Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.2005, Page 12
12 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 31. desember 2005
Hugtakið „helgarinntaka“ (e. „weekendbox office“) er áberandi í kvikmynda-umræðu samtímans, einkum vest-anhafs, en hér er átt við vinsældir
ákveðinna kvikmynda eins og þær birtast í miða-
sölutekjum fyrstu dagana eftir
að sýningar hefjast. Vafalaust
skiptir inntökutölfræðin kvik-
myndagerðarmenn um allan
heim miklu máli, þó ekki sé
nema í þeim skilningi að formið
sem þeir kjósa sér er alltof um-
fangsmikið og dýrt í rekstri til að hægt sé að
horfa fram hjá bókhaldslegum áhættuþáttum líkt
og dreifingu og aðsókn. En þótt fjárhagslegur
veruleiki alþjóðlegrar kvikmyndaframleiðslu sé
alltaf að umtalsverðu leyti markaðsbundinn hefur
fáum þjóðum tekist að breyta áðurnefndri rökvísi
í íþróttaleik líkt og Bandaríkjamenn hafa gert.
Um hverja helgi keppa þar í landi ákveðið marg-
ar myndir um athygli síminnkandi neytendahóps.
Frumsýnt er á föstudegi og á sunnudagskvöldi er
búið að raða úrslitum helgarinnar í töflu þar sem
sigurvegarinn trónir á toppnum og útlitið verður
sífellt vandræðalegra eftir því sem neðar dregur
á listanum. Úrslitin breiðast síðan eins og eldur í
sinu um heimsbyggðina og það er ekki ýkja langt
síðan að Morgunblaðið tók að birta vikulegar
fréttir af gengi bandarískra kvikmynda á heima-
velli, en má þó efast um að helgarinntakan í
Hollywood komi íslenskum dagblaðslesendum
nokkurn skapaðan hlut við. Og þó, jú, hún kemur
okkur við á sama hátt og úrslit í íþróttaleikjum
hinum megin á hnettinum koma okkur við – for-
tvitnilegt er að vita hver sigrar og hver tapar og
sumir halda jafnvel með ákveðnum myndum, leik-
urum eða leikstjórum og finnst þess vegna gaman
að sjá þá skjóta samkeppninni ref fyrir rass.
Því hefur stundum verið haldið fram að kvik-
myndir í Bandaríkjunum standi og falli með helg-
arinntökunni. Þetta mætti kannski umorða og
segja að ef ákveðin kvikmynd verður undir í sam-
keppninni fyrstu dagana sé í kjölfarið ekki búist
við miklum afrekum þar á bæ þar sem vafalaust
er hægt að setja helgarinntökuna inn í einhvers
konar reiknilíkan sem segir til um hvernig afdrif
myndarinnar munu vera til lengri tíma litið. Þá
hef ég séð það skrifað einhvers staðar að helg-
arinntakan, eins og henni er framfleytt í reikni-
líkaninu, hafi umtalsverð áhrif á það á hversu
marga alþjóðlega markaði myndin verður seld og
á hvaða verði hún sé keypt af t.d. sjónvarps-
stöðvum, hótelum og flugfélögum, auk dreifing-
araðila víðs vegar um heiminn.
Þá hefur helgarinntakan áhrif á það hversu
langur tími líður þar til myndin kemur út á vídeó
og DVD. En það er ekki einu sinni víst að heila
helgi þurfi til. Þegar kvikmyndaframleiðandi á
vesturströndinni getur hringt til New York síð-
degis á föstudegi, daginn sem mynd kemur í kvik-
myndahús, og sökum tímamismunar ráðið örlög-
um myndarinnar þar og þá (gekk myndin vel á
fysta degi …?) er óhætt að segja að hlutirnir séu
farnir að hreyfast ansi hratt. Þessi dómshraði –
markaðsörlög ákveðinna verka eru þekkt strax á
fyrsta degi eða, í síðasta lagi, eftir fyrstu helgina
– tengist að sjálfsögðu dreifingarkefi bandarískra
kvikmynda, kerfi sem stundum er kennt við mett-
unardreifingu. Og svona er kvikmyndamarkaður-
inn í Bandaríkjunum orðinn, örlög kvikmynda
ráðast tiltölulega skjótt og ef mynd er sein á sér
út um hliðið í upphafi er hún bara send hið snar-
asta á myndbandaleigu, líkt og íþróttamaður sem
ekki stendur sig er kallaður á bekkinn.
Hvað nákvæmlega þýðir það að kvikmynd sé
vinsæl? Hvernig skal farið að þegar vinsældir
kvikmynda eru mældar? Vissulega er erfitt að
skilja á milli listrænnar hliðar kvikmynda og
þeirrar fjárhagslegu. Þetta er jú það listform sem
hvorki býður einstaklingnum né fátæklingnum
heim. En spurningin sem við verðum að spyrja
lýtur að tíma. Er sólarhringur, eða ein helgi, eina
viðmiðið sem við höfum um vinsældir? Er þá bara
hægt að hlaða reiknimódelið? Hvað ef við setjum
tíma í víðum skilningi inn í vinsældamengið …?
Löggulíf eftir Þráin Bertelsson var vinsæl fyrir
tuttugu árum. Mætti halda því fram að mynd
þessi eigi heldur lítið erindi við áhorfendur nú til
dags? Kannski. Sennilega, myndi ég segja. Nói
albinói varð ekki vinsæl í kvikmyndahúsum á Ís-
landi. Má gera ráð fyrir að eftir tuttugu ár verði
ennþá horft á hana? Kannski. Sennilega, myndi
ég segja. Hvor er þá vinsælli þegar upp er staðið
og hvernig tengist vinsældahugtakið líftíma
mynda á borð við þessar tvær þegar horft er
handan afmarkaðs tímaramma aðsóknar og topp-
tíulista?
Mín skoðun er nokkuð augljós. Vinsældir eru
að sjálfsögðu ekki samasemmerki við gæði. En
vinsældir eru heldur ekki samasemmerki við
„helgarinntökuna“. Peningar skipta alltaf máli
þegar að kvikmyndum kemur en arður birtist á
ólíkan hátt. Fíaskó eftir Ragnar Bragason, löngu
eftir að sú mynd reyndist fjárhagslegt fíaskó,
heldur áfram að borga áhorfendum arð. Nói alb-
inói, líkt og Big Lebowski eftir Cohen-bræður, er
kvikmynd í formi seinborgaðs skuldabréfs sem
þrátt fyrir allt, þegar upp er staðið og tími er lið-
inn, ber ríkulegan ávöxt.
Að vera vinsælastur
’Peningar skipta alltaf máli þegar að kvikmyndum kemuren arður birtist á ólíkan hátt.‘
Sjónarhorn
Eftir Björn Þór
Vilhjálmsson
vilhjalmsson@
wisc.edu
H
ollywood-myndir hafa dálítið
skrítin áhrif á tilfinninga- og vits-
munalífið. Öðrum þræði eru þær
gjarnan skemmtilegar og vel
gerðar en oft læðist sú hugsun að
manni að það væri kannski í lagi,
svona endrum og sinnum, ef þessar myndir reyndu
að brjótast út úr formúlunni og takast á við sam-
tímann á alvörugefinn hátt. En þegar það er svo
gert í myndum á borð við Syriana eftir Stephen
Gaghan (en hann skrifaði
handritið að óskars-
verðlaunamyndinni Traffic
sem Steven Soderbergh leik-
stýrði) byrjar maður á ein-
hvern einkennilegan hátt að sakna grunnhygginna
afþreyingarminna. Vissulega lofar það góðu að
spennumynd hefjist með staðsetningarskilaboðum
á borð við: „Beirút, höfuðstöðvar Hezbollah“ og
haldi síðan sínu striki og fjalli um það hversu and-
styggilegt líf fátækra araba í Mið-Austurlöndum
getur verið; sýni svo hvernig þeir sem ofan á hafa
orðið í þessum samfélögum lifa í vellystingum í
stórborgum Evrópu og geri auk þess valdabaráttu
þeirra í Washington, sem þegar virðast ráða öllu,
að umfjöllunarefni. Það er alveg ljóst að samspil ol-
íufyrirtækja, lögfræðinga, auðjöfra og ríkisstjórna í
sambandi vesturs og austurs er efni sem gagnlegt
er að kafa ofan í og vel gæti reynst fróðlegt að sjá
kvikmynd taka á þessu öllu saman á skynsamlegan
hátt. Þetta lofar Syriana að gera og að sumu leyti
uppfyllir hún væntingar, þetta er einlæg mynd sem
vill vel og reynir að gera eitthvað sem sjaldgæft er
að sjá Hollywood leggja til atlögu við: hún reynir að
gera úttekt á þeim margflókna veruleika sem ligg-
ur að baki hryðjuverkastríði Bush og mótar líf okk-
ar allra að einhverju leyti. En þó verð ég að við-
urkenna að eftir um það bil klukkustund af því að
horfa á George Clooney, Matt Damon og Jeffrey
Wright hálfpartinn hverfa inn í bakgrunninn, svo
litlausar eru persónurnar sem þeir leika, var ég far-
inn að sakna mynda á borð við Three Kings og The
Bourne Identity.
Kannski er þetta ósanngjarnt. Það er margt sem
hægt er að dást að í mynd þessari. Hún kemur mik-
ilvægum skilaboðum á framfæri og svo framvegis.
Eiginlega ber manni skylda til að fagna svona
metnaði. Þá er það myndinni til framdráttar að
söguhetjurnar eru allar hálfgerðir millistjórn-
endur; Clooney er njósnari sem kominn er af létt-
asta skeiði, Damon leikur markaðsfræðing sem
lendir eiginlega í því fyrir slysni að vinna fyrir olíu-
prins í Persaflóanum og Wright er lögfræðingablók
sem fær það verkefni að leita að einhverju misjöfnu
í bókum stórfyrirtækja sem eru við það renna sam-
an í eitt. Allt eru þetta einstaklingar sem hafa tak-
markað vald og verða fyrir þrýstingi úr öllum átt-
um. Þeir eru ómerkileg tannhjól í risavaxinni og
afskaplega spilltri samfélagsvél sem rúllar áfram
sama hvað þeir gera. Kannski er þetta raunsæi,
kannski er þetta neikvæðni en áhrifin eru minni en
þau ættu að vera vegna þess að Gaughin, sem hér
er að leikstýra í fyrsta skipti, gengur illa að skapa
samfellu og virðist alls ekki átta sig á því að ákveð-
inn takt þarf í klippingar (ný atriði eru alltaf að
brjótast inn í frásögnina áður en þau sem fyrir eru
ná að klárast) og of oft reynist myndræna hliðin
einvörðungu skreyting fyrir löng ræðuhöld á hljóð-
rásinni. Á köflum jaðrar Syriana jafnvel við að vera
hálfrasísk, má þar nefna eldræðu Matts Damons
sum stjórnmálalíf Persaflóalandanna, og styttir sér
jafnframt leið í gegnum flókna samfélagsgerð þess-
ara landa með því að búa til karaktera sem eiga að
gegna hálf-táknrænu hlutverki sem „dæmigerðir“
arabar. Þar er verkamaðurinn sem Mazhar Munir
leikur ágætt dæmi, en leið hans liggur á nokkuð
fyrirsjáanlegan hátt úr atvinnuleysi inn í hryðju-
verkasamtök. Þetta er ferli sem í myndinni er
framsett sem nánast sjálfsagt og óumflýjanlegt. En
Syriana vill vel, hún hefur hjartað á réttum stað og
ekki er laust við að maður fyllist ákveðnu sam-
viskubiti yfir því að leyfa sér að efast um gæði
hennar og mikilvægi. Svona myndir á að gera,
svona myndir þarf að gera. Þegar maður situr fast-
ur frammi fyrir enn einum bílaeltingaleiknum og
óskar sér inn í einhvern allt annan kvikmyndasal
vill maður einmitt flytjast yfir í salinn þar sem eitt-
hvað í líkingu við þetta er sýnt. En það þarf bara að
vera betur gert.
Pólitísk spennumynd
Kvikmyndin Syriana eftir Stephen Gaghan kafar
ofan í samspil olíufyrirtækja, lögfræðinga, auð-
jöfra og ríkisstjórna í sambandi vesturs og aust-
urs. Þetta er mikilvægt og þarft efni og tilbreyt-
ing frá innihaldslausum hasarmyndum
Hollywood en betur má ef duga skal.
George Clooney „En þó verð ég að viðurkenna að eftir um það bil klukkustund af því að horfa á George
Clooney, Matt Damon og Jeffrey Wright hálfpartinn hverfa inn í bakgrunninn, svo litlausar eru persón-
urnar sem þeir leika, var ég farinn að sakna mynda á borð við Three Kings og The Bourne Identity.“
Eftir Björn Þór
Vilhjálmsson
vilhjalmsson@wisc.edu
Íburðarliðnum er kvikmynd byggðá skáldsögu eftir Ethan Hawke.
Sagan ber nafnið The Hottest State
og mun Hawke
sjálfur leikstýra
myndinni. Gerist
hún í listamanna-
samfélagi New
York-borgar og
segir frá pari sem
er á hraðri upp-
leið í þeim heimi
en á um leið erfitt
með sitt innra
sjálf og gengur
trauðlega að leysa úr eigin tilfinn-
ingaflækjum. Michelle Williams,
sem hægt er að sjá í Brokeback
Mountain (mynd
Ang Lee um
samkynhneigða
kúreka sem
skartar Jake Gyllenhaal og Heath
Ledger í aðalhlutverkum), leikur í
myndinni. Tökur hefjast í janúar.
Nýjasti Íslandsvinurinn, hinneinstaki leikstjóri Quentin
Tarantino, lýsti því nýverið yfir að
hann hyggist
standa fyrir því
að Kill Bill komi
aftur í kvik-
myndahús – en þá
sem ein mynd.
Þannig hafði Tar-
antino hugsað sér
myndirnar upp-
haflega en mis-
vitrir markaðs-
spekúlantar
komu því til leiðar að „epíkin“ var
klippt í tvennt.
„Mig langar til að tengja mynd-
irnar saman í eitt tilkomumikið
verk,“ segir Tarantino.
„Myndin mun fara þannig aftur í
kvikmyndahúsin. Ég hef verið að
tefja þetta, einfaldlega af því að ég
þurfti að taka mér hlé frá mynd-
unum.“
Búast má við þessari ríflega fjög-
urra stunda mynd á næsta ári.
Nýjasta mynd David Cronen-berg, A History of Violence,
var valin besta kvikmynd ársins af
kanadísku
kvikmyndaaka-
demíunni. Mynd-
in var þó fjár-
mögnuð af
bandarísku fyr-
irtæki (New
Line) og gerist í
Bandaríkjunum
auk þess sem allir
leikarar eru
bandarískir. Hún
var hins vegar tekin upp í Kanada.
Margir hafa hnýtt í þessa ákvörð-
un um að dæma myndina „kan-
adíska“ og skemmst er að minnast
þeirrar deilu sem upphófst í kring-
um frönsku myndina A Very Long
Engagement, en á tímabili átti hún
ekki að teljast frönsk vegna þess að
fjármagnsaðilar voru bandarískir.
Cronenberg hefur hins vegar sagt
að þar sem hann sé kanadískur hljóti
þetta að vera kanadísk mynd. Hún
sé kanadísk, listrænt séð, þó hún
geti vel verið eitthvað annað á mæli-
stiku fjármagnseigenda.
Ákveðið hefur verið að gera fram-hald af hassgrínmyndinni Har-
old and Kumar Go To White Castle
og á framhaldið að gerast í mekka
þeirra sem hugnast skrýtnu sígar-
etturnar, Amsterdam. Ef vel gengur
með framhaldið er hugsanlegt að
þriðja myndin verði gerð og mun
hún hugsanlega gerast í Vegas.
Erlendar
kvikmyndir
Quentin Tarantino
Harold and Kumar Go To White Castle
Ethan Hawke
David Cronenberg