrðar hratt (oftar yfir styttra tíma-
bil) sem getur ekki annað en verið gott bæði
fyrir leikarana og sýninguna sjálfa. Þá er bara
að fólk átti sig fljótt á þessari breytingu svo það
missi ekki af góðum sýningum. Ein sparnaðar-
aðgerð virkar þó ekki og það er að hafa svo fáa í
afgreiðslunni í Kristalssalnum í hléinu. Fólk
kemur ekki aðeins til að njóta sýningarinnar
heldur einnig til að njóta þess að spjalla við
mann og annan um sýninguna og önnur mál-
efni. Er ómögulegt að sýningargestir þurfi að
eyða dýrmætum tíma sínum í leikhúsinu við að
bíða eftir afgreiðslu.
Ég verð að viðurkenna að engin sýning á
árinu hreif mig upp úr skónum svo mig langaði
að æpa og blístra, en margt var vel gert enda
eigum við marga góða listamenn. Hlakka ég til
að sjá hvað verður á nýju ári. Eitt er víst, allt er
mögulegt.
Dýrmæt stund
Leiklist
Eftir Bergljótu Arnalds
fa-be@faktor.is
Höfundur er leikkona og rithöfundur.
Af þeim sýningum sem ég sá á árinu þáer minnisstæð góð sýning Jóns Lax-dal í Hafnarborg, dálítið sérstöksýning Daða Guðbjörnssonar í
Nýlistasafninu, fuglamyndirnar á sýningu
Ólafar Nordal í i8 voru áhrifamiklar, sýning
Hlyns Helgasonar í Nýlistasafninu og
Reykjavíkurakademíunni á nýju tímatali var
mjög áhugaverð, verk Ás-
mundur Ásmundssonar í
Reykjanesbæ –
Kampavínspýramídi úr ol-
íutunnum og steinsteypu
var sterkt, og sýning Erlings Klingenberg í
Kling og Bang undir lok ársins var ansi hreint
fín líka - sérstaklega fyrir þá sem hrærast í
nútímalistum. Þá má ekki gleyma peningasýn-
ingunni Stríðsmenn hjartans – 100 milljónir í
reiðufé sem Hannes Sigurðsson safnstjóri
Listasafns Akureyrar stóð fyrir á Listasafninu
í samvinnu við Ashkan Sahihi. Af öðru sem
gerðist þá voru það óvænt tíðindi að Hannes
Sigurðsson skyldi á elleftu stundu hætta við að
sækja um safnstjórastöðu Listasafns Reykja-
víkur. Nær jafn óvænt var innkoma nýja safn-
stjórans, Hafþórs Ingvasonar, sem var lítt
þekktur hér á landi fram til þess.
Annars var myndlistarlíf nokkuð blómlegt á
árinu, ný gallerí eins og Fugl hjá Indriða
klæðskera á Skólavörðustíg voru starfrækt
með miklum glans, og myndlistin var kraum-
andi á Listahátíð sem aldrei fyrr með tilheyr-
andi stjörnufans og gleði. Ég gerði mér ein-
mitt ferð í yfirgefið félagsheimili á
Suðurlandinu og sá þar eina af Listahátíð-
arsýningum mér til mikillar ánægju - sýningu
Ragnars Kjartanssonar.
Blómlegt
Myndlist
Eftir Þórodd
Bjarnason
thoroddur@gopro.net
Höfundur er myndlistarmaður.
Snemma á þessu ári komst ég í kynni viðljóðabókina New York eftir KristjánKarlsson á Árnastofnun í Kaupmanna-höfn. Ljóðin náðu strax á mér taki - þó
orðalagið sé reyndar út í hött - trúlega væri
nær lagi að segja að ljóðin hafi losað um eitt-
hvað. Í öllu falli var í ljóðunum einhver fram-
andi hrynjandi eða taktur sem mér fannst ríma
við hraðann og höktið í
umferðinni sem ég upp-
lifði kvölds og morgna
þegar ég hjólaði til og frá
vinnu: "það er kvöldbjart og klukkan er fimm /
klukkan er fimm um dag / á aldimmri alkyrri
nótt // samt veit hún að vindurinn blæs / jafn-
víst og að nóttin er kyrr / er ljóst það er lest
sem fer hjá". Á haustmánuðum hafði ég svo
veður af því að von væri á heildarsafni Krist-
jáns Karlssonar Kvæðasafn og sögur 1976 -
2003. Fyrir mitt leyti er þetta uppgötvun árs-
ins, þó fer fjarri að ég hafi lesið safnið í heild né
myndað mér á því skoðun enda er ég viss um
að ég þarf að þroskast til sumra ljóðanna. En
það sem greip mig strax er spenna milli kyrr-
stöðu og hreyfingar í ljóðunum og hún kemur
fram strax í fyrsta ljóði safnsins: "Í byrjun er
orðið, / hver hugmynd, hver hreyfing / skal vís,
// en hjarta skáldsins / er þröngt og fátt, / sem
það kýs: // ein hugsorfin minning / og niðandi
vatn / undir ís." Þarna er eitthvað kyrrt sem
hreyfist.
Kristján
Karlsson
Bókmenntir
Eftir Hauk Ingvarsson
haukuri@ruv.is
Höfundur er útvarpsmaður.
Við erum öll ofsalega grobbin af öllufrábæra tónlistarfólkinu okkar ogöllum frábæru tónlistunum sem þaðlætur frá sér. Ég líka. Nema hvað.
Og hvaðan kemur það? Ein kvikmynd sem
frumsýnd var á árinu vill meina að það sé land-
fræðilegri stöðu okkar, tignarlegum fjöllum
og ríkri víkingahefð (og… genunum?) að
þakka, en ég held það sé
kannski aðeins annað í
spilinu líka, fyrir utan
fjöllin. Og ekki lítill þátt-
ur í því sé fólginn í einni
öl-krá sem um árabil hefur veitt næsta
óþekktu tónlistarfólki tækifæri til þess að
kynna afurðir sínar og efni fyrir engan til-
kostnað í illa lyktandi en þó glæstu umhverfi.
Allir þessir indælu tónlistarmenn sem sumir
keppast við að verðlauna um þessar mundir og
aðrar hafa stigið sín fyrstu skref á Grand
Rokk. Grand Rokk er sæmilega víðsýnt, af ná-
kvæmlega réttri stærð (því innréttingarnar
tryggja að aldrei lítur út fyrir að vera vand-
ræðalega fátt á tónleikum þar – en samt kom-
ast ansi margir fyrir á staðnum).
Og nú á að fara að rífa Grand Rokk. Og
byggja smáverslunarklasa í staðinn, ef ég skil
rétt.
Þetta gerir upp tónlistarárið mitt.
Grand Rokk
Tónlist
Eftir Hauk Sigurbjörn
Magnússon
hauxotron@gmail.com
Höfundur er áhugamaður um tónlist.
Morgunblaðið/Ásdís
Hugleikur Dagsson Sem dæmi um ný verk á árinu má nefna Forðist okkur eftir Hugleik.
Morgunblaðið/Jim Smart
ters Roth voru hápunktur hátíðarinnar.“
Morgunblaðið/Einar Falur
Gyrðir Elíasson Steintré Gyrðis Elíassonar var heillandi aðventulesning.