Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.2005, Qupperneq 10
10 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 31. desember 2005
V
itaskuld er það engin tilviljun að ógnarstórt
portrett af Maó formanni prýðir nú hinn forna
virkisvegg forboðnu borgarinnar. Og þá ekki
heldur að portrettið gnæfir yfir þeirri brú inn í
forboðnu borgina sem einungis keisarinn sjálfur
mátti nota – allir aðrir fóru um hliðarbrýr. Maó
horfir af veggnum yfir að grafhýsi sínu hinum megin við torg
hins himneska friðar og rammar þetta stærsta borgartorg
heims þannig inn með alltumlykjandi viðveru sinni.
Kínverjar hafa aldrei fengið smjörþef af lýðræði og því
kannski ekkert undarlegt að ekki beri
mikið á tilburðum í þá átt þar í landi – enn
sem komið er. Í gegnum aldirnar hefur
þeim verið innprentuð lotning fyrir ólík-
um en einráðum valdhöfum; útvöldum afkvæmum ættboga keis-
ara, mönnum sem komust til valda eftir uppreisnir eða innrásir
og tóku sér keisaratign, og síðast en ekki síst Maó formanni sem
nýtti sér þennan hefðbundna jarðveg fyrir persónudýrkun til
hins ýtrasta. Tók sér einskonar ígildi keisaratignar í nafni
kommúnismans, svo þversagnarkennt sem það kann að virðast.
Trúarbrögð í Kína voru ekki skilgreind með fastmótuðum
hætti fyrr en eftir að kommúnistar tóku völdin árið 1949. Og frá
þeim tíma hafa einungis fimm trúarbrögð verið lögleg í landinu;
búddismi, kaþólsk trú, mótmælendatrú, taóismi og íslömsk trú.
En þótt trúarbrögð hafi í samræmi við það ekki myndað kjarn-
ann í þjóðarsál Kínverja frá örófi alda hafa siðferðislegar kenni-
setningar þó vissulega ráðið miklu, ekki síst boðskapur kenndur
við taó (til að mynda rit Laó Tse sem hefur verið nefnt Bókin um
veginn í íslenskri þýðingu) og kenningar Konfúsíusar sem var
uppi fyrir rúmum 2.500 árum. Þessi hugmyndaheimur myndar
heildstæða mynd er lýtur ekki einungis að andlegri velferð,
heldur einnig þjóðfélagslegri – og fjallar um siðferðislegar
skyldur í víðum skilningi. Ákveðnir þættir hans, svo sem um
styrkinn sem felst í veikleikanum og veikleikann sem felst í
styrknum, tilgang þess að rækta sjálfið til að geta síðan skilað
sínu til heildarinnar, hafa lifað af með ýmsum hætti í hversdags-
lífinu – ekki síst í hinni sterku hefð ýmissa bardaga- eða
hreyfilista er enn lifa í Kína svo sem tai-chi og jafnvel qi-gong.
Þjónar þörfum hjartans en ekki höfuðsins
Á þeim umrótstímum sem voru í aðsigi í Kína árið 1915 ritaði
kínverski menntamaðurinn Ku Hung-Ming formála að bók sinni
The Spirit of the Chinese People [Andi kínversku þjóðarinnar] –
sem telst til klassískra bókmennta í Kína. Bókin fjallar öðrum
þræði um ágæti stjórnarfyrirkomulags sem einna helst líkist
menntuðu einræði – er höfundur telur geta leyst vanda heimsins
– og á í raun sannri ýmislegt skylt við jákvæðustu hliðar kín-
versks kommúnisma. Þar reynir Ku Hung-Ming að setja fram
kenningu um þann greinarmun á siðferðislegum skyldum sem
íbúum Bandaríkjanna og Evrópu (er þá voru í heljargreipum
fyrri heimsstyrjaldarinnar) annars vegar og Kína hins vegar
hafa verið innrættar. Í upphafi formálans segir hann ritinu ætl-
að „að túlka og meta anda kínverskrar siðmenningar“ og þeirri
ætlun sinni framfylgir hann m.a. með því að fjalla um
„mennsku“ þá sem orðið hefur til í kínversku samfélagi í gegn-
um aldanna rás.
Tilurð mennskunnar, sem jákvæðasta afls kínversks sam-
félags, rekur Ku Hung-Ming til þess að innra með Kínverjum
séu engin átök á milli rökhyggju og andans þarfa – öfugt við
Evrópubúa (og Bandaríkjamenn þar sem menning þeirra er að
stærstum hluta til runnin frá Evrópu). „Í Evrópu nútímans,“
segir hann, „á fólkið trúarbrögð sem fullnægja þörfum hjartans,
en ekki höfuðsins, og heimspeki sem fullnægir þörfum höfuðsins
en ekki hjartans. […] Sumir segja að Kínverjar eigi engin trúar-
brögð. Það er vissulega satt að í Kína tekur jafnvel almenningur
trúarbrögð ekki alvarlega. Þá á ég við trúarbrögð í evrópskum
skilningi orðsins. Hof, siðvenjur og athafnir taóisma og búdd-
isma í Kína eru fremur hlutgerving dægrastyttingar en siðbót-
ar; þær snerta fagurfræðilegan streng, ef svo má að orði komast,
í brjósti kínversku þjóðarinnar, frekar en þann siðferðislega eða
trúarlega; höfða í raun og veru meira til ímyndunarafls hennar
en hjartans eða sálarinnar.“ Hann heldur síðan áfram og segir:
„En í stað þess að segja að Kínverjar eigi engin trúarbrögð er ef
til vill réttara að segja að Kínverjar kæri sig ekki um – eða finni
ekki þörfina fyrir – trúarbrögð.“
Rætur Falun Gong
Sá þáttur úr andlegu lífi Kínverja sem verið hefur hvað mest
áberandi í umræðu á Vesturlöndum síðustu ár tengist hreyfingu
er kallar sig Falun Gong. Falun Gong má lýsa sem einskonar af-
brigði af bardaga- eða hreyfilist og andlegri íhugun, sem hvort
tveggja er vel þekkt í Kína. Það sem þó greinir hreyfinguna frá
öðrum áþekkum en hefðbundnari mannræktaraðferðum er sá
boðskapur og trúarhiti sem er einn grundvallarþáttur hennar,
undir forystu stofnandans Li Hongzi. Rit hans eru mikilvægur
þáttur í iðkun Falun Gong og þrátt fyrir að meginboðskapurinn
byggist á þremur góðum lögmálum; sannleika, góðvild og um-
burðarlyndi, má einnig finna í boðskap Li Hongzi þætti sem erf-
itt er að kyngja, svo sem fordóma gagnvart samkynhneigðum,
giftingum ólíkra kynþátta, óvísindalegar hugmyndir um líf á
öðrum hnöttum og ýmislegt fleira úr nýaldarfræðum sem ekki á
upp á pallborðið í upplýstum samfélögum nútímans. Annar
grundvallarmunur – og ef til vill afdrifaríkari í Kína – er sá að
stofnandinn leggur fylgjendum sínum þannig línurnar að það
brýtur gegn boðum hreyfingarinnar að afneita henni eða heykj-
ast á að viðurkenna hana opinberlega, rétt eins og um trúar-
brögð sé að ræða.
Þann tíma sem ég dvaldi í Kína notaði ég óspart þau tækifæri
sem gáfust til að spyrja fólk um viðhorf þess til Falun Gong. Í
hnotskurn voru svör fólks á þá leið að það skildi ekki af hverju
iðkendur Falun Gong gætu ekki haldið ástundun sinni innan
veggja heimilisins þar sem enginn skipti sér af henni, fyrst hún
væri því svona mikils virði. Það skildi ekki af hverju iðkendum
fyndist nauðsynlegt að gera úr sér píslarvotta á götum og torg-
um úti – slíkt hefði ekkert með sjálfsrækt að gera. Það var erfitt
að greina samúð í þessum viðhorfum, en þeim mun auðveldara
að lesa í þeim óþolinmæði er jaðraði við vandlætingu. Þótt það sé
komið til ára sinna má í riti Ku Hung-Ming finna hugsanlega
skýringu á þessum viðhorfum. Hann segir m.a. að „[…] ástæðan
fyrir því að kínverska þjóðin þarfnast ekki trúarbragða [sé] sú
að hún hefur í kerfi Konfúsíusar á sviði heimspeki og siðfræði
þann samruna mannlegs samfélags og siðmenningar sem kemur
í stað trúarbragða“. Það má m.ö.o. líta svo á að Falun Gong sé í
andstöðu við forna arfleifð hins almenna Kínverja, þar sem boð-
skapur hreyfingarinnar miðast fyrst og fremst við það að vinna
hreyfingunni sjálfri gagn fremur en að tryggja velferð ein-
staklingsins er telur sig til hennar.
Sannleikurinn er þó flóknari en svo, því þótt það geti verið
vandkvæðum bundið að skilgreina trúarbrögð í Kína hefur per-
sónudýrkun verið þar landlæg svo öldum skiptir, eins og Maó
nýtti sér svo eftirminnilega og greint var frá hér að ofan. Hann
gekk svo langt, til að mynda með útgáfu á hinu Rauða kveri sínu,
einskonar „biblíu“ kínverskra kommúnista, að knýja það fram
sem helst líktist átrúnaði á flokkinn – eitthvað sem var líkara
heildstæðum trúarbrögðum en áður hafði þekkst meðal kín-
versks almennings. Samfara þeim umbótum sem Deng Xiaoping
stóð fyrir eftir daga Maós afnumdi hann alla tilburði til slíkrar
persónudýrkunar, en afleiðing þess birtist að lokum sem eins-
konar tóm í andlegu lífi þjóðarinnar. Ian Johnson, sem fékk
Pulitzer-verðlaunin fyrir umfjöllun sína um Falun Gong, stað-
festir þetta í kafla um hreyfinguna í bók sinni Wild Grass [eða
Villigras, sem einnig er heiti heimsfrægrar bókar kínverska höf-
undarins Lu Xun]. Hann segir að; „þótt utanaðkomandi einblíni
oft á þær efnanhagslegu umbætur er umbreyttu Kína úr komm-
únistaríki í það sem nánast er alfarið kapítalískt ríki í dag, þá
ýtti hrun kommúnismans sem trúarbrögð af stað djúpstæðri leit
að inntaki sem augljóslega sér stað í listum, svo sem í skáldsög-
um nóbelsverðlaunahöfundarins Gao Xingjian, og á meðal al-
mennings, með tilurð tuga nýrra trúarhreyfinga og endurfæð-
ingu annarra eldri og hefðbundnari“. Og Falun Gong sprettur
einmitt upp úr því andrúmslofti er hann lýsir.
Ekki hægt að hafa tvo keisara
En það er ekki „vegna taugatitrings yfir innihaldi kenninga Fal-
un Gong sem kínversk stjórnvöld hafa brugðist svo harkalega
við“, fullyrti einn viðmælenda minna, „heldur vegna þess hvern-
ig iðkendur stunda eiginlegt trúboð – ekkert ólíkt því sem tíðk-
ast í kristnum bókstafstrúarhópum á Vesturlöndum. Yfirvöld í
Kína hafa aldrei sætt sig við að hafa tvo keisara“, bætti hann svo
við og hló. Vísaði með þeim orðum til þess fjöldafylgis og þeirrar
persónudýrkunar er Li Hongzi naut í Kína áður en hreyfingin
var sett á svartan lista stjórnvalda, eftir að hafa breiðst út eins
og eldur í sinu. Ótti stjórnvalda stafar sem sagt af því að Falun
Gong stýrir huga fólks með líkum hætti og Maó gerði sjálfur; Li
Hongxi hefur nefnilega stjórn á áhangendum sínum og vald
hans felst í því að knýja fram „viljann til að láta lífið í sölurnar
fyrir málstaðinn“, eins og Maó orðaði það í sínu áróðursstríði.
Öll þessi saga breytir þó að sjálfsögðu ekki þeirri staðreynd
að mannréttindi þeirra sem opinberlega aðhyllast Falun Gong
eru fótum troðin í Kína. Þótt erfitt sé að fá slíkar tölur staðfestar
er ljóst að ótrúlegur fjöldi þeirra hefur verið ofsóttur af stjórn-
völdum og margir hafa látið lífið fyrir það eitt að neita að láta af
ástundun sinni. Fyrir það reynir enginn viðmælenda minna að
þræta, þótt sumir finni umsvifalaust þversögn í því hversu harð-
lega kínversk stjórnvöld hafa verið gagnrýnd á Vesturlöndum
fyrir þessi brot. Fyrst og fremst í ljósi frétta (er einnig skila sér
til Kína) um að jafnvel í löndum þar sem frelsi til tjáningar og at-
hafna er í hávegum haft hafi verið brotið á rétti Falun Gong-
meðlima til að tjá sig og koma sínu andófi gegn kínverskum
stjórnvöldum á framfæri á friðsamlegan hátt. Og vegna þess
hvernig tekið var á komu Falun Gong-meðlima hingað til lands
um árið varð mér að sjálfsögðu orða vant við slíka rökvísi.
Blóm eru menningarleg
Í landi þar sem blóm voru fyrir skemmstu bönnuð og enginn
mátti dansa svo árum skipti upplifir fólk þær tilslakanir sem
Deng Xiaoping hleypti af stað sem umtalsvert frelsi. Og það er
fljótt að tileinka sér allt það sem nýtt er og leyfilegt. Fallegasta
táknmynd þeirrar sterku viðleitni er ef til vill það mikla blóma-
skrúð sem allstaðar blasir við; á götum og torgum, umferð-
areyjum, húsagörðum og gluggum fjölbýlishúsa. Aldrei hef ég
séð jafn mikið af pottablómum né heldur jafn mikla virðingu
borna fyrir þeim og í Kína. Er ég spurði granna minn hverju
þessi áhugi á blómskrúði sætti sagði hann mér frá fyrrnefndu
blómabanni og breytingunni sem hefði orðið á ásýnd borga og
bæja er því var aflétt með frægri grein flokksforystunnar á for-
síðu flokksblaðsins China Daily, á þeim forsendum að blóm
væru ekki tákn borgaralegrar siðspillingar; „þau væru menn-
ingarleg“.
Með aukinni velmegun og tæknivæðingu minnka líkurnar á
því að kínversk stjórnvöld geti stýrt lífi fólks með slíkum hætti
eins og áður reyndist tiltölulega auðvelt. Netið og sá heimur
upplýsinga sem þar hefur opnast á sl. tíu árum eða svo er til að
mynda án efa afar mikilvægur þáttur lýðræðisþróunar í Kína.
Þótt margt á netinu sé enn ekki aðgengilegt þar er samt sem áð-
ur ljóst að upplýsingamagnið er slíkt að ómögulegt er að hafa
fullkomna stjórn á því hvað almenningur les. Það er einna helst
að skortur á tungumálakunnáttu sé þröskuldur í upplýs-
ingaöflun, en sú mikla áhersla sem nú er lögð á enskunám í Kína
mun auðvitað ekki einungis nýtast í viðskiptum, hún mun senn
einnig gjörbylta aðgengi almennings að hinum alþjóðlega upp-
lýsingaheimi sem hægt er að nálgast í gegnum tölvur.
Margar af frægustu upplýsingaveitum hins vestræna heims
eru Kínverjum lokaðar; svo sem vefur BBC og fleiri áþekkra
miðla, en samt berast Kínverjum nú jafnvel fréttir af þeirra inn-
anlandsmálefnum í gegnum netið. Slíkt skapar þrýsting á
flokksstýrðar fréttaveitur, sem eru þekktar fyrir að bregðast
seint við og sníða fréttaflutning að eigin þörfum er alvarlegir
hlutir gerast. Upplýsingarnar skapa einnig vitundarvakningu
meðal almennings um margt það sem betur má fara í þeirra eig-
in samfélagi og ýtir undir umbætur.
Erfiðleikar á félagslega sviðinu
Og umbóta er svo sannarlega þörf ef Kínverjar ætla sér að bera
sig saman við voldugustu þjóðir heims í náinni framtíð.
Keisarans hallir skína
Ljósmyndir/Úlfur Hansson
Geistleg samkoma Trúarleg líkneski sem fólk hefur komið fyrir í
fjallshlíð í suðurhluta Kína.
Framandleikinn er oftast það afl sem hrindir manni af stað til
að hleypa heimdraganum. Samt er oft erfitt að ákvarða í
hverju framandleikinn er fólginn. Í fyrstu mætir hann manni
helst í yfirborði samfélagsins – arkitektúr, útliti fólks, mat-
aræði og þess háttar. Eftir því sem dvölin að heiman lengist af-
hjúpast djúpstæðari framandleiki; sá er tilheyrir hugs-
unarhætti, vitsmunalegri arfleifð, trúarbrögðum og
tilfinningalífi. Í þessari síðustu grein af þremur um Kína er
m.a. fjallað um geistlega arfleifð þeirra, en kristinn hug-
myndaheimur og siðferði, sem auk lýðræðishefðarinnar er
helsta bakbein vestrænnar menningar, er fjarri Kínverjum. Í
raun eru hugmyndir þeirra um hlutverk og tilgang trúarlífs
gjörólíkar því sem vestrænt fólk á að venjast sem endurspegl-
ast í viðhorfum þeirra til framtíðarinnar.
Fortíð og framtíð
Maó formaður Risastór mynd af honum er yfir innganginum inn í
forboðnu borgina, rétt eins og hann sé kominn í tölu keisara.
Eftir Fríðu Björk
Ingvarsdóttur
fbi@mbl.is