Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.2005, Qupperneq 13

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.2005, Qupperneq 13
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 31. desember 2005 | 13 Eumir Deodato er án efa einn hæfi-leikamesti tónlistarmaður sem fráBrasilíu hefur komið og vart verðurtölu komið á þá tónlistarmenn sem hann hefur lagt lið í gegnum tíðina. Hann sló í gegn í heimalandi sínu sem sólólistamaður á sjö- unda áratugnum, en átti síðar eftir að verða einn helsti upptökustjóri Banda- ríkjanna á þeim áttunda og níunda. Deodato vakti athygli þeg- ar sem táningur, en sautján ára gamall var hann farinn að vinna fyrir sér sem útsetjari eftir að hafa spilað í rokksveit í nokkur ár. Hann varð snemma einn af áhrifamestu bossa nova-tónlistarmönnum Brasilíu, ekki síst fyrir það hve hann kryddaði bossa nova með djassi. 1964 stofnaði Deodato hljómsveit sem hann kall- aði Os Catedraticos og sú sendi frá sér fyrstu breiðskífuna það ár. Á næstu árum starfaði Deodato með mörgum fremstu tónlistarmönnum Brasilíu samhliða því sem hann stýrði Os Catedraticos og gaf út sólóskífur. Til að mynda vann hann talsvert með Antonio Carlos Jobim og einnig með Astrud Gilberto og Luiz Bonfa og Elis Regina, aukinheldur sem hann samdi tónlist fyrir kvikmyndir. Deodato tók upp þrjár plötur með Os Cate- draticos frá því um mitt ár 1964 fram í janúar 1965, en svo ekki um hríð, enda var hann ekki bara önnum kafinn heldur var hann við það að hefja sólóferil og sendi frá sér fyrstu sólóskífuna, Prelude, í september 1972. Sú varð óvænt gríð- arlega vinsæl fyrir léttfönkaða útgáfu Deodatos á Also Sprach Zarathustra og eftir það voru ör- lög Os Catedraticos ráðin. Fyrr á árinu hafði ein- mitt komið út Os Catedraticos-plata og fleiri urðu þær ekki. Os Catedraticos 73 hét síðasta plata sveitar- innar sem var reyndar aldrei eiginleg hljómsveit, frekar lauslegur félagsskapur nokkurra fremstu ungra tónlistarmanna Brasilíu sem allir áttu það sammerkt að vera vinir eða samstarfsmenn Deodatos. Hann átti lungann af lögunum á plöt- um sveitarinnar og stýrði útsetningum þannig að í raun voru plöturnar nánast sólóskífur hans. Til að mynda á hann sjö af lögunum ellefu á Os Catedraticos 73 og þeir sem eiga hin lögin fjögur eru ekki einu sinni í hljómsveitinni. Os Catedraticos 73 er um margt dæmigerð Deodato-plata, tónlistin blanda af bossanova, fönki, djassi og poppi, raðað eftir mikilvægi. Upphafslag plötunnar er það lag sem menn kannast kannski einna helst við, Arranha céu, sem er skýjakljúfur upp á portúgölsku, en utan Brasilíu var platan einmitt gefin út undir nafninu Skyscraper og þá sem sólóplata Deodatos. Hann átti reyndar eftir að nota grunnhugmyndirnar í Arranha céu aftur, sjá til að mynda plötuna Deodato 2, sem kom út 1973 og er sennilega jafn- besta plata hans. Á Os Catedraticos 73 er sköp- unar- og tilraunagleðin samt í hámarki, lögin hvert öðru betra og orgel- og píanóleikur Deodatos í hæsta gæðaflokki. Platan er tekin upp í Brasilíu og Bandaríkjunum og sérstaklega er Brasilíuhlutinn magnaður, slagverk og bassi – Sergio Barroso Netto fer hreinlega á kostum á bassann. Sköpunar- og tilraunagleði Poppklassík eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is H ún er eins og frælaus vatnsmel- óna. Ég „fíla“ hana.“ Svona lýsir Julian Casa- blancas, leiðtogi Strokes, þriðju plötu sveitar sinnar. Þessi tor- ræða lýsing er dæmigerð fyrir hinn dulúðuga Casablancas, sem er einkar lagið að tala í ráðgátum sem fáir skilja. En vatnsmel- óna eða ekki þá markar First Impressions of Earth í raun endurkomu The Strokes en lítið hef- ur farið fyrir sveitinni síðan að önnur plata hennar, Room on Fire, var gefin út haustið 2003. Margir telja þá plötu hálf- misheppnaða, hún sé óinnblásin endurtekning á glæstum frumburðinum, Is this it. Í þeim viðtölum sem tekin eru að birtast vegna plötunnar nýju viðurkenna meðlimir að þeir hafi verið orðnir fremur þvældir þegar það kom að gerð hinnar „erfiðu plötu númer 2“ og þeir hafi í raun ekki nennt að fylgja henni eftir. Nú eru þeir hins vegar endurhlaðnir og hlakka til að takast á við komandi tónleika og allt það bras sem fylgir plötuútgáfu. Sveitin er nýkomin út tónleika- ferðalagi um Suður-Ameríku – þar sem hún er á stalli með goðum – og svo verður farið á fulla ferð eftir áramót í ferðalög um Bandaríkin, Evr- ópu og víðar. Strokes er sem sagt orðin „Strokes“ aftur; liðs- menn eru ákveðnir, einbeittir og ofursvalir sem fyrr en Casablancas-menn hafa látið hafa það eft- ir sér að í kringum Room on Fire hafi þeir verið farnir að skrumskæla sjálfa sig. Skepnan hafi verið farin að dansa sjálf og þeir hafi verið óör- uggir en um leið mjög hrokafullir. Bylting Þegar Strokes gaf út fyrstu breiðskífu sína í október 2001 fylgdi henni ekkert minna en tón- listarbylting. Fyrir heila kynslóð af ungu fólki markar þessi plata ákveðið upphaf eða tímamót, er þeirra Sgt. Pepper eða Nevermind. Hafa ber í huga að á þessum tíma var visst tómarúm í gangi. Oasis hafði umbylt bresku rokki sjö árum fyrr og Nirvana því bandaríska enn áður. Nirv- ana-byltingin leiddi fljótlega af sér útþynnt sull og sama var upp á teningnum hjá Oasis. Síð- gruggssveitirnar höfðu lítið að gera með það brjálæði sem Nirvana kynnti upphaflega til sög- unnar og þær Bretarokkssveitir sem fylgdu í kjölfar Oasis, sveitir eins og Cast og Bluetones t.d., voru pissudúkkur. Listarokk það sem Radio- head kom af stað var þá lítið skárra. Það vantaði tilfinnanlega einhverja greddu og frá ca ’98 til 2000 var lítið í gangi. Allt þetta breytist með tilkomu Strokes. Kæru- leysislegt, þriggja gripa rokk sem vísaði skamm- laust í Velvet Underground og bandarísku pönk- senuna (Televison o.fl). Þrátt fyrir auðheyranleg ófrumlegheit var þetta engu að síður málið. Gríð- arhressandi eins og Barði myndi orða það. Maður vissi svo varla hvert maður ætlaði þeg- ar maður sá mynd af Strokes í fyrsta skipti. Þeir voru svo yfirgengilega svalir að það fór nánast í heilhring. Strokes snerust ekki bara um tónlist- ina, heldur og lífsstíl, eitthvað sem allar meiri- háttar dægurlagasveitir hafa einnig borið með sér. Stríðshross Þriðja plata Strokes sker sig frá fyrri plötunum tveimur á margvíslegan hátt. Fyrir það fyrsta er búið að skipta um takkamann. Gordon Raphael er farinn út en hann stýrði fyrstu tveimur plötunum og inn er komið stríðshrossið David Kahne sem hefur komið að listamönnum á borð við The Bangles, Fishbone, Sugar Ray og Paul McCartney. Ekki beint augljós kostur en Strokes-arar bera honum vel söguna, segjast hafa haft gott af því að fá yfir sig einslags skóla- stjóra sem sagði þeim umbúðalaust frá því ef eitthvað gekk ekki upp. Platan er fjórtán laga og næstum því klukku- tíma löng, sem er jafn langt og hinar tvær sam- anlagt. Hljómurinn er þá fyllri og meira unninn og lagasmíðarnar ekki nálægt því jafn einsleitar og áður. Casablancas er þá ekki einráður í laga- smíðum líkt og fyrr og leggja félagarnir allir saman í púkkið. Til marks um breytta stefnu er t.d. fyrsta smá- skífan, „Juicebox“, sem er hálfgert þungarokk, furðuleg blanda af Weezer, fyrri tíma U2 og Cramps. Annað lag lyftir þá kafla úr „Mandy“ eftir Barry Manilow (satt!) og píanó og alls kyns flúr er í meiri mæli en nokkru sinni áður. Strok- es-menn byggðu þá sitt eigið hljóðver til að landa gripnum og tóku sér næstum því ár í meðgöng- una, lágu yfir verkinu dag sem nótt. Manni finnst eins og það sé annað hvort að duga eða drepast fyrir þessa þungavigtarsveit nú. Yngsti meðlimurinn, gítarleikarinn Nick Val- ensi, er líkt og aðrir meðlimir bjartsýnn á fram- haldið en þetta kom fram í spjalli sem The In- dependent átti við sveitina fyrir stuttu. „Eins klisjukennt og það kann hljóma þá er þetta eins og nýtt upphaf,“ segir Valensi. „Við höfum allir sem einn fullorðnast og erum komnir með nýja sýn á það hvernig á að gera hlutina.“ Eins og frælaus vatnsmelóna Fyrsta „stóra“ plata ársins 2006 verður gefin út 2. janúar næstkomandi. Ber hún titilinn First Impressions of Earth og er þriðja hljóðversskífa New York-sveitarinnar The Strokes. The Strokes Ný sýn, nýr hljómur … og nýr stíll. Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Breska hljómsveitin The Wholeggur upp í heimstónleika- reisu næsta sumar og stefnir sveitin að því að leika á tón- leikum í Banda- ríkjunum, Evr- ópu, Japan, Ástralíu og Suð- ur-Ameríku. Hljómsveitin sem hefur nú innanborðs þá Roger Daltrey, Pete Towns- hend, bassaleikarann Pino Pallad- ino, hljómborðsleikarann, John „Rabbit“ Bundrick, trommarann Zak Starkey og gítarleikarann (og bróður Pete) Simon Towns- hend, neyddist til að leggjast í dvala á árinu sem nú er að líða vegna anna Starkeys með Oasis og Pallad- inos með John Mayer Trio. „Mig langar að halda áfram og ég held að Pete vilji það líka,“ sagði Roger Daltr- ey í samtali við tónlistartímaritið Rolling Stone í haust. Hljómsveitin hefur undanfarinn áratug unnið með hléum að næstu plötu sveitarinnar Who2 en sveitin stefnir á að fara aftur inn í hljóð- ver í febrúar á næsta ári. Ekki er ljóst hvort ný lög koma til með að heyrast á tónleikareis- unni en í mars síðastliðnum sagði gítarleikarinn Pete Townshend og aðallagasmiður sveitarinnar á heimasíðu sinni að hann gæti ekki hugsað sér að túra með The Who án þess að bandið gæfi út nýja plötu. Rachel Fuller, kærasta Pete, mun að öllum líkindum hita upp fyrir hljómsveitina á tónleikaferð- inni.    Í kjölfar Grammy-tilnefning-arinnar sem „industrial“- þungarokkssveitin Ministry hlaut á þessu ári fyrir bestu þunga- rokkshljómleikana á árinu, hefur aðalssprauta sveitarinnar Al Jourgensen ákveðið að gefa út í vor bæði nýja plötu með Ministry og nýja plötu með hliðarverkefni sínu Revolting Cocks. Hljómplata síðarnefndu sveit- arinnar sem reiknað er með að komi út 7. mars er sú fyrsta sem Jourgensen gefur út hjá útgáfu- fyrirtæki sínu, 13th Planet/ Megaforce Records í heilan áratug en platan mun að öllum líkindum fá nafnið Cocked and Loaded. „Þau eru mjög lostafengin og innihalda allt það sem Revolting Cocks er þekkt fyrir,“ segir Jourgensen um nýju lögin sem bera titla á borð við „Jack in the Crack“ og „Viagra Culture“. „Í rauninni snýst þetta um miðaldra karlmenn sem vilja aftur komast á það þroskastig að geta hagað sér eins og unglingar. Þetta er frá- bært!“ Tónlistarmenn á borð við Gibby Haynes úr Butthole Surfers, Billy Gibbons úr ZZ Top, Jello Biafra úr Dead Kennedys og Robin Zander og Rick Nielsen úr Cheap Trick koma til með að ljá Jourg- ensen og plötunni hæfileika sína. „Við höfðum talað um það lengi að gera eitthvað saman,“ segir Jourgensen um þetta einvalalið. „Í þetta skiptið vann allt með okkur og áður en við vissum af vorum við komnir með heila plötu.“ Erlend tónlist Roger Daltrey Al Jourgensen Pete Townshend

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.